Austurland


Austurland - 10.05.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 10.05.1968, Blaðsíða 4
4 f AUSTURLAND Neskaupstað, 10. maí 1968. Hvab er í fréttum? Frá Hornafirði Höfn, 8. maí — BÞ/SÞ Nú í vetur hefur Hornafjörður oft verið nefndur í fréttum út- varps og blaða og þá einkum í sambandi við aflabrögð, en um- svif hafa verið mjög mikil á þess- ari vertíð, sem nú fer senn að ljúka. Að vísu má segja, að vertíð á Hornafirði Ijúki aldrei, því Horna- fjörður er ein af fáum fiskihöfn- um landsms, þar sem iðandi ver- tíðarlífið varir allt árið, að vísu með misjafnlega miklum þrótti og dálítið breytilegum blæ, en sam- fellt og tryggir það íbúum Horna- fjarðar stöðuga atvinnu og af- komuöryggi. Hér á eftir segir Benedikt Þor- steinsson, verkstjóri á Höfn í Hornafirði, fréttir þaðan. Nú í vertíðarlok er efst í huga manns aflabrögð og fiskverkun. Einn bátur hefur tekið upp net sín, en það er Akurey, sem tók upp í gær. Hafði hún þá verið búin að fiska um 700 tonn á ver- tíðinni. Nú er hæstur Hornafjarðar- báta Jón Eiríksson og hefur feng- ið 1100 tonn. Næst hæstur er Hvanney með 1000 tonn og er það mesti afli sem fengizt hefur á hana á einni vertíð, og þriðji í röðinni er G.issur hviti með 980 tonn. Mikil aflahrota var hér seinni hluta aprílmánaðar og kom þá fyrir, að bátar fengju allt að 70 tonnum í einni lögn. Nokkrir aðkomubátar hafa landað hér síðan ísinn fór að leggjast að Austfjörðum, t. d. landaði Sveinn Sveinbjörnsson hér tvisvar, samtals 154 tonnum. Dálítið er erfitt að taka á móti svo miklu f'skmagni sem hér hef- ur borizt á land, þar sem ekki er nægileg aðstaða í landi til úr- vinnslu aflans og hefur þurft að salta úti all mikið af fiski. Búið er að salta um 800 tonn, miðað við fullstaðinn fisk og í fryst- ingu hafa farið um 40 þúsund kassar. Ekki hefur hafísinn valdið okk- ur tjóni ennþá, þó við höfum að- eins séð jaka sigla hér framhjá og í dag teigði hann sig suður fyrir Stokksnesið. í gær kom hér inn danskt flutningaskip, sem var á leið frá Keflavík til Neskaup- staðar með 100 tonn af salti, en hafði lent í ísnum og komið hafði á það gat og að því nokkur leki, en með því að halla skipinu komst það slysalaust hér inn, en sjór hafði komizt í saltið. Gert verður við skipið hér til bráðabirgða. Tíð hefur verið köld hér í vor eins og víðast hvar á landinu, en snjólaust er á jörðu liér sunnan Almannaskarðs, en enginn gróður kominn og alls staðar fé á gjöf. Vegir eru að batna eftir vor- leysingu og sæmilega greiðfært til Reykjavíkur, því mjög lítið er í vötnum á Skeiðarársandi og hafa vöruflutm'ngabílar farið héðan til Reykjavíkur, en héðan ganga tveir slíkir bílar og eru þeir nú í þriðju ferðinni hér í vor. í sumar verða brúaðar tvær ár, sem enn eru óbrúaðar á Breiða- merkursandi, það er Hrútá og Fellsá og er verið að flytja efni í þær nú þessa dagana. Þótt kalt sé í veðri, eru flestir farfuglar komnir og heimsótti krían okkur í morgun og hélt hrókaræður í loftinu. Dýpkunarskip Vitamálaskrif- stofunnar ,,Hákur“, hefur unnið að dýpkun hafnarinnar í vetur og vor og kom það fyrst í ljós nú fyrir fáum dögum, að það getur verið mjög fljótvirkt við uppdæl- ingu, því að efÞ'r að maður kom frá fyrirtækinu sem framleiðir þessi tæki í Ameríku, þá jukust afköstin að minnsta kosti um helming og er verki þessu að ljúka að þessu sinni. Frá Seyðisfirði Seyðisfirði, 8. maí — GS/RS Tónlistarlíf hefur staðið með miklum blóma hér í vetur. Starf- ræktur var tónskóli á vegum bæj- arins, með 48 nemendum. 21 nemandi lærði á píanó ásamt tón- fræði, 12 nemendur á blokkflautu og 15 nemendur á blásturshljóð- færi og trommur. Kennari var þýzkur maður, Pétur (Knack) Eiríksson, menntaður við Tónlist- arskóla Berlínar, honum til að- stoðar var kona hans, Marianna, óperusöngkona, sem numið hefur við sama skóla. Auk þess hafa hjónin haft á hendi söngkennslu í barnaskólanum. Jafnframt hefur Pétur æft karlakór og frúin stúlknakór. í vetur keypti bæjar- sjóður 15 hljóðfæri fyrir lúðra- sveit, sem notuð hafa verið við æfingarnar. Árangur hefur ver.ið geysilega góður þstta fyrsta starfsár tónskólans og mikill á- hugi bæjarbúa er fyrir því, að þessari starfsemi verði haldið áfram. Sl. sunnudag voru haldnir tón- leikar þar sem fram komu nem- endur tónskólans, kennarar og kórar. Aðsókn að tónleikunum var góð. Ráðgert er að endurtaka tónleikana á Seyðisfirði nk. sunnu- dag. Sl. laugardag var sjósettur 45 lesta stálbátur hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Báturinn hefur verið seldur til Neskaupstaðar. Hefur hann ekki hlotið nafn enn- þá, en einkennisstafir hans eru NK 108. Eigendut' bátsins eru Öli Ölafsson o. íi. Neakaup- stað. Það getur tafið fyrir smíði bátsins, að vél hans er enn ókom- in til Seyðisfjarðar, mun hún vera með vs. Blikur, en eins og er hindrar hafísinn hann í að komast á Austfjarðahafnir. Hafís liggur nú í Seyðisfjarð- arflóa inn undir Skálanes, enn hefur hann ekki komið innar í fjörðinn og sést hann ekki frá kaupstaðnum. Þegar frá er talin vinna í Vél- smiðju Seyðisfjarðar er atvinnu- ástand á Seyðisfirði mjög slæmt núna. Eignir Kaupfélags Austfjarða hafa nú verið seldar á uppboði. Keypti Samband ísl. samvinnufé- laga 6 fasteignir á 3.08 milljónir króna (ekki er blaðinu kunnugt um hvort veðskuldir fylgdu auk þessarar upphæðar), en álitíð er, að brunabótamat fasteignanna sé nærri 10 milljónum króna. Fyrir rúmum mánuði fór fram uppboð á lausafjármunum og vörulager kaupfélagsins. Aðalkaupendur að því voru Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum og Valdimar Bald- vinsson, Akureyri. Álitið er, að söluverð uppboðsvaranna muni hafa numið um 10 til 20% af út- söluverði varanna og lausafjár- Kennari einn við menntaskól- ann á Akureyri og nokkrir æsku- menn með honum, laumuðu áróð- ursplaggi gegn Viet-Nam-stríði Bandaríkjamanna í hluta þeirra Morgunblaðseintaka, sem borin voru til kaupenda blaðsins í höf- uðstað Norðurlands á sjálfan sumardaginn fyrsta. Lá við að sanntrúuðum íhaldsmönnum svelgdist á morgunkaffinu, er þeir fengu Morgunblaðslágkúruna svona rækilega kryddaða. Varð nú uppi fótur og fit í her- búðum íhaldsins og víðar og hneykslan mikil. Mogginn skrifaði leiðara um málið, barmafullan af hneykslan og svívirðingum vegna þessa í sjálfu sér lítilfjörlega at- burðar. Varð ekki annað skilið, en að Mogginn vildi láta reka kennarann úr starfi og fjargviðr- aðist mikið út af starfsemi komm- únista í skólum landsins. Líklega er Mogginn búinn að gleyma hinni opinskáu og blygðunariausu starfsemi íhaldsins í skólunum. Eða ber að skilja það svo, að í- haldið hafi einkaleyfi til stjórn- málaáróðurs í skólunum? Og þá mætti kannski spyrja: Hver veitti það einkaleyfi? En Mogginn var svo sem ekki einn á báti. Afturhaldspressan kom öll í kjölfarið og lýsti viður- styggð sinni á þessu voðalega at- hæfi, að reyna með þessum hætti að ýta ofurlítið við samvizku munanna. Uppboðinu var þannig hagað, að mikið magn af vörum var boðið upp samtímis. Mikill áhugi er nú á iðkun skíðaíþróttar á Seyðisfirði, og hef- ur sá áhugi farið vaxandi sl. 3 ár. Segja má, að almennt stundi unglingar nú skíðaíþróttir. Nokk- ur skíðamót hafa verið haldin í vetur, en Iþróttafélagið Huginn gengst árlega fyrir skíðamóti, sem tengt er minningu Björn Jónsson- ar, íþróttakennara, svonefndu Björnsmóti. Þar er keppt í svigi og stórsvigi. í vetur var ekki hægt að keppa nema í svigi, en í þeirri grein fór keppni fram í fjórum flokkum. Keppnin fór þannig í þeim f lokkum: 1 flokki 10 ára og yngri: 1. Jón Hilmar Ármannsson 2. Hallgrímur Harðarson 3. Sigurjón Hafsteinsson. í flokki 11 til 13 ára: 1. Sigurður Gíslason 2. Jónas Jónsson 3. Sigurður Mikhaelsson. 1 flokki 14 til 16 ára: 1. Gunnlaugur Nielsen 2. Vilmundur Þorgrímsson 3. Helgi Ágústsson. í flokki fullorðinna: 1. Jóhann Jóhannsson 2. Þorvaldur Jóhannsson 3. Jón Ármann Jónsson. nokkurra íhaldsmanna á Akur- eyri, sem Mogginn hefur stungið svefnþorn. Og svona eins og til skrauts bættist Verkamaðurinn, blað Alþýðubandalagsins í Norð- urlandskjördæmi eystra, í þennan þokkalega flota og gaulaði með í þeirri afturhaldss:ntoníu, sem kyrjuð var. Og formaður Al- þýðubandalagsins á staðnum þvoði hendur sínar og mælti: Sjá, syndlaus er ég. Vera má, að Akureyringarnir hafi farið klaufalega að, en hvað sem því líður hafa þeir, sem verk- ið unnu, þó unnið tvennt: Þeir hafa vakið athygli á þeirri bar- áttu, sem hér er háð fyrir friði í Viet-Nam, og þeir liafa fengið því áorkað, að nokkrar íhaldssál- ir á Akureyri hafa fengið sannar fregnir af hmu svívirðilega þjóð- armorði, sem Bandaríkjamenn eru að fremja í Viet-Narn. J8. Þ. Til áshrifenda Þeir áskrifendur Austurlands, sem fengið hafa sendar póstávís- anir fyrir áskriftagjaldinu, eru vinsamlegast mmntir á að senda þær sem fyrst. Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. ; NESPRENT íhnldið gerir úlfalda úr mýflugu

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.