Austurland


Austurland - 31.05.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 31.05.1968, Blaðsíða 1
URLAND MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS ÁAUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 31. maí 1968. -22T tölublað. 22> Eiríkur Bjarnason, Eskifirði: Sjómenn veron é stando vörð om rétt » Útdrdttur úr sjómannadagsrceðu Sjómenn setji sér sjálfir starfsreglur Við skuium líta aðeins á ör- yggismálin. Á síðustu 30—40 ár- um hafa þau breytzt mikið til batnaðar fyrir sjómenn, og þá helzt fyrir tilverknað Slysavarna- félags íslands, og með tilkomu nýrra siglingatækja í skipunum, sem gera siglmgar mikið örugg- ari en þær voru áður. En þrátt fyrir það er nauðsynlegt, að allir sjómenn geri sér það ljóst að fram á þennan dag hafa gerzt harmleikir á hafinu hér við land, °g Það jafnvel innanfjarðar, eins og dæmin vestan úr ísafjarðar- djúpi síðan í vetur leið, sýna okk- ur. Það er nú svo, að ekki hefur ennþá tekizt að byggja það skip, sem óyggjandi mætti segja um, ,að standi af sér öll veður. Það má ef til vill deila um, hvort allt hafi verið gert, sem unnt er, til þess að tryggja sem skjótust viðbrögð, ef slys ber að höndum. Starfsemi Slysavarna- félags Islands virðist vera vel skipulögð, þó að vísu hafi komið fyrir atburðir á seinni árum, sem virðast benda til þess, að ekki sé bú'ð að gera allt, sem unnt er til þess að tryggja nauðstöddum monnum sem skjótasta hjálp. En það þarf meira en góðan út- búnað og fórnfúsar sveitir björg- unarmanna víða um land, til þess að bjarga nauðstöddum sjómönn- um, ef illa fer. Ég held, að við eigum nú að snúa okkur að því að koma í veg fyrir að slysin geti orðið. Að sjálfsögðu er mér ljóst, að alltaf koma fyrir atburðir, sem ómögulegt er að sjá fyrir, pg alltaf geta hent óhöpp, þó rétt sé að öllu farið. En á hinn bóg- inn finnst mér að í mörgum til- fellum sé hér um að kenna afla- græðgi, og lítilli fyrirhyggju. Ég á hér við slys þau, sem orðið hafa á síldveiðibátunum, þó svo vel hafi viljað til, að í flestum til- fellum hafi orðið algjör björgun manna. Þó síldveiðarnar á sumr- in hafi sífellt verið að færast lengra frá landi á síðari árum, þá halda sjómenn samt sem áður áfram að sjóhlaða skipin likt og þeir gerðu, þegar síldin var hér í firðinum, eða rétt fyrir utan. Mér fannst oft Ijótt í fyrrasumar að sjá síldveiðiskipin koma drekk- hlaðin að landi eftir kannski 6— 700 mílna siglingu. Mér finnst, að það sé mjög lítil fyrirhyggja í slíku, og finnst máltækið „flýtur á meðan ekki sekkur" eiga vel við svona aðfarir. Þótt mikið sé að sjálfsögðu gefandi fyrir mik- inn afla þá megum við aldrei láta aflagræðgina bitna á örygginu. Annars verð ég að játa, að ég varð alltaf vondur, ef sleppt var síld úr nót, og pláss eftir á skip- inu, sem setja mátti í, lögum sam- kvæmt. En ef menn gefa sér tóm til þess að hugleiða þetta í ró og næði, lausir við spennu veiðihug- ans, þá trúi ég því illa, að sjó- mönnum sjálfum finnist þetta ekki Ijótar aðfarir. En það er eins og það sé keðjuverkun á þ-essu öllu saman. Menn sjá aðra gera þetta, og því finnst hverjum og einum að hann verði að gera þetta líka. Þetta hefði verið venk- efni fyrir hin nýstofnuðu samtök síldveiðisjómanna, og finnst mér eðlilegast, að sjómenn setji sér sjálfir starfsreglur, en fái þær ekki frá einhverju ráðuneyti í landi. En ef sjómenn hinsvegar bera ekki gæfu til þess að stemma stigu við þessum aðförum, þá finnst mér meiri nauðsyn til þess að setja hleðslureglur á sumar- síldveiðum, heldur en þegar hleðslutakmörkin voru sett á haust- og vetrarveiðum. Ég er líka efins um, að sá afli, sem barst að landi í fyrra, umfram það sem hefði fengizt með eðli- legum og sjálfsögðum aðförum, hafi verið verðmætari en skipið, veiðarfærin og tækin, sem hurfu í djúp hafsins í fyrra sumar bein- linis vegna ofhleðslu að því er virðist, að viðbættum kostnaði við leit að skipverjum, sem fund- ust þó sem betur fór, fyrir utan angist og kvíða aðstandenda, meðan á leit stóð. Svona sjó- mennska er óþekkt meðal ann- arra fiskveiðiþjóða, og mér finnst að íslenzkir sjómenn ættu ekki að mér finnst þeirra lífsstarf nógu hættulegt samt, þó ekki séu gerð- ar gildringar til þess að óhöpp hendi. Kapp er ætíð bezt með for- sjá. 50 þús. kr. bein útgjöld að vera sjómaður Það hefur oft heyrzt, að sjó- menn hafi einhverjar rokna tekj- ur, og jafnvel hefur borið á öf- und hjá ýmsum öðrum þjóðfélags- þegnum út af þessu. Það er satt, að sjómenn koma oft með góðan hlut, ef vel gengur á veiðum, en ég leyfi mér að fullyrða, að sjó- menn vinna fullkomlega fyrir sínu kaupi, og svo má ekki gleyma Framh. á 4. síð'u. Fœreyíngar heimsœKja Þrótt Hinn 28. júní nk. er von á stór- um hópi íþróttafólks frá Sanda- vogi í Færeyjum í heimsókn til Iþróttafélagsins Þróttar. Alls mun færeyska íþróttá- fólks:ns vera um 30 talsins, karl- ar og konur. Karlmennirnir keppa bæði í knattspyrnu og handknatt- leik og konurnar keppa í hand- knattleik í tveimur flokkum. Iþróttafólkið ætlar að dvelja hér til 3. júlí en fara svo héðan til Reykjavíkur til keppni við reyk- yískt íþróttafólk. Stjórn Þróttar hefur hugsað sér að bjóða íþróttafélögum á Austurlandi þátttöku í þessari keppni og kemur þá einkum til greina Austurlandsúrval. Þá er ætlunin að sýna færeyska íþróttafólkinu eins mikið af Austurlandi og við verður komið á þessum stutta tíma. Hingað koma Færeyingarnir með Flugsýn. Fararstjóri þeirra er Sigurður Pétursson, skólastjóri í Sandavogi. Gert er ráð fyrir að fá skóla- húsnæði til gistingar fyrir íþrótta- fólkið, en að það borði á heimil- um Þróttarfélaga. Færeysku í- þróttaflokkarnir verða fyrstu er- lendu íþróttaflokkarnir sem heim- sækja Norðfirðinga. Það er von Þróttarfélaga, að þessi heimsókn megi takast sem bezt og heitir Þróttur á bæjarbúa 1 til liðve'zlu þar um. Hafísinn þyrmir engu Hafísinn þyrmir engu, m. a. hafa smábátabryggjur fengið að kynnast faðmlögum hans. Hér sjást leifar af svokallaðri Jakobs- bryggju í Neskaupstað, einni elztu sinnar tegundar í bænum, en hana byggði á sínum tíma Jakob eldri, faðir Jakobs fiskifræðings, og er hún við hann kennd. Myndin er tekin 16. maí sl. Á uppstigningardag brá til suð- lægrar áttar, sem haldizt iiefur vera að bjóða hættunni heim, því með hlýindum nær óslitið síðan. Gliðnaði þá hafísinn við austan- vert landið og rak út úr sumum fjarðanna, t. d. Norðfirði, þannig að skip komust inn. Hins vegar hefur ísinn haldizt á Reyðarfirði fram til þessa og dreift ísrek var í fyrradag sagt ná 25 sjómílur austur af Gerpi. Þrátt fyrir þetta hefur vorið haldið innreið sína og eru tún farin að grænka. Seinna mátti það ekki verða, því að bænd ur munu víðast komnir í fóður- og fjárþrot. -— Ljósm. H. G.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.