Austurland


Austurland - 01.05.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 01.05.1968, Blaðsíða 1
ÆJSTURLAND MALGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSSNS A AUSTURLANDI 18. árgangur. | Neskaupstað, 1. maí 1968. 17. töiublað. Af vettvangi verhalýösfélaganna Viðtal i Árno Þormóðsson í hverju er starf þitt einkum fólgið, Árni ? Á síðasta aðalfundi sínum fyrir ári ákvað Verkalýðsfélag Norð- firðinga að ráða sér fastan starfs- mann til þess að sinna daglegum rekstri félagsins, sem er orðinn það umfangsmikill, að hann verð- ur ekki lengur unninn sem auka- starf, ef vel á að vera. 1. maí ávarp Verkalýðsfélags Norðfirðinga 1. maí er hinn alþjóðlegi baráttu- og hátíðisdagur verkalýðs- ins. Á þeim degi sameinast alþýðan um heim allan í baráttu fyrir friði, frelsi og jafnrétti. Fyrir kröfum sínum um bætt kjör og réttlátari skiptingu á arði vinnunnar. Norðfirzk alþýða tekur undir fordæmingu hinna alþjóðlegu verkalýðshreyfingar á eyðingarhernaði Bandaríkjamanna í Viet-Nam, og skorar á ríkisstjórn Islands að fordæma nú þeg- ar glæpsamlegt framferði þeirra. Norðfirzk alþýða krefst þess einnig, að Island gangi taíar- laust úr NATO og allar herstöðvar verði afnumdar á Islandi. Norðfirzk alþýða skorar á alla alþýðu landsins að standa fast saman og hvika í engu frá kröfum sínum um fullar vísi- töluuppbætur á kaup, aukningu kaupmáttar launa með það fyrir augum að mögulegt sé að lifa mannsæmandi lífi af dag- vinnutekjum einum. Norðfirzk alþýða fordæmir harðlega þá ráðstöfun Alþingis og ríkisstjórnar, að afnema úr lögum, að skylt væri að greiða . vísitöluuppbætur á laun. Norðfirzk alþýða telur, að mað þessum ráðstöfunum séu hm- ir lægst launuðu sviptir helztu vörn sinni, er þeir hafa haft, gegn óðaverðbólgu undanfarinna ára, og vegna þessa sé mikil hætta á að enn frekara misræmis gæti milli verðlags og kaup- gjalds. Um leið og norðfirzk alþýða krefst þess að afnumin verði nú þegar vísitölubinding á lánum Húsnæðismálastjórnar, sem ein allra lána eru vísitölutryggð, krefst hún þess að hækkuð verði lán til íbúðabygginga í 80% af kostnaðarverði þeirra. Á þeim tíma er aðal uppbygging síldariðnaðar í landinu fór fram, voru aðrar greinar sjávarútvegs, svo sem bolfiskveiðar látnar sitja á hakanum. Norðfirzk alþýða vill eindregið vara við shkri einhæfingu atvinnuveganna og skorar á ríkisvaldið að hefja nú þegar raun- hæfar aðgerðir í þá átt að gera atvinnuvegi landsmanna fjöl- breyttari svo sem með því að skipuleggja nú þegar markaðs- leit fyrir fullunnar sjávarafurðir. Norðfirzk alþýða! Stöndum fast saman um kröfur okkar um næga atvinnu öll- um til handa, mannsæmandi lífskjör af dagvinnu einni. Lifi eining alþýðunnar. Lifi bræðralag verkalýðs allra landa. ■ I 1. maí-nefnd Verkalýðsfélags Norðfirðinga 1968. Örn Scheving Fanney A. Gunnarsdóttir Halla Guðlaugsdótttr Eyþór SvendWaas Signrður Jónsson Haraldur Jörgensen Sigurður Vilhjálmsson. Hefur félagið ekki haft fast- ráðinn starfsmann áður? Nei, engan sem hefur haft það að aðalstarfi, svo mér sé kunn- ugt, en ýmsir félagar, og þá öðr- um fremur Sigfinnur Karlsson, hafa lagt fram óhemju mikla vinnu í þágu félagsins á liðnum árum fyrir mjög litla þókknun. Starf mitt er meðal annars að veita félögum upplýsingar um allt það, er að samningum lítur, leysa úr deilumálum, er upp kunna að koma mill þeirra og at- vinnurekenda, nú og jafnvel milli Framh. á 4. síðu. Árni Þormóðsson er fæddur 17. júní 1941 á Blönduósi. Foreldrar hans eru hjónin Guðfinna Guð- mundsdóttir frá Lambadal í Dýra- firði og Þormóður Pálsson frá Njálsstöðum 1 Húnavatnssýslu, nú aðalbókari, búsettur í Kópavogi. Þar hefur Árni einnig átt heima sl. 15 ár, unz hann fluttist til Nes- kaupstaðar á síðasta sumri og gerðist starfsmaður Verkalýðsfé- lags Norðfirðinga og Alþýðusam- bands Austurlands. — I Kópa- vogi vann Árni sem vélamaður hjá Kópavogsbæ á þungavinnuvél- um og bifreiðum. Hann hefur talsvert gefið sig að félagsmálum, meðal annars innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Um margra ára skeið átti hann sæti í trúnaðar- mannaráði Dagsbrúnar og tvíveg- is hefur hann setið þing ASl sem fulltrúi þess félags. Talar 1. maí Aðalræðumaður á hátíðarsam- komu Verkalýðsfélags Norðfirð- inga í Egilsbúð í dag, verður Gunnar Guttormsson járnsmiður, nú starfandi sem hagræðingar- ráðunautur á vegum Málm- og skipasmíðasambands íslands. — Hann hefur um langt árabil, eða frá 1954, tekiö mikinn og virkan þátt í störfum verkalýðshreyfing- arinnar. Aðalfundur V.N. Aðalfundur Verkalýðsfélags Norðfirðinga var haldinn 28. apríl. I stjórn voru kosin: Örn Scheving, formaður Fanney Gunnarsd., varaform. Ámi Þormóðsson, ritari Hilmar Björnsson, gjaldkeri Aðalheiður Árnadóttir, Blv. 14 Sigurður Jónsson, Miðstræti 24 Rafn Einarss., meðstjórnendur. Varamenn: Jón Ölafsson, Anna Finnsdóttir Haraldur Jörgensen. Á fundinum voru samþykkt ný lög fyrir félagið, þar sem eldri lög (frá 1942) voru úrelt orðin. Á árinu opnaði félagið skrif- stofu og réði sér fastan starfs- mann og gjörbreyttist við það öll starfsaðstaða félagsins. Tekjur lánasjóðs og sjúkrasjóðs hvors um sig voru kr. 210.775.11. Á árinu voru greiddir 17 sjúkrastyrkir samtals að upphæð kr. 101.495.00. Skuldlaus eign sjóðsins í árslok 1967 var kr. 713.060.48. Úr lánasjóðnum fengu 13 fé- lagsmenn lán, samtals kr. 350.000. 00, til húsbygginga og húakaupa. Skuldlaus eign sjóðsins var kr. 1.227.899.01. Skuldlaus eign félagsins og sjóða þess var samtals kr. 2.637. 116.10 í árslokin. Morífiríinjdr tekjuhsstir I febrúarhefti Hagtíðinda eru birtar skýrslur um tekjur einstak- linga árið 1966 eftir kaupstöðum og sýslum svo og eftir starfs- greinum. I Framþ. á 2. sjðu,

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.