Austurland


Austurland - 12.07.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 12.07.1968, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 12. júlí 1968. Hvaö er í fréttum? Frá Reyðarfirði Reyðarfirði, 10. júlí — HS/HG Dræm atvinna Hér er dauft yfir atvinnulífinu, eins og víða annars staðar, og áreiðanlega vá fyrir dyrum sums staðar, ef ekki rætist úr. Á næst- unni á að hefja framkvæmdir við vatnsveituna nýju. Er ætlunin að leggja nær kílómeters langa að- alæð um kauptúnið. Töluverðar framkvæmdir hafa verið við nýja íþróttavöllinn, sem er staðsettur utan við nýja barnaskólann. Framh. af 1. síðu. geir Sigurðsson; Lúðrasveit Nes- kaupstaðar, stjórnandi Haraldur Guðmundsson, og að lokum léku allar lúðrasveitirnar saman nokk- ur lög undir stjórn Geirharðs Schmidt Valtýssonar, Jan Kisa, Jóns Sigurðssonar og Karls O. Runólfssonar. Alls munu um 200 menn hafa skipað þessa Lúðrasveit Islands 1968. Um kvöldið voru allir lúðra- sveitarmenn og fylgdarlið þeirra í boði Lúðrasveitar Siglufjarðar á músíkskemmtun, sem iúðra- sveitin hélt í Nýja bíói. Þessi skemmtun vakti mikla hrifningu áheyrenda, enda gafst þarna á að hlýða ágæt sýnishorn af því, sem s'glfirzkt músíkáhuga- fólk er að fást við, og auk þess var sviðsbúnaður sérstæður og skemmtilegur. Auk Lúðrasveitar Siglufjarðar komu þarna fram: Karlakórinn Vísir undir stjórn Geirh. Schmidt Valtýssonar, kvennakór undir stjórn frú Silke Óskarsson, bland- aður kvartett, sem frægur er orð- inn fyrir ágætan söng með Vísi og nú síðast af eigin plötu, sem nýlega er komin á markaðinn, — hljómsveitin Gautar, sem lands- þekkt er orðin, frú Silke Óskars- son, söngkona, sem naut undir- leiks hljómsveitar og Jóns Heim- is Sigurbjörnssonar, flautuleik- ara, og söngtríó — þrjár ungar og efnilegar, siglfirzkar stúlkur, Anna Margrét Skarphéðinsdótt- ir, Elín Gestsdóttir og Guðný Helga Bjarnadóttir. í trompetþríleikslagi með lúðra- sveitinni léku á trompetana þeir Geirh. Schmidt Valtýsson, Hlynur Óskarsson og Sigurður Hlöðvers- son. Þá höfðu þeir Júlíus Júlíusson, Jónas Tryggvason og Baldvin Júlíusson miklum hlutverkum að gegna í þessari skemmtun og leystu þau af hendi með sóma og prýði, , . , , t. Verður hann gerður nothæfur nú í sumar, og bætir það mikið alla aðstöðu unglinga hér til íþrótta- æfinga. Sú nýlunda var upp tekin í vor á vegum hreppsins að efna til unglingavinnu, og hefur hún ver- ið mikið stunduð af unglingum 12—16 ára. Hafa þeir unnið að hreinsun gatna, lagfæringu veg- kanta, við íþróttavöllinn o. fl. Verkstjóri er Kristinn Einarsson kennari. Álögur Nýlega hefur verið lögð fram skrá um útsvör einstaklinga og Hugmyndir að efni og sviðs- , mynd áttu þeir Hafliði Guðmunds- son og Geirharður Valtýsson, og sá Hafliði einnig um málningu sviðstjaldsins. Skemmtun þessi heppnaðist mjög vel og réði þar mestu um ágæt samstarfsgleði alls hins mikla fjölda, sem að skemmtiat- riðum stóð og biður Lúðrasveit Siglufjarðar Austurland fyrir kærar þakkir til þeirra allra. Aðalfundur Sambands ísl. lúðra sveita var haldinn á sunnuaag. I sambandsstjórn voru kosnir: for- maður Reynir Guðnason, Reykja- vík, ritari Jónas Magnússon Sel- fossi og gjaldkeri Ragnar Eð- valdsson, Reykjavík. Bæjarstjórn Siglufjarðar bauð þátttakendum til kaffidrykkju að Hótel Höfn eftir hádegi. Þar á- varpaði Stefán Friðbjarnarson bæjarstjóri gestina og síðan fluttu margir ávörp og hamingju- óskir til Siglufjarðarbæjar og þakkir, og einnig var Lúðrasveit Siglufjarðar þökkuð skipulagning mótsins og henni færðar skilnað- argjafir. Að síðustu mælti Stigur Her- lufsen nokkur ávarpsorð og sagði 6. landsmóti Sambands íslenzkra lúðrasveita slitið. Veðrið var svo gott sem helzt varð á kosið föstudag og laugar- dag, og réði það mestu um hversu yfirbragð mótsins allt varð á- nægjulegt, en á sunnudag var veðri brugðið til austanáttar, kominn allhvass vindur og fór að rigna upp úr hádeginu. Almannarómur er að þetta hafi verið mjög skemmtilegt og vel heppnað mót, lúðrasveitirnar fluttu mörg og fjölbreytt verk- efni af vandvirkni og góðum leik. Formaður Lúðrasveitar Siglu- fjarðar er Hlynur Óskarsson, tón- listarkennari og í mótsstjórn auk hans voru Einar M. Albertsson og Kristján Sigtryggsson, en fram- kvæmdastjóri mótsstjórnar var Baldvin Júliusson, rafvirki. fyrirtækja á staðnum. Álögð út- svör nema um þremur milljónum og 600 þúsundum, álögð aðstöðu- gjöld um það bil 1 milljón og 300 þús., álagður fasteignaskattur nemur 47 þús. kr. Veittur var 10% afsláttur frá lögboðnum út- svarsstiga, en afsláttur í fyrra mun hafa verið 25%. 1 niðurjöfn- unarnefnd voru Asgeir Methú- salemsson, Egill Jónsson og sveit- arstjórinn Sigurjón Ólason. Nýbyggingar húsa eru vart teljandi, og segir þar til sín hin almenna atvinnu- og lánsfjár- kreppa, sem yfir dynur. Sjávarútvegur Um veiðiskap er ekki margt að segja. Eini minni báturinn, Lax- inn, sem er 9,5 lestir, í eign Hreins Péturssonar og fleiri, hóf línuveiðar héðan fyrir skömmu, en afli var sáralélegur. Báturinn fór síðan á handfæraveiðar við Langanes og er væntanlegur aft- ur í dag. Fjórir menn eru á bátn- um. — 'ímsir róa hér í fjörðinn, og virðist afli vera að glæðast. — Um hina stærri báta er þetta að segja: Snæfuglinn er sem flestir vita í síldarleit, en Gunnar er nú lo.ks væntanlegur úr mikilli við- gerð eftir áfallið í vetur. Hefur Gunnarsútgerðin orðið fyrir mikl- um skakkaföllum af völdum þessa. Báturinn missti af allri vetrarvertíð, og það sagði til sín í ólíkt minni atvinnu hér heima, og veitti þó ekki af henni. Bát- urinn mun fara til síldveiða. Stórhýsi Söltunarstöð GSR hf. og Snæ- Steinn Stefánsson, skólastjóri á Seyðisfirði varð sextugur í gær. Hann er Skaftfellingur að ætt, fæddur og upp alinn í Suðursveit, en mestan hluta ævistarfs síns hefur hann unnið á Seyðisfirði. Hér verða ekki rakin æviatriði Steins eða greint frá störfum hans í einstökum atriðum. Þeir, sem óska nánari kynna af mann- inum, eiga greiðan aðgang að upplýsingum um þau atriði. Steinn er maður félagslyndur. Jafnhliða starfi sínu hefur hann lagt fram dýrmætan skerf til fé- lagsmálastarfsemi í sinni byggð. Söngelskur er hann og hefur afl- að sér talsverðrar menntunar á því sviði. Lengi hefur hann verið driffjöðrin í söngmálum á Seyð- isfirði. Af stjórnmálum hefur Steinn haft mikil afskipti. ilann skipaði sér snemma í raðir liinna róttæku í þjóðfélagsmálum og hefur verið forustumaður sósíalista á Seyðis- firðí, átt sæti í bæjarstjórn og fugl hf. eru nú að reisa mikið stálgrindarhús á Bakkagerðiseyr- inni. Stærð þess er um 840 fer- metrar. Hugsa þessir aðilar sér þarna sína aðal miðstöð fyrir hvers kyns vinnslu sjávarafla. Er fyrirtækjunum að húsi þessu hið mesta hagræði. Kaupfélag Hér- aðsbúa, er nú teygir arma sína æ víðar, hyggst í sumar reka sölt- unarstöð á Bakkagerðiseyri, og mun Reynir Gunnarsson veita henni forstöðu. Aðrar söltunar- stöðvar munu verða þær sömu og í fyrra. Enn er allt í fullkomnu dái hjá Síldarverksmiðju ríkisins. Hér starfar nú dagheimili eins og undanfarin sumur, og er til húsa í barnaskólanum. Forstöðu- kona er Þuríður Guðlaugsdóttir fóstra. Þar munu vera að stað- aldri 25 börn. Þjóðleg íþrótt Flokkaglíma uÆgmennafélagsins Vals fór fram sl. sunnudag. Hef- ur Aðalsteinn Eiríksson bifvéla- virki, eins og undanfarna vetur, æft drengi sem fullorðna af kappi og ósérhlífni. Einar Friðbergsson bar í þetta sinn sigur úr býtum í flokki fullorðinna, Sigurður Að- alsteinsson í 1. flokki sveina, Guð- laugur Erlingsson í 2. flokki sveina og Jóhann Hlöðversson í 3. flokki. Áður hafði farið fram glímukeppni drengja 8—11 ára. Aðalsteinn mun fara með glímu- flokk í Eiða á landsmótið, og sýn- ir hópurinn þar islenzka glimu. Að lokum má geta þess, að al- menn ánægja ríkir hér yfir kjöri Kristjáns Eldjárns til forseta, enda þykjast Reyðfirðingar hafa lagt sinn skerf honum til glæsi- legs brautargengis. sem slikur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum. Steini er létt um mál og hann er ágætlega ritfær, en hefur látið Steinn Stefánsson. minna að sér kveða á ritvellinum en skyldi. Þó hefur hann ritað Framh. á 3. síðu. Um 200 manns . . . Sextugur í gœr

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.