Austurland


Austurland - 05.07.1968, Page 1

Austurland - 05.07.1968, Page 1
ÆJSTURLAND MALGAGN ALÞYÐUBANÐALAGSINS A AUSTURLANDI Fyrsta síldin Á miðvikudagsmorgun kom Heimir með 400 tonn síldar til bræðslu til Stöðvarfjarðar. Var það fyrsta síldin sem á land hef- ur komið á þessu sumri. Síldin er stór og sæmilega feit og hefði verið söltunarhæf. 18. árgangur. Neskaupstað, 5. júlí 1968. 28. töublað. Kristjdn Eldjdrn hjörinn forscti Hlout nær tvií uthvœii nf hverjum þrem - Hnju úrslitin stórpólitíshor nfleiðingnr ? Nýju húsbændurnir á Bessastöðuin. Eins og alþjóð er kunnugt var Kristján Eldjárn kjörinn þriðji forseti lýðveld'sins í kosningun- um á sunnudaginn með miklum yfirburðum. Hlaut liann 67.564 atkvæði, eða 65.6% atkvæða. Mótframbjóðandi hans hlaut 35.438 atkvæði, eða 34.4%. Þegar >ið upphaf ferils ‘;:ns sem forseti hefur Kristján Eldjárn að baki sér mjcg traustan meidhluta þjóðarinnar. Meirihluti í öllum kjördæmum Athyglisvert er, að Kristján fékk mikinn meirihluta atkvæða í öllum kjördæmum landsins. Minnstur var meirihluti hans að tiltölu í Reykjavík (61.0%), en langstærstur á Austurlandi (80.9 %). Mega stuðningsmenn Krist- jáns um allt land vera mjög ánægð'r með árangurinn. Þjóðareining Svo mikill var meirihluti Krist- jáns, að tala má um þjóðarein,- Ingu við kjör hans. Sigur hans var svo mikill, að varla nokkurn gat órað fyrir öðru eins. Sérstak- lega óvæntur var sigur hans í höfuðborginni, þar sem mótherji hans hafði lengi verið borgarfull- trúi, alþingismaður og vel látinn borgarstjóri. Margar ástæður fyrir ósigri G. Th. Hér verður ekki reynt að graf- ast fyrir orsakir hins átakanlega ósigurs Gunnars Thoroddsens, sem lengi mun hafa búið sig und- ir að setjast í forsetastólinn. Á- stæðurnar eru áreiðanlega marg- ar og margslungnar og ekkert á- hlaupaverk að greiða þær í sund- ur. |; Gunnar bæði naut og galt Sjálfstæðisflokksins. Óhætt er að fullyrða, að ósigur G. Th. stafar ekki af persónu- legri andúð á honum og því síður af andúð á konu hans. Hafa kosningaúrslitin stór pólitískar afleiðingar ? Úrslit kosninganna hljóta að valda ýmsum stjórnmálamönnum miklum heilabrotum og höfuð- verk. Eðlilegt væri, að kosninga- úrslitin hefðu í för með sér stór- pólitískar afleiðingar. Með öllum þjóðum þar sem lýðræði stendur föstum fótum og er í heiðri haft, mundu kosningaúrslit sem þessi Síðastliðinn föstudag kom hing- að í heimsókn 29 manna hópur íþróttafólks frá Sandavogi í Fær- eyjum. Hópurinn dvaldi hér í 5 daga í boði Iþróttafélagsins Þróttar. Hér var um að ræða knattspyrnulið og handknattleiks- lið karla og tvö handknattleikslið kvenna, meistaraflokk og annan flokk. Alls háði færeyska íþrótta- fólkið 10 kappleiki, þar af voru 3 knattspyrnukappleikir og 7 hand- knattleikir. Knattspyrnuliðið og handknatt- leiðslið karla var skipað sömu mönnum og voru þeir sýnilega mun betur þjálfaðir í handknatt- leik en í knattspyrnu, enda sigr- uðu þeir okkar lið þar með mikl- um yfirburðum. Úrslit iþróttakeppninnar sem leiða til mjög víðtækra pólitískra breytinga. Þrátt fyrir okkar meira en þúsund ára þing eru þingræð- ishugmyndir okkar og lýðræðis- hefð miklu vanþroskaðri en með nágrannaþjóðunum. Framh. á 2. síðu. öll fór fram á íþróttavellinum hér, nema hvað tveir leikir fóru fram á Eskifirði, urðu sem hér segir: Knattspyrnan: Sandavogsíþróttafélag — Þrótt- ur 2 mörk gegn 6. Sandavogsíþróttafélag — Úr- vaislið UlA 4 gegn 1. Sandavogsíþróttafélag — Austri 0—0. Handknattleikur: Meistaraflokkar karla: Sandavogsíþróttafélag — Þrótt- ur 20 mörk gegn 11. Sömu lið 19 gegn 10. Meistaraflokkar kvenná: Sandavogsíþróttafélag — Þrótt- ur 7 mörk gegn 6. Framh, á 2. síðu. Bræðslusíldarverð 1.28 Loks á miðvikudag varð sam- komulag í yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins um bræðslusíldar- verðið í sumar og gildir verð- skráningin fyrir tímabilið 1. júlí til 15. október. Hið nýja bræðslusíldarverð er kr. 1.28 pr. kg. — Er það 7 aur- um hærra verð en í fyrra. — Eins og áður er verðið 22 aurum lægra þegar síld er losað í flutn- ingaskip. Ríkisstjórnm hefur heitið því að hlutast til um, að bæði útgerð- armenn og síldarverksmiðjur fái aðstoð til að greiða vexti og af- borganir af stofnlánum á þessu ári. Samningar hafa tekizt í sjó- mannadeilunni, sem staðið hefur við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Akureyri. Ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu, að síldveiðar hefjist almennt. Hýr hflupðjflldssflmningur Þann 30. júní var undirritaður nýr kaupgjaldssamningur milli Verkalýðsfélags Norðfirðinga og atvinnurekenda í Neskaupstað, sem gildir frá 1. júlí 1968. Helztu atriði samningsins eru, að frá 1. júií til 1. sept. verður greidd 5.07 % verðlagsuppbót á laun, en frá 1. sept. verður greidd sama verðlagsuppbót og annars staðar. Atvinnurekendur greiða Ví% af útborguðum launum í or- lofsheimilissjóð félagsins í stað Vi% áður. Þá fellur þriggja ára starfsaldurshækkun niður. Samninganefndirnar voru sam- mála um að vísa samningum um ákvæðisvinnu til sameiginlegrar samninganefndar Alþýðusambands Austurlands og standa samningar nú yfir. Nýr bdtur tíl Neshflitpstaðar Um síðustu helgi bættist Norð- firðingum nýr bátur í flota sinn, en þá kom Valur NK 108, 35 lesta stálbátur smíðaður í Vél- smiðju Seyðisfjarðar, til Nes- kaupstaðar. Eigendur eru Óli Ól- afsson o. fl. Neskaupstað. Bátur- inn er hinn vandaðasti og búinn nýjustu siglingatækjum. Þá er í bátnum vökvadrifin línu- og tog- vinda, sem hvort tveggja er smíð- að í Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Er Framh. á 2. síðu. Heimsökn fœreyska íþróttafólksins

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.