Austurland


Austurland - 05.04.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 05.04.1968, Blaðsíða 4
AUSTURLAND Neskaupstað, 5. apríl 1968. Hvað er í fréttum? Frá Djúpavogi Djúpavogi, 2. apríl — MK/HG Frá áramótum hefur einn bát- ur verið gerður út héðan, er það Sunnutindur og er hann búinn að fá 340 tonn á línu og í net. Afl- inn hefur verið saltaður og fryst- ur. Einnig hafa Sigurður Jónsson og Hafdís frá Breiðdalsvík land- að hér um 60 tonnum af fiski. Síldarverksmiðjan hefur unnið úr um 1100 tonnum af loðnu, og gekk vinnslan vel. 1 janúar var lokið við smíði á húsi yfir söltunarstöðina Arnar- ey hf. Hús þetta er 32 metrar á lengd og 12,5 metrar á breidd. Á sl. hausti var saltað í 8000 tunnur hjá Arnarey. Verkaðist síldin vel og er að mestu leyti farin. Til að tryggja góða afkomu fólksins hér á Djúpavogi vantar annan bát á stærð við Sunnu- tind, er gerður yrði út á línu og net yfir vetrarmánuðina og land- aði aflanum hér til vinnshi. Ný, glæsileg mjólkurstöð mun taka hér til starfa í næsta mán uði. Frá því gamla mjólkurstöð- in brann, hefur sú mjólk, sem umfram hefur verið neyzlu hér á Djúpavogi, verið flutt með bíl til Hornaf jarðar í vinnslu. Snjór er nú hér meiri en oft- ast áður, og hafa samgöngur verið að sama skapi stopular. Hefur verið ófært til Hornafjarð- ar og líka austur um undanfarn- ar vikur. Fóðurbirgðir hygg ég að séu í meðallagi hjá bændum hér um slóðir, en auðvitað geng- ur mjög á þær nú í kuldunum og hagleysinu. Kaupfélagsstjóraskipti urðu hér á sl. ári. Þorsteinn Sveinsson, sem hér var kaupfélagsstjóri um langt skeið, tók við KHB á Eg- ilsstöðum, en í hans stað kom Hjörtur Guðmundsson, maður rösklega þrítugur og ættaður héðan frá Djúpavogi. Frá Egilsstöðum Egilsstöðum, 2. apríl — SG/HG Gilælsileg unglingavaka Laugardaginn 30. marz efndu Menningarsamtök Héraðsbúa til æskulýðssamkomu í Valaskjálf. Skemmtikrafta lögðu til: Alþýðu- skólinn á Eiðum, Barna- og ung- lingaskólinn á Egilsstöðum, Hús- mæðraskólinn á Hallormsstað og Frá Djúpavogi - merkar byggingar r~~ y\< Djúpivogur er einn með elstu verzlunarstöðum á Austfjörðum. Þar á Búlandsnesi verzluðu þýzkir kaupmenn frá Brimum og Ham- borg á 16. öld, en síðar tók við dönsk einokunarverzlun, og áttu til hennar að sækja allir á svæðinu frá Stöðvarfirði til Öræfa. Fylgdi selstöðuverzlun allt fram á þessa öld, er kaupfélag leysti hana af hólmi. Á Djúpavogi hafa til skamms tíma staðið gömul hús og reisu- leg og standa sumpart enn, — leifar frá dögum verzlunar Örum og Wulf nálægt 1800. A myndinni hér fyrir ofan, sem tekin var í júlí 1966, sjást tvö elztu húsin á Djúpavogi, Mjólkursamlagshúsið „Síbería", upphaf- lega kallað Mörbúðin, bjálkahús og neðri hæðin reist 1796. Þessi merka bygging eyðilagðist af eldi 14. nóv. 1966. Til vinstri er Langabúð, verzlunarhús fyrriim og vöruskemma, byggð skömmu eftir 1800, og hafa fá hús verið reisulegri í landinu á þeirri tíð. Til hægri gegnt Löngubúð sér aðeins í verzlunarhús kaupfélagsins, en það er einnig gamalt að stofni til, byggt 1848. Af þessu sést, að Djúpivogur hefur enn merkar minjar að geyma, og er þó fátt eitt talið. Ýmsir fágætir munir frá dögum selstöðuverzlunarinnar hafa varðveitzt til okkar daga, en óvíst að um þá hafi verið hirt sem skyldi. Er þó annarra kunnugri um það að dæhia. — Lgosm. H,. G. , ,...; Barna- og unglingaskólinn á Hall- ormsstað. Dagskráratriði voru þessi: Gísli Hallgrímsson, fulltrúi Menningarsamtakanna flutti á- varp og setti samkomuna, bland- aður kór úr Eiðaskóla söng und- ir stjórn Helgu Þórhallsdóttur, nemendur á Egilsstöðum sýndu leikþátt úr ,,Gullna hliðinu", þrjár stúlkur úr Húsmæðraskólanum á Hallormsstað lásu upp kvæði og sýndu þjóðbúninga, peysuföt, upphlut og skautbúning; sex stúlkur úr Eiðaskóla sungu við gítarundirleik, Eiðanemar sýndu gamanleikinn „Blessunin hann afi gamli", fjórar stúlkur úr Hús- mæðraskólanum og fimm úr Barna- og unglingaskólanum á Hallormsstað sungu við gítarund- irleik, Eiðanemar fluttu söngleik- inn „Lati Gvendur" sem líklega er frumsaminn af þeim; nemend- ur úr sama skóla sýndu leíkfimi undir stjórn Jökuls Sigurðssonar kennara. Síðan var stiginn dans og léku fimm hljómsveitir fjórar úr Eiðaskóla og ein frá Hallorms- stað, fyrir dansinum. Kynnir var Oddný Vilhjálmsdóttir úr Eiða- skóla. Skemmtiatriðunum, sem stóðu yfir í þrjár klukkustundir, var mjög vel tekið af samkomugest- um, sem nutu þarna ánægjulegr- ar kvöldstundar. Þarna voru um 800 manns, það er yfirfullt hús, meirihlutinn ungt fólk. Menningarsamtökin og for- ráðamenn skóla þeirra, er stóðu að þessari samkomu, eiga miklar og góðar þakkir skildar fyrir þetta ágæta æskulýðsstarf. Hve vel tókst hér til, má vera hvatn- ing til að halda fleiri slíkar sam- komur, og ekki skal efazt um, að Héraðsbúar standa þar einhuga að baki. Heilsufar Eftir upplýsingum Þorsteins Sigurðssonar héraðslæknis á Eg- ilsstöðum, hefur heilsufar í um- dæmi hans verið mjög gott í vetur. Þorsteinn er eini læknirinn hér um slóðir, og er umdæmi hans all víðlent, nær yfir allt Fljóts- dalshérað og Borgarfjörð. Frá hreindýrum Tvö af þremur heimilis-hrein- dýrum Egilsstaða„bænda" eru fallin í valinn. Dýrin voru kruf- in, og reyndist allmikill mör í þeim, svo að þau hafa ekki fallið úr hor. Helzt er talið, að einhver pest eða efnavöntun hafi orðið dýrunum að fjörtjóni. Sýnishorn úr dýrunum eru nú til rannsókn- ar að Keldum. Annars er ekki vitað um neinn stórfelli í hrein- dýrastofninum, en eitt og eitt dýr hrekkur upp af af einhverjum á- stæðum. Dýr, sem ég hef séð hér inni á Völluni; virlust mér vera furðu ^træk. Tvítugt kvenfélag Kvenfélagið Bláklukka í Eg- ilsstaðakauptúni hélt upp á tutt- ugu ára afmæli sitt með hófi í Valaskjálf sl. sunnudagskvöld. Kvenfélagið hefur látið mörg málefni til sín taka, m. a. hefur það gefið bæði tæki og peninga- upphæðir til Sjúkraskýlisins hér á Egilsstöðum, peninga og vinnu til félagshe;milisins Valaskjálfar, myndarlega upphæð í elliheimilis- sjóð og stórar upphæðir í kirkju- byggingarsjóð, hljóðfæri í Barna- og unglingaskólann á Egilsstöð- um. Þá hefur kvenfélagið séð um jólatrésskemmtun fyrir börn og fullorðna öll þessi ár. Fyrstu stjórn félagsins skip- uðu: Sigríður Fanney Jónsdóttir, Friðborg Nilsen og Sigríður Jóns- dóttir. I núverandi stjórn eru Margrét Gísladóttir, Magna Gunn- arsdóttir og Elín Stephensen. Formaður er nú Margrét Gísla- dóttir, en lengst hefur formaður félagsins verið Sigríður Fanney í 12 ár. Bílleiði var gott á Héraði fyrir síðustu helgi, en á sunnudags- morgni gerði hið versta veður rétt eftir að samkomugestir voru sloppnir heim, og nú er allt ó- fært út frá Egilsstöðum. Skíðamót Nemendur barnaskólans í Nes- kaupstað héldu svigkeppni á skíð- um sl. laugardag. Þátttakendur voru úr fjórum efstu bekkjum skólans þ. e. 9—12 ára. 9 og 10 ára börn svo og stúlkur kepptu í sömu braut. Þar fóru leikar þannig: 3 bekkur, 9 ára drengir: sek. 1. Magnús Jóhannsson 46.3 2. Anton Lundberg 56.9 3. Tómas Lárus Vilbergsson 73.8 4. bekkur, 10 ára drengir: 1. Guðmundur Solheim 44.9 2. Jón Grétar Guðgeirsson 46.7 3. Sigurður K. Jóhannsson 48.2 Stúlkur: 1. Hulda Bjarkadóttir 59.5 2. Brynja Garðarsdóttir 62.4 3. Ragna Halldórsdóttir 96.1 5. bekkur, 11 ára drengir: 1. Jóhann G. Kristinsson 65.3 2. Kristinn Pétursson 77.5 3. Önundur Steindórsson 102.1 6. bekkur, 12 ára drengir: 1. Þorleifur Stefánsson 58.0 2. Hlífar Þorsteinsson 86.9 3. Einar V. Gunnarsson 110.2 Braut 11 og 12 ára drengja var töluvert lengri en hinna. Fagnaðarefni Johnson Bandaríkjaforseti hef- ur tilkynnt, að hann verði ekki í kjöri við forsetakosningarnar í haust. Hefur þeirri tilkynningu verið tekið af miklum fögnuði innanlands og utan. Gefur það á ótvíræðan hátt til kynna hvert álit menn hafa á stefnu forset-

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.