Austurland


Austurland - 12.07.1968, Side 3

Austurland - 12.07.1968, Side 3
Neskaupstað, 12. júlí 1968. AUSTURLAND r 3 Úr bœnum Leiðrétting. I grein um Jarðfræði Þorleifs Einarssonar í síðasta blaði slædd- ist inn meinleg villa í tilvitnun úr bók Þorleifs. Þar er talað um blettað blágrýti i skarðsrimanum efst í Oddsskarði, en á auðvitað að vera beltað blágrýti. Afmæli Jón Ólafsson, verkamaður, Mið- Iðnskölinn . .. Framhald af 1. síðu. En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Hinn mikli og óskiljanlegiegi dráttur, sem varð á ákvörðun ráðherra, hefur orðið til þess, að lítið hefur verið að- hafzt til undirbúnings skólastofn- uninni. Skólanefnd hefur ekki verið skipuð og á meðan það er ekki gert, verður fátt aðhafzt í málinu. Skólanefndin skal skipuð fimm mönnum. Fjórir skulu skipaðir eftir tillögum bæjarstjórna og sýslunefnda á skólasvæðinu, en þann fimmta skipar ráðherra án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar. Verður að vænta þess, að undinn verði að því bráður bugur að koma nefndinni á laggirnar. Allur drátt- ur tefur fyrir skólastofnuninni. Eigi að hefja skólahald með eðli- legum hætti og á eðlilegum tíma með haustinu, en að því ber að stefna, verður að skipa skóla- nefndina án tafar. Hennar bíður mikið verk við stofnun og mótun skólans og við forustu um bygg- ingu skólahúsnæðis og heima- vistar. Ríkissjóður greiðir helming stofnkostnaðar iðnfræðsluskóla’ en sýslu- og sveitarfélög skóla- umdæmisins hinn helminginn, eft- ir reglum, er ráðherra setur. Ríkissjóður greiðir laun skóla- stjóra og fastra kennara og styrk til stundakennslu, en annar rekst- urskostnaður greiðist með sama hætti og stofnkostnaður. Austfirðingar þurfa að vinna ötullega að því að koma þessum skóla á fót og gera hann þannig úr garði, að hann nái tilgangi sínum til fulls. stræti 14 varð 65 ára 8. júlí. Hann fæddist á Setbergi í Vopna- firði. Hann hefur lengi átt heima hér. Hjörleifur Brynjólfsson, Mið- stræti 25 varð 80 ára 9. júlí. Hann fædd’st á Starmýri í Álfta- firði, en hefur átt hér heima síð- an 1950. Sigríður Sigurðardóttir, hús- móðir, Strandgötu 11, varð 65 ára í gær, 11. júlí. Hún fæddist á Krossi í Mjóafirði, en hefur átt hér heima síðan 1906. Helga Guðmundsson, húsmóðir, Egilsbraut 5 er 50 ára í dag, 12. júlí. Hún fæddist í Klakksvík í Færeyjum, en hefur verið hér bú- sett síðan 1948. Happdrætti SÍBS. 1 7. flokki komu upp þessi númer í umboðinu hér: 17656 kr. 10.000.00 3578 — 1.500.00 6502 — 1.500.00 6512 — 1.500.00 13322 — 1.500.00 20321 — 1.500.00 24386 — 1.500.00 52861 — 1.500.00 55809 — 1.500.00 63105 — 1.500.00 63185 — 1.500.00 Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT Sextugur... Framh. af 2. síðu. ýmislegt um áhugamál sín, m. a. í þetta blað um ýms málefni Seyðfirðinga. Kona Steins var Arnþrúður Ingólfsdóttir, en hún lézt 1964. Steinn hefði átt það skilið, að um hann hefði verið birt hér í blaðinu ýtarleg afmælisgrein, þar sem rakin hefðu verið störf hans að margvíslegum félagsmálum og fleiru. En það verður að bíða þar til hann kemst á enn virðulegri aldur. Með þessum fátæklegu orðum vill Austurland óska Steini til hamingju með afmælið og flytja honum þakkir austfirzkra sósíal- ista og Alþýðubandalagsmanna fyrir áratuga langt samstarf að sameiginlegum hugsjónarmálum. A^A^^^^^AAAA^A^A^/VWVWV/W>/WV'^W\/W\A/\A/\AA/\/V>/\AAA/\A/WW\/»A/VAAAA^AA^^/\A^/V^A*^ Áðvörun ; Miklu af allskonar varningi, nothæfum og ónothæfum, hef- ; ur verið ekið á Bakkabakkana og látinn þar á víð og dreif ; meðfram veginum og víðar. Er þetta til mikilla lýta og óþrifa. Eigendur þessa varnings eru beðnir að hirða hann þegar í : stað. Að öðrum kosti verður hann fjarlægður, því brennt, sem : brunnið getur, en öðru fleygt í sjóinn, án þess að þeim, sem fyrir tjóni kunna að verða, verði greiddar bætur. Bæjarstjórlnn í Neskaupstað. —-----nrrrivifíanftfwnfirr aaea——iihi iiHi Eiilsbúð LEYNIÞJÓNUSTAN H.A.R.M. Spennandi litmynd frá Universal. — Islenzkur texti. Bönn- uð börnum innan 14 ára. — Sýnd föstudag kl. 9. DRACULA Mynd þessi styðzt við hina hrollvekjandi draugasögu Makt myrkranna, sem kom út á íslenzku fyrir allmörgum árum. — Bönnuð börnum innan 14 ára. — Islenzkur texti. — Sýnd laugardag kl. 9. ANGÉLIQUE OG KÓNGURINN Frönsk stómynd byggð á heimsfrægri skáldsögu eftir Serge og Anne Golon, sem komið hefur út í íslenzkri þýðingu í Vik- unni. — Islenzkur texti. — Bönnuð börnum innan 12 ára. — Sýnd sunnudag kl. 9. ^aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa>AAAA/W\AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/ DÚN afrafmagnar gerfiþræði ALLABÚÐ Londnóm plnntnn... Framh. af 4. síðu. ulskerjunum nýju í Breiðamerk- urjökli er að finna framhald á þeirri landnámssÖgu gróðursins, sem hófst víða á íslandi er fimb- ■ ulvetri ísaldarinnar síðustu tók að linna. Og hver veit nema Esju- fjöll séu einn af þeim reitum, sem buðu jökulfarginu byrginn og varðveittu í skjóli sínu harðgerð- ari hluta þeirrar flóru, sem nú klæðir landið. >>»<^V^A/^AAAAAAA/V — H. G.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.