Austurland


Austurland - 07.06.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 07.06.1968, Blaðsíða 2
2 ' AUSTURLAND Neskaupstað, 7. júní 1968. Jónas Guðmundsson Framh. af 4. síðu. En framfarahugur Jónasar kom víðar fram. Nefni ég þar helzt barnaskólann, sem byggður var á fyrstu og hörðustu kreppuár- unum og var hið mesta stórvirki m'ðað við kringumstæður. Bæjar- stjórn var að vísu einhuga um byggingu skólans en forustumað- urinn var óefað hinn ókrýndi kon- ungur kaupstaðarins, Jónas Guð- mundsson. Enn nefni ég fast- eignakaup bæjarins, jarðeigna- kaup og kaup á eignum Samein- uðu verzlananna, sem reyndust mjög vel ráðin. Vissulega gekk Jónas ekki einn að verki. Hann átti marga ötula samstarfsmenn og voru sumir þeirra eldheitir hugsjónamenn og þá einkum þeir Kristinn Ólafsson, fyrsti bæjarstjórinn, og Sigdór V. Brekkan. Ef til vill hefur þáttur Kristins í framkvæmdum þeim, sem á hefur verið drepið, ekki verið gerður nógu stór. Traust- asti bakhjarlinn var þó alþýða kaupstaðarins, sem æ fastar fylkti sér um Jónas, myndaði fót- festu fyrir aðgerðir hans og skapaði honum sjálfum öryggi, því hann vissi að hann hafði fólkið' með sér. Það fór auðvitað ekki hjá því um jafn óvæginn bardagamann og Jónas var, að hann eignaðist marga andstæðinga. Hann átti harðri andstöðu að mæta af háifu íhalds og Framsóknar. Sú andstaða var honum ekki hættu- leg, enda vann hann hvern sigur- inn af öðrum á þeim andstæðing- um. En þegar harðsvíraður and- stöðuhópur undir forustu komm- únista, myndað'st innan hinnar sósíalisku hreyfingar, varð annað uppi á teningnum. Það var þessi andstaða, sem eftir harðvítuga baráttu af beggja hálfu, kollvarp- aði veldi jafnaðarmanna og komst sjálf í þá aðstöðu, sem jafn- aðarmenn áður höfðu haft. Og þegar við nú, eftir meira en tutt- ugu ára bæjarmálastjórn þessara gömlu andstæðinga Jónasar, lít- um yfir farinn veg, verður ljóst, að úrræði beggja hafa verið svip- uð og tilgangurinn sá sami í meg- indráttum ■— að tryggja alþýð- unni lífvænleg kjör og bæjarfé- laginu sem traustastan atvinnu- grundvöll. Ágreiningurinn var fyrst og fremst fræðilegs eðlis — ágremingur sósíaldemókrata og kommúnista um fræðileg efni og baráttuaðferðir. Ekki er unnt að rekja þessa sögu frekar hér, en það verður væntanlega gert síðar og þá af manni, sem ekki stóð í eldlínunni. Alltaf er hætt við því, að frásögn manns, sem sjálfur kemur við sögu, verði hlutdræg, án þess að honum sjálfum sé það ijóst, Mér hefur oft verið hugsað tii þessara miklu barattuára þegar átökin stóðu milli sósíaldemó- krata og kommúnista hér í bæ. Og vissulega líta menn og mál- efni nokkuð öðruvísi út úr þess- ari fjarlægð og mat á mönnum og atburðum verður með nokkuð öðrum hætti. Ég er sannfærður um, að Jón- as Guðmundsson var mikill hug- sjónamaður og af eigin raun veit ég, að hann var mikill bardaga- maður. Starf hans hér beindist fyrst og fremst að því að byggja upp hér í bænum traust atvinnu- líf svo fólkið í bænum gæti búið við lífvænleg skilyrði og bæjar- félagið' staðið á traustum fótum. En Jónas var óheppmn. Hann lenti með fyrirtæki sín í þeirri hörðustu kreppu, sem yfir auð- valdsheiminn hefur dunið og stóð- ust þau ekki þær hamfarir, sem ekki var við að búast. Og sam- tímis var harðar að honum sótt, einkum af hálfu okkar kommún- ista, en nokkru sinni fyrr og stóðst hann ekki þær svipt''ngar. Hér við bættist svo það, að Jónas gerðist vínhneigðari en góðu hófi gegndi og dró það úr þreki hans og trausti fólksins á honum. Þótt segja megi, að sveitar- stjórnarmál hafi verið meginvið- fangsefni Jónasar árin sem hann bjó hér, tók hann mikinn þátt í almennum stjórnmálum og var jafnan í kjöri til Alþingis fyrir Alþýðuflokkinn. Og á Alþingi átti hann sæti eitt kjörtímabil. Afskipti hans af landsmálum verða þó ekki rakm hér. Ekki veit ég hverjum augum Jónas lítur á veru sina og starf hér í bænum úr þessari fjarlægð í tíma. En trúað gæti ég, að sú beiskja, sem hann óhjákvæmilega hefur borið í brjósti eftir ósigur- inn hér, sé löngu horfin. Og kunn- ugt er mér um það, að Jónas ber mjög hlýjan hug til Norð- fjarðar og Norðfirðinga. En hvað sem því líður telur hann sig hafa sótt mikla hamingju til Norð- fjarðar, því þar lágu saman leið'ir hans og konu hans, Sigríðar Lúð- víksdóttur, útgerðarmanns Sig- urðssonar og konu hans Ingi- bjargar Þorláksdóttur. Hefur hún reynzt manni sínum traustur lífs- förunautur og heyrt hef ég Jón- as segja, að Norðfjörður hafi gef- ið sér það bezta, sem honum hafi hlotnazt á lífsleiðinni og átti þá við konuna. Ekki var lokið afskiptum Jón- asar af sveitarstjórnarmálum þótt hann ílytti til Reykjavíkur. Þá byrjar nýr þáttur í lífsstarfi Jónasar og með því starfi hefur hann reist sér óbrotgjarnan minn- isvarða. Árið 1939 varð Jónas eftirlits- maður sveitarfélaga og því starfi gegndi hann til 1952. Jafnframt var hann ráðuneytisstjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu 1946-—1952. í störfum þessum öðlað’st hann víðtæka reynslu og þekkingu á sveitarstjórnarmáium almennt. Honum hefur þá orðið það ljóst, að brýn þörf væri á því að sveit- arfélögin í landinu stofnuðu til samtaka með sér til þess að sam- st'lla krafta sína og til þess að gæta hagsmuna sinna gagnvart ríkisvaldinu. Því var það, að Jón- as beitti sér fyrir stofnun Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga ár- ið 1945 og var formaður þess frá stofnun þar til hann á síðasta ári varð að láta af því starfi vegna þverrandi heilsu. Framkvæmda- stjóri sambandsins var hann til ársins 1966 að hann varð að láta af því starfi af heilsufarsástæð- um. Jónasi tókst með óbilandi þrautseigju, að gera Samband ís- lenzkra sveitarfélaga að stórveldi í landinu og hefur það nú orðið m;kil áhrif á löggjöf um sveitar- stjórnarmál og er sveitarfélögun- um í landinu til ómetanlegs gagns. Störf Jónasar í þágu sveitar- félaganna almennt ræði ég ekki frekar, læt það eftir öðrum, sem þeim störfum eru kunnugri. Saga Norðfjarðar um hálfs, ann- ars áratugs skeið er svo sam- tvinnuð sögu Jónasar Guðmunds- sonar, að þar verður ekki á milli skilið. Jónas er mikill félagshyggju- maður, eins og sjá má af fram- ansögðu og er þó fátt eitt talið. Hann átti létt með að túlka skoð- anir sínar í riti sem ræðu og skrifaði nokkrar bækur og gaf út tímarit til þess að gera grein fyrir skoðunum sínum, sem mér voru sjaldnast að skapi — en það er önnur saga. En þótt Jónas hafi við margt fengizt og í mörgu vasazt, er hann þó fyrst og fremst sveitar- etjórnarmaður og hygg ég að honum þyki sómi að. Á sjötugsafmæli Jónasar Guð- mundssonar flyt ég honum -— og þeim hjónum báðum — kveðju og árnaðaróskir frá Norðfirði. Og mér er áreiðanlega óhætt að taka mér Bessaleyfi til þess að flytja þeim heillaóskir frá samferða- mönnunum hér á Norðfirði, and- stæðingum ekki síður en sam- herjum. Bjami Þórðarson. Til sölu Bifreiðin N-337 er til sölu. Ekin 22 þús. km. — Upplýsingar gefur Kristján Jónsson í síma 184, Neskaupstað. Ritstjóri: Bjarni Þórðárson. NESPRENT Skógrœktarfél. Framh. af 1. síðu. reglugjörð um búfjárhald verði þegar látin koma til framkvæmda og átelur harðlega síendurtekin brot á ákvæðum lögreglusam- þykktar Neskaupstaðar um bú- fjárhald. Á þessu vori hafa ýms- ir sauðfjáreigendur haldið fé sínu til beitar utan girðinga í bæjar- landinu og hross og sauðkindur rása um götur og garða. Er hér eingöngu um búfé úr kaupstaðn- um að ræða, því að bændur í Norðfjarðarsveit hafa enn ekki sleppt fé sínu. Alkunnugt er, að ágangur búfjár veldur garðeig- endum í bænum þungum búsifj- um á hverju ári. Greinilegt er líka, að bæjarlandið ofan kaup- staðarins er ofbeitt og afleiðing- in er gróður- og jarðvegseyðing. Það er mikilsvert fyrir kaup- staðinn að lóðir allar í bænum og umhverfi hans sé sem snyrtileg- ast og þar gegnir gróðurinn mik- ilsverðu hlutverki. Leyfir fundurinn sér í þessu sambandi að beina eftirfarandi áskorun til bæjarstjórnar og bæj- arfógeta: 1) að hið allra fyrsta verði komið upp hliði á akbrautinni inn í bæinn í framhaldi af girðingu þeirri, sem reist var í fyrra; 2) að núverandi reglugerð um búfjárhald verði stranglega fram- fylgt og brot gegn henni þegar kærð og látin varða sektum og nr'ssi leyfis til búfjárhalds; 3) að nægi slíkt ekki, verði reglugerðin tekin til endurskoð- unar ekki síðar en að ári og allt búfjárhald í bæjarlandinu endan- lega bannað, enda ber að stefna að því hvort sem er. Skógræktarfélagið er sannfært um, að í þessu máli nýtur það stuðnings alls þorra bæjarbúa, enda er hér um almennt landfrið- unar- og þrifnaðarmál að ræða. Búfjárhald á enga samleið með þéttbýli, sízt af öllu þegar skepnu- eigendur virða reglugerðir og hag samborgaranna að vettugi". Trúlofun. Á sjómannadaginn opinberuðu tiúlofun sína ungfrú Anna Björns- dcttir, Egilsbraut 19 og Þórður Þórðarson, sjómaður, Hólsgötu 8. Afinæli Jóhann Jónsson, verkamaður, Blómsturvöilum 16, varð 50 ára 5. júní. Hann fæddist á Kleifar- stekk í Breiðdal, en hefur átt hér heima síðan 1941. Ingibjörg Magnúsdóttir, hús- móðir, Breiðabliki 9, varð 50 ára 6. júní. Hún fæddist í Reykjavík, en hefur átt heima hér í bæ síðan 1946. Bíll til sölu Voivo-Station, árg. 63, N-13, í góðu lagi til sölu. — Upplýsing- ar í sirna 258.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.