Austurland


Austurland - 19.04.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 19.04.1968, Blaðsíða 2
2 r AUSTURLAND Neskaup&tað, 19. apríl 1968. Hafísinn enn skammt undan Hálfur mánuður er nú liðinn frá því að hafísinn rak suður með Austfjörðum og fyllti firði og víkur um nokkurra daga skeið, allt suður til Djúpavogs, og ísrek barst vestur fyrir Hornafjörð. Tafir hafa orðið nokkrar á sigl- ingum, og siglingaleið lengst af verið torveld fyrir Glettinganes og norður um Melrakkasléttu. Það tók Esju 10 tíma að brjótast frá Eskifirði til Neskaupstaðar þann 7. apríl, og leiðin til Seyðisfjarð- ar var lokuð í það sinn. Horfði um skeið til mikilla vandræða vegna vöruþurrðar á Seyðisfirði. Isinn lónaði fljótlega nokkuð frá landi fyrir suðvestan átt. Þannig var aðeins gisið ísrek að sjá, er farið var í könnunarflug frá Neskaupstað 9. apríl, en nokk- urt ísrek hefur þó haldizt á sigl- ingaleið allt til þessa. Mest allan tímann hafa verið stillur eða hæg suðlæg átt. Ekki hefur hún megn- að að hrekja ísinn svo teljandi sé frá Norður- og Norð-Austurlandi, og margt bendir til, að megin ís- inn sé ekki langt undan hér aust- ur í hafinu. Svo mikið er víst, að hann getur birzt fyrirvaralítið, ef vindátt snýst til norðausturs, og því sjálfsagt fyrir fólk að vera við slíku búið. Ekki er sízt ástæða til, að tryggt sé að nægar birgðir nauðsynjavarnings séu til á þeim höfnum, sem nú eru opn- ar. Hafís hefur oft legið hér við land fram eftir vori, á síðustu öld gerðist það t. d. að minnsta kosti fjórum sinnum, að hann fór ekki fyrr en í ágúst. Öll væntum við þess, að slík ósköp endurtaki sig ekki, en til þess er reynslan að læra af henni, og fáir hafa meiri þörf fyrir slíkt en Islend- ingar. Hljómleikar Framh. af 1. síðu. sízt að undanförnu. Á morgun gefst Norðfirðingum kostur á að hlýða á árangurinn og líta þessa fríðu sveit, því að hún efnir til hljómleika í Egilsbúð kl. 17 og aftur kl. 21. Efnisskráin er mjög fjölbreytt, allt frá íslenzkum þjóðlögum til erlendrar klassíkur. Auk sveitarinnar í heild gefur að heyra einleik, tvíleik og samleik félaga úr sveitinni, og einnig kemur fram danshljómsveitin „Fjórir í firði“ og með henni María Árnadóttir. Ekki þarf að efa, að ungir sem gamlir nýta þetta tækifæri og fjölmenna í Egilsbúð. Auk þeirr- ar ánægju sem þeir þar með veita sér, vinna þeir að viðgangi þessa menningarfélags. Síðar, er auð- veldara verður umferðar, hyggst lúðrasveitin heimsækja nágranna- byggðarlög. yyyys~‘'.'.‘.S.<-y/yy* Esja að brjótast í gegnum hafís í mynni Norðfjarðarflóa 7. apríl síðastliðinn. — Ljósm. H. G. Til sölu Fiat 850, árgerð 1966 er til sölu. Uppl. í síma 333, Neskaupst. iAA/V/V/S/SAAA/S/NA/V\/\/S/WWA/SA/WVWVVWA/V»/W1 Til sölu Nýhertur steinbítsriklingur til sölu. — Upplýsingar á morgun og sunnudag í síma 63, Neskaupstað. Sigurjón IngAahsson. 'iaaAaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa/\aaaaaaaa/s^\a/w\aaaaaaaaaaaa/\/wsaaaaaaaaa/v\a/^wwv * TILKYNNING um fliMigjdld í Mdupstdð 1968 | Ákveðið hefur verið að innheimta aðstöðugjöld í Neskaup- stað á árinu 1968 samkvæmt heimild í lögum nr. 51/1964 um ;j tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um að- stöðugjald. : Eftirfarandi gjaldskrá hefur verið ákveðin af bæjarstjórn Neskaupstaðar: j 0,5% Rekstur fiskiskipa. 1,0% Rekstur frystihúsa og annar fiskiðnaður, saltfiskverkun, j saltfiskverzlun, skreiðarverkun, beitusíldarsala, síldar- j frysting, ísfisksala, síldarbræðsla, síldarsöltun, fisk- og j kjötverzlun, mjólkursala og sala liverskonar mjólkuraf- urða, sala grænmetis, sements, timburs, áburðar, fóður- jj bætis og veiðarfæra. ;j 1,5% Rekstur steypustöðva, hverskonar iðnrekstur ótalinn j annars staðar svo sem rekstur brauðgerðarhúsa, skó- j verkstæða, netagerða, húsgagnaverkstæða, prentsmiðja, rafvirkjunar, útvarpsviðgerðar, þjónusta rakarastofa, trésmíðameistara, málara, múrara, efnalauga og tré- ; smíðaverkstæða. ; 2,0% Hverskonar persónuleg þjónusta, svo sem bifreiðarekst- ur, leigustarfsemi, umboðsverzlun, skipaafgreiðsla og öll ■ verzlun og atvinnurekstur ótalinn annars staðar. Með skírskotun til framangreindra laga og reglugerðar er vakin athygli á eftirfarandi: 1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignar- skatts, en eru aðstöðugjaldsskyldir, þurfa að senda skatt- stjóra sérstakt framtal til aðstöðugjalds, sbr. 14. grein reglugerðarinnar. 2. Þeir, sem framtalsskyldir eru í Neskaupstað en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi í öðrum sveitarfé- lögum, þurfa að senda skattstjóra Austurlandsumdæmis sundurliðun, er sýni, hvað af útgjöldum þeirra er bundið þeirri starfsemi, sbr. ákvæði 8. gr. reglugerðarinnar. 3. Þeir, sem margþætta atvinnu reka þannig, að útgjöld þeírra teljast til fleiri en eins gjaldflokks samkvæmt ofangreindri gjaldskrá, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað af útgjöldum tilheyri hverjum einstökum gjaldflokki sbr 7. gr. reglugerðarinnar. Framangreind gögn ber að senda til skattstjóra fyrir 1. maí nk. Að öðrum kosti verður aðstöðugjald, svo og skipting í flokka, áætlað eða aðiljum gert að greiða aðstöðugjald af öll- um útgjöldum samkvæmt hæsta gjaldflokki. Egilsstaðakauptúni, 22. marz 1968 Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi Páll Halldórsson. AAAA^AAAA/SA/SA/SAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/SAAAAAAA/SAA/SA/SAAA/SAAA/ Víðavangshlaup Þróttar fer fram sumardaginn fyrsta og hefst við sundlaugina kl. 1.30. Þátttökutilkynningar í síma 269. ÞRÓTTUR. RJÓMAKÖKUR Á SUNNUDAG i i i i f BAKARIIÐ. KRAITLAKK — HVÍTT r VLLABUÐ ‘~j» ■ i ~r'w rn%rVi *- rV. vif>firvvvvvy><v>^fvvvvv¥yw>ry~>i'r ^HiaaRwramirt

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.