Austurland


Austurland - 14.06.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 14.06.1968, Blaðsíða 1
ÆJSTURLAND MALGAGN alþýðubandalagsins a austurlandi 18. árgangur. Neskaupstað, 14. júní 1968. 25. tölublað. Undirbúningur orlofsheimiiu verhlýðsfélag- m d Austurlandi vel d veg hominn Viítfll við Sígfinn Knrlsson, forseto ASA Blaðið hafði veður af því, að eitthvað væri að gerast í sam- bandi við orlofsheimilamál verklýðssamtakanna á Austurlandl. — Sneri blaðið sér því til forseta Alþýðusambands Austurtand's, Sig- finns Karlssonar, sem jafnframt er formaður orlofsheimilanefndar, og spurði hann frétta af málinu. — Hvenær ákvað Alþýðusam- band Austuriands að beita sér fyrir því að koma á fót orlofs- hcímiíi fyrir \erkafólk á Austur- landi? — Það var gert á sambands- þingi, sem haldið var á Reyðar- firði síðastliðið haust. Var þá kosin orlofsheimilanefnd og henni falið á hendur að undirbúa málið, velja orlofsheimilunum stað og að hrinda málinu í fram- kvæmd. — Og hafið þið fengið stað, sem þið eruð ánægð með? — Okkur bárust ýmsar ábend- ingar, en fyrir valinu varð eyði- býlið Einarsstaðir á Völlum, skammt frá Eyjólfsstöðum. — H\er á þetta land? — Skógræktarfélag Austur- lands. Stjórn þess hefur verið svo vinsamleg, að gefa okkur kost á 10 hektara spildu úr landareign- inni. Á hluta þess er skógarkjarr. — Kauirfð þið Iandið? — Já, og ég tel skilmálana hagstæða. Hákon Guðmundsson, yfirborgardómari gerði tillögur fyrir Skógræktarfélag Austur- lands um verðlagningu á landinu í dagsverkum, síðan komi saman stjórn Skógræktarfélagsins og or- lofsnefnd ASA og gangi frá samningum. ASA kaupir landið og má greiða það með því að planta skógi á vegum Skógrækt- arfélags Austurlands á vissu ára- bili. Ella verður að greiða í pen- ingum. — Telur þú þetta ákjósanlegan stað fyrir orlofsheimilf? — Já. Staðurinn er hæfilega langt frá þjóðveginum. Egils- staðaþorp er skammt frá og þvi a-uðvelt um aðdrætti. Rafmagn og Sigfinnur Karlsson. sími er þarna rétt hjá og renn- andi vatn. Þá tel ég það líka mik- inn kost, að þarna eru skíðabrekk- ur góðar og þegar fram líða stundir mætti vel hugsa sér, að fólk færi á vetrum þangað upp- eftir til orlofsdvalar. — Og hvenær verður svo haf- izt handa? — Strax í sumar. Þá á að hallamæla landið, skipuleggja það og vinna. 1 marz eða apríl gerum við ráð fyrir að bjóða út smíði fyrstu liúsanna og að fram- kvæmdir hefjist að vori. Við göngum út frá, að hér verði um svipaðar byggingar að ræða og í Ölfusborgum. i — Hvað gerið þið ráð fyrir að reisa mörg hús í fyrsta áfanga? — Það er óráðið, en við höfum hugsað okkur ca. 7 hús. Annars fer það eingöngu eftir óskum og getu sambandsfélaganna. — Verður Alþýðusamb. Aust- urlands eigandi húsanna? — Nei, það verða hin einstöku verklýðsfélög. Og ég vona, að ekkert þeirra skerist úr leik. Vafalaust verða eitt eða fleiri félög saman um hús í fyrstu. Mér er kunnugt um, að Verklýðsfélag Norðfirðinga hefur hug á að kaupa tvö þeirra húsa, sem byggð verða í fyrsta áfanga. — En hvernig fara félögin að því að kljúfa kostnað/nn víð að koma þesstím Iiúsum upp? Framh. á 2. síðu. Skálane'sbjarg, milli Dalatanga og Seyðisfjarðar. Bærinn Skálanes stendur á undirlendinu t.h. Tindurinn, sem hæst ber, er Grænfell (761 m), og má nokkuð af honum marka hæð þverhnípisins í sjó fram. — Ljósm. H.G. Smyrlflbjnrgnrd virhjuð Fyrir hvorki meira né minna en heilum áratug var afráðið að v:rkja Smyrlabjargará í Suður- sveit til raforkuframleiðslu fyrir héraðið. Var þá þegar keypt efni til virkjunarinnar og sumt af því flutt á staðinn. En meira var þá ekki aðhafzt og er það furðulegt sinnuleysi. Ekki verður þó sagt, að Raf- magnsveitur ríkisins hafi verið aðgerðarlausar í raforkumálum Hornfirðinga. Þær keyptu mótor- stöð, sem Hafnarhreppur átti og reistu síðan nýja mótorstöð og hófu að leggja raftaugar um Nes, Mýrar og Suðursveit og létu jafnframt endurnýja veitukerfið á Höfn. Rafmagn frá þessari stöð nær nú til Nesja, Mýra og Suður- sveitar. Þó hafa nokkrir bæir í Suðursveit ekki fengið rafmagn. Vegna þessara framkvæmda fá nú sve:tirnar rafmagn frá Smyrla- bjargarárvirkjun þegar er hún hefur verið gerð. Virkjunin í Smyrlabjargará verður 1200 kw, og er það helm- ingi meiri orka en framleidd verður í núverandi rafstöð. Sjómannasamtökin við Faxa- flóa, Breiðafjörð og á Akureyri hafa boðað til verkfalls á síld- veiðiskipum á þriðjudaginn kem- ur, 18. júní. Kröfur sjómanna eru þær helzt- ar, að ákvæði sem tekin voru inn í vertíðarsamningana sl. vetur, verði einnig látin gilda á síldveið- um. Hér er um að ræða hækkun örorku- og lífeyristryggingar úr 200 þús. í 400 þús. kr. og fata- peninga kr. 1.100.00 á mánuði til háseta og kr. 1.724.00 til vél- stjóra. Þá gera sjómenn kröfur varð- andi söltun um borð í veiðiskip- unum, en að því er formaður Sjó- mannasambandsins upplýsir í Þjóðviljanum, er í gildandi samn- ingum gert ráð fyrir 100 króna þókknun á tunnu og á hún að skiptast jafnt milli allrar áhafn- arinnar. Enn er þess krafizt, að ósamn- ingsbundin sumarfrí, sem upp hafa verið tekin við síldveiðar, verði samningsbundin. Til óskriíenda Fyrir nokkrum vikum sendi : Austurland áskrifendum sín- : um útfyllt póstávísanaeyðu- : blöð fyrir áskriftargjaldinu, með beiðni um, að þeir kæmu ; þeim á pósthús og greiddu gjaldið. Margir hafa brugðizt vel við og greitt blaðið og er þeirri áskorun nú beint til þeirra sem enn hafa ekki sinnt þessu, að gera það nú þegar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.