Austurland


Austurland - 12.07.1968, Qupperneq 4

Austurland - 12.07.1968, Qupperneq 4
4 AUSTURLAND' Neskaupstað, 12. júlí 1968. Athygiisverðar rannsóknir: Landiidm plantna ií jöWerjuni Sem kunnugt er fór loftslag hérlendis hlýnandi á fyrri hluta þessarar aldar, ekki sízt á tíma- bilinu 1930—60, sem oft er borið saman við næstu 30 árin á undan, er reyndust kaldari, svo ekki sé talað um síðasta fjórðung 19. aldar. Á þessu hlýviðrisskeiði hafa jöklar minnkað verulega og þynnzt, þannig að mikil lands- svæði eru nú auð, sem áður voru jökli hulin, og ný auð svæöi eða jökuJskeT, eins og þau oftast eru kölluð, hafa skotið upp kollinum inn á ísbreiðum jöklanna. Óvíða kemur þetta undanhald jöklanna skýrar í ljós en hjá Breiðamerkurjökli. Skömmu eft- ir aldamótin síðustu átti hann að- eins ófarna um 200 metra til sjáv- ar, en hefur síðan hörfað um ekki minna en 1250 metra. Jafn- framt hefur jökullinn grynnkað verulega og ný jökulsker mynd- azt. Ef við erum stödd á Breiða- merkursandi og lítum til norðurs, sjáum við stór og smá íslaus svæð', þar á meðal fjöll sem gnæfa við himin langt inni á jök- ulbreiðunni, og suður af þeim urðarrana, sem teygjast allt að jökulbrúninni. Stærst jökulskerj- anna eru Esjufjöfl, nú 18 km frá næsta jökuljaðri, og 5 kílómetr- um suðvestur frá þeim sést hamraveggur Mávab.vggða. Bæði þessi svæði hafa verið íslaus um la-ngan tíma, og Esjufjöll staðið upp úr hjarnbreiðunni a. m. k. frá lokum ísaldar fyrir 10 þúsund árum, en nú rísa þau um 500 metra yfir hjarnið, og er hæsti t'ndur þeirra 1640 metra yfir sjó. Þessi fornu jökulsker voru með öllu ókönnuð fram á þessa öld, og um þau gengu ýmsar kynja- sögur. Aðeins var vitað um mannaferðir þangað í þrjú skipti fyrir 1900 með nokkurri vissu, og þekking manna á þeim hélzt sára- lítil, unz bræðurnir á Kvískerj- um í Öræfum, sem landskunnir eru fyrir náttúrurannsóknir sín- ar, tóku að leggja þangað leið sína. Fyrstu ferðina fóru þeir 1933, aðra áratug síðar, og þá þriðju 1950 og könnuðu þá nokk- uð gróður og dýralíf í fjöllunum. Meðal annars fundu þeir 79 teg- undir æðri plantna í Esjufjöllum, en greinar um ferðir þeirra birt- ust í Náttúrufræðingnum árið 1951. Frásagnir þeirra af þessum ferðum vöktu mikla athygli og beindu augum sérfræðinga að jökulskerjunum í Breiðamerkur- jökli, en ný sker bættust þar við á þessum árum. Árið 1940 tóku þeir Kvískerja- bræður eftir auðum bletti, sem nýkominn var upp úr jökli um 4 km sttður ai' Ésjufjöilum. Kölluðu þeir hann Kárasker og fóru þangað í könnunarleiðangra 1957 og 1958. Fundu þeir þar 33 teg- undir æðri plantna og nokkrar mosategundir, en niðurstöður at- hugananna birtu þeir í tímaritinu Jökli 1958. Með þessum ferðum sínum og margvíslegum öðrum rannsóknum hafa þeir Björnssyn- ir frá Kvískerjum unnið merkt brautryðjendastarf, sem er gott dæmi um, hverju áhugasamir leikmenn geta áorkað á sviði náttúrufræða, þótt ekki séu lang- skólagengnir. En eftir 1950 hefur sérfræðingur einnig komið til skjalanna, svo sem nú skal greint frá. Það mun hafa verið sumarið 1961, að Eyþór Einarsson grasa- fræðing-ur fór í fyrsta sinn til jök- ulskerjanna í Breiðamerkurjökli, og var Hálfdán Björnsson frá Kvískerjum leiðsögumaður. Rák- ust þeir þá á nokkurra fermetra stórt íslaust svæði um 2 km suð- vestur af Káraskeri, og var það gróðurlaust með öllu. Gaf Eyþór því nafnið Bræðrasker. Hér var komið óvenjulegt og kærkomið tækifæri til athugana á því, hvernig gróður nemur land á jök- ulskeri, og það tækifæri lét Ey- þór ekki úr greipum sér ganga, enda reyndist skerið svo vinsam- legt að stækka en ekki minnka, og var árið 1966 orðið 150 metra á breidd og 200 metra á lengd. Hæð þess yfir sjó er 680—740 metrar. Hefur Eyþór undanfarin sumur stundað skipulegar rann- sóknir á landnámi plantna á Bræðraskeri, en jafnframt fylgzt með gróðurbreytingum á Kára- skeri og kannað ýtarlega há- plöntugróður í Esjufjöllum. Birt- ist eftir hann greln með helztu niðurstöðuin þessara rannsókna i danska tímaritinu Naturens verd- en, apríl hefti 1968, og eru þær hinar athyglisverðustu. Hér verð- ur rúmsins vegna aðeins stiklað á nokkrum atriðum, sem fram koma í þessari grein. Er komið var í Bræðrasker sumar'ð 1963, tveimur árum eft- ir að það myndaðist, fannst þar aðeins ein grastegund, þ. e. ló- gresi, og 3 mosategundir. Sumar- ið 1965 hafði tegundum blóm- plantna fjölgað í 15 og mosateg- undum í 9. Gróður var mjög gis- inn, en sveifgrös mest áberand'. Sumarið 1967 höfðu alls fundizt 23 tegundir háplantna í Bræðra- skeri, en gróður var enn mjög strjáll, og engin aðlögun að stað- háttum sýnileg. Utbreiðsla mosa hafði aukizt, en engar fléttur eða sveppir höfðu þá fundizt. Þúfu- steinbrjótur var orðin algengasta plantan, en næst honum komu grösin. Bræðrasker verður 7 ára á þessu sumri, og eflaust heldur Eyþór áfram að fylgjast með við- gangi þess. Kárasker liggur í 580—760 metra hæð og er nú senn tvítugt að aldri. Sækir gróðurinn þar eitthvað á með hverju ári, ekki sízt mosar. 1 fyrra höfðu þar alls fundizt 46 tegundir háplantna, yfir 50 tegundir mosa, ein svepp- tegund og í fyrrasumar fundust þar í fyrsta sinn tvær fléttuteg- undir, sem hægt var að ákvarða. Andstætt því sem margir halda, eru fléttur seinar til að nema land á jökulruðningi, en hann þekur yfirborðið á báðum þessum skerjum. Gróður hefur þegar lag- að sig nokkuð að aðstæðum í Káraskeri, — er mjög strjáll áveðurs, en þekur allt að 80% af yfirborði á skjólsælum stöðum. Grastegundir eru þarna mest áberandi ásamt lækjafræhyrnu. Að lokum er að gela Esjufjalla. Þar hafa fundizt 96 tegundir haplantna, og er það ótrúlega mik:ð miðað við hæð, Stærð1 og legu fjallanna. Gróðurinn er að vísu víða gisinn og hvergi alveg' samfelldur. Hér er að finna allar þær tegundir, sem borizt hafa til Bræðraskers og Káraskers, þótt ekki þurfi þær að vera þang- að komnar frá Esjufjölium. Grös- in eru hér engan veginn eins á- berandi og á ruðningi nýju jökul- skerjanna og aðrar tegundir ríkj- andi. Á skjólsælum stöðum mót suðvestri er sums staðar vöxtu- legur blómgróður, t. d. nær brennisóley allt að 50 cm hæð og hvönn 1 metra. í Esjufjöllum vaxa 24 tegundir blómplantna of- an við 1150 metra hæð, þar á meðal eyrarós, sem annars finnst vart nema á láglendi hérlendis. Þennan vöxtulega blómgróður Esjufjalla skýrir Eyþór m. a. með þeirri algjöru friðun fyrir sauð- fjárbeit, sem fjöllin hafa notið um aldir, en einn;g má telja víst, að hitastig þar og á öðrum jökul- skerjum í sunnanverðum Vatna- jökli sé tiltölulega hærra en ann- ars staðar gerist til fjalla hér- lendis, en veðurathuganir vantar til að staðfesta það. Athugan:r Eyþórs á jökulskerj- unum sýna m. a. þetta: Plöntur berast tiltölulega auðveldlega til nýrra íslausra svæða í jöklum, þótt nokkrir kílómetrar skilji þau frá næstu gróðurlendum. Líkleg- ast er, að fræ flestra háplantn- anna og jafnvel heilar plöntur berist fyrir vindi eftir ísþekjunni, þótt eitthvað af fræjum kunni og að flytjast með fuglum. Grasteg- Eyþór Einarsson grasafræðingur. undir eru fyrstar á vettvang og mosar fylgja á hæla þeirra. Sveppir og fléttur berast hins vegar mun síðar til jökulskerj- anna. I fyrstu er úbreiðsla plantna á skerjunum sjálfum hreinni tilviljun háð, og fyrst að mörgum árum liðnum fara mis- jöfn vaxtarskilyrði að setja mark sitt á gróðurfarið. Myndun varan- legra gróðurlenda tekur enn lengri tíma, kannski aldir. Margar fleiri ályktanir mætti eflaust draga af þessum rann- sóknum Eyþórs Einarssonar, en athugunum hans mun raunar hvergi nærri lokið. Þarna á jök- Framh. & 3. siðu. Við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Til vinstri á myndinni er Hálfdán Björnsson'frá Kvískerjum, einn þeirra náttúrufróðu bræðra, sem fyrstir rannsökuðu jökulskerin í Breiðamerkurjökli. Við hlið hans stendur Helgi Hallgrímsson grasafræðingur og safnvörður á Akureyri. Öræfajökull í baksýn. — Ljósm. H. G.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.