Austurland


Austurland - 21.06.1968, Qupperneq 1

Austurland - 21.06.1968, Qupperneq 1
ÆJSTURLAND HAlGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLAWDI 18. árgangur. Neskaupstað, 21. júní 1968. 26. tölublað. Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins í Austurlandskjördæmi hélt aðalfund sinn á Höfn í Hornafirði dagana 15.—16. júní sl. Fundinn sátu 19 fulltrúar frá 6 Alþýðubandalagsfélögum í kjör- dæminu og auk þeirra nokkrir á- heyrnarfulltrúar. Stjórn kjör- dæmisráðsins hafði boðið Ás- mundj Sigurðssyni, fyrrv. alþing- ismanni, og konu hans Guðrúnu Árnadóttur til Hafnar, og sat Ásmundur fundinn, en hann var í áratugi forustumaður sósíalista í Austur-Skaftafellssýslu og al- þingismaður í tvö kjörtímabil. Voru Ásmundi þökkuð margþætt og farsæl störf fyrr og síðar í þágu kjördæmis:ns og hreyfingar sósíalista. Fundarstjóri var Benedikt Þor- steinsson á Höfn og til vara Al- Ásmundur Sigurðsson — gestur fundarins — freð Guðnason frá Eskifirði. For- maður kjördæmisráðsins, Hjörleif- ur Guttormsson, flutti skýrslu stjórnairinnar. Kom þar m. a. fram, að haldinn hafði verið einn fundur í ráðinu milli aðalfunda og stjórn þess komið þrisvar saman. Eitt alþýðubandalagsfélag hef.ur bætzt í hópinn frá síðasta aðalfundi, það er Alþýðubandalag Fáskrúðsfjarðar, sem stofnað var sl. haust. Hjörleifur ræddi um fé- lagslega uppbyggingu Alþýðu- bandalagsins og þýðingu öflugs starfs í kjördæmisráðinu fyrir stöðu þess á Austurlandi. Auk fastra aðalíundarstarfa var á fundiniun fjallað um ýmis málefni. Bjarni Þórðarson flutti framsögu um samgöngumál á Austurlandi, og eftir umræður var þeim vísað til nefndar, sem fund- urinn kaus og skila mun ál:ti á næsta fundi kjördæmisráðs. Kynnt voru drög að lögum fyrir Alþýðu- bandalagið sem stjórnmálaflokk, en fullmótað lagafrumvarp mun í sumar verða sent alþýðubanda- lagsfélögunum til umsagnar. IJt- gáfunefndir vikublaðsins „Austu-r- lands“ gáfu yfirlit um fjárhag blaðsins, dreifingu þess og efnis- öflun, en blaðið hefur komið út vikulega sem fyrr frá því að Al- þýðubandalagið tók við útgáfu þess á sl. hausti, og auk þess ver- ið gefin út nokkur aukablöð. Töldu fundarmenn æskilegt að auka verulega útbreiðslu blaðsins í kjördæminu. Á fundinum var kosin fjárhagsnefnd, sem gerði fjárhagsáætlun fyrir kjördæmis- ráðið á næsta starfsári og tillög- ur um fjáröflunarleiðir. Að kvöldi fyrra fundardags flutti Lúðvík Jósepsson ýtarlega ræðu um stjórnmálaviðhorfið. Talsverðar umræður urðu um alla dagskrár- liði. Ríkti algjör einhugur á fundinum og áhugi á eflingu Al- þýðubandalagsins í formi stjórn- málaflokks, svo sem nú er að stefnt að verði síðar á þessu ári. Úr stjórn kjördæmisráðsilns gengu samkvæmt tillögu fráfar- andi stjórnar þeir Benedikt Þor- steinsson og Sigurður Blöndal. Hjörleifur Guttormsson var ein- róma endurkjörinn formaður kjördæmisráðsins og með honum í stjórn Alfreð Guðnason Eski- firði, Garðar Eymundsson Seyðis- firði, Sigurjón Jónsson Vopna- firði og Þorsteinn Þorsteinsson Höfn. Varamenn voru kosnir Sveinn Árnason Egilsstöðum, Björn Jónsson Reyðarfirði og Kristinn Jóhannsson Neskaup- stað. Þessi fundur kjördæmisráðsins var hinn ánægjulegasti. Fundar- menn og gestir þeirra nutu hinn- ar prýðilegustu fyrirgreiðslu á Hótel Höfn. Hið eina, sem á skorti, var bjartara veður, en hin skaftfellska jökladýrð var lengst af hulin þoku. Fyrirhugað er að halda næsta kjördæmisráðfund að hausti. Hjörleifur Guttormsson — formaður kjördæmisráðs — Slœmar síldveiðihorfur Síldveiðar eru enn ekki hafnar, þótt komið sé langt fram í júní. Er það óvanalegt miðað við mörg undanfarin ár, að veiðar séu ekki hafnar um þetta leyti. Nokkur skip eru þó farin út og stunda veiðar í Norðursjó með það fyrir augum, að flytja aflann á þýzkan markað. Sjómannaverkfall er nú við Faxaflóa og Breiðafjörð og á Ak- ureyri. Má búast við að það drag- ist eitthvað á langinn, þar sem enginn er að flýta sér á miðin. Sildarleitarskip hafa ekki orðið vcr við síld að ráði. Þó er vitað að sovézk veiðiskip eru að fá síld, en það er mjög langt undan, 700 mílur eða svo. Er næstum frágangssök, að sækja veiðar þangað frá Islandi á meðan flutn- ingaskipin eru ekki komin á mið- in. Síldveiðihorfur eru því ekki sem beztar eins og er. Þetta ástand segir fljótt til sín í austfirzku þorpunum. Atvinna er með minna móti og bætir það ekki úr skák, að hinir smærri bátar fá mjög lítinn afla enn sem komið er. Sérstaklega er lítið um atvimiu unglinga ,eiukum stúlkna. Fundahöld lorsetaefna Að undanförnu hafa frambjóð- endur til forsetakjörs ferðazt um landið og mætt á fundum, sem stuðningsmenn þeirra hafa boðað til. Gunnar Thoroddsen hafði á- formað að halda tvo fundi í Aust- urlandskjördæmi, annan, á Egils- stöðum og hinn á Höfn. Fundin- um á Höfn varð þó að aflýsa, þar sem frambjóðandinn komst ekki þangað vegna þess að veðurguð- irnir bönnuðu flug þangað, en fundurinn á Egilsstöðum var haldinn þriðjudaginn í fyrri viku. Voru stuðningsmenn Gunnars, sem fundinn sóttu, ánægðir, bæði með fundarsókn og ræðu fram- bjóðandans og svör við fyrir- spurnum. Gunnar er mikill gestgjafi og veitull. Var fundarmönnum skenkt kaffi í fundarlok og reyndust þeir 188. Hinn frambjóðandinn, Kristján Framh. á 3. síðu. Tekurþáttílands- móti lúðrasveita Dagana 29. og 30. júní verður haldið á Siglufirði landsmót lúðra- sveitanna. Mótið rnunu sækja 13 lúðrasveitir með samtals 260— 270 hljóðfæraleikurum. Lúðrasveit Neskaupstaðar mun nú í fyrsta sinn taka þátt í lands- móti lúðrasveitanna. Hefur hún i vetur og vor æft af kappi og hef- ur tekið miklum framförum. í lúðrasveitinni eru nú 22 hljóð- færaleikarar. Lúðrasveitin hefur nú fengið smekklega einkennisbúninga og vígði þá 17. júní. Forsetaval í gær gáfu stuðningsmenn Kristjáns Eldjárns á Austurlandi út blað, sem þeir nefna Forseta- val. Frekari blaðaútgáfa á þeirra vegum er ekki fyrirhuguð. I blaðið rita: Lúðvík Ingvars- son, fyrrverandi sýslumaður; séra Sverrir Haraldsson, Borgarfirði; Matthías Eggertsson, tilraunastj. á Skriðuklaustri; Ragnar Guð- jónsson, skólastjóri, Vopnafirði; Þorsteinn Sveinsson, kaupfélags- stjóri, Egilsstöðum; Gissur Ó. Erlingsson, símstjóri, Neskaup- stað; Jóhannes Stefánsson, fram- kvæmdastjóri, Neskaupstað; Víðir Friðgeirsson, skipstjóri, Fáskrúðs- firði; séra Ágúst Sigurðsson, Vallanesi; Dóra Skúladóttir, læknisfrú, Eskifirði; Ingimar Sveinsson, skólastjóri, Djúpavogi; Hrólfur Ingólfsson, bæjarstjóri, Seyðisf irði; Sigurður Blöndal, skógarvörður, Hallormsstað og Sigurður Ó. Pálsson, skólastjóri, Borgarfirði.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.