Austurland


Austurland - 19.07.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 19.07.1968, Blaðsíða 1
Austurland WAUIABN ALÞÝÐUBANDALflGSINS Á AUSTURLANDI 18. árgangur. i Neskaupstað, 19. júlí 1968. 30. tölub’að. Glffsilegt B. landsmót Ungmennafélags íslands d iiim m síðustn helgi ÖÍA vorð nr. I í röí 15 sambanda oð heildarstigatölu, en vor III. sœti ó loujorvotni 1965 - Athyglisverður orongnr íjmsum íþróttogreinum Landsmótið á Eiðum var haldið um síðustu helgi. Veðrið, sem framkvæmd svona móts veltur svo geysilega mikið á, brást ekki að þessu sinni, þótt útlitið væri síður en svo gott um miðja vik- una á undan. Fyrri hluta laugar- dagsins var það eins gott og á verður kosið og síðari hluta sunnudagsins var skínandi bjart sólskin, sem gaf mótinu glæsilegt yfirbragð, þegar mannfjöldinn var mestur —• um 7000 manns — og gleymdist þá, að hafgolan var allt annað en hlý. Síðari hluta laugardags kom ofurlítiil regn- skúr, sem batt rykið á vegum og gangbrautum, og yfir sunnudags- morgninum grúfði allmikil þoka, sem létti þó, er nær dró hádegi. Sólin brauzt svo fram, þegar mest á reið, eftir hádegi. Undirbúningurinn Undirbúningur svona móts er óhemjulegt verk, sem falinn var sérstakri landsmótsnefnd, er einn- ig sá um framkvæmd mótsins. Langsamlega mest hvíldi þetta starf á herðum tveggja manna: Birni Magnússyni á Eiðum, for- manni nefndarinnar, og Jóni Ól- Nól og myndir: 11. afssyni á Eskifirði, varaformanni hennar, er gegndi formannsstörf- um um skeið í vetur í fjarveru Björns. Þyngstu byrðina bar auðvitað Björn Magnússon, en hann var ráðinn framkvæmda- stjóri undirbúningsins, er hann tók aftur til starfa í nefndinni síðari hluta vetrar. Þegar litið er til baka og horft á þann sigur fyrir austfirzkt framtak, sem mótið varð, þá á Björn Magnús- son mestar þakkir skildar — að öðrum mönnum ólostuðum. Þremur vikum fyrir mótið var útlit svo dökkt með allan gróður hér á Héraði og mikið kal í aðal- vellinum á Eiðum, að mönnum datt í hug að fá mótinu frestað um eitt ár. Eftir vandlega íhugun komst þó landsmótsnefnd að þeirri niðurstöðu, að ekki skyldi hvikað frá þeirri ákvörðun að halda mótið. Veðurguðirnir hafa sýnilega verið þeirri ákvörðun fylgjandi. Eftir þetta var af full- um krafti gengið að gerð þeirra mannvirkja, sem sérstaklega þurfti að gera fyrir mótið. Mannvirkjagerðin Þetta voru margvísleg mann- virki: Sundlaug með kynditækj- um, tveir dans- og sýningarpall- ar, 400 og 200 fermetra að stærð, brýr yfir Eiðalækinn, rafmagns- og hátalarakerfi um völlinn, ýms- ir söluskúrar og þularskúr, skreyting á aðalvelli með trjá- gróðri, fánastengur, afmörkun bílastæða og tjaldstæða, vatns- og hreinlætisaðstaða og ótal margt fleira, þótt hér sé ei talið. Með geysiiegu átaki fjölda sjálfboðaliða tókst að ljúka þess- um framkvæmdum fyrir tiltekinn tima kl. 9 að morgni laugardags- ins 13. júlí. Það er að vísu svo, að lengi má pússa upp á og vissu- lega hefði sitthvað mátt betur gera, en slíkt voru smámunir bor- ið saman við allt hitt, sem gert var og gerði kleift að halda mót- ið snurðulítið. Starfslið I Við framkvæmd móts sem þessa þarf geysilegan fjölda starfsfólks, bæði við keppnis- greinar, skemmtiatriði, margs konar sölu og við mötuneyti starfsfólksins. Á þessu Eiðamóti skiptu starfsmenn hundruðum og var það í fyrsta lagi fólk frá hin- um ýmsu sambandsfélögum UÍA, en einnig fjöldi fólks, sem stóð utan við öll félög, en vildi gera sitt til þess að gera sóma Aust- urlands sem mestan. Allt á fólk Framh. á 2. síðu. Augnlœknir Bergsveinn Ólafsson, augnlækn- ir, hefur nú hafið sínar árlegu augnlækningaferðir um Austur- land. Hefur hann þegar verið á Djúpavogi og lýkur í dag dvöl sinni á Höfn í Hornafirði, en á morgun verður hann í Breiðdal. Síðan verða ferðir hans sem hér segir: Fáskrúðsfjörður 21.—23. júlí Reyðarfjörður 24. júlí Eskifjörður 25.—26. júlí Neskaupstaður 27.—29. júlí Seyðisfjörður 30.—31. júlí Borgarfjörður 1. ágúst Egilsstaðir 2.—5. ágúst Vopnafjörður 8.—9. ágúst. Týnt umýerðarmerhi 1 vor var farin mikil herferð til þess að bæta umferðarmenning- una í landinu. Þessi herferð, sem farin var í sambandi við umferða- breytinguna, hefur vissulega bor- ið mikinn árangur. Eitt af því, sem áherzla var lögð á, var að fjölga umferðar- merkjum til þess að vara vegfar- endur við hættum og þeim til leiðbeiningar. En sums staðar er þó um alvarlega vanrækslu að ræða. Þar sem vegurinn liggur upp úr Eskifjarðarkauptúni áleiðis til Norðfjarðar var lengi skilti, sem vísaði veginn til Norðfjarðar. Fyrir nokkrum árum eyðilagðist þetta skilt', en hefur ekki verið endurnýjað. Ókunnugum, er ætla til Norðfjarðar verður því oft leit að veginum þangað. Sem dæmi um óþægindin, sem af þessu stafa, má nefna, að í fyrra óku þrír bílar hlaðnir tunnum gegnum allt Eskifjarðarþorp í leit að veginum til Norðfjarðar. Vegagerðin ætti að sjá sóma sinn í því að láta án tafar setja upp skilti, sem merkir veginn frá Eskifirði til Norðfjarðar. Settur í embætti Á sunnudaginn setur prófast- urinn í Suður-Múlasýslu, séra Trausti Pétursson hinn nývígða Norðfjarðarprest, séra Tómas Sveinsson, í embætti við guðs- þjónustu í Norðfjarðarkirkju. Séra Tómas prédikar. Séð yfir mótssvæðið. Á miðri mnid er stóri pallurinn, uml'lotinu vatni, en hann vakti mikla athygli á þessum stað.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.