Austurland


Austurland - 24.05.1968, Qupperneq 1

Austurland - 24.05.1968, Qupperneq 1
ÆISTURLAND MALGAGN ALÞÝflUBfiHDALAGSIHS A AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 24. maí 1968. 21. tölublað. Frá blaðinu Aukablað af Austurland kemur úr á sjómannadag;nn. Birtist þar viðtal við Sigurð Jónsson, fyrr- verandi skipstjóra, og viðtöl við fjóra skipstjóra á Norðfjarðar- bátum, þá Aðalstein Valdemars- son, Eskifirði, Jón Ölversson og þá bræður Hjörvar og Isak Valde- marssyni. Sjómannadagurinn er næsta sunnudag. Því miður fá sjómenn ekki að hafa daginn í friði að þessu sinni, því máttarvöld lands- ins þurftu einmitt að velja þann dag, sem sjómenn höfðu helgað sér, til að breyta umferðarregl- unum. Og þegar hafður er í huga sá óskaplegi áróður, sem haldið heíur verið uppi í sambandi við umferðarbreytinguna, er ástæða til að ætla, að hún verði mörgum ofar í huga en hátíðarhöld sjó- mannadagsins. En ekki dugar að æðrast eða leggja árar í bát. Sjómenn munu halda sitt strik, þrátt fyrir smá- veg:s ágjöf. Um Austurland verða hátíðar- höldin vafalaust með nokkuð öðru sniði en áður. Isinn gerir það að verkum, að kappróðrar, hóp- sigling og önnur atriði, sem fram fara á sjó, falla niður og jafnvel þótt ísinn sé í þann veginn að halda á brott, a. m. k. í bili, e'ns og vænta má, verður naumast svigrúm til að undirbúa þessa þætti. Önnur afleiðing hafíssins, og öllu heillavænlegri fyrir hátíðar- höld sjómannadagsins, er sú, að nú eru fleiri sjómenn heima en oft áður og setja væntanlega meiri svip á daginn með þátttöku sinni í hátíðarhöldunum en venju- lega. Þegar sjómannastéttin nú lítur til baka yfir það ár, sem liðið er frá síðasta sjómannadegi, blasa við ýmsar miður skemmtilegar staðreyndir. Er þar fyrst þess að geta, að stéttin sem heild hefur mátt líða stórfellda kjaraskerð- ingu vegna stórlækkaðs verðlags á framleiðslu þeirra og minni afla en árið áður. Þetta dylst ekki þeim, sem þessa dagana fjalla um framtöl sjómanna. Þá var sóknin á síldarmiðin í fyrrasumar með afbrigðum erfið og leiðinleg og þarf ekki að lýsa því, svo minnisstætt sem það er mönnum. Og haust- og vetrarsíld- veiðarnar brugðust, vegna mjög þrálátra ógæfta. Hagspekingar eru líka hættir að halda því fram, af ofsahátt kaup sjómanna sé ehi helzta meinsemdin í efnahagskerf- inu og undirrót margvísiegra erf- iðleika. Þeir hafa mátt leita sér að öðrum skotspæni. Aftur á móti var vetrarvertíð víða betri en oft áður, ekki sízt á Austurlandi. Hvað snertir hin beinu kjara- mál sjómanna, horfa þau allt öðru vísi við en kjaramál annarra launþega. Fiskimenn eru ráðnir upp á hlut, eins og allir vita. Þeg- ar vel aflast og verðlag afurða er hagstætt, hækkar kaup sjó- mannsins, en þegar aflabrestur er, lækkar það. Fiskimenn eru líklega sú stétt manna hér á landi, sem býr við mest öryggisleysi í kjara- málum. Þótt sá tími sé liðinn, að sjómenn eigi á hættu að vera ekki matvinnungar mánuðum saman — þakkað sé kauptrygg- ingunni, sem verklýðssamtökin hafa knúið fram — er afkomu- öryggi þeirra mjög lítið. Á meðan hlutaskipti haldast — og ég býst ekki við að sjómenn óski breytinga þar á — hafa sjó- menn litla möguleika til þess að ráða nokkru um það hvað þeir bera úr býtum. Það er komið undir heppni og þjóðfélagsöflum, sem þeir hafa ekki á valdi sínu. Aðeins með aukinni vöruvöndun og þar af leiðandi hækkuðu verði, geta sjómenn aukið hlut sinn, sé gert ráð fyrir, að hlutaskiptum verði ekki breytt þeim í hag. Þó ber að geta þess, að allskonar út- flutningsgjöld á sjávarafurðir, einkum síldarafurðir, eru ofboðs- lega há, og enn hafa þau verið hækkuð stórlega. Með því að knýja fram lækkun þessara skatta, geta sjómenn og útgerð- armenn bætt hlut sinn nokkuð. Fáum er sú gáfa gefin að geta skyggnzt inn í framtíðina. En við höfum leyfi til að vænta margs af framtíðinni. Vonandi verður sjósóknin í sumar og haust ekki eins erfið og í fyrra, vonandi þarf ekki að sækja aflann margra sól- arhringa siglingu norður í höf, og vonandi verða aflabrögð, bæði á síld- og þorskveiðum, góð. En gera verður ráð fyrir svip- úðu ástandi og í fyrra. Þá verður að gera ýmsar ráðstafanir og eru þær sumar raunar í undirbúningi. Auðvelda verður sjómönnum að losna við aflann, stórauka verður öryggi sjómaniia m. a. rneð því að haía~á veiðislóðunum varðskip í sunnudag búið þyrlu og með lækni innan- borðs og góða starfsaðstöðu handa honum. Snemma í vetur slitnaði vb. Dröfn frá legufærum sínum hér á höfninni og rak upp í krókinn við innri bæjarbryggjuna. Þar hefur báturinn síðan legið umhirðulaus og mun ónýtur. Er ekki tími til þess kominn, að báturinn sé fjarlægður? Það er ekkert augnayndi að honum þar sem hann nú liggur. Hafísþankar Hafísinn, þessi erfðafjandi ís- lenzku þjóðarinnar gegnum ald- irnar, hefur á þessu vori gerzt þunghöggur í garð Austfirðinga og Norðlendinga. Viku eftir viku hefur hann legið við landið, fyllt firði og víkur og bannað allar bjargir. Lengst suður hefur hann komizt að Skeiðará. Dag eftir dag lá ísinn hreyfingarlaus í logn- kyrrðinni. , y 1 fyrradag varð þess vart, að einhver breyting var í aðsigi. Veðurfar fór hlýnandi og hægur suðvestan andvari strauk um gráan vanga landsins. Kom þá fljótt hreyfing á ísinn og tók hann að lóna út í hátignarlegri ró. Hef- ur ísinn nú mjög rekið út af fjörð- um, a. m. k. út af Norðfirði, þó enn sé allmikill ís. Og geysimikill ís er fyrir utan land og mundi reka inn aftur, ef þannig blési vindurinn, En allir vona, að sunn- anáttin endist til að reka þennan hvíta djöful norður í Dumbshaf. 1 gærkvöld hafði ísinn gisnað svo, að strandferðaskipið Blikur komst inn á Norðfjörð og upp að bryggju. Hafísinn hefur valdið geysilegu tjóni um Norður- og Austurland og áhrifin segja til sín um land allt. Bátar liafa ekki komizt á sjó. Þar af leiðir að sjálfsögðu, að enginn afli kemur á land. Sjó- menn og verkafólk missir atvinnu, fiskvinnslustöðvar verkefni og öll viðskipti lamast. Vöruflutningar á sjó stöðvast. Því fylgir vöruþurrð sums staðar. Hér í bæ hafa engin vandræði stafað af vöruskorti, þótt sumar vörutegundir svo sem kartöflur hafi þrotið. Einkum hef- ur hætta á fóðurskorti verið al- varleg sums staðar, því alla gripi þarf enn að hafa á húsum. — Og framleiðslan liggu'r i~vmnslu- stöðvunum og kemst ekki á mark- að, vegna hafnbannsins, sem haf- isinn hefur lagt á landið. Sýnilegt er, að síldveiðar hefj- ast seinna en ella, þar sem bátar hafa ekki komizt í slipp hér eystra og annar undirbúningur legið niðri. Aðeins einn Norðfjarð- arbátur hefur komizt heim. Hann var svo heppinn að hann bar hér að þegar ísinn svifaði frá í nokkr- ar stundir. Fjórir liggja á Eski- firði og tveir fyrir sunna, einn á Hornafirði en tveir eru á veiðum með troll, en hafa ekki komizt heim með aflann. Gróðri hefur ekkert farið fram og til síðustu daga hefur aðeins sést grænn litur á görðum. Bænd- ur hafa því átt í miklum erfið- leikum um sauðburðinn. Þeir hlutar landsins, sem ísinn hefur gert sig heimakominn við, hafa orðið fyrir geigvænlegu áfalli. Sérstaklega mun þetta eiga við um Norðausturland frá Borgar- firði til Raufarhafnar. Þar hefur víðast verið atvinnulítið og at- vinnulaust vetrarlangt og fer ekki hjá því, að þar liggur við neyðarástand. Alþingi setti í vetur á fót nefncr, sem kölluð er hafísnefnd. Skal hún gera tillögur um með hverj- um hætti skuli birgja að vörum þær hafnir, sem hætta er á að ís loki, og er þar fyrst og fremst átt við fóður og eldsneyti. Nefnd- in situr nú á rökstólum og þó að það sé ekki í verkahring hennar, hefur hún fjallað um vandamál dagsins í dag. Varðskipið Óðinn hefur ver;ð sent til Austfjarða með olíu og fleiri aðgerðir eru í undirbúningi, ef með þarf. Hreþpsnefnd Eskifjarðar sam- þykkti 8. apríl að fara þess á leit við þingmenn kjördæmisins að þeir beittu sér fyrir því að hing- að yrði fenginn ísbrjótur til reynslu. Líklega er sú tillaga afl- vaki þess, að ríkisstjórnin lióf athugun á því, hvort hægt væri að fá ísbrjót og kom helzt til mála að gefinn vrði kostur á 3500 Framh, á 4. síðu. *

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.