Austurland


Austurland - 14.06.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 14.06.1968, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 14. júní 1968. Ný Keflavíkurgangcc Úr bœnum Leiðrétting Sunnudaginn 23. júní nk. efna Samtök hernámsandstæðinga til mótmælagöngu frá Keflavíkur- flugvelli til Reykjavíkur og lýkur göngunni með útifundi í Reykja- vík. Göngudagur er valinn með hliðsjón af því, að næsta dag, 24. júní, hefst í Reykjavík ráðherra- fundur Atlantshafsbandalagsins. Samtökin vilja m. a. nota þetta tdefni til að vekja athygli lands- manna á því, að á næsta ári Útsvör . . . Framh. af 4. síðu. Aðalsteinn Halldórsson, kaupmaður kr. 41.100.00 Baldur Böðvarsson, útvarpsvirki — 36.100.00 Ari Jónsson (Verzl. Fönn) — 34.800.00 Þessi félög bera yfir 75 þús. kr. í aðstöðugjald: Síldarvinnslan hf kr. 1.287.700.00 Kaupfél. Fram — 741.200.00 Netag. Friðriks Vilhjálmss. hf. — 149.500.00 Dráttarbr. hf. — 131.000.00 Máni hf. — 127.400.00 Verz’.un Björns Björnssonar hf. — 96.000.00 Sæsilfur hf. — 91.800.00 Steypusalan hf. — 75.200.00 Framh. af 1. síðu. — Þeim hefur verið tryggður þó nokkur tekjustofn í þessu skyni. I orlofsheimilasjóði félag- anna greiða vinnuveitendur nú 0.25% útborgaðra vinnulauna. Ríkissjóður leggur lika nokkra upphæð árlega til orlofsheimila- sjóðs ASÍ, sem síðan úthlutar þvi fé til þeirra, sem í framkvæmdum standa. Þá er greiður aðgangur að mjög hagstæðum lánum hjá At- vinnuleysistryggingasjóði. Austurland fagnar því, að þetta þýðingarmikla mál skuli nú kom- ið á svo góðan rekspöl. Stjórn Skógræktarfélags Austurlands á líka þakkir skyldar fyrir að hafa látið af hendi mikið land á mjög hentugum stað fyrir orlofsheim- ilin. Með því hefur stjórnin sýnt málinu velvild og skilning. Mikill misbrestur er á því, að verkafólk notfæri sér orlofsrétt sinn. Þar er m. a. án efa því um að kenna, að það á ekki kost á ódýrum orlofsdvölum. Það breyt- ist væntanlega með tilkomu or- lofsheimilanna. Blaðið hvetur verklýðsfélögin til að styðja þetta mál af ráðum og dáð og sýna því fullan skiln- ing. Á orlofsheimilasvæðinu þarf fljótlega að rísa þorp sumarbú- staða. Annars verður þetta stofn- un, sem seint verður fulibyggð. (1969) gefst íslendingum kostur á að endurskoða afstöðu sína til þessa bandalags. Nú sem endranær leggja sam- tökin áherzlu á friðsamlegar að- gerðir, og þau hvetja alla þá, sem munu skipa sér undir merki sam- takanna þennan dag, að stuðla að því, að gangan og útifundur- inn tak'st sem bezt og fari frið- samlega fram. Það hefur jafnan verið megin- stefna Samtaka hernámsandstæð- inga, að sameina fólk — án til- lits til stjórnmálaskoðana — til baráttu fyrir uppsögn herstöðva- samningsins og fyrir hlutleysi Is- lands. Aðiid þjóðarinnar að At- lantshafsbandalagi samrýmist ekki slíkri hlutleysisstefnu, og úr- sögn úr Nato er ófrávíkjanleg krafa samtakanna, enda forsenda sjálfstæðrar utanríkisstefnu. Hernaðarbandalög í austri og vestri eru arfur kalda stríðsins, og þróun mála á alþjóðavettvangi síðustu ár hefur leitt til víðtækr- ar endurskoðunar og endurmats margra þjóða á tilverugrundvelli hernaðarbandalaga. Æ fleiri þjóð- ir hafa á allra síðustu árum snú- ið baki við fyrra þjónshlutverki í herbúðum risaveldanna og kosið sér annað og betra hlutskipti. Atlantshafsbandalagið, sem ís- land á aðild að, hefur brugðizt því ætlunarverki sínu að vernda „freisi og lýðræði“. Órækust vitni þessa er valdataka fasista í Grikklandi og nýlendustefna Portúgala, að ekki sé minnzt á yfirgang forusturíkis bandalags- ins, Bandaríkjanna, í Vietnam. Framlag Islands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur öðru fremur einkennzt af algeru ó- sjálfstæði gagnvart Bandaríkjum N-Ameríku. — Sú krafa á vax- andi fylgi að fagna meðal þjóðar- innar, að mótuð verði ný utan- Jónas Guðmundsson. Þessi mynd af Jónasi Guð- mundssyni átti að fylgja grein, sem birtist í síðasta tölublaði í tilefni af sjötugsafmæli hans 11. júní, en barst blaðinu of seint til að svo mætti verða. Birtist hún nú eftir dúk og disk. ríkisstefna, er taki fullt tillit til þe'rrar heimsmyndar, er við blas- ir í dag: þeirrar staðreyndar, að heimurinn skiptist ekki einungis í þjóðir andstæðra . hagkerfa, heldur einn'g í þjóðir auðs og allsnægta, þjóðir fátæktar og hungurs. Þeir gífurlegu fjármunir, sem varið er til hernaðar og vígbún- aðarkaupphlaups í heiminum gætu gerbreytt þessari heimsmynd, væri þeim varið til aðstoðar við vanþróuð ríki. Atlantshafsbanda- lagið, undir forustu Bandaríkj- anna, er eitt af helztu tækjum þeirra, sem vilja viðhalda þessum skörpu andstæðum auðs og alls- leysis. 1 slíkum samtökum á Is- land ekki heima. Samtök hernámsandstæðinga hvetja alla stuðningsmenn þessa málstaðar til að fylkja liði í göng- una og á útifundinn 23. júní næstkomandi. Undirbúningur göngunnar er þegar hafinn, og hafa Samtökin opnað skrifstofu í Aðalstræti 12 (2. hæð). Skrif- stofan verður fyrst um sinn opin alla virka daga kl. 16—19. Sími skrifstofunnar er 24701. Starfs- Bátur til sölu 10 tonna bátur til sölu. Bátur- inn er í góðu lagi. Upplýsingar gefur Öli Ólal'sson, Neskaupstað, sími 68. Athygli þeirra, sem kunna að halda blaðinu saman, skal vakin á þeim mistökum, að blöðin, sem út komu 26. og 31. maí, eru bæði talin 22. tbl. — Að réttu lagi er blaðið 31. maí 23. tbl. og blaðið, sem út kom 7. júní 24. tbl. — Af þessum mistökum leiðir, að ekkert blað er merkt 24. tbl. 1 síðasta blaði var sagt í grein um sýningu Leikfélags Fljóts- dalshéraðs á leikritinu „Lukku- riddarinn“ að leikstjórinn væri Ingibjörg Steingrímsdóttir. Þetta er ekki rétt. Leikstjórinn heitir Ragnhildur Steingrímsdóttír. Afmæli. Kristín Ágústsdótir, Breiða- bliki 6, fyrrverandi stöðvarstjóri pósts og sima, varð 70 ára 8. júní. Hún fæddist að Kornsá i Vatnsdal, Húnavatnssýslu, en hef- ur átt hér heima síðan 1921. lUSTURLAND Til sölu Ford Cortina, árgerð 1965, 4ra dyra, ekinn um 25 þús. km. Upplýsingar gefur eftir 17. júní Hjörleifur Guttomsson, sími 231, Neskaupstað. ^^VN/W\/S/WWWV\AA^/NAAAA/V\A/\^AA/N/W\/VVrtX AAAAAAAAA/WWVAAAAAA/VWWWWWAAAAAAAAAAA/WWWWWWVWS/VWVWWWWWVWW'AA KAKÓ — KÓKÓMALT KAUPFÉLAGIÐ FRAM AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/WWWWWWWWWWWWSAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/I «WWWWWWWWWW\A/WVWWW\/WWVW^WW\^A/V\AAAA^AAA/WAAAAAAAAAAAAAAAA/V\A/ LEIFTURLAIÍK ALLAJBÚÖ maður er Eyvindur Eiríksson. Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT AÖalfundur Aðalfundur Norræna félagsins í Neskaupstað verður haldinn í Barnaskólanum laugardaginn 15. júní kl. 5 síðdegis. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Sigurjón Ingvarsson, bæjarfulltrúi: Vinabærinn Esbjerg heimsóttur. 3. Önnur mál. Stjórnin. i SKRÚÐGARÐAFRÆ (fótboltavallafræ). I GARÐYRKJUÁHÖLD væntanleg bráðlega. — FÁKUR, sími 206. /VWAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.