Austurland


Austurland - 17.05.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 17.05.1968, Blaðsíða 1
STDRLAND MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANÐI 18. árgangur. Neskaupstað, 17. maí 1968. 20. tölublað. íslendinqar og hafið Hinn 25. maí verður opnuð í Laugardalshöllinni í Reykjavík sýn-'ngin „Islendingar og hafið" og verður hún opin í 18 daga, eða til 11. júní. Sýningin er á vegum sjómannadagsráðanna í Reykja- vík og Hafnarfirði og til hennar stofnað í tilefni 40 ára afmæl- is þeirra samtaka. Ungur Norðfirðingur, Ólafur Öskarsson, nemandi við Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík hlaut nú í vor viðurkenningu fyr- ir auglýsingaspjald í samkeppni, sem efnt var til á vegum Evrópu- ráðsins í Strassburg. Þátttakend- ur í samkeppni þessari voru frá fjórtán löndum og hlutu 14 við- urkenningu og verðlaun fyrir til- lögur sínar, en auglýsingaspjaldið skyldi hvetja til verndunar vatns- bóla. Sambekkingar Ólafs tóku ¦ þátt í samkeppninni, en hann var eini Islendingurinn, sem hlaut viðurkenningu. Foreldrar Ólafs eru hjónin Sigríður Árnadóttir og Óskar Lárusson. Húsbruni vií Reyðarjjörð Á mánudaginn varð eldur laus í íbúðarhúsinu á Hafranesi við Reyðarfjörð og varð ekki við eld- inn ráðið og brann þar á skammri stundu allt, sem brunnið gat. Varð þarna mikið tjón. Auk húss- ins, sem aðeins mun hafa verið vátryggt fyrir rúmlega hálfa milljón, eyðilagðist innbú, óvá- tryggðar landbúnaðarvélar og fleira. Er tjón fólksinsá Hafranesi sýnilega mikið. Húsið á Hafranesi mun hafa verið byggt 1914 eða þar um bil. Það var mjög stórt og reisulegt, útveggir steyptir. Það voru þeir Einar Friðriksson og Níels Finns- son, þáverandi bændur á Hafra- nesi, sem létu byggja það. Var þá og alllengi síðan margt fólk á Hafranesi. Að undanförnu hefur aðeins hluti hússins verið notaður til íbúðar. Nú búa hjónin Sigurður Krist- insson og Anna Stefánsdóttir á Hafranesi, en alls er heimilisfólk- ið 5 manns. Á sýningunni er leitazt við að gefa mönnum hugmynd um ís- lenzkan sjávarútveg í fortíð og nútíð og reynt er að skyggnast inn í framtíðina. Þarna má m. a. sjá tólfróinn teinæring með rá og reiða, gömui veiðarfæri og tæki, ljósmynd er af einni elztu vör sem varðveitt er á Islandi og myndir og líkan af fiskgörðum og fiskbirgjum. M. a. er ljósmynd, sem sýnir fiskgarða, sem til skamms tíma hafa verið faldir í jörðu og má ætla að þeir séu frá miðöldum og jafnvel eldri. Fjöl- margt annað verður þarna að sjá, en rúmið leyfir ekki frekari upp- talningu. Fjölmörg fyrirtæki og stofnan- ir kynna framleiðslu sína og starfsemi á sýningunni. Austfirðingar sýna þarna um 30 hluti, m. a. líkön af land- og stauranótunum gömlu og fleiru varðandi síldveiðar með gamla laginu. Hefur Hilmar Bjarnason á Eskifirði haft mestan veg og vanda af þessum austfirzka þætti sýningarinnar. Ekki er að efa, að margan mun fýsa að vitja þessarar sýningar og ekki láta sér úr greipum ganga tæfcfærið, ef þeir eiga erindi til Reykjavíkur, jafnvel taka sér ferð á hendur til höfuðborgarinn- ar í því skyni að skoða sýning- una. Embœtti auglýst Bæjarfógetaembættið í Neskaup- stað hefur nú verið auglýst laust til umsóknar að nýju. Umsóknar- frestur er til 12. júní, en emb- ættið veitist frá 1. júlí. Skólaslit Barnaskólanum í Neskaupstað var slitið 14. þ. m. Skólaslit fóru fram í Egilsbúð að viðstöddum nemendum, fjölda foreldra og nokkurra gesta, og hófust með því að skólakórinn söng nokkur ættjarðar- og sumar- Ijóð undir stjórn söngkennarans, \ Jóns Mýrdals. Fara hér á eftir nokkur atriði úr skýrslu skólastjóra. Nemendur voru í vetur 211 alls, 120 piltar og 91 stúlka, í 10 bekkjardeildum. Barnaprófi luku 27 en nokkur þeirra eiga eftir að ljúka sund- skyldu, en nú standa yfir sund- námskeið bæði fyrir þessi börn og eins þau er voru í 4. og 5. bekk í vetur. Próf fóru fram dagana 2.—11. maí. Prófdómari við barnapróf var frú Anna Ingvarsdóttir skip- uð af fræðslumálastjóra, að öðru leyti voru kennarar prófdómarar hver hjá öðrum. Einkunnir féllu þannig: 1. befckur, 7 ára> börxi: Gyða María Hjartardóttir Steinunn Zoéga Þorsteinn Þorsteinsson Öll með einkunnina 3.7. Meðaleink. árgangs 2.67. 2. bekkur, 8 ára börn: 1. Pálmar Þór Stefánsson 5.8 2. Guðlaug Björnsdóttir 5.6 3. Gunnar Karl Guðmundsson 5.2 Meðaleinkunn árgangs 4.00. 3. bekkur, 9 ára börn: 1. Jenny Axelsdóttir 6.9 2. Magnús Geirsson 6.6 3. Erla ívarsdóttir 6.4 3. Bjarni Jóhannsson 6.4 Meðaleinkunn árgangs 5.14 4. bekkur, 10 ára börn: 1. Óskar Axelsson 8.0 2. Guðmundur Solheim 7.7 3. Trausti Traustason 7.5 Meðaleinkunn árgangs 6.23. 5. bekkur, 11 ára börn: 1. Magnús Magnússon 8.8 2. Anna Maren Sveinbjörnsd. 8.7 3. Herbert Jónasson 8.4 Meðaleinkunn árgangs 6.92. 6. bekkur, 12 ára börn, barnapróf. Yfir 8 í aðaleinkunn fengu: 1. Harpa Sigríður Höskuldsd. ágætiseinkunn 9.08 2. Einar Gunnarsson 8.95 3. Ásdís Geirsdóttir 8.88 4. Brynja Garðarsdóttir 8.82 Framh. á 4. síðu. Sjðnvarplð til Austurlands \%9 oo 1970 Nú er svo komið, að mikill meirihluti landsmanna á þess kost að horfa að stasaldri á ís- lenzka sjónvarp'.ú og innan skamms mun það ná til landsins alls. Mikill áhugi er fyrir því um allt land, að fá sjónvarpið, enda eykur það enn á tilhneigingu manna að flytja suður, að þar geta menn notið sjónvarpsins. Á þessu ári mun mikill hluti Norð- lendinga fá sjónvarp. I sumar verður reist stöð á Vaðlaheiði. Þaðan verður sjón- varpsefni sent til stöðvar á Fjarð- arheiði, sem síðan dreifir því til smærri stöðva. Þá á í sumar að ljúka Öllum nauðsynlegum mælingum á Aust- urlandi, en næsta ár fær nokkur hluti Austfirðinga sjónvarp. Mun gert ráð fyrir því, að haustið 1969 fái Seyðfirðmgar og Norðfirðing- ar sjónvarp, en aðrir Austfirðing- ar 1970. Islenzkt skip hefur stundað sel- veiðar I frásögn, sem birtist í næst síð- asta tbl. af komu norsks selfang- ara til Neskaupst., var komizt svo að orði, að íslenzk skip muni aldrei hafa lagt stund á selveiðar í norðurhöfum. Vegna pessa hefur Jóhann Elí- asson sýnt ritstjóra blaðsins sjó- ferðabók föður síns, Elíasar Jón- assonar. Samkvæmt henni var El- ías skráður á mótorskipið Öðin frá Seyðisfirði 1. maí 1916 „tii selveiða í Ishal'inu" og afskráður 1. júlí sama ár, en þá hefur veiði- ferðinni verið lokið. Óðinn var rúmlega 48 lestir að stærð, skipstjórinn hét Jóhannes Jónsson. Ekki vissi Jóhann hvernig veið- arnar gengu og væri fróðlegt ef einhver gæti gefið upplýsingar þar um. Ekki hefur Óðinn farið á sel- veiðar vorið eftir. Þá er Elías skráður á bátinn 12. maí til fisk- veiða, en afskráður 21. sama mán- aðar, þar sem útgerð batsins stöðvaðist vegna olíuleysis. Þetta var nefnilega á fyrri stríðsárun- um, þegar ýmsar nauðsynjavörur voru illfáanlegar eða ófáanlegar, þar á meðal olía. Æskan Aprílhefti Æskunnar, hins vand- aða og vinsæla barnablaðs, er ný- lega komið út fjölbreytt að efni að venju. Mætti æra óstöðugan að rekja það allt, en í hcftinu Mjóta öll börn að finna margt við sitt

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.