Austurland


Austurland - 26.04.1968, Side 1

Austurland - 26.04.1968, Side 1
ÆJSTURLAND MÁLGAGW ALÞÝOUBAHDALAGSINS A AUSTURUNDI 18. árgangur. Neskaupstað, 26. apríl 1968. 16. tölublað. FjöltKett starfsemi Æshilýðsrdðs Heshaupst. Hihlu meiri þótttaho í tómstundaiðju en dður Æskulýðsráð Neskaupstaðar hafði á sunnudag sýningu á mun- um, sem þátttakendur í klúbbum þeim, sem í vetur störfuðu á veg- um þess, höfðu búið til og safnað. Einna starsýnast held ég að mönnum hafi orðið á fjölskrúð- ugt steinasafn, en í fyrrasumar var unnið að steinasöfnun. Þá voru þarna mörg og fallega upp- sett frímerkjasöfn, sýn'shorn af sjóvinnu, tauþrykk og modelsmiði svo og leiktæki þau, sem notuð eru þegar ráðið hefur ,,opið hús;‘. Reynslan hefur sýnt, að farið hefur verið inn á rétta braut, þegar til þessa æskulýðsstarfs var stofnað, og árangur starfseminn- ar hefur orðið betri en menn al- mennt höfðu gert ráð fyrir. Gildi starfseminnar er ekki nema að litlu leyti fólgið í verðmæti þeirra muna, sem gerðir eru, heldur í því, að unglingunum hefur verið fengið viðfangsefni, sem dregur þá frá göturápi. Og ég hygg, að þetta hafi ekki ill áhrif á skóla- nám þeirra. Miklu fremur held ég, að tómstundastarfið sé holl hvíld frá bóknáminu. Ég held að þessari starfsemi verði ekki betur lýst en með því að birta stuttar glefsur úr ræð- um þeim, er formaður ráðsins, Gunnar Ólafsson, og framkvæmda- stjóri þess, Karl Hjelm, fluttu við opnun sýningarinnar á sunnudag- inn. Gunnar Ólafsson sagði m. a.: „Það má segja, að forsendan fyrir þessu föndurstarfi er tví- þætt. í fyrsta lagi leiðbeinendur og stjórnendur og í öðru lagi hús- næði. Reynslan hefur sýnt okkur, að völ er á ágætlega hæfum leiðbein- endum í fjölbreyttri föndurvinnu, og eru ekki nærri allir möguleikar nýttir í því efni. Þegar æskulýðs- ráð fékk aðgang að því húsnæði, sem við nú erum í, leysti það mikinn vanda. Þetta hús hefur marga kosti. Það er mjög vel staðsett í bænum. Það er sérlega snyrtilegt og því hefur verið vel við haldið og umsjón og umgengni t;l fyrirmyndar. Það hentar því vel þokkalegu þ. e. hreinlegu föndri svo og smágleðskap s. s. skemmtikvöldum. Annmarkar eru hinsvegar þeir, að starfið getur ekki hafizt fyrr en eftir áramót, vegna reksturs sjómannastofu, og svo hinsvegar þeir, að það er of fínt. Ýmislegt föndur, sem strákum a. m. k. þyk- ir hvað girnilegast, er þess eðlis að það samrýmist ekki þessu vandaða húsnæði og þeim hús- munum, sem hér eru inni. Af þessum sökum varð t d. í vetur að leggja niður jafn vin- sælt grúsk eins og radíótækni og þá má geta þess, að ljósmynda- klúbburinn hefur ekki starfað undanfarna vetur vegna vöntun- ar á heppilegu húsnæði. Við höf- um þó eignazt dálítið áf tækjum í sambandi við ljósmyndagerð. Sjóvinnuföndrið fékk* inni i Framhr á 2. síðu. Eldsvoói á Vopnafirði Snemma á miðvikudagsmorgun kom upp eldur í Miklagarði, fé- lagsheimili Vopnfirðinga og varð mikið tjón á húsinu og lausafjár- munum svo sem békasafni og kvikmyndasýningavélum. Skrif- stofur hreppsins voru þarna til húsa og skemmdust þau húsa- kynni, en bókhald og skjöl eyði- lögðust ekki. Er þetta í annað sinn á skömmum tíma, sem skrif- stofur hreppsins lenda í eldsvoða. 1 hinum fyrri glötuðust bækur og skjöl. Talið er víst að eldurinn hafi komið upp í kyndiklefa á neðstu hæð. Brunaskemmdir á húsinu hafa verið metnar á 1.2 millj. kr. Skemmdir á bókasafni og lausa- fjármunum hafa ekki verið metn- ar. Austfirðingur sigraði Átján ára piltur héðan úr bæn- um, Örn Agnarsson, sigraði í 53. Víðavangshlaupi íþróttafélags Reykjavíkur í gær. Hljóp hann vegalengdina, 3 km, á 11 mín. 28.6 sek. Víðavangshlaup Þróítar Iþróttafélagið Þróttur í Nes- kaupstað efndi til víðavangs- hlaups í gær. Keppa átti í þrem flokkum, 10—13 ára, 13—16 ára og yfir 16 ára. En aðeins einn gaf s:g fram í elzta aldursflokkn- um og var sá nýorðinn 16 ára. Yngri aldursflokkurinn hljóp 2 km og voru þátttakendur 15. Fyrstir að marki urðu Gísli Ein- arsson á 8 mín. 18.1 sek., Óskar Axelsson á 8 mín 18.7 sek. og Björn Emil Traustason á 8 mín. 28.7 sek. 1 eldri flokknum voru þátttak- endur 7 og vegalengdin sem þeir hlupu um 2.6 km. Sigurvegari var Einar Sigurjónsson á 10 mín. 19.1 sek., annar varð Árni Guðjönsson á 10 mín. 33.3 sek. og þriðji Smári Björgvinsson á 10 mín. 49.4 sek. Pétur Óskarsson, sem kominn er yfir 16 ár, hljóp með eldri flokknum og varð 10 mín. 45.3 sek. að marki. Gauti varðveittur Það var árið 1905 að vélbáta- útgerð hófst á Norðfirði og færð- ist hún fljótt í aukana. Einn af fyrstu bátunum, sem Norðfirð- ingar eignuðust, var Hrólfur Gautreksson, í daglegu tali jafn- an nefndur Gauti. Hann kom árið 1906, á öðru ári vélbátaaldar. Það voru 6 menn, sem keyptu bátinn • Framh. á 2. síðu. Gleðilegf sumar! I gær var sumardagurinn fyrsti, og þrátt fyrir heimsókn haf- íssins fyrir skemmstu er nú snjóléttara og „vorlegra" um að lit- ast á Austurlandi en fyrir ári. Lækir og ár losna úr klakaböndum, og þeir sem ganga á vit fossanna geta brátt heyrt þá kyrja hvern með sínu lagi þann söng, sem upphófst um leið og ísland reis úr sæ. Fossana hér á myndinni munu fáir af lesendum blaðsins hafa séð og h'eyrt, en þeir eru í Hofsá í Álftafirði innarlega, þar som hún fetar sig' stall af stalli ofan frá Hofsjökli langt fyrir innan alla byggð niður í skógivaxinn dalinn. — Ljósm. H.G.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.