Austurland


Austurland - 31.05.1968, Blaðsíða 3

Austurland - 31.05.1968, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 31. maí 1968. AUSTURLAND r 3 Sluðningsmenn Kristjóns Eldjdrns í Austurlandskjördœmi hafa opnað skrifstofu að Laufási 2 á Egilsstöðum, sími 140. Sigurður Ó. Pálsson, skólastjóri, veitir skrifstofunni forstöðu. Stuðningsmenn Kristjáns Eldjárns eru vinsamlega beðnir að hafa samband við skrifstofuna og veita henni allar upplýsing- ar sem að gagni mega koma. Austfirðingar. Vinnið vel og ötullega að kosningu Krístjáns Eldjárns hinn 30. júní nk. Framkvæmdanefnd stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns á Austurlandi Guðlaugur Jónsson. Sigurður Ó. Pálsson. Sigurður Blöndal. Vilhjálmur Sigurbjömsson. ^VNA^/VWWWWWVW^/WWWWWVWWWWWWWWVWWVWWWVWWVWWW'yVWWW' Áðalfundur Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Austurlandsjördæmi verð- |l ur haldinn á Höfn í Hornafirði (fundarstaður Hótel Höfn) 15. —16. júní nk. og hefst kl. 16 fyrri fundardag. Aðalmál fund- ; arins auk aðalfundarstarfa verða: ; 1. Frumvarp til laga Alþýðubandalagsins. | ; 2. Samgöngumál á Austurlandi. j I 3. Stjórnmálaviðhorfið. ; ; 4. Vikublaðið Austurland. j 1 r Stjórn Kjördæmisráðsins. BARNAHJÓLBÖRUR 2 STÆRÐIR. > | f FÁKUR, sími 206. WV^AWA^A/WV^WVWW/WVWWWWWWWWVWVVWWWWWVWWWWWWWWWVWW Frd shólaslitum Framh. af 4. síðu. Landspróf miðskóla hófst 24. apríl og þreyttu það 18 nemendur, tveir þeirra hafa ekki lokið prófi í stærðfræði, en munu eftir öllum sólarmerkjum að dæma standast prófið með framhaldseinkunn. Hinir 16 stóðust allir almennt miðskólapróf, en 3 náðu ekki framhaldseinkunn. Hæsta einkunn á landsprófi hlaut Bergljót Hall- grímsdóttir frá Droplaugarstöðum í Fljótsdal, 8,37. í gagnfræðadeild Eiðaskóla stunduðu 23 nám í vetur, og hafa þeir allir lokið prófi. Einn utan- skólanemandi gekkst undir prófið og stóðst hann það. í gagnfræða- deild bóknáms hlaut hæsta ein- kunn Unnur Sólrún Bragadóttir frá Eskifirði 8,75, en það var jafnframt hæsta einkunnin í skól- anum á þessu ári. 1 gagnfræða- deild verknáms hlaut hæsta einkunn Bergljót Þórarinsdóttir, Hjarðarbóli í Fljótsdal 8,64. — Prófdómarar voru þrír: Vilhjálm- ur Sigurbjörnsson, framkvæmda- stjóri, Egilsstöðum; Steinþór Magnússon, bóndi, Hjartarstöð- um og Kristján Gissurarson, stúdent, Eiðum. ' Viðbyggingin við skólann er enn ekki tilbúin, en væntanlega verður hægt að taka mikinn hluta af því húsnæði í notkun næsta haust. Enginn 1. bekkur var starf- andi við skólann sl. vetur og verður á því engin breyting, en fyrirsjánlegt er, að við getum veitt mun betri fyrirgreiðslu núna um skólavist en verið hef-ur um langt skeið, þar eð 2. bekkur stendur nú eingöngu opinn nýjum nemendum við skólann. — H. G. Ur bœnum Kirkjan Messað verður í Norðfjarðar- kirkju á hvítasunnudag kl. 11 f. h. — Á annan í hvítasunnu ferm- ing á Brekku í Mjóafirði kl. 2. Sóknarprestur. Mæðrablómið verður selt í dag. Leiðrétting. Þau mistök urðu í auglýsingu Umferðaröryggisnefndar Neskaup staðar í síðasta blaði,, að nöfn tveggja starfsmanna nefndarinnar féllu niður. Voru það nöfn þeirra Jóns Finnssonar og Ölvers Guð- mundssonar. — Eru þeir hér með beðnir velvirðingar á þessu. ■AWV>AAAAAAAAAAAAAAAA/W\AA/WVWWWVWWS/WWWWWWWWWWWWVWWW</WWWV^ TÁLBEITAN Heimsfræg og snilldarvel gerð ensk mynd í litum. Aðalhlut- verk leika Gina Lollobrigida og Sean Connery. — Sýnd föstu- dag kl. 9. VONLAUST EN VANDRÆÐALAUST Amerísk gamanmynd. — Barnasýning laugardag kl. 5. — síðasta sinn. DÝRLIN GURINN Æsispennandi njósnamynd í litum. Dýrlinginn, Simon Templ- ar, leikur Jean Marais. — íslenzkur texti. — Sýnd laugardag kl 9. ALLABUÐ TRÉGRIP HÁBÆR Reykjavík TÖKUM Á MÓTI FERÐAMANNAHÓPUM í MAT ♦ EINNIG EINSTAKAR MÁLTÍÐIR ♦ VISTLEG HÍJSAKVNNI í KÍNVERSKUM STÍL ♦ KYRRLÁTT UMHVERFI ♦ SANNGJARNT VERÐ VEITINGAHUSIÐ HÁBÆR I Skólavörðustig 45 — Reykjavík Símar 21360 og 21594

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.