Austurland


Austurland - 07.06.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 07.06.1968, Blaðsíða 1
dUSTURLAND MÁLGAGN ALÞÍÐUBANDALAGSINS A AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 7. júní 1968. M. tölublað. -?v Bandorísht lýðrái Dallas — Memfis — Los Angeles Harmleikur í þremur þáttum. Frd flðal/undí Jfcógr úttt-íéldfls Meslwopstáflr „kflnr ísínn vnr foriim vnr dvdllt uppflripfldíir Margir velta því nú fyrir sér hvaða áhrif hafísinn hefur á afla- brögð í sumar. Þar sem hafísinn hefur ekki ónáðað okkur fyrr en nú pg 1965 síðustu 50 árin, hafa aðeins gamlir menn persónulega reynslu í þessum efnum. Og gamlir menn heyrast oft halda því fram, að aflabrögð séu ó- venjulega góð í ísaárum. Og ó- neitanlega virðist þessi skoðun styðjast við reynslu genginna kynslóða. Eftir henni má vænta uppgripaafla í sumar og haust, þðtt þær litlu tilraunir, sem gerð- ar hafa verið til róðra í vor bendi ekki til þess. Fiskifræðingar okk- ar telja sjálfsagt heldur ekki mik- ið upp úr þessari reynslu leggj- andi. Ásmundur Helgason á Bjargi, segir í bók sinni „Á sjó og landi" tim harðindaárin 1880—1890: „Þó að þessi ár væru óhagstæð til lands, var öðru máli að gegna við sjóinn, því að þegar ísinn var farinn, var ávallt uppgripaafli af öllum nytjafiski, svo að allar út- gerðir við sjó gáfu góðan arð. Fólk úr öðrum landsfjórðungum sótti atvinnu þá til Austf jarða og kaupstaðir risu upp á flestum f jörðum . . . Eitt sumarið (1887) kom hafís- inn í 12. viku sumars og fór ekki fyrr en éftir höfuðdag ... Þessum ís fylgdi svo mikill fiskur, að ef á sjó var unnt að komast og haldast við, þótt stutt- an tíma væri, var viss hleðsla á bátinn. En ís'nn var oftast svo þéttur, að illt var að komast nokkuð frá landi. Eftir að ísinn fór um haustið var landburður af fiski og síld". Svo niörg eru þau orð og„ oft er það gott, sem gamlir kveða". Á það má svo að lokum benda, að það var á harðindaárunum á síðasta fjórðungi 19. aldar, sem síldarævintýrið fyrra gerðist á Austfjörðum. LEIKFÉLAG FLJÓTSDALSHÉKAÐS: Lukkuriddarinn Leikfélag Fljótsdalshéraðs heimsótti okkur á hvítasunnu og sýndi hér írskan gamanleik, Lukkuriddarann, eftir J. M. Synge í þýðingu Jónasar Árnasonar. Leikurinn gerist meðal írsks Karlakór Fljótsdalshéraðs Karlakór Fljótsdalshéraðs efndi til samsöngs í Valaskjálf þann 11. maí undir stjórn Svavars Björns- sonar frá Sleðbrjótsseli í Hlíð, nú kennara á Egilsstöðum. Söng kór- inn yfir 20 lög, en hann er skip- aður 32 söngmönnum. Undirleik- ari var Helga Þórhallsdóttir frá Ormsstöðum í Eiðaþinghá, en hún annast söngkennslu við Eiðaskóla. Var kórnum mjög vel tekið, og áheyrendur voru furðu margir þrátt fyrir mjög slæmt veður. — í hléi lék Kristján Gissurarson einleik á píanó og lesið var upp. Kórinn hefur æft af kappi í vetur, og mun hann koma fram á landsmótinu á Eiðum í júlí. Kórinn býr enn að því, að í fyrra- sumar æfði Jón Þórarinsson tón- skáld hann um mánaðartíma. Jón er mikill Austfirðingur og vænta menn að hann þjálfi kórinn fyrir landsmótið og stjórni honum e.t.v. þar. — Ljósm. H. A. sveitafólks. Það dáir hetjur for- feðranna, þótt blóðið sé farið að þynnast í æðum þess sjálfs og hefur þann til skýjanna sem skar- ar fram úr og vinnur hreystiverk. Þetta fólk lifir fábrotnu en gróf- gerðu lífi, er sjálft grófgert og hispurslaust. Tal þess er óheflað og frjálslegt og svo safaríkt og fjörlegt að seint gleymist þeim, er heyrt hefur. Smellnir söngvar og smávegis dans auka mjög á gaman leiksins. Eflaust á hinn bráðHnjalli þýðandi, Jónas Árna- son, sinn stóra þátt í þessu. Heildarsv'pur sýningarinnar var góður. Margt var mjög vel gert, en annað miður, eins og gengur þegar áhugaleikarar glíma við erfið verkefni. Lsikstjóri er h:n þekkta leik- kona Ingibjörg Steingrímsdóttir og hefur hún vissulega náð því út úr verkefninu, sem frekast er hægt að krefjast og er það mikið happ fyr'r félagið að hafa fengið svo ágætan leikstjóra til þess að stjórna þessu erfiða verkefni. Starfsemi Leikfélags Fljótsdals- héraðs hlýtur að vekja athygli og aðdáun, þar sem það hefur nú á fáum mánuðum sýnt tvö stór leikrit, en eins og kunnugt er, sýndi það leikritið Valtýr á grænni 'treyju nú í vetur. Þessi ágæta sýning hefði átt skilið að fá betri aðsókn hér en raun varð á. Hafið þökk fyrir komuna. S. Þ. Aðalfundur Skógræktarfélags Neskaupstaðar var haldinn fimmtudaginn 23. maí. í skýrslu stjórnarinnar kom fram m. a. að skuldlaus eign fé- iagsins er kr. 156.810,45 en nið- urstöðutölur rekstrarreiknings fyrir árið 1967 voru kr. 41.020,46. Árgjald var ákveðið sama og áður kr. 100.00. Stjórnin var öll endurkjörin, en hana skipa: Gunnar Ólafsson, Eyþór Þórðarson, Hjörleifur Gutt- ormsson, Jón L. Baldursson og Sveinhildur Vilhjálmsdóttir. Miklar umræður urðu um sauð- fjárhald í bænum og friðun bæj- arlandsins, en í því máli hafði stjórnin lagt fram eftirfarandi á- lyktun, sem samþykkt var með samhljóða atkvæðum allra fund- armanna. „Aðalfundur Skógræktarfélags Nesk. hvetur eindregið til að Framh. á 2. síðu. Sumarbúdir dil EIÐUN Sumarbúðanefnd Prestafélags Austurlands hefur ákveðið að gangast fyrir sumarbúðarekstri í barnaskólanum að Eiðum í júlí og ágúst næstkomandi. Starfsemi þessi er ætluð börn- um á aldrinum 10—12 ára. Dvalartímabil verða þrjú. Hið fyrsta hefst 22. júlí og er fyrir drengi. Annað tímabil, fyrir stúlkur hefst 5.. ágúst, en hið þriðja, einnig ætlað stúlkum, byrjar 19. ágúst. Starfinu lýkur 31. ágúst. Kostnaður við dvöl hvers e:n- staks barns nemur kr. 150.00 á dag, auk ferða. Full ástæða er til að hvetja austfirzka foreldra til að hagnýta þetta tækifæri til að koma börn- um sínum í sveit bezta tíma sum- arsins. E'ðar eru kjörnir til sum- arbúðastarfs, og ber þar hvort tveggja til margvíslegur aðbúnað- ur, sem óvíða er jafn fjölbreytt- ur, en ekki síður náttúrufegurð og sundurleit viðfangsefni af því tagi. Prestar á félagssvæðdnu munu taka við umsóknum og veiia nán- ari upplýsingar. Fréttatilkynning frá sum- arbúðanefnd Prestafélags Austurlands. (Fréttapistill þessi var póst- lagður á Seyðisfirði 22. maí, en kom í pósthólf ritstj. 4. júní. Gott dæmi um póstsamgöngur á Anst- urlandi vorið 1968).

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.