Austurland


Austurland - 12.07.1968, Qupperneq 1

Austurland - 12.07.1968, Qupperneq 1
MALGAGN ALÞÝÐUBAHOAL&SSIMS A AUSTURIANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 12. jú'í 1968. 29. tölublað. Léleq forusta Það liefur ekki farið framhjá neinum sem fylgzt hefur með at- vinnu- og efnahagsmálum undan- farið, að forusta ríkisstjórnarinn- ar hefur verið æði gloppótt í þeim málum. í vetur taldi ríkisstjórnin t. d. nauðsynlegt að gera upptækan áætlaðan gróða sjávarútvegsins af geng'slækkuninni vegna hækk- unar á verði birgða sem til voru í landinu. Gróði þess var af rík- isstjórninni talinn að nema um 400 milljónum króna. Skömmu eft;r þessa ráðstöfun taldi ríkisstjórnin nauðsynlegt að semja um stóraukna styrki til sjávarútvegsins og var áætlað að þeir næmu varla undir 300 millj- ónum króna. Ein af ráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar á sl. vetri til stuðnings sjávarútveginum var að afla vá- tryggingarkerfi fiskiskipaflotans aukins fjár með aukinni skatt- lagningu á síldarafurðir. Nokkru síðar varð ríkisstjórn- in svo að tilkynna að hún hefði lofað stórauknum styrkjum til síldarútvegsins, bæði til síldveiði- skipa og til síldarverksmiðja. Þessar ráðstafanir og margar fle:ri af sama tagi bera þess ljós- an vott, að ríkisstjórnin hefur enga yfirsýn yfir þann vanda sem við er að fást í atvinnu- og efna- hagsmálum. Ráðstafanir hennar eru fálm- kenndar og ófullnægjandi og koma jafnan allt of seint og hreyfa sjaldnast neitt við kjarna þess vandamáls sem leysa þarf. Þau vandamál, sem sótt hafa að sjávarútveginum að undanförnu eru þess eðlis, að úr þeim verður ekki leyst með bráðabirgða kák- ráðstöfunum. Tekjur útgerðarinn- ar hafa minnkað-bæði vegna ó- hagstæðari afla og lækkandi verð- lags erlendis. Gagnráðstafanir í slíku tilfelli þurftu því að miðast við það að létta útgjöldum af út- gerðarrekstrinum. Þannig þurfti nú að lækka allt of háa stofnlánavexti. Þannig þurfti nú að lækka verulega rekstrarlánavexti og nú þurfti einnig að semja fast um lengingu á ýmsum stofnlánum sjávarút- vegsins. Nú þurfti að gjörbreyta um vá- | tryggingarkerfi fiskiskipaflotans, sem að allra dómi er orðið óheyri- lega kostnaðarsamt. Á þann hátt var hægt að stórlækka útflutn- ingsgjaldið sem nú nemur orðið árlega 3—400 milljónum króna. Nú þurfti að gera róttækar ráð- stafan'r til að gera olíudreifing- una í landinu eins ódýra og hægt er m. a. með algjörum samrekstri í olíusölunni. Nú þurfti ríkisvaldið að létta álögum í ýmsu formi af sjávar- útveginum og aðstoða við að sk'pa útflutningsmálum sjávarút- vegsins þannig, að kostnaður við afurðasöluna yrði sem minnstur og að salan erlendis gæfi sem bezta raun. Um þessi atriði hefur ríkis- stjórnin ekki viljað tala. Þess í stað hefur hún hrakizt undan vandanum og gert eitt í dag og annað á morgun, sem jafnan hef- ur leitt af sér tafir, framleiðslu- stöðvanir eða aðrar reksturstrufl- anir. Margt hefur gengið úrskeiðis hjá núverandi ríkisstjórn í at- Dagana 29.—30. júní sl. var 6. landsmót Sambands íslenzkra lúðrasveita haldið á Siglúfirði, og sóttu mótið 11 lúðrasveitir. Flest- ar lúðrasveitirnar komu til Siglu- fjarðar á föstudagskvöld. Á laugardagsmorgun var hald- in samæfing allra sveitanna í hinni stóru mjölskemmu SR og hefur samæfing aldrei verið hala- in áður í svo stóru líu'si. Kl. 14 setti formaður SlL, Stíg- ur Herlufsen, landsmótið við barnaskóiann en strax á eftir tók kynnir mótsins Júlíus Júlíusson við stjórn í stað Jóns Múla Árna- sonar, sem af óviðráðanlegum á- stæðum gat ekki komið eins og ráðgert hafði verið. Lúðrasveit Siglufjarðar lék þá eitt lag:. I vinnumálum þjóðarinnar, en þó er augljóst, að stjórnin á sjávarút- vegsmálum hefur verið aumust af öllu. Afkoma íslenzka þjóðarbúsins stendur og fellur með sjávarút- veginum. Gangi sjávarútvegurinn illa, gjalda allar aðrar atvinnu- greinar þess fyrr en varir. Það skiptir því miklu máli að vel sé stjórnað málum þessarar undirstöðuatvinnugreinar lands- manna. Fiskisk'pin þurfa að nýtast á hagkvæmastan hátt og fisk- vinnsiustöðva.rnar sömuleiðis. Þrcng og skammsýn bankapóli- tík má ekki leiða til þess að mátt dragi úr eðlilegri framleiðslu. Stjórnarstefna má heldur ekki leiða til þess að fjármagni þjóð- arinnar sé í æ ríkara mæli beint til annarra atvinnugreina en sjávarútvegs, en hann skattlagð- ur á beinan og óbeinan hátt um- fram getu. Fjölbreytni í atvinnulífi er nauðsynleg og sjálfsagt er að þjóðin reyni að tileinka sér ný framleiðslusvið, en undirstöðu efnahagslífsms má ekki vanrækja eins og nú hefur verið gert, því með því líður allt efnahagskerfi þjóðarinnar. þriðja veldi, eftir stjórnandann, Geirharð Schmidt Valtýsson. Þá hófst leikur lúðrasveitanna og léku þær í þessari röð: Lúðrasveit Akureyrar, stjórn- andi Jan Kisa; Lúðrasveit Vest- mannaeyja, stjórnandi Martin Hunger; Lúðrasveit verkalýðsins, Reykjavík, stjórnandi Ólafur Kristjánsson; Lúðrasveit Hafnar- fjarðar, stjórnandi Hans Ploder Franzson; Lúðrasveitin Svanur, Reykjavík, stjórnandi Jón Sig- urðsson; Lúðrasveit Sandgerðis og Lúðrasveit Keflavíkur, sem léku saman, stjórnandi Lárus Sveins- son; Lúðrasveit Húsavíkur, stjórnandi Reynir Jónasson; Lúðrasveit Selfoss, stjórnandi Ás- Framh. á 2. síðu. Ilm 200 manns í liro- sveit íslands D6t Iðnshóli Austnrlands verður í Heshauustað Árið 1966 voru sett ný lög um iðnfræðslu. Þar er sú höfuðregla lögfest að vera skuli einn iðn- skóli í kjördæmi hverju. Furðu lengi hefur dregizt að ráðherra menntamála tæki á- kvörðun um hvar iðnskólar skuli settir á stofn og hefur það tafið mjög fyrir því, að lögin kæmust til framkvæmda. Nú hefur ráðherra loks ákveð- ið skipan þessara mála. Sam- kvæmt þeim ákvörðunum verður iðnskóli fyrir Austurland í Nes- kaupstað. Framh. á 3. síðu. Bffijarfóðetaembstti veitt Þegar bæjarfógetaembættið í Neskaupstað var auglýst laust til umsóknar við burtför Ófeigs Ei- ríkssonar í fyrra, leit enginn lög- fræðingur við embættinu og hef- ur Þórhallur Sæmundsson, áður bæjarfógeti á Akranesi gegnt embættinu sem settur síðan, og mun gegna því til 20. ágúst. Aftur var embættið auglýst í vor og nú brá svo við, að því er blaðið hefur heyrt, að 8 lögfræð- ingar hafi viljað gerast yfirvald Norðfirðinga, svo eitthvað virðist hafa harðnað á dalnum hjá þeim einnig þarna syðra. Ekki mun enn hafa verið til- kynnt hver hnossið hlýtur, en sagt er, að embættið hafi verið veitt S'gurð| Egilssyni, lögfræð- ingi í Reykjavík. Sigurður Egilsson fæddist 1930 í Reykjavík, varð stúdent tvítug- ur að aldri og lögfræðiprófi lauk hann 1956. Héraðsdómslögmaður varð hann 1961. Hann réðist 1956 til Sjóvátryggingafélagslns og í meira en 10 ára hefur hann verið fulltrúi í sjódeild félagsins. Iffiknir ó förum Rögnvaldur Þorleifsson, yfir- læknir Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, hefur sagt starfi sínu lausu frá 10. sept. nk. — Mun hann hafa ráðizt til starfa í Reykjavík. Starfið hefur verið auglýst laust til umsóknar og er umsókn- arfrestur til 10. ágúst. Prestur til Heshaupstaóar Prestsvígsla fór fram í Skál- holtskirkju sunnudaginn 30. júní. Þá vígði biskup Islands til prests cand. theol. Tómas Sveinsson, se;m settur hefur verið prestur í Norðfjarðarprestakalii. Hinn nýi prestur Norðfirðinga er maður kornungur og lauk guð- fræðiprófi í vor. >

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.