Austurland


Austurland - 28.06.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 28.06.1968, Blaðsíða 4
4 t AUSTURLAND Neskaupstað, 28. júní 1968. Ndlelnasnfluður Hfltó-fumSor í Kqfcjni Ætla má, að blaðalesendur og þó sérstaklega útvarpshlustendur, svo ekki sé talað um þá, sem að- gang hafa að sjónvarpi, hafi síð- ustu vikuna fengið nægan skammt af áróðri um Atlants- hafsbandalagið, eða Nató, eins og það er nefnt upp á alþjóðlega vísu. Tilefnið var fundur utan- ríkisráðherra bandalagsríkjanna, sem að þessu sinni var haldinn í Reykjavík um síðustu helgi. Dag- blöð Nató-flokkanna þriggja, Al- þýðuflokksins, Framsóknarflokks- ) ins og Sjálfstæðisflokksins, hafa kyrjað fölskvalausan dýrðaróð um hernaðarbandalag'ð síðustu daga, og Ríkisútvarpið hefur reynzt þar lítill eftirbátur. Þetta hefur verið einskonar þjóðhátíð Nató-vina hérlendis, uppbót fyrir þann full- veldisdag, sem skráður er í alman- ak:ð vikunni fyrr, en misst hefur svip og reisn með hverju árinu sem liðið hefur, frá því að við vorum véluð inn í hernaðarbanda- lagið fyrir röskum 19 árum. Flekkaðar hugsjónir Hástemmdar lofræður um Nató frá ofangre ndum aðilum eru vissuiega ekkert nýjabrum og ekki það sem athygli vekur, held- ur hitt, hversu mikil alúð er við það lögð að reyna aö láta líta svo út, sem allt sé í sátt og sam- lyndi innan bandalagsins, hlut- verk þess sem „vörður vestrænna hugsjóna, lýðræð:s og frelsis" sé sízt minna en áður, og auk þess ótal ný verkefni sem við blasa í félagslegum og menningarlegum efnum. Og síðast en ekki sízt þögnin um þá sérstæðu iðju, sem forusturíki bandalagsins, Banda- ríkin, ástandar í Viet-Nam af meiri eljusemi en nokkru sinni fyrr. Hér verða þessum atriðum ekki gerð nein tæmandi sk'l. Allir þeir, sem eitthvað fylgjast með gangi heimsmála og ekki sízt stjórn- mála í Evrópu, vita, að upplausn- arástand ríkir í hernaðarbanda- lögunum báðum megin þess járn- tjalds, sem nú er blessunarlega að rofna og lyftast á æ fleiri stöð- um. Brotthvarf frá þeirri stefnu kalda stríðsins, sem Nató mótaði og agaði aðildarþjóðirnar til að framfylgja á áratugunum 1950— 60, er löngu viðurkennd nauðsyn af flestum meðlimum þess, þar á meðal næst styrkustu stoðinni á meginlandi Evrópu, Frakklandi, sem í raun hefur sagt skilið við bandalagið. Fyrr en síðar hlýtur að koma að því, að bæði Nató og Varsjárbandalagið, þessar ömur- legu stofnanir frá dögum kalda stríðsins í Evrópu, verði leystar upp, og það væri verðugra hlut- verk fyrir okkur Islendinga að aðstoða við að veita þeim ná- bjargirnar, fremur en hiúa að og lofsyngja það hernaðarbandalag, þar sem Bandríkjamenn hafa öll húsbóndavöld. E;nmitt stefna Bandaríkjanna í Suðaustur-Asíu samfara háskalegri þróun innan- lands í Bandaríkjunum sjálfum, ætti að vera okkur næg aðvörun um, að vissara sé að binda ekki lengur trúss við þau innan Nató, hvað þá að ljá þeim lengur land undir herstöðvar. Ötíunduð afrek Goðsögninni um Nató sem vörð lýðræðis og frelsis hefur verið breytt í skopsögu af bandalaginu sjálfu, og stóð hún reyndar aldrei á styrkum fótum. Fremstu aðild- arríki bandalagsins höfðust það helzt að við stofnun þess að berja á frelsishreyfingum í gömlum ný- lendum, Fasistastjórn Portúgals þótti sjálfsagður meðreiðarsveinn þegar í upphafi. Þingræðisstjórn- inni í Grikklandi var í fyrra steypt af stóli a,f herforingja- klíku, að því er talið er með að- stoð leyniþjónustu Bandaríkjanna, og ekkert styggðaryrði má falla í stofnunum bandalagsins um nú- verandi valdsmenn í Grikklandi. Allt eru þetta aikunn atriði, en vildu gleymast í frásögnum blaða og útvarps síðustu daga. Aðstoð frá Ulbrjcht Heldur málefnasnauður og vandræðalegur hefði fundurinn í Reykjavík mátt virðast, ef aust- ur-þýzk stjórnvöld hefðu ekki hjálpað upp á sakirnar. Við heyrð um það í fréttum af fundinum og í yfirlýsingu að honum lokn- um, að mest hafi verið rætt um „hömlur þær, sem austur-þýzk stjórnvöld hafa lagt á frjálsar samgöngur við Vestur-Berlín“, eins og Ríkisútvarpið orðaði það, en stundum var þetta kallað „hindranir austur-þýzkra stjórn- arvalda" eða bara „Berlínarmál- ið“. Þarna var sem sagt á ferð- inni mál, sem sameinað gat ráð- herrana í orði, en ólíklega á borði, ef á ætti að herða. En hvers eðlis er þá þetta nýja Berl- ínarmál, þessar hömlur á sam- göngum, sem svo mjög er um rætt? Það láðist Ríkisútvarpinu að útskýra fyrir hlustendum, og fréttamenn blaðanna hafa heldur ekki eytt að því mörgum orðum. Hér hlýtur að vera mjög alvar- legt mál í uppsiglingu, því að þeir áköfustu jafna því við Kúbu- deiluna 1962, er heimurinn stóð á barmi kjarnorkustríðs. „Berlínarmálið“ Við skulum líta á nokkur aðal- atriði þessa deilumáls, sem svo hljótt er um ástæðurnar fyrir, en þeim mun meira veður gert út af í almennum upphrópunum. Sem kunnugt er liggur Berlín langt inni í Austur-Þýzkalandi, og eru brautirnar, sem tengja Vestur- Berlín og Vestur-Þýzkaland um 2C0 kílómetra langar. Frá árinu 1955 annast austur-þýzk yfirvöld um allt ferðaeftirlit til borgarinn- ar á landi og ám annað en ferð- ir herliðs Breta, Frakka og Bandaríkjamanna til og frá borginni. Til þessa hefur verið látið nægja, að ferðamenn frá Vestur-Berlín og Vestur-Þýzka- landi, sem ferðazt hafa til Aust- ur-Þýzkalands eða gegnum Aust- ur-Þýzkaland til og frá Vestur- Berlín, sýndu nafnskírteini og fengju með þeim fylgimiða. Sam- kvæmt lögum, sem samþykkt voru á austur-þýzka þinginu þann 11. júní sl. og tóku gildi aðfaranótt 13. júní, þurfa Vestur Þjóðverjar nú vegabréfsáritun og ibúar Vest- ur-Berlínar áritun með nafnskír- teini til að ferðast um Austur- Þýzkaland. Sama gildir um Aust- ur-Þjóðverja, sem ferðast vestur. Áritun til Vestur-Berlínar kost- ar 5 mörk (um 75.00 kr.) hverju sinni, en fyrir dvöi í Austur- Þýzkalandi 20 mörk (um 300.00 kr.). Lagður er sérstakur skatt- ur á vöruflutninga um austur- þýzkt landsvæði, 3 pfennigar (um 45 aurar) á tonn og kílómeter. Talið er að gjöld þessi skili um 100 milljónum marka í ríkiskass- ann hjá Ulbricht umfram það sem verið hefur. Þetta eru í stuttu máli þær helztu „hindran;r“, sem settar hafa verið á samgöngur við Vestur-Berlín. Viðurkenning staðreynda Hvað felst raunverulega í þess- um ráðstöfunum Austur-Þjóð- verja? Fyrst og fremst það, að sett eru sömu skilyrði fyrir ferð- um Vestur-Þjóðverja og íbúa Vestur-Berlínar um Austur- Þýzkaland og gilt hafa um ferðir útlendinga til landsins. Það er verið að lögfesta þá skiptingu Þýzkalands í tvö ríki, sem verið hefur staðreynd frá 1949, einnig á sviði ferðamála, og jafnframt brugðið fæti fyrir þá viðleitni vestur-þýzkra stjórnvalda, að inn- l;ma Vestur-Berlín stjórnarfars- lega í vestur-þýzka ríkið. Sam- göngur við Berlín hafa gengið á- rekstrarlaust eftir fréttum að dæma, eftir að þessar „hindran- ir“ voru í lög leiddar. Bakgrunn- ur þessa máls er í rauninni hið kalda stríð milli þýzku ríkjanna. Verði hinar nýju reglur Austur- Þjóðverja virtar í reynd, þrátt fyrir mótmæli í orði, hefur stjórn;n í Austur-Berlín færzt nær því marki að knýja fram viðurkenningu á tilvist sinni, en slík viðurkenning hlýtur að vera forsenda þess, að samningavið- ræður geti hafizt um málefni þýzku ríkjanna. Um aðgerðir Austur-Þjóðverja sagði vikuritið DER SPIEGEL eitthvað á þessa le:ð í síðustu viku: „Landamæra- verðir Austur-Þýzkalands, sem frá því á miðnætti aðfaranótt fimmtudags skreyta vegabréf Vestur-Þjóðverja með skjaldar- merki lands síns, setja um leið stimpil raunveruleikans á Þýzka- lands •draumóra Bonnstjórnarinn- ar“. Rétt;ndi Vesturveldanna í Berl- ín hafa í engu verið skert með ofangreindum ráðstöfunum. Ólík- legt verður að teljast, að þau sýni vígtennurnar fyrir alvöru út af þessum síðasta leik í tafli þýzku ríkjanna. En eftir stendur þá sú aðstoð, sem Ulbricht og félagar veittu málefnasnauðum ráðherr- um Nató og starfsfúsum frétta- mönnum í Reykjavík nú rnn Jóns- messuleytið. — H.G. Úr bœnum Trúlofun. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Björlc Rögnvaldsdóttir, skrifstofustúlka, Nesgötu 29, og Ragnar Jónsson, ýtustjóri, Skála- teigi, Norðfjarðarhreppi. Afmæli. Fanney Magnúsdóttlr, Hlíðar- götu 1, varð 50 ára 22. júní. Hún fæddist á Eskifirði, en hefur átt hér heima síðan 1920. Jón Pétursson, útgerðarmaður, Þiljuvöllum 19, varð 65 ára 25. júní. Hann fæddist að Hafursá á Völlum, en hefur verið hér bú- settur síðan 1919. Sigurðar Jónsson, fyrrverandi skipstjóri, Nesgötu 29, er 80 ára í dag, 28. júní. Hann fæddist í Víðivallagerði í Fljótsdal, en hef- ur átt heima hár í bæ síðan 1904. Framh. af 1. síðu. ur fróðleikur um kosningar und- anfarinna ára og að sjálfsögðu úrs'.it forsetakosninganna 1952. I bókinni eru reitir til þess að færa í kosningatölur úr hverju eir.stöku kjördæmi og heildarúr- slit. Kosningahandbókin er algjör- lega hlutlaus eins og aðrar liand- bækur Fjölvíss. I Neskaupstað fæst bókin í Verzl. Vík og kostar kr. 60.00. Bíll til sölu Mercedes-Benz 1960 til sölu. Uppl. gefur (iissur Ö. Frlings- son, Neskaupstað. ÆUSTURLAND Ritstjóri: < Bjarni Þórðarson. < NESPRENT \

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.