Austurland


Austurland - 07.06.1968, Qupperneq 4

Austurland - 07.06.1968, Qupperneq 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 7. júní 1968. t I tilefni sjötuðsafmœlis Jónasar Guómundssonar Árið 1921 réðist ungur kennari að barnaskólanum á Norðfirði. Það átti fyrir þessum unga manni að T.ggja, að móta meira en nokkur einn maður annar þá stefnu sem fylgt var í málefnum þorpsins á þriðja og fjórða ára- tug aldarinnar, og að skapa því örlög á því árabili. Hér var kominn Jónas Guð- mundsson, sem fæddist á Skála- nesgrund við Seyð:sfjörð 11. júní 1898 og verður því sjötugur á þriðjudaginn kemur. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Jónasson, útvegsbóndi og Val- gerður Hannesdóttir, en þau voru bæði norðlenzkrar ættar. Enda þótt nú séu þrír áratugir síðan Jónas hvarf héðan, er hann minn;sstæður þeim, sem voru hon- um samtíða hér í bænum og er það mjög að vonum, svo áhrifa- mikill sem hann var hér um skeið. Kennarastarfinu gegndi Jónas til 1933 að önnur störf kölluðu að. En þótt Jónas hafi vérlð gæddur ágætum kennarahæfileik- um, er það þó ekki fyrir það starf sem nafn hans er órjúfanlega tengt sögu staðarins um alllangt árabil. Saga Jónasar hér varð mikil baráttusaga, saga mikilla sigurvinninga og áður en lauk mikilla ósigra á hinu þrönga leik- sviði, sem hlaut að draga úr mik- illeik atburðanna í augum þeirra, sem fjær sátu, en skiptu öllu máli fyrir þá, sem á sviðinu voru, hvort sem hlutverk þeirra var stórt eða lítið. Mér hefur verið sagt, að Jónas hafi verið íhaldsmaður þegar hann settist að á Norðfirði. Sé það satt hafa skoðanaskipti verið skammt undan, því ekki leið á löngu unz hann var orðinn leið- togi jafnaðarmanna, fremstur í vörn og sókn og hlífði sér hvergk Jónas var óvæginn bar- dagamaður og veitti þung högg og stór og mátti þola endurgjald í sömu mynt. Jónas sýndi það skjótt, að hann var frábærilega vel til for- ustu fallinn. Hann var mjög snjall ræðumaður, aðlaðandi í fram- komu, hafði til að bera mikla persónutöfra og átti auðvelt með að vinna fólk á sitt mál. Hann var ör í skapi og tilfinninganæm- ur og átti létt með að höfða til tilfinninga manna. Það sem Jón- asi tókst ekki með því að skír- skota til heilbrigðrar skynsemi manna, tókst honum stundum með því að leika á strengi til- finninga þeirra. Hinir ótvíræðu forustuhæfileik- ar Jónasar gerðu hann skjótt sjálfkjörinn leiðtoga jafnaðar- manna hér í bæ og raunar urn allt Austurland. Undir lerðsögn bans náðu þek ckjótt völdurn í sveitarstjórninni og fylgi flokks- ins fór vaxandi við hverjar kosn- ingar unz það náði hámarki 1934, er flokkurinn fékk sex bæjar- fulltrúa. Mun Alþýðuflokkurinn í engum kaupstað öðrum hafa hlot- ið jafn mikið fylgi fyrr eða síð- ar. En nú var undanhaldið líka skammt undan og það endaði í upplausn. 1 bæjarstjórnarkosning- unum 1938 tapaði flokkurinn helmingi bæjarfulltrúa sinna, enda hafði hann þá klofnað. Jónas beitti sér fyrir því, að hafin var útgáfa blaðs, sem kall- að var ,,Jafnaðarmaðurinn“, á vegum austfirzkra alþýðusamtaka. Var blaðið prentað á Seyðisfirði, utan nokkur tölublöð, sem prent- uð voru hér í bæ, en Jónas gerði tilraun til að stofna prentsmiðju í bænum. Jafnaðarmaðurinn kom út 1927—1937, oftast óreglulega, og var Jónas ritstjóri blaðsins. Áður hafði Jónas gefið út fjöl- ritað blað, sem nefndist „Geisl- inn“. Á sama tíma gáfu íhalds- menn einnig út fjölritað blað sem hét „Árvakur". Hvorugt þetta blað hef ég séð, en sagt hefur mér verið, að með þeim vopnum hafi verið hart barizt, en vopna- burður ekki alltaf verið til fyrir- myndar. Oddviti Neshrepps varð Jónas 1925 og gegndi því starfi unz Hvab Frá Vopnafirði Vopnafirði, 5. júní. — DV/SÞ Hér á Vopnafirði var slæmt tíð- arfar í vetur og fram í fjórðu viku sumars, að fór að hlýna og síðan hefur haldizt gott veður. Hafísinn fór héðan í vikunni fyr- ir hvítasunnu, en 28. apríl var síðasta skipskoma hingað og síð- an hefur ekkert skip komið nema DísarfelTð, sem kom hér á dög- unum með áburð. Nú er byrjað að ryðja snjó af veginum milli Möðrudals og Vopnafjarðar og verður hann þá vonandi fljótlega fær til umferð- ar. Atvinna hefur verið svo til engin. Þó hefur þetta batnað nú upp á síðkastið, því hafin er vinna við endurbyggingu félags- heimilisins, en eins og kunnugt er, stórskemmdist það af bruna í vetur. Þá er nokkur vinna í rörasteypustöð hreppsins. Ennþá hefur ekkert verið unnið að undirbúningi í síldarverk- smiðjunni. Bátarnir Kristján Val- geir og Brettingur eru ekki ennþá kaupstaðaréttindin fengust 1. jan. 1929. Það var ekki sízt fyrir öt- ula baráttu og forustu Jónasar, að sú réttarbót fékkst. Síðan átti Jónas sæti í bæjarstjórn til 1938 og réð þar öllu sem hann vildi, og það var býsna margt, sem hann vildi ráða, því hann mun hafa verið ráðríkur í meira lagi. Lengi var Jónas formaður Verklýðsfélags Norðfjarðar og stjórnmálasamtaka jafnaðar- manna hér í bæ. En eins og oft vill verða um forustumenn, þá hlóðust á Jónas margvísleg störf, sem ekki voru í beinum tengslum við hin eiginlegu verklýðsmál- efni, en þó ávöxtur af baráttu alþýðusamtakanna. Jónas beitti sér fyrir því, að bærinn keypti Fóðurmjölsverksmiðju Norðfjarð ■ ar og breytti henni í síldarverk- smiðju. Einnig gekkst Jónas fyr- ir stofnun Togarafélags Neskaup- staðar, hlutafélags, sem bærinn var aðalhluthafi í. Félag þetta keypti síðan togara og gerði hann út í nokkur ár. Jónas var framkvæmdastjóri beggja þessara fyrirtækja, en hélt jafnframt þeim störfum öðrum sem á hann höfðu hlaðizt, þár á meðal formennsku í verklýðsfé- laginu. Þetta var meira en einn maður gat risið undir, svo vel færi, auk þess sem ekki fór sam- an framkvæmdastjórn helztu at- vinnufyrirtækja bæjarins og for- mennska í verklýðsfélagi. Það verður að flokkast undir mistök, að Jónas skyldi ekki fela ein- hverjum hinna minni spámanna formennsku í verklýðsfélaginu. Það var á kreppuárunum, sem bærinn stofnaði til áðurnefnds at- vinnureksturs, og fyrirtækin stóðust ekki til lengdar svipti- bylji kreppunnar og bænum u;m megn að leggja þeim fé. Ef þau hefðu haldizt á floti nokkrum mánuðum lengur, hefði þeim að líkindum verið borgið og þau meira að segja orðið stórgróða- fyrirtæki, því þá kom stríðsgróð- inn til sögunnar og féll hann ekki sízt í skaut þeirra sem áttu togara og síldarbræðslur. Hefði þá atvinnusaga kaupstaðarins, svo og stjórnmálasaga, orðið með nokkuð öðrum hætti síðustu þrjá áratugina, en raun varð á. Ég hef nú nefnt dæmi um stór- hug Jónasar. Þeirra verka sér nú lítil merki, en á sínum tíma höfðu þau ákaflega mikla þýð- ingu í hinni hörðu lífsbaráttu bæjarbúa. Aflvaki þessara verka var líka löngunin til að auka at- vinnu og velmegun meðal verka- fólks og til að treysta atvinnnu- grundvöll hins unga kaupstaðar. Framh. á 2. síðu. er í fréttum? komnir til heimahafnar eftir vetr- arvertíð og búa þeir sig nú undir síldveiðar. Búið er að ganga frá samn'ng- um um smíði hafnargarðs hér. Það er fyrirtækið Norðurverk á Akur- eyri sem hefur tekið að sér að vinna þetta verk. Engin smábátaútgerð er hér hafin, en hákarlalóð;r eru nýlega komnar í sjó. Frá Egilsstöðum Egi sstöðum, 5. júní SG, HG Guð.sliús rís Síðastliðinn laugardag kl. 14 vígði herra biskupinn yfir íslandi kirkjugrunn í Egilsstaðakauptúni. Athöfnin hófst með því, að kirkjukórinn söng, en síðan flutti sr. Ágúst Sigurðsson í Vallanesi bæn. Herra biskupinn hélt þá ræðu og helgaði Hvíta-Kristi klappir þær, sem þessi borg skal rísa á og stakk síðan fyrstu skóflustung- una. Frú SigiiðLU' lanney JonsdoCt- ir þakkaði hinum geistlegu höfð- ingjum komuna og góða aðstoð við helgun guðshússins. Gat hún þess, að herra biskupinn hefði fært sóknarnefnd stórlán til kirkjubyggingarinnar. Ennfremur þakkaði hún gjöf að upphæð kr. 10.000.00, sem borizt hafði frá Birni Sveinssyni og konu hans Dagmar Hallgrímsdóttur. Athöfninni lauk með því, að karlakór söng. Á meðan á at- höfninni stóð, mynduðu skátar heiðursvörð. Þessa væutanlegu k'rkju hafa teiluiað arkitektarnir Halldór Hal’.dórsson og Hilmar Ólafsson frá Reykjavík, en byggingameist- arar verða Þórhallur Eyjólfsson, húsasmíðameistari og Guðmundur Magnússon, múrarameistari. Áætlað er að gera kirkjuna fokhelda fyrir næsta vetur, en hér er um hátimbrað hús að ræða, 12 metra á vegg og 24 metra í turn. Grunnurinn stendur utan Sjúkraskýlisins, þar sem sumir hefðu kallað á Gálgaási, enda sagði herra biskupinn, að klapp- arás sá hefði litið bæði bjarta og dimma daga. ;

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.