Austurland


Austurland - 05.07.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 05.07.1968, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND ' Neskaupstað, 5. júlí 1968. Bók fyrir lœrða og leika: Jarðfrsði eftir Þorleif Einarsson Vor'ð er ekki gróskuskeið í bókaútgáfu hér á landi, og fáir vænta þá stórviðburða á því sviði. Helzt má þó búast við tíðindum frá bókafélögunum, en einnig þau stíla mjög upp á jólakauptíðina með útgáfubækur sínar. Tals- verðrar viðleitni hefur í seinni tíð gætt frá þeirra hálfu um útgáfu fræðirita við hæfi almennings, og er þar skemmst að minnast bóka- flokksins „Vísindarit AB“, sem enn er raunar ekki allur út kom- inn. Utgáfa þýddra fræðirita er * góðra gjalda verð, en meiri fengur er þó að slikum bókum, ef þær fjalla um íslenzk viðfangs- efni, en þær eru því miður allt of sjaldséðar. Nú er þó ein 'slík bók nýkomin á markaðinn frá Máli og menningu, Jarðfræi.V — Saga bergs og lands eftir Þorleif Einarsson, ungan, fjölmenntaðan og atorkusaman jarðfræðing. Bók þessi er 335 blaðsíður, prýdd á þriðja hundrað mynda, og margar skýringartöflur fylgja texta; er að hvoru tveggja mikill fengur. Frágangur allur af hálfu útgáf- unnar virðist og vandaður, þótt e'nstaka prentvillur og línubrengl finnist. En yfir hvaða svið spannar þá þessi bók ? Því verður bezt svarað með nokkrum tilvitnunum í inn- gang og eftirmála höfundar: „Vettvangur jarðfræðinnar er jarðskorpan, en viðfangsefnin eru tvíþætt, og skiptist jarðfræðin því í tvær megingreinar. Annar meg- inþátturinn er almenn jarðfræði, sem einkum fjallar um myndun, gerð og mótun jarðskorpunnar af völdum náttúruafla, innrænna afla, svo sem jarðelds og jarð- skjálfta, sem e!ga sér upptök í iðrum jarðar, og útrænna afla, einkum frosts, fallvatna, jökla, vinds og öldugangs; aflvaki þeirra er sólarorkan. Hinn meginþáttur- inn er jarðsagan (historisk geo- logi), sem rekur í tímaröð at- burði og breytingar, sem orðið hafa á jörðunni, jafnt af völdum útrænna sem innrænna afla, svo' og sögu lífveranna ... Um fjögurra áratuga skeið hef- ur Jarðfræði Guðmundar G. Bárð- arsonar verið eina yfirlitsritið og kennslubókin í almennri jarðfræði og jarðsögu, en hún kom fyrst út 1921, og síðan aukin og endur- bætt 1927 . . . Á þeim f jórum ára- tugum, sem liðnir eru síðan bók G.G.B. kom út, hefur þekking á jarðfræði landsins aukizt mikið. Kemur þar margt til. Jarðfræð- ingum, íslenzkum sem erlendum, sem unnið hafa að rannsóknum, hefur fjölgað mjög, en einnig hefur rannsóknartækni fleygt fram og nýjar aðferðir komið til Þorleí'íur Einarsson. sögunnar, svo sem aldursákvarð- anir með geislavirkum efnum, mælingar á segulstefnu í bergi, öskulagarannsóknir o. s. frv. Ut- gáfa nýs yfirlitsrits um jarðfræði var því löngu orðin tímabær . .. Eins og að framan er getið, er það ætlunin, að bók þessi geti s:nnt margþættu hlutverki, enda er nú því miður vart annarra kosta völ í jarðfræðum. Vona ég, að almenningi komi hún að nokkru gagni sem fræðslurit eða jafnvel sem ferðahandbók, enda ætti atriðisorða- og staðanafna- skráin að vera nokkur stoð, ef fræðast á um jarðfræði einstakra svæða eða um einstök atriði. Fræðimönnum í náttúruvísindum, sagnfræði og ýmsum öðrum grein- um ætti hún að notast sem hand- bók. Verkfræðingar og aðrir, sem að mannvirkjagerð standa, geta og sennilega sótt nokkurn fróðleik í bókina. Ekki er ætlazt til, að bókin verði notuð í heild til náms í skólum, heldur valdir úr henni kaflar e!ns og kennurum í hinum ýmsu deildum skólanna þykir henta". Allt eru þetta orð að sönnu um fjölþætt notagildi bókarinnar og mætti víða taka dýpra í ár- inni. Einn höfuðkostur þessarar bókar er það, hversu mjög hún er sniðin að íslenzkum staðhátt- um. Á nær 100 blaðsíðum er ein- göngu fjallað um jarðsögu ís- lands, og mun ekki sízt sá hluti höfða til alls almennings. En einnig í almennu jarðfræðinni eru hvarvetna, þar sem kostur er, tínd til dæmi af heimaslóðum og langflestar myndirnar eru frá Is- landi. |> Höfundur hefur staðið frammi fyrir miklum vanda við saman- tekt bókarinnar, ekki sízt varð- andi efnisval, — hvað skyldi tek- ið með og hverju sleppt. Frá sjónarhóli leikmanns, sem þetta ritar, virðist Þorleifi hafa tekizt prýðilega að þræða þann grýtta veg, koma aðalatriðum til skila án þess að verða of knappur í frásögn og gæða lesninguna lífi með ýtarlegum og lýsandi dæm- um. 1 kaflanum um eldgos, er t.d. ekki lagt út í að rekja sögu eld- gosa í landinu frá upphafi byggð- ar, heldur tekið þversnið af hegð- un íslenzkra eldstöðva með því að greina frá fimm stórgosum, sem orðið hafa síðustu hundrað árin. I yfirlitinu um jarðsögu ís- lands er fylgt svipaðri reglu. Að- alatriðin mynda uppistöðuna, en ívafið er fagurt munstur, þar sem brugðið er upp skýrum myndum frá einstökum stöðum. Má þar nefna frásögnina um Tjörneslög- in, en höfundur hefur raunar sjálfur aukið verulega við þekk- ingu okkar á þeim með sjálfstæð- um rannsóknum. — Og ekki vantar ábendingar fyrir þá, sem láta sér nægja að líta landið af þjóðvegum. Hér er eitt dæmi af mörgum um slíkt: ,,Á Austur- landi koma þessar þrjár hraun- Eins og auglýsing í síðasta blaði bar með sér, hefur stjórn Sjúkrasamlags Neskaupstaðar á- kveðíð verulega hækkun á ið- gjöldum samlagsmanna frá síð- ustu áramótum að telja, eða úr kr. 120.00 í kr. 150.00 á mánuði, svo og sett strangari reglur um innheimtu. Til að fá frekari skýr- ingar á þessari hækkun sneri blaðið sér til gjaldkera sjúkra- samlagsins, Þórðar Kr. Þórðar- sonar, og lagði fyrir hann nokkr- ar spurningar. —• Hvað veldur þessari hækk- un, Þórður? — Þar kemur tvennt til. Ann- ars vegar rekstrarhalli, sem varð á síðasta ári, og svo fyrirsjáan- leg gífurleg hækkun útgjalda á yfirstandandi ári, eða um allt að 800 þús. kr. Mestu munar þar um gjaldahækkun á sjúkrahúsum, sem er 20—25%, og svo hækkun lyfja um síðustu áramót um 20%. — Er iðgjaldið hér hærra en gerist og gengur? — Nei, víðast hvar er það 150.00 kr. á mánuði á þessu ári, og sums staðar hærra. —• Hvernig gengur svo inn- heimtan ? — í einu orði sagt ilía. Ástæð- an fyrir því er meðal annars sú, að ekki hefur verið stranglega lagagerðir (þ. e. basalt, andesít og líparít) sums staðar fyrir í sömu fjallshlíðinni. Þannig er þessu t. d. farið í Oddsskarði. I skarðsrimanum er blettað blágrýti (helluhraun), undir því koma þunn basaltlög með rauðum milli- lögum (apalhraun). Undir þeim eru ofan vegar eftir efstu beygj- una norðan í skarðinu nokkur kolsvört andesítlög, og undir þeim eru nokkur grá líparítlög". (Bls. 247). Þorleifur Einarsson hefur með samningu þessarar bókar ráðizt í mikið og vandasamt verk og leyst það af hendi með sóma. Jarðfræði hans á erindi inn á sérhvert heim!li í landinu sem lesefni fyrir unga og aldna. Ásýnd íslands er samfelld og einstök sýning á fjölbreytileika í myndun og mót- un jarðar. En sú sýning þarfnast skýringa við til að áhorfendur fái notið hennar til fulls. Þær skýr- ingar er að finna í þessari bók, og þar er einnig vísað til annarra rita og greina fyrir þá, sem lengra vilja leita. — Tími sumarleyfa og ferðalaga fer nú í hönd hjá mörgum. Ákjósanlegra vegarnesti verður vart tekið með á leiðum innanlands en Jarðfræði Þorleifs Einarssonar. — H.G. framfylgt ákvæðum tryggingar- laga um innheimtu iðgjalda og réttindi samlagsmanna. 1 ein- staka tilvikum kann að vera um fjárþröng að ræða, en lang oftast er hreinlega um að kenna trassa- skap. — Hvað fá menn svo fyrir þessi iðgjöld? — Það yrði nú langt mál að telja það upp í smáatriðum, en hið helzta er þetta: 1) Ókeypis sjúkrahúsvist, 2) Læknishjálp héraðs- eða samlagslæknis. Þó þurfa sjúklingar sjálfir að greiða 25 kr. stofugjald og 50 kr. vitj- unargjald hjá almennum læknum, 3) Læknishjálp sérfræðinga að % hlutum. 4) Þátttöku í lyfja- kostnaði að Vz eða % hlutum. Fyrir sum lyf er þó ekkert greitt af samlaginu, en einstaka að fullu. 5) Þátttöku í ýmsum sjúkrakostnaði, svo sem röntgen, hljóðbylgjum o. fl. að %. 6) Sjúkradagpeninga eftir sérstökum reglum. Þess má geta, að fyrir hvern sjúkling á sjúkrahúsi hér í bæ, á Landspítalanum og ýmsum hæl- um, greiðum við kr. 540 á dag, en á öðrum sjúkrahúsum frá kr. 750—810. Það þarf því ekki nema 2f/á—4 daga legu á sjúkrahúsi til Framh. 6 3. edðu. Hvers vegna háhfl sjúkrasamldðsgjðld ? Viildl við Nri Kr. jóhoiinsson

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.