Austurland


Austurland - 05.04.1968, Blaðsíða 3

Austurland - 05.04.1968, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 5. apríl 1968. AUSTURLAND f 3 Lubbaleg blaðamennska 1 Morgunblaðinu birtist að staðaldri feitletursdálkur sem nefnist ,,Staksteinar“. Af þeim bardagaaðferðum, sem beitt er í þáttum þessum, má draga þá á- lyktun, að til umsjónar með þeim veljist jafnan sá af blaðamönn- um Morgunblaðsins, sem óvand- aðastur er og ótugtarlegastur. Bardagaaðferð Staksteina er sú, að birta glefsur og setninga- brot úr málflutningi andstæðing- anna, rifin úr öllu samhengi, með viðeigandi skýringum hins óvand- aða blaðamanns. Með þessum hætti tekst oft að gera mönnum upp skoðanir og rangtúlka svo sjónarmið þeirra, að um beina fölsun er að ræða. Nýlega varð Austurland fyrir barðinu á þessari þokkalegu iðju. Tvo daga í röð var þátturinn að öllu helgaður Austurlandi og að nokkru þriðja daginn. Er þar enn beitt hinni venjulegu lúalegu að- ferð, að slíta einstakar setningar úr samhengi og tekst með þeim hætti að gefa alranga og falsaða mynd af ummælum blaðsins um nýlega afstaðin verkföll. Höfundur Staksteina skákar sýnilega í því skjólinu, að Morg- unblaðið er lang útbreiddasta blað landsins, en Austurland í hópi þeirra, sem minnsta hafa útbreiðslu. Það er því alveg ör- uggt, að Austurland kemur ekki fyrir augu nema örlítils brots af lesendum Moggans og því áhættu- lítið að falsa ummæli þess eftir nótum. Raunar hef ég grun um, að hér hafi ekki hinn eiginlegi höfundur Staksteina verið að verki, heldur andlegir sálufélagar hans, sem nokkuð hafa fengizt við blaða- mennsku með þeim árangri, að hvert það blað, sem þeir hafa haft afskipti af, hefur orðið au- virðilegt sorpblað. Þessir menn hafa áður verið Staksteinum innan handar og flutt þeim fregnir af innanflokks- málum Alþýðubandalagsins, þar til fyrir fjórum mánuðum, að sambandið milli þeirra og Al- þýðubandalagsins rofnaði. Morgunblaðið hefur jafnan rangtúlkað og afflutt málstað verklýðssamtakanna og reynt að gera hlut þeirra sem verstan. Þetta er ósköp eðlilegt þegar þess er gætt hverjir eiga Morgunblað- ið og hvaða hlutverki það gegnir. Morgunblaðið getur því ekki tal- izt hlutgengt í umræðum um verklýðsmál. Ég sé ekki ástæðu til að nefna dæmi um falsanir Staksteina. Allir, sem málum eru kunnir, vita að allt það, sem í þessum þáttum birtist, er rangfært og falsað og taka það mátulega alvarlega og mætti það æra óstöðugan að elt- ast við það. En þó vil ég drepa á eitt atriði. I Staksteinum er reynt að gera tortryggilega þá fullyrð- ingu Austurlands, að samningar þeir, sem gerðir voru í Reykja- vík, hefðu engin áhrif á samning þann, sem gerður var í Neskaup- stað 6. marz. Þykir því rétt að ítreka ummæli Austurlands þar um. Samningarnir í Neskaupstað breyttust ekkert við sainninga- gerðina syðra og þeir geta ekki breytzt fyrr en 1. júní og þá. því aðeins að annar hvor aðilinn 'segi þeim upp. Lægsti kauptaxti í Neskaup- stað er nú sem hér segir: Dag- vinna kr. 50,82, eftirvinna kr. 76,23 og nætur- og helgidaga- vinna kr. 97,57. Hér í bæ er greidd full vísitala á allt kanp verkafólks. Staksteinar ættu að geta um þetta og birta til sam- anburðar lægsta Dagsbrúnarkáup í dagvinnu, eftirvinnu og næturr vinnu. Hitt er svo annað mál, að við samningsgerðina í Reykjavík tókst verklýðssamtökunum ekki að ná betri árangri en svo, að telja verður hættu á því, að at- vinnurekendur hér segi samning- um upp á þeim forsendum, að þeim sé um megn að greiða miklu hærra kaup en almennt gerist, eins og allt er í pottinn búið. frd Skíðadeild II.Í1 Af óviðráðanlegum ástæðum verður Skíðamóti Austurlands frestað til 13. og 14. þ. m. lUSTURLAND Opfð laugardaga frá kl. 9—12, sunniudaga kl. 10—12 og 1—2. : BAKARÍIÐ. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför bróður okkar BJÖRNS, EINARSSONAR, vélstjóra. Þórir, Jón, Þorvaldur og Sigfús Eiuarssynir og fjölskyldur. Ritst jóri: Bjarni Þórðarson. NESP8ENT R9 Eiilskíi REFILSTÍGIR Á RIVERIUNNI Sýnd á barnasýningu á sunnudag kl. 3. Aðgangur fyrir börn kr. 20.00. — Einnig sýnd á sunnudag kl. 5. — Islenzkar textil HILLINGAR Amerísk mynd með GregoryPeck og Diane Baker. — Is- lenzkur texti. — Sýnd sunnudag kl. 9. yVNAeAAAA/SAAAAAAAAAAAAAA/'AAAAAAAAAA/W/SAAAAAAA/VAAAAA/WWWVAA/WWWWWVNAWNA/^V KRAFTLAKK — GRÆNT ALLABUÐ Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Neskaupstaðar verður haldinn í Egils- búð þriðjudaginn 16. apríl nk. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur dagskráratriði auglýst síðar. Stjórnin. SVÍNAKJÖT UM PÁSKANA KAUPFELAGIÐ FRAM ^VWIAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/WWXAAAAAAAAAA/WWWWWWWWWNAAAAAAAAAAAAA^^AA Frá FjórðungssjúkrahOsinu Afgreiðslutími skrifstofu Fjórðungssjúkrahússins í Neskaup- stað verður framvegis alla virka daga, nema laugardaga, frá kl. 10—12 f. h. Fjórðungssjúkraliúsið. f»~M~iri<~ij~ij~inj~Lnj~u~ii~i<~LnrLrij~ij~i_nnni~ii~i~inrn~r ~i~ — — — — — — — — —^ ^ — *~***** RJÓMAKÖKUR Á SUNNUDAG BAKARlIÐ. Páska-bingó í Egilsbúð föstudaginn 5. apríl og hefst kl. 20.30. Fjölmennið á síðasta Bingó vetrarins. Skemmtiatriði í hléi. ÞRÓTTUR. nrUVUTAmlftnj A/WW\/W^V^^^^^^W^V^^W\AAAA/WW\AAAAAA/WNAAAAA/WWWW\AAAAA/W\AA/WW%AAAA/W>JI SKEMMTUN Nemendur barnaskólans í Neskaupstað efna til skemmtunar til ágóða fyrir ferðasjóð sinn laugardaginn 6. apríl kl. 5 og j 9 síðdegis. Aðgangseyrir kr. 25 fyrir börn og kr. 75 fyrir fullorðna. Nemendur.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.