Austurland


Austurland - 10.05.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 10.05.1968, Blaðsíða 2
AUSTURLAND Neskaupstað, 10. maí 1968. 1. maí rœðan Framhald af 1. síðu. in þurfí jafnan sjálf að eiga frum- kvæðið að því að gagnrýna eigin vinnubrögð, að hún eigi ekki að láta andstæðingum sínum það eftir, þeim, sem gagnrýna verka- lýðshreyfinguna með því hugar- fari að veikja hana en ekki styrkja. I samræmi við það, sem ég sagði áðan um skoðanir róttækari hluta verkalýðsins, set ég það upp sem gefinn hlut, að reynsla und- angenginna ára ætti að hafa sýnt launafólki fram á það, að verka- lýðshreyfingin verði að ná sem víðtækustum áhrifum á stjórn málasviðinu, á allri stjórn efna- hagsmála til þess að geta tryggt það, að atvinnutækin og öll skipu- lagning þeirra miðist við þarfir þjóðarheildarinnar og hinna dreifðu byggðarlaga. Verkalýðs- hreyfingin þarf að geta vakið till- trú alls almennings á því, að hægt sé stig af stigi að breyta allri stjórn og skipulagningu at- vinnulífsins á þann veg, að þær breytingar höfði beint tll hvers- dagslegra þátta i lífi og starfi hvers Iaunamanns. Auðvita hljóta þessar breytingar að beinast gegn þeim öflum í þjóðfélaginu, sem líta á framleiðslustarfsemina og rekstur fyrirtækja sem eitthvert „patent“ eða jafnvel dægrastytt- ingu ævintýramanna, og vinnuafl- ið, verkafólkið sjálft, aðeins sem ikostnaðarlið á reikningi fyrir- tækjanna. Þessar breytingar verða að miða að því að skírskota til samstarfs og félagshyggju allra þeirra, sem að framleiðslunni starfa.... Hagræðing' í þágu hvers? Hagræðing er hugtak eða eins- konar lykilorð, sem nú fer sem logi yfir akur, og það má ekki sízt heyra af vörum þeirra sjórn- málamanna, sem staðnir hafa ver- ið að öllu öðru en hagræðingu í málefnum atvinnuveganna nú síð- ustu árin. .. . Verkalýðshreyfing- in hefur gert kröfuna um aukna hagræðingu í atvinnulífinu að sinni kröfu. Ekki til þess að láta atvi nnu rekendurna hirða gróð- ann af þeirri framleiðslu- og af- kastaaiukningu, Sem hún getur haft í för með sér, heldur til þess að gera að raunveruleika þá fjar- lægu kröfu, að hófiegur viiinu- dagur nægi verkafölki til menn- ingarlegJra lifnaðarhátta. Verka- lýðshreyfingin þarf að ráðast með oddi og egg gegn hégóma þess neyzlu- og auglýsingaþjóðfé- lags, sem við siglum nú hraðbyri inn í, þar sem reynt er að innræta fólki þá kenningu, að dýrmætasta frelsið sé fólgið í því að geta horft gegnum glugga verzlananna á sem flestar vöru- tegundir í skrautlegum umbúðum — án tillits ti! gæða eða nota- gildis Yarannaf að ekki sé talað um, hvort fólk hafi möguleika á að eignast þennan varning. Þetta á ekkert skylt við haftaboðskap, sem alþýða manna virðist vera mjög viðkvæm fyrir. Þetta er í mörgum tilvikum spurningin um það, hvort munaðurinn eigi að ganga á undan nauðþurftunum, hvort maðurinn kaupir sér kjól- fötin og konan pelsinn, áður en þau eignast húskofann. Brýn verkefni. En hjá verkalýðshreyfingunni er engin fjárfesting brýnni en sú að festa fé í menntun félags- manna sinna og þá fyrst og fremst trúnaðarmanna verkafólks og þeirra manna, sem það velur til forustustarfa. Hér sem í öðr- um efnum er margt ógert og stærsti þröskuldurinn er auðvit- að sem fyrr hinn langi vinnudag- ur. Verkafólk hvorki má vera að né hefur efni á að hugleiða eig- in vandamál. Það væri sannarlega mikil kaldhæðni örlaganna, ef erkifjandi verkafólksins, atvinnu- leysið, yrði til þess að hjálpa upp á sakirnar í þessum efnum. Allt fræðslu- og upplýsinga- starf verkalýðshreyfingarinnar þarf að miða að því að glæða skilning vinnandi fólks á eðli þeirrar baráttu, sem þarf að heyja, og að gera því kleift að takast m.a. á við vandamál at- vinnulífsins, ekki sem áhorfandi eða þolendur, heldur sem þátttak- endur og gerendur. Þetta er sú menningarbarátta, sem bíður verkalýðshreyfingarinnar. Það er fleira menning en að sitja á konsert eða fara á málverka- sýningu. Við skulum varast að þrengja um of brennivídd þess- arar baráttu.... Alhliða sjálfstæðisbarátta. Það er undir slíkum afskiptum verkalýðshreyfingarinnar af mál- efnum sjálfs atvinnulífsins komið, á hvers konar atvinnustarfsemi við munum grundvalla afkomu okkar á næstu árum. Hvort hér á að ríkja sú uppgjafastefna og vantrú á íslenzka atvinnuvegi, eins og t.d. sjávarútveginn, sem hefur grafið um sig í heilabúi ýmissa forustumanna þjóðarinnar, stefna sem leitt hefur til vaxandi undansláttar við áleitni erlendra aðila til umsvifa í atvinnulífinu. Það hefur komið bærilega í ljós við þær stórframkvæmdir, sem nú standa hér yfir, svo sem við Búrfell og í Straumsvík, að hinir erlendu verktakar reyna eftir megni að halda íslenzkum iðnað- armönnum frá hinum vandasam- ari störfum og tryggja sínum spesíalistum þessi störf. Áhuginn á því að kenna íslenzkum mönnum störfin er mjög takmarkaður, og þeir verða því stundum að láta sér nægja hlutskipti handlang- Sú mun vera stefna stjórnvalda að reyna á næstu árum að tengja ísland á einhvern hátt við mark- aðsbandalög Evrópu, og það er óráðin. gáta, hýaða afleiðingar þær ráðagerðir muni hafa á allt atvinnulíf í landinu, en það verða vafalaust miklar sviptingar. Af þessu er ljóst, að 'sjálfstæð- Úr bœnum Ferming er fyrirhuguð í Norðfjarðarkirkju sunnudaginn 19. maí nk. Fermt verður í tvennu lagi fyrir hádegi og eftir. Þessi fermast fyrir hádegi kl. tíu: Piltar: 1. Árni Guðjónsson 2. Einar Guðjón Sigurjónsson 3. Eiríkur Þór Magnússon 4. Guðmundur Þór Axelsson 5. Gunnar Þór Gunnarsson 6. Haraldur Hálfdanarson 7. Heimir Geirsson 8. Jón Þorláksson 9. Sigurður Þorsteinn Birgisson Stúlkur: 1. Ása Sigríður Sveinsdóttir 2. Guðný Sveinlaug Bjarkad. 3. Herdís Þórhallsdóttir 4. Jóhanna Oddný Sveinsdóttir 5. Klara Þorsteinsdóttir 6. Ragnhildur Skúladóttir Kl. tvö eftir hádegi: Piltar: 1. Júlíus Brynjarsson 2. Karl Bernhard Mýrdal Servíettuprentun Þeir, sem ætla að láta prenta nöfn fermingarbarna á servíettur, þurfa að hafa gert pöntun fyrir kl. 5 nk. þriðjudag, 14. maí. NESPRENT. Til sölu Notað mótatimbur til sölu. — Uppl. í síma 333. W\/W^WW^^\^^AAAAAAAAAAA/\A/\/^AA/VN/WAA/ MERCEÐES BENZ Bifreiðin N-ll til sölu. isbaráttan nú á næstu árum mun eklti einskorðast Við það að losa okkur við bandaríska herinn og úr NATO, hún mun ekki Isíður snúast um efnahagslegt sjálfstæði okkar og gegn þeirri tilhneigingu að ætla okkur einungis lilutverk liandlangarans. 3. Kristján Aðalsteinsson 4. Öskar Ágúst Ingvarsson 5. Sigurbergur Kristjánsson 6. Smári Björgvinsson 7. Viðar Hannes Sveinsson 8. Yngvi Þór Stefánsson 9. Vigfús Jónsson Stúlkur: 1. Kristín Eiríksdóttir 2. Lína Dagbjört Friðriksdóttir 3. María Björg Filippusdóttir 4. Matthildur Rós Haraldsdóttir 5. Ragnhildur Steina Aradóttir 6. Sólveig Ólafsdóttir. Sóknarprestur. Götuheiti Á fundi bæjarstjórnar 3. maí var ólagðri götu, sem liggja á norðan Mýrargötu og samhliða henni, en austan Nesgils, gef.ið nafnið Sta!rmýri. Hflfíin nsrgöngiill Hafísinn hefur nú spennt Aust- firði heljargreipum og þessa viku má heita, að sigling hafi verið útilokuð á allar hafnir norðan Hornafjarðar. Á laugardag fyllti ísinn Norðfjörð og á sunnudags- morgun sá ekki út yfir hann af Bakkabökkum. Engin breyting, sem máli skiptir, hefur síðan orð- ið á ísnum. Mikill kuldi fylgir haf- ísnum og varð hann fljótt sam- frosta og hreyfist ekkert eftir sjávarföllum. Hafísinn er mikið áfall fyrir fiskiþorpin á Austurlandi, þar sem fiskibátarnir komast ekki heim með aflann. Smátt og smátt leggst atvinnulífið í dróma og deyfð og athafnaleysi verður alls- ráðandi. En ekki dugir að missa móðinn. Ísinn fer væntanlega fljótlega og þá fer hjól athafna- lífsins aftur í gang. Mikil veðurblíða fylgir ísnum, oftast blíðalogn og heiðríkt. Varðskipið Albert kom hingað á laugardag með sjúkling, en komst ekki út aftur og hefur leg- ið hér síðan. Skipafélögin telja sig hafa orð- ið fyrir milltjónatuga tjóni vegna íssins, bæði vegna skemmda á skipum og tafa á flutningum. Höskuldur Stefánsson. tnAAAAAA/W\A/V\AAA/VWW\AAAAAAAA/WWW</ Armbandsúr Herraúr, verð frá kr. 1.039.00 dömuúr frá kr. 2.150. Viðgerðarþjónusta hjá úrsmíðavinnustofu Halldórs Ármanns- sonar, Egilsstöðum. Verzlunin Hólsgötu 7. arans.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.