Austurland


Austurland - 03.05.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 03.05.1968, Blaðsíða 1
AUSTURLAND MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 3. maí 1968. 18. tölublað. Frá öndveröu hafa íbúar aust- firzku sjávarþorpanna, sem og velflestra sjávarþorpa hér á landi, að mestu byggt afkomu sína á fiskveiðum og er svo enn og hlýt- ur að verða í fyrirsjáanlegri framtíð En mjög er þýðingarmik- ið, að í þessum þorpum rísi upp nýjar atvinnugreinar og þá fyrst og fremst á sviði fiskiðnaðar til frekari úrvinnslu sjávarafla. Og á Austurlandi þurfa að rísa upp fleiri og fjölbreyttari þjónustu- og iðnaðarfyrirtæki, svo að við getum á sem flestum sviðum þjónað okkur sjálfir í stað þess að láta Reykvikinga og Akureyr- inga um að þjóna okkur, þó að það kunni að vera mikið í munni. En í þessu greinarkorni verður ekki fjallað um framtíðarverkefn- in, heldur verkefni dagsins í dag, verkefni, sem kalla á bráða úr- lausn, ef ekki á illa að fara. Ég veit fullvel, að við höfum við mörg önnur stór vandamál að glíma, svo sem á vettvangi skóla- 'og menningarmála, en við leysum engan vanda í þeim efnum, ef undirstaðan sjálf — sjávarútveg- urinn — er ekki nægilega traust. Austf. þorpin 'eru mjög misjafn- lega vel und;r það búin að mæta atvinnulegum erfiðleikum, en í stórum dráttum eru vandamálin alls staðar þau sömu. Hornafjörð- u'r sýnist þó hafa nokkra sér- stöðu og búa við miklu meira at- vinnuöryggi en hin þorpin, vegna mjög hagstæðrar legu sinnar. Þar virðist vera nokkurn veginn trygg atvinna allt árið og ekki þörf bráðra aðgerða til að bægja frá atvinnuleysi. 1 þessari grein verð- ur því gengið framhjá þeim stað. Síldaríðnaðurinn Á undanförnum árum höfum við Austfirðingar lifað mikið æv- intýri, síldarævintýrið svokallaða. I hverju þorpi hafa risið upp síld- arverksmiðjur og söltunarstöðvar og mikið fé hefur farið um hend- ur Austfirðinga. Þótt við vonum að þetta ævin- týri sé ekki á enda, varð þó trú okkar á varanleik þessarar gull- aldar fyrir alvarlegu áfalli í fyrra og þarf ekki að lýsa því né af- leiðingum þess. Þann lærdóm getum við dregið af hegðun síldarinnar í fyrra, að treysta ekki tun of á haria. Við eigum að vera við því búnir að taka mannlega á móti þegar hún kemur, en við eigum ekki að bíða hennar með hendur í skauti. Nú eru uppi ráðagerðir um stórfellda síldarflutninga í tank- skipum til verksmiðjanna og jafn- vel til söltunar, ef göngur síldar- innar verða með líkum hætti og í fyrra. Er ekki nema gott eitt um það að segja, en hversu stórfelld- ir sem þessir flutningar verða, geta þeir ekki leyst allan vanda. Telja verður ólíklegt að stór tank- skip geti athafnað sig á smáhöfn- unum — munu eiga fullerfitt með það á ýmsum hinna stærri — og verða þá litlu bræðslurnar í sömu vandræðunum og áður. L;tlu verksmiðjurnar áttu í fyrra í miklum erfíðleikum með að fá hráefni og hætt er við að án sérstakra aðgerða fái þær ekki hráefni þótt veiði verði skammt undan Austfjörðum. Útgerðar- menn og sjómenn munu fælast þessar verksmiðjur af ótta við að þær geti ekki greitt. Til þess að jafna aðstöðumuninn að þessu leyti verður að gera verksmiðj- unum fært að setja bankatrygg- ingu fyrir andvirði hráefnisins. Að öðrum kosti eru þær dauða- dæmdar til stórtjóns og niður- dreps fyrir viðkomandi byggðar- lög. Rétt er að benda á, að verk- smiðjurnar á Suðurfjörðum liggja vel við loðnumiðunum og gætu án efa notfært sér þá aðstöðu. Smáútgerðin Frá öndverðu og þar til síldar- ævintýrið hófst, var smábátaút- gerð helzta atvinnugrein í aust- firzku þorpunum. Víðast hvar hefur hún orðið að lúta í lægra haldi fyrir síldinni og það svo rækilega, að víða hefur hún lagzt niður með öllu. Á Norðfirði hélt hún þó alltaf velli, þó að um veru- legan samdrátt væri að ræða. Hagi síldin sér svipað og í fyrra, er ekki annað sjáanlegt en að al- varlegt atvinnuleysi verði í sum- um þorpunum yfir sumarið, ef ekkert verður að gert. Sýnist helzt til ráða, að ef!a smábátaút- veginn að nýju og sums slaðar, t. d. á Norðfirðí, gætir nukils á- lmga fyrir iitgerð minní báta og má buast við að hún vaxi til nmna í suniar. Smábátaútgerðinni fylg- ir mikil vinna í frystihúsunum og er hún því vænleg til að bægja frá sumaratvinnuleysi. Sums staðar hafa frystihúsin vitandi vits drepið smáútveginn. Forráðamenn þeirra hafa verið svo blindað:r af síldargróðanum, að þeir hafa neitað öðrum fiski en síld yfir síidveiðitímann. Menn skyldu varast að vanmeta gildi smáútgerðarinnar fyrir at- vinnulífið. 1 stað þess að hafa horn í síðu hennar ættu menn að snúa sér að því að efla hana eftir því sem skynsamlegt getur talizt á hverjum stað. Vetrarútgerð En smáútgerðin leysir ekki all- an vanda. Ekki er hægt að ætlast t;l þess að hún sjái fyrir hráefni að vetrinum. Til þess að afla fiskjar að vetrinum þarf stóra báta, sem gerðir eru út í sem nán- ustum tengslum við frystihúsin. Þá hefði útgerðin beina hagsmuni af heimalöndun bátanna. Á Norðfirði og Eskifirði hafa í vetur margir bátar verið gerðir 'út af he:man og skapað mjög mikla atvinnu, enda eru flestir bátarnir með einhverjum hætti tengdir frystihúsunum. Frá þorp- unum sunnan Eskifjarðar mun slVs staðar um vetrarútgerð að ræða, en bátar eru of fáir, nema helzt á Breiðdalsvík. Leggja ber áherzlu á, að stóru bátarnir séu hagnýttir til hráefn- isöflunar fyrir frystihúsinu að vetrinum. Að öðrum kosti er vetraratvinnuleysi óhjákvæmilegt. Sérstaða Seyðísfjarðar Mörg síðustu árin hefur Seyðis- fjörður verið lang skærasta stjarnan í síldarævintýrinu. En það er- ógæfa Seyðfirðinga, að síldarvinnslufyrirtækin eru ekki nema að litlum hluta þeirra eigm Gróðinn af síldariðnaðinum hefur því að langmestum hluta verið fluttur burt úr bænum, eða fest- ur í síldarfyrirtækjum utanbæjar- manna. Afleiðingin hefur svo orð- ið sú, að atvinnulífið er mjög ein- hæft. Gróðinn hefur ekki verið notaður til að auka á fjölbreytni atvinmilífsins t. <l. með þvi að kaupa okip, sem relrin v'fieru í sambandi við frystihus, Þegar sjldai'vinna er ekln fyrii1 h.eudi, i Framh. á 2. síðu. . Samnínsuni sogt ypp Nokkru fyrir mánaðamótin sögðu atv:nnurekendur í Neskaup- stað upp samningum þeim, sem gérðir voru 4. marz og ganga þeir úr gildi 1. júní. Samningarnir, sem gerð;r voru í Reykjavík í lok verkfallsins eru verkafójki miklu óhagstæðari en Norðfjarðarsamningarnir. Mun ætlun atvinnurekenda að fá fram breytingar til samræmis við Reykjavíkursamningana. Perlöiíeii í lo5mundor/. Heita má, að Loðmundarfjörð- ur sé kominn í eyði. íbúar hrepps- ins eru aðeins taldir 2 og því úti- lokað að halda uppi löglegu hreppsfélagi. Þeir geta ekki einu sinni kosið forseta í vor, því þeir geta ekki myndað löglega kjör- stjórn, hvað þá hreppsnefnd. En bjartari tímar kunna að vera framundan fyrir Loðmundar- fjörð. Þar er að finna verðmætt jarðefni, perlustein, sem notaður er við byggingar. Efni þetta hef- ur talsvert verið rannsakað, en um ske:ð hefur verið hljótt um málið. TJtvarpið skýrði frá því í gær- kvöld að frekari rannsóknir stæðu fyrir dyrum á perlusteininum. Munu þær verða á vegum banda- ríska fyrirtækisins, sem er aðili að kísilgúrverksmiðjunni við Mý- vatn. Mun það hafa í hyggju að vinna perlusteininn, ef það sýnist hagstætt. Kannski það eigi fyrir Loð- mundarfirði að liggja að verða vettvangur hinna bandarisku um- svifa hér á landi. I. moí í Heskaupstað Verkalýðsfélag Norðfirðinga gekkst fyrir hátíðarsamkomu 1. maí. Formaður félagsms, Öm Scheving, flutti setningarræðuna, en aðalræðuna flutti Gunnar Gutt- ormsson, járnsmiðúr og var ræða hans hin athyglisverðasta. Þá las Magnús Guðmundsson upp og sýnd var kvikmynd sem Ingvar Níelsson, verkfræðingur tók i veiðiför Birtings norður í höfum í fyrra sumar. Lúðrasveit Nes- kaupstaðar lék m;lli atriða undir stjórn Haralds Guðmundssonar. Þessi ágæta samkoma var skammarlega illa sótt. Hafísinn . Enn e'r mikill ís fyrir Norður- ög Austurlandi, en nærgöngulast- ur mun hann við Norðausturland. Nú síðustu daga hefur ísinn á ný rekið suður með öllu Austurlandi. Á Norðfirði og í flóanum vav tals- vert ísrok í moi'giu'. Kuidar eru miklir miðað við árstiina og jorð ekkert farin að grænka, enda oft, frpst.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.