Austurland


Austurland - 21.06.1968, Blaðsíða 3

Austurland - 21.06.1968, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 21. júní 1968. 3 AUSTURLAND Kaupbœtir með Þjóðviljanum 1 vor hóf Ingimar Jónsson, sem nýlega hefur lokið doktorsprófi í íþróttafræðum, útgáfu íþrótta- biaðs, sem hann nefnir „Allt um íþróttir“, og kemur það út viku- lega. Dagblaðið Þjóðviljiiin hefur samið við útgefanda um að kaup- endur Þjóðviljans skuli fá þetta Fundahöld Framh. af 1. síðu. Eldjárn, mætir á fundi, sem stuðn ingsmenn hans á Austurlandi hafa boðað til á Egilsstöðum kl. 20.30 í kvöld. Heldur frambjóðandinn þar ræðu, en ávörp flytja Sigurð- ur Ó. Pálson, skólastjóri, Borgar- firði; Kjartan Ólafsson, læknir, Seyðisfirði; Helgi Seljan, skóla- stjóri, Reyðarfirði; Vilhjálmur Hjálmarsson, alþm., Brekku og Sigurður Blöndal, skógarvörð- ur, Hallormsstað, sem flytur loka- orð. Fundarstjóri verður Þorkell Steinar Ellertsson, skólastjóri á Eiðum. Lúðrasveit Neskaupstaðar leik- ur á fundinum og Karlakór Fljóts- dalshéraðs syngur. Kórinn mun og syngja við undirleik lúðrasveitar- innar. nýja blað í kaupbæti sem fylgirit Þjóðviljans og fylgir það blaðinu á þriðjudögum. Iþróttaunnendur geta nú sleg- ið tvær flugur í einu höggi: Gerzt áskrifendur að Þjóðviljanum og jafnframt tryggt sér þetta nýja íþróttablað. „Allt um íþróttir" er mjög fjöl- breytt að efni. Auk þess, sem fjaliað er alhliða um íþróttamál, eru þar þættir um skák og bridge. Tún stórkalin Það er nú komið í Ijós, að mjög miklar kalskemmdir hafa orðið í túnum víða um land, þær mestu síðan 1952 a. m. k. Hafa því bændur enn orðið fyrir miklu áfalli og máttu þó sízt við því. Þessar miklu kalskemmdir eru í öllum landshlutum. Munu þær einkum hafa orðið í frosthörkun- um í maí. Tapaú-Funúiö Karlmannsregnhlíf tapaðist við sundlaugina 17. júní. Finnandi hafi vinsamlegast samband við Höskiuld Stefánsson í síma 124 Neskaupstað. Ausifirðingar Fjölmennið á fundinn, sem hefst klukkan 20.30 á Egilsstöð- um (Valaskjálf) í kvöld. Dr. Kristján Eldjárn og kona hans mæta á fundinum. Lúðrasveit Neskaupstaðar leikur, Karlakór Fljótsdalshéraðs syngur. Stuðning'smenn. /WWVWWSyWWVWWWWWWVWWVWWW»AAAÍWWVWVWSAnrtA/WWW\A/VWl/WVWW»~> Orðsending til atvinnurehendð I Neshaupstad Samkvæmt fyrirmælum félagsmálaráðuneytisins, er öllum at- vinnurekendum í Neskaupstað, sem hafa fleiri en 10 menn á vinnuskrá, fyrirlagt að senda vinnumiðlunarskrifstofunni fyr- ir 15. júlí nk. útfylltar kaupgjaldsskrár yfir alla starfsmenn sina, í fyrstu yfir tímabilið frá 1. apríl til 30. júní, en síðan í lok hvers eftirfarandi ársfjórðungs. Vinnumiðlunarskrifstof- unni er svo falið að senda kaupgjaldsskrárnar án tafar til Kjararanitsóknarnefndar Islands í Reykjavík. Eyðublöð, eða bækur í þríriti, undir nefndar kaupgjalds- skrár, fást afhentar ókeypis í vinnumiðlunarskrifstofunni kl. 13 til 18 daglega. Þetta tilkynnist hlutaðeigendum hér með. Neskaupstað, 20. júni 1968. Vinnanmðlunarskrif stofa Neskaupstaðar. »VWW<WWWWVWWWVWVVWWWWWWWWWW%AAAWWWV»AA/WVW>AA^>^^^»VWV * Eailsbúð íslenzkur texti. — kl. 5 í síðasta sinn. KYSSTU MIG KJÁNI ■ Bönnuð innan 12 ára. Sýnd laugardag ÓGIFTA STÚLKAN OG KARLMENNIRNIK Bráðfjörug amerísk gamanmynd í litum með Tony Curtis, Natalie Wood. — Islenzkur texti. — Sýnd laugardag kl. 9. GÆSAPABBI Amerísk gamanmynd. Sýnd á barnasýningu á sunnudag kl. 5. Síðasta sinn. PÓSTVAGNINN Hörkuspennandi og vel leikin amerísk kvikmynd. Aðalhlut- verk: Ann-Margret, Alex Cord, Bing Crosby, Bob Cummings. Sýnd sunnudag kl. 9. — Bönnuð börnum innan 14 ára. — ís- lenzkur texti. IW^^^/WVWWWWWWWWWWWWWWVVSAA/WWWWWWWWWWWVWW'AA/WVNAAA' Orðsending til Húsbyggjendur, sem fengið hafa loforð um lán frá Húsnæð- ismálastofnun ríkisins á tímabilinu 1. maí—30. júní 1968, eiga, samkvæmt reglum stofnunarinnar, að skila tilskildum vottorð- um fyrir 1. júlí nk. Að öðrum kosti falla lánsloforðin úr gildi. Þar sem veðurfar hefur í vor verið með þeim hætti, að fram- kvæmdir við byggingar hafa tafizt mjög, og þar sem hafís hindraði flutning byggingarefnis til bæjarins til skamms tíma, fór ég þess á leit við Húsnæðismálastofnunina með bréfi dags. 31. f. m., að þessi frestur yrði lengdur um einn mánuð, eða til 31. júlí. Húsnæðismálastjórn hefur nú tilkynnt mér, að hún hafi fall- izt á að verða við þessum tilmælum. Þeir húsbyggjendur í Neskaupstað, sem hlut eiga að máli, missa þvi ekki rétt sinn til lána, ef þeir skila tilskildum gögnum fyrir 31. júlí nk. Bæjarstjórinn í Neskaup'stað. LEIFTURLAKK ALLABÚÐ Bókband Starfa í sumar á Höfn í Hornafirði. Tek bælcur, blöð, tima- rit og annað til bindingar fyrir bókasöfn, lestrarfélög og ein- staklinga. Sendið bækur og annað sem fyrst til Ragnheiðar Kristjánsdóttur, Hafnarbraut 32. Höfn í Hornafirði.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.