Austurland


Austurland - 05.07.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 05.07.1968, Blaðsíða 1
AUSTURLAND MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 5. júlí 1968. 28. töublað. Kristjdn Eldjdrn kjörinn forseti Hlout nsr tirö dtki/œíi df hverjum þrem - Hnfn úrslitín stórpólitísfcar nfleiiinjiir! Eins og alþjóð er kunnugt var Kristján Eldjárn kjörinn þriðji forseti lýðveld'sins í kosningun- um á sunnudaginn með miklum yfirburðum. Hlaut hann 67.564 atkvæði, eða 65.6% atkvæða. Mótframbjóðandi hans hlaut 35.438 atkvæði, eða 34.4%. Þegar við upphaf ferlls sííns sem forseti hefur Kristján Eldjárn að baki sér mjcg traustan meitjhluta þjóðarinnar. Meirihluti í öllum kjördæmum Athyglisvert er, að Kristján fékk mikinn me'rihluta atkvæða í öllum kjördæmum landsins. Minnstur var meirihluti hans að tiltölu í Reykjavík (61.0%), en langstærstur á Austurlandi (80.9 %). Mega stuðningsmenn Krist- jáns um allt land vera mjög ánægð;r með árangurinn. Þjóðareining Svo mikill var meirihluti Krist- jáns, að tala má um þjóðarein- jngu við kjör hans. Sigur hans var svo mikill, að varla nokkurn gat órað fyrir öðru eins. Sérstak- lega óvæntur var sigur hans í höfuðborginni, þar sem mótherji hans hafði lengi verið borgarfull- trúi, alþingismaður og vel látinn borgarstjóri. Margar ástæður i'yrir ósigri G. Th. Hér verður ekki reynt að graf- ast fyrir orsakir hins átakanlega ósigurs Gunnars Thoroddsens, sem lengi mun hafa búið sig und- ir að setjast í forsetastólinn. Á- stæðurnar eru áreiðanlega marg- ar og margslungnar og ekkert á- hlaupaverk að greiða þær í sund- ur. |; Gunnar bæði naut og galt Sjálfstæðisflokksins. Óhætt er að fullyrða, að ósigur G. Th. stafar ekki af persónu- legri andúð á honum og því síður af andúð á konu lians. Hafa kosníngaúrslitin stór pólitískar afleiðingar? Úrslit kosninganna hljóta að Nýju húsbændurnir á Bessastöðum. valda ýmsum stjórnmálamönnum miklum heilabrotum og höfuð- verk. Eðlilegt væri, að kosninga- úrslitin hefðu í för með sér stór- pólitískar afleiðingar. Með öllum þjóðum þar sem lýðræði stendur föstum fótum og er í heiðri haft, mundu kosningaúrslit sem þessi leiða til mjög víðtækra pólitískra breytinga. Þrátt fyrir okkar meira en þúsund ára þing eru þingræð- ishugmyndir okkar og lýðræðis- hefð miklu vanþroskaðri en með nágrannaþjóðunum. Framh. á 2. síðu. Heimsökn fœreyska íþróttafólksins Síðastliðinn föstudag kom hing- að í heimsókn 29 manna hópur íþróttafólks frá Sandavogi í Fær- eyjum. Hópurinn dvaldi hér í 5 daga í boði Iþróttafélagsins Þróttar. Hér var um að ræða knattspyrnulið og handknattleiks- lið karla og tvö handknattleikslið kvenna, meistaraflokk og annan flokk. Alls háði færeyska íþrótta- fólkið 10 kappleiki, þar af voru 3 knattspyrnukappleikir og 7 hand- knattleikir. Knattspyrnuliðið og handknatt- leiðslið karla var skipað sömu mönnum og voru þeir sýnilega mun betur þjálfaðir í handknatt-: leik en í knattspyrnu, enda sigr- uðu þeir okkar lið þar með mikl- um yfirburðum. Úrslit íþróttakeppninnar sem öll fór fram á íþróttavellinum hér, nema hvað tveir leikir fóru fram á Eskifirði, urðu sem hér segir: Knattspyrnan: Sandavogsíþróttafélag — Þrótt- ur 2 mörk gegn 6. Sandavogsíþróttafélag - - Úr- valslið UÍA 4 gegn 1. Sandavogsíþróttafélag — Austri 0—0. Handknattleikur: "Meistaraflokkar karla: Sandavogsíþróttafélag — Þrótt- ur 20 mörk gegn 11. Sömu lið 19 gegn 10. Meistaraflokkar kvenná: Sandavogsíþröttafélag — Þrótt- ur 7 mörk gegn 6. Framh. á 2. síðu. Fyrsta síldin Á miðvikudagsmorgun kom Heimir með 400 tonn síldar til bræðslu til Stöðvarfjarðar. Var það fyrsta síldin sem á land hef- ur komið á þessu sumri. Síldin er stór og sæmilega feit og hefði verið söltunarhæf. Bmðslusíldarverð 1.2$ Loks á miðvikudag varð sam- komulag í yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins um bræðslusíldar- verðið í sumar og gildir verð- skráningin fyrir tímabilið 1. júlí til 15. október. Hið nýja bræðslusíldarverð er kr. 1.28 pr. kg. — Er það 7 aur- um hærra verð en í fyrra. — Eins og áður er verðið 22 aurum lægra þegar síld er losað í flutn- ingaskip. Ríkisstjórn'n hefur heitið því að hlutast til um, að bæði útgerð- armenn og síldarverksmiðjur fái aðstoð til að greiða vexti og af- borganir af stofnlánum á þessu ári. Samningar hafa tekizt í sjó- mannadeilunni, sem staðið hefur við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Akureyri. Ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu, að síldveiðar hefjist almennt. Nýr koupgjaldssaniiiíiigur Þann 30. júní var undirritaður nýr kaupgjaldssamningur milli Verkalýðsfélags Norðfirðinga og atvinnurekenda í Neskaupstað, sem gildir frá 1. júlí 1968. Helztu atriði samningsins eru, að frá 1. júlí til 1. sept. verður greidd 5.07% verðlagsuppbót á laun, en frá 1. sept. verður greidd sama verðlagsuppbót og annars staðar. Atvinnurekendur greiða Ví% af útborguðum launum í or- lofsheimilissjóð félagsins í stað Ví% áður. Þá fellur þriggja ára starfsaldurshækkun niður. Samninganefndirnar voru sam- mála um að vísa samningum um ákvæðisvinnu til sameiginlegrar samninganefndar Alþýðusambands Austurlands og standa samningar j nú yfir. Nýr bdtur tíl Neshaupstoðar Um síðustu helgi bættist Norð- firðingum nýr bátur í flota sinn, en þá kom Valur NK 108, 35 lesta stálbátur smíðaður í Vél- smiðju Seyðisfjarðar, til Nes- kaupstaðar. Eigendur eru ÓH 01- afsson o. fl. Neskaupstað. Bátur- inn er hinn vandaðasti og búinn nýjustu siglingatækjum. Þá er í bátnum vökvadrifin línu- og tog- vinda, sem hvort tveggja er smíð- að í Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Er Framh. á 2. síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.