Austurland


Austurland - 19.07.1968, Blaðsíða 3

Austurland - 19.07.1968, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 19. júlí 1968. AUSTURLAND 3 Glffiilejt landsmót Framh. af 2. síðu. sjálf kl. 9 með því, að dregnir voru að hún fánar Norðurland- anna sex og til hægri við þá stór íslenzkur fáni, hinn stærsti, er dreginn var að hún á mótinu. Fánana drógu upp unglingar frá Seyðisfirði undir stjórn Þorvalds Jóhannssonar íþróttakennara. Kristján Ingólfsson form. UÍA bauð nú þátttakendur velkomna með örfáum orðum, en að því búnu setti séra Eiríkur J. Eiríks- son sambandsstjóri Umf. í. mót- ið með stuttri ræðu, þar sem hann m. a. bauð velkominn heiðurs- gest mótsins, Bjarna M. Gíslason rúhöfund, er staddur er nú hér á landi í boði Umf. í. Að lokinni setningu gekk fram Stefán Jasonarson í Vorsabæ í Flóa, formaður landsmótsnefnd- arinnar á Laugarvatni, og afhenti bláhvíta fánann, merki Umf. í., Birni Magnússyni, formanni lands- mótsnefndar Eiðamótsins, sem dró hann að hún á fánastöng, sem var niðri á vellinum. Var þetta gjöf frá Skarphéð'ni og svo til ætlazt, að hann gangi frá einu landsmóti til annars. Með þessu var lokið setningar- athöfninni. Gengu flokkarnir því næst út af vellinum og keppni hófst í hinum ýmsu greinum. Stóð hún allan daginn til kvölds. Keppni í starfsíþróttum hafði þó hafizt strax á föstudagskvöld. Kl. 20 á laugardagskvöld var kvöldvaka á stóra pallinum. Þar lék Lúðrasveitin, Ómar frá Eski- firði lé'ku, Þórarinn Þórarinsson skólastjóri á Eiðum flutti ræðu og þjóðlagatríó frá Fáskrúðsfirði söng. Frá kl. 22—24 var svo dansað á báðum pöllunum: Papar frá Fáskrúðsfirði léku á stóra pallinum, en Tríó Þorvalds Guð- mundssonar frá Selfossi lék gömlu dansana við mikinn fögnuð á litla pallinum. 1 Valaskjálf á Egilstöðum léku Ómar frá Eski- firði þetta kvöld fyrir fullu húsi. í næsta blaði verður sagt frá því sem gerðist á landsmótinu á sunnudeginum 14. júlí. lír bcenum Afmæii Guðmundur Magnússon frá Vinaminni er 75 ára í dag — 19. júlí. Hann fæddist í Sandvíkur- seli í Norðfjarðarhreppi, en hefur átt hér heima síðan 1910. Andlát Jóhann Magnússon, fyrrverandi skipstjóri, Egilsbraut 8, andaðist á sjúkrahúsinu hér í bæ miðviku- daginn 17. júlí. Hann fæddist á Eyri í Seyðisfirði vestra 19. júní 1887, en bjó hér frá 1913. Le'.ðréttlng. í gre'in um landnám plantna á jökulskerjum, sem birtist í síð- asta tölublaði, nær fimmfaldaðist fjöldi mosategunda í Káraskeri. í greininni stendur, að þar hafi fundizt yfir 50 tegundir mosa, en á að réttu að vera yfir 10 tegnnd- ir. Minn) ngargjöf. Kvennadeild Slysavarnarfélags- ins í Neskaupstað hefur borizt gjöf að upphæð 10.000.00 kr. til minn'ngar um Kristínu Magnús- dóttur hjúkrunarkonu, fyrrver- andi formann deildarinnar, sem lézt í marz sl. Gefendur eru fjög- ur systkini hennar, Gunnar, Jóhanna, Þuriður og Hólmfríður, öll búsett á Dalvík. Gjöfin var afhent á 75 ára afmælisdegi Kristínar 11 júlí sl. Kvennadeild- in færir þeim systkinum alúðar- þakkir fyrir veglega gjöf. VoiHiivlli í eyðr I sumar flytur bóndinn á Kirkjubóli í Vaðlavík að Hólmum, hinu fornfræga prestsetri Reyð- firðinga og eru þá allir bæir í víkinni komnir í eyði. iUSTURLAND Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT iAAA/W*>\AA/W^/WW'/W'A^AA/WA/\AA/VNA/WWWV\/VNA^/W\/VAA/\/WN^»\/\AA/W\/WWVAAA/VSA/WWV\AA' tmaaá Egihbúð MORÐGÁTAN HRÆÐILEGA Mjög vel gerð hörkuspennandi ensk sakamálamynd í litum um ævintýri Sherlock Holmes. — Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd föstudag kl. 9 í síðasta sinn. MEISTARASKYTTAN Spennandi amerísk cinemascope-litkvikmynd með Rod Cam- eron. — Sýnd laugardag kl. 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. HJÁLP! Með The Beatles. Sýnd á barnasýningu á sunnudag kl. 5. í síðasta sinn. LÆÐURNAR Afburða vel gerð og leikin sænsk mynd eftir samnefndu leikriti Walentin Chorells, er sýnt var í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum. — Sýnd sunnudag kl. 9. — Bönnnð börnum innan 16 ára. DÚN gerir tauið mjúkt og létt. ALLABÚÐ Manntalsþing 1968 Hið árlega manntalsþing Neskaupstaðar verður haldið í skrifstofu embættisins, Miðstræti 18, miðvikudaginn 31. júlí 1968 og hefst klukkan 14. Á manntalsþinginu verða tekin fyr.'r þessi mál: 1. Lögð fram þinggjaldabók, þ. e. skrá um þinggjöld í Nes- kaupstað árið 1968 (tekju- og eignarskatt, námsbókagjöld, almannatryggingaiðgjöld, atvinnuleysistryggingaiðgjöld, sóknargjöld, kirkjugarðsgjöld, launaskatt, Iðnlánasjóðs- gjald og iðnaðargjald). Verður þinggjöldum veitt mót- taka. samkvæmt bókinni. 2. Önnur mál og fyrirspurnir, sem samkvæmt lögum og venju ber að taka fyrir á manntalsþingum. Bæjarfógetinn í Neskaupstað 16. júlí 1968. Þórhallur Sæmundsson — settur — *WAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/WWW\AAAAAAAAAAAAAAAAAAA/W\AAAAAAAAA/WWV\AA/VWW ^V^/WW\A/WVWV\^W/VW\A/WV\A/WWWWW\AA/WWWV<AAAAAAAAAA/W\A/V\AAAAAA/WV»AAA^ SlTRÓNUR KAUPFÉLAGIÐ FRAM Hús til sölu Cm Ffi encun hif Einbýlishús til sölu við Urðarteig 23. riu nuyoyii iii* Upplýsingar í síma 174, Neskaupstað. Áætlunarferðir Neskaupstaður-—-Reykjavík: Mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og laugardaga. Þökkum öllum þeim sem voru okkur hjálplegir í að gera Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum heimsókn færeyska íþróttafólksins jafn glæsilega og raun bar Ferð verður á þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum ef næg þátt- ! vitni. taka fæst. Farið frá Neskaupstað fimmtudaginn 1. ágúst kl. 6 Sérstalega viljum við þakka þeim húsmæðrum, sem opnuðu síðdegis. Frá Vestmannaeyjum má.nudaginn 5. ágúst kl. 11 heimili sín fyrir hinum færeysku gestum. f. h. — Verð fram og til baka aðeins kr. 2.500.00, Látið skrá ykkur í síma 263, Neskaupstað. Stjórn Þróttar. FLUGSÝN IIF. Wy>^wwvvwvwwwwwvvwvwwwwwwwvvvvwwwwwvwwwwwvwvwwvw r^vv'/WWWWWVWWWVWWWWWWWWWWWWWWWWWVWVW\í

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.