Austurland


Austurland - 26.05.1968, Page 1

Austurland - 26.05.1968, Page 1
18. árgangur. Neskaupstað, 26. maí 1968. 22. tölublað. Skeriði nú d strdkar og veriði Viðtai við Sigurð Jónsson, skipstjéra, Neskaupstað Éij náði stuttu viðtali við Sig- urð nú á dögunum í tilefni sjó- mannadagsins, en hann gefur sér varla tíma t'l að setjast niður ennþá, þótt hann eigi að vera setztur í helgan stein eftir lang- an sjómannsferil. Hann hefur jafnan sagt öllum blaðamönnum að fara veg allrar veraldar, hafi ekkert við þá að tala. Hann fyllir áttunda áratuginn á þessu ári, en er þó varla farinn að átta sig á því ennþá, enda hætti hann ekki að stunda sjóinn fyrr en í fyrra. Hvar ert þú fæddur, Sigurður? Éig er fæddur í Víðivallagerði í Fljótsdal 28. júní 1888. Foreldr- ar mín'r voru Jón ísleifsson og Sigríður Árnadóttir. Misserisgöml- um var mér komið fyrir á Karls- stöðum í Vöðlavík hjá Jóhann- esi Auðunssyni og Guðrúnu Jóns- dóttur. Ólst ég þar svo upp til 16 ára aldurs, en þá fór ég til Norð- fjarðar og hef átt hér heima síð- an. Fórst þú strax að kynnast sjó- sókn í Vöðlavík? Já, lítilsháttar var það nú. Það var alltaf eitthvað róið á sumrin, svona til að fá í soðið og stund- um var nú eitthvað um innleggs- fisk. Ég var 12 ára þegar ég fór fyrst á sjó, það var alltaf verið með færi þegar farið var á sjó. Annars var bara sveitabúskapur á Karlsstöðum, hann var innsti / bærinn í Vöðlavík. Hvað varð til þess að þú fórst til Norðfjarðar frekar en eitthvað annað ? Mig langaði í tilbreytingu, eins og oft vill verða, og að komast á sjó. Á Norðfirði var þá orðin mikil sjósókn og þar var stjúp- faðir minn, Jóhann Eiríksson. É|g fór þó ekki til hans, heldur réðst ég strax til Vilhjálms Stefánsson- ar, kom til hans 3. maí. Þá var Vilhjálmur að byggja Hátún, og vann ég fyrst með honum við það. Þetta sumar kom Gauti, sem Vil- hjálmur keypti ásamt fleirum. Á honum var ég látinn róa svona í ígripum, en beitti við hann þess á milli. En svo kom Sunnlending- ur sem varð sjómaður á Gauta, svo ég reri ekki meira á honum það sumar. Þá lánaði Vilhjálmur m;g til Jóns Bessasonar, og reri ég með honum í 2 mánuði á ára- báti, ásamt Norðmanni. Eftir það fór ég aftur að beita við Gauta. Um veturinn var ég njá Vilhjálmi og fór hvergi. Það var svo sem ekki mikið að gera, maður dútl- aði eitthvað við saltfisk og þess háttar. Vorið eftir byrjaði ég svo að róa á Gauta, þá var Jón Benja- mínsson formaður, reri ég þó ekki nema í hálfan mánuð, því þá fór ég að gæla við þá hugmynd að verða sjálfur formaður á ára- báti. Vilhjálmur tók vel í það og fékk hann lánaðan lítinn árabát hjá Hinriki Þorsteinssyni, sem Trassi hét. Byrjaði ég að róa á honum og Stefán Ásmundsson með mér, hann var hálfu ári eldri en ég. Rerum við nú 3 róðra og allt gekk vel, en í fjórða róðrin- um gerði NA strekkju, vorum við þá fyrir sunnan Horn, ásamt fleiri bátum. Þar á meðal var maður á skekktu við annan mann, minnir mig hann heita Vilmundur, reri hann á sumrin en var kennari og organisti í kirkjunni. Honum þótti við fara glanna’.ega og kærði hann okkur fyrir Vilhjálmi þegar í land kom. Hefur Vilhjálmi sjálfsagt ekki litizt á þetta, því fleiri róðra fórum við ekki. Tók Vlhjálmur mig þá með sér á færeyskan ára- bát, sem hann reri á, hét hann Silfurpílur. Rerum við saman í hálfan annan mánuð en fórum svo báðir að Gauta og reri ég á hon- um róður og róður. Hjá Vjlhjálmi var ég svo um veturinn, hafði svo sem lítið að gera annað en að slæpast. Sótti stöku sinnum hey inn að Tandrastöðum og dútlaði eitthvað við skepnur. Sumarið eftir réðist ég svo til Jóns Benjamínssonar og Bjarna Hávarðssonar, en þeir höfðu eign- azt bát, 7 eða 8 tonna, sem Sveinn í Viðfirði smíðaði, og hét hann Sveinn. Vorum við Helgi Bjarna- son með þeim félögum. Um vet- urinn fór ég á vetrarvertíð í Vest- mannaeyjum. Næsta sumar keyptu þeir fé- lagar Bjarni og Jón bát, sem hét Haki, í félagi við þá Tröllnes- inrra S’r6Ínsson cIkíccmis Hávarðsson, en þeir áttu annan bát sem hét Kraki. Magnús var alltaf formaður á honum en Jón Sveinsson og Bjarni Hávarðsson skiptust á um að vera formenn á Haka. Éig var það sumar með Jóni Benjamínssyni á Sveini. Hjá Jóni var ég um veturinn og fór hvergi. Hvenær verður þú í'yUst for- maður, Sigurður? Það var sumarið eftir þetta, en þá ræðst ég til Sigfúsar Sveins- sonar, formaður á Herkúles, og var ég með hann það sumar. Þetta var sumarið 1910, en það sumar er Stella keypt hingað og verður Bjarni Hávarðsson skipstjóri á henni. Réðum við okkur nokkrir strákar á hana um haustið og fór hún á vetrarvertíð í Vestmanna- eyjum. Um vorið þegar ég kom heim spyr Sigfús mig hvort ég niuni ekki koma formaður til sín um sumarið. Segi ég Sigfúsi, að ég hafi verið beðinn að koma for- maður á bát á Seyðisfirói. Já, segir Sigfús, borga þeir betra kaup? Éig segist hafa sett upp 6 krónur fyrir skippundið og þyki mér það mikið. Gengu þeir að því? spyr Sigfús. Já, þeir gengu að því, segi ég, en ég lofaði engu, sagðist myndi tala við þá þegar ég kæmi heim frá Vestmannaeyj- um. Þá segir Sigfús, að þetta geti hann ekki borgað, þetta sé allt of hátt kaup. Varð ekki rneira úr samningum milli okkar Sigfúsar að þessu sinni. Þegar ég er á heimle’ð frá Sig- fúsi mæti ég Vilhjálmi Stefáns- syni. Spyr hann mig strax hvort ég verði ekki fáanlegur til að koma formaður á Hrólf, bát, sem þeir áttu Hinrik Þorsteins- son og hann. Segi ég Vilhjálmi að ég sé eiginlega ráðinn á bát á Seyðisfirði og ef ég komi til þeirra þá setji ég upp hátt kaup. Vil- hjálmur segir þá að mér sé óhætt að kveða það upp. Ég kvaðst skyldi koma fyrir 12. part af afl- anum. Þetta kvaðst Vilhjálmur þurfa að ræða við Hinrik en hann muni svara þessu fljótlega. Vil- hjálmur kemur svo fljótlega aft- ur og segist þá ganga að tilboð- inu. Verður þetta afráðió og ég hrin"1' á Seyðisf 'örð ^turkalla ráðninguna þar. Á Hrólfi er ég svo í 3 sumur formaður. Var þá byrjað að róa í Kist- una? Það var byrjað á því annað sumarið sem ég var með Hrólf. Það hefur auðvitað gengið vel hjá þér á Hróífi? Það gekk bærilega, þó sérstak- lega seinasta árið og þá um haustið var mokfiskirí í Kistunni. Man ég það, að síðustu vikuna sem við rerum þá um haustið, var svo mikið fiskirí, að við þurft- um að hausa hvern einasta fisk og var báturinn þó drekkhlaðinn. Það var eins hjá öðrum bátum. Kölluðum við þetta að kjölhausa í bátinn. Síðasti róðurinn atvikaðist ein- kenniiega. Við höfðum róið alla vikuna 25 til 28 mílur frá Horni, út í Kistu eins og fyrr segir. Höfðum við róið 4 róðra samfleytt og fengið þennan afla. Ég var far- inn að þreytast og þegar við er- um að stíma út í 5. róðurinn ákveð ég að halla mér svolitla stund í lúkarnum. Hávarður Þór- arinsson var með mér á vakt og bið ég hann nú að standa einan á meðan. Skuli hann bara passa upp á Ijósið á Kraka sem var rétt á undan okkur, og elta hann. Gerir nú Hávarður svo. Er ég hafði sofið góða stund vakna ég og fannst mér þá að ég hafi sof- ið lengi. Fer ég strax upp til að athuga hvernig gengið hafi. Spyr ég þá Hávarð hvar ljósið á Kraka sé, því það gat ég ég hvergi séð. Benti hann mér þá á ljós, seim var framundan og sagði aó þar væri Kraki. Ég sá strax að þetta var stjarna út og norður í hafi. Hafði Hávarður einhverra hluta vegna ruglazt í þessu og tekið stjörnuna i'yrir ijósið á Kraka, og vorum við nú komnir langt af leið. É|g átta mig þó fljótlega á því að við erum stadlir út og suð- ur af Glettmgnum og setti ég stefnuna þaðan í SA. Héldum við svo í þrjá og hálfan l.íma, feng- um þar 90 faðmu .;ýpi og lögðum Framh. ú 3. síðu.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.