Austurland


Austurland - 19.07.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 19.07.1968, Blaðsíða 4
4 ’ r AUSTURLAND Neskaupstað, 19. júlí 1968. 13. landsmót UMFI Heildarstig héraðssambanda og félaga, er þátt tóku í mótinu: Stig 1. Héraðssambandið Skarphéðinn 256.5 2. Héraðssamband Þingeyinga 154.5 3. Ungmennasamband Kjalarnesþings 115.5 4. Héraðssamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu 86.0 5. Ungmenna- og íþróttásamband Austurlands 75.5 6. Ungmennafélag Keflavíkur 70.0 7. Ungmennasamband Skagafjarðar 67.0 8. Ungmennasamband Eyjafjarðar 60.0 9. Ungmennasamband Borgarfjarðar 28.0 10. Ungmennafélagið Skipaskagi, Akranesi 17.0 11. Ungmennasamband Austur-Húnavatnssýslu 10.0 12. Ungmennasamband Norður Þingeyinga 5.0 13. Héraðssamband Strandamanna 3.0 14. Ungmennasamband Vestur-Húnavatnssýslu 2.0 15. Ungmennasambandið Úlfljótur, A-Skaftafellssýslu 1.0 Úrslt í knattleikjum: Handknattleikur stúlkna: 1. UÍA 14 stig (markahlutfall 10-6) 2. UMSK 11 stig (markahlutfall 8-7) 3. UMSS 7 stig (markahlutfall 6-11) Knattspyrna: 1. UMSS 14 stig 2. HSÞ 11 stig 3. UMSB 7 stig Körfuknattleikur: 1. HSK 14 stig 2. UMSK 11 stig 3. UMSB 7 stig E nstaklingar, sem kepptu fyrir UlA og stig hlutu á mótinu: Prjálsar íþrótt'ir: 400 m hlaup: Nr. 4 Guðmundur Hallgrímsson, Le;kni, 54,5 sek. 1500 m hlaup: Nr. 2 Örn Agnarsson, Þrótti, 4.19.5 mín. 5000 m h!aup: Nr. 2 Þórir Bjarnason, Umf. Stöðf. 16.20.6 mín. Spjótkast: Nr. 2 Björn Bjarnason, Umf. Eg- ill rauði 47.49 m. 1000 m 'boðhlaup: Nr. 5 sveit UÍA 2.16.2 mín. Sund: 4x50 m boðsund karla: Nr. 4 sveit UlA 2.15.0 mín. 100 m skriðsund kvenna: Nr. 5 Birna Hilmarsdóttir, Þrótti 1.26.7 mín. Starfsíþréttir: Þríþraut kvenna: Nr. 1 Guðrún Sigurðardóttir, Umf. Hróar 142 stig. Lagt á borð og blómaskreyting: Nr. 4 Guðrún Sigurðardóttir Umf. Hróar 54.5 stig. G róðursetning trjápla ntna: Nr. 1 Gunnlaugur Sigurösson, Umf. Viðar 98.5 stig. 2—3 Hlynur Halldórsson, Umf. Höttur 96.5 stig. Fiskmóttaka Mikil fiskgengd hefur verið í sumar við Norður- og Austur- land. En fiskurtnn hefur verið smár og dýr í vinnslu. Mikið af smáfiskinum hefur verið heilfryst fyrir Rússlands- markað. Til Sovétríkjanna hafa verið seld 5000 tonn af slíkum fiski. Er nú lokið við að fram- leiða það magn og hafa bankarn- ir stöðvað lánveitingar til frekari framleiðslu á heilfrystum fiski og stöðvast þá sú framleiðsla af sjálfu sér, þótt einhverjir hefðu viljað halda áfram í þeirri von, að markaður opnaðist. Smæsti fiskurinn er svo óhagstæður í flökun, að sú verkunaraðferð kemur naumast til greina. Einhver von er um viðbótar- sölu á heilfrystum smáfiski til Sovétríkjanna, en í svipinn eru horfur á, að fryst;húsin almennt taki ekki við smáfiski. Hafa þau sum a. m. k. sett ákvæði um lág- marksstærð á þeim fiski, sem þau taka á móti. Stjórn Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað hefur ákveðið, að fisk- vinnslustöð fyrirtækisins taki fyrst um sinn ekki fisk, sem er undir 57 sentimetrum að lengd. Það ástand, sem skapazt hefur vegna sölutregðu á smáfiski, veldur fiskimönnum og frystihús- um miklum erfiðleikum og getur vel leitt til alvarlegs samdráttar í atvinnu. Vonandi tekst að selja meira Athugasemd Vegna furðulegs misskilning er ég hef orðið var við, hvað snertir fréttapistil minn í Austurlandi sl. föstudag, vil ég taka skýrt fram: 1. Með orðalaginu að Kaupfé- lag Héraðsbúa teygi arma sína æ víðar, er vitanlega átt við verzlun þess á Borgarfirði og Seyðisfirði og fæ ég ekki séð neitt móðgunarvert í orðalaginu. 2. Ég sem aðrir Alþýðubanda- lagsmenn hér á staðnum, erum það miklir samvinnumenn, að við gleðjumst yfir hverju heilbrigðu framtaki kaupfélaganna, hvort sem það er sildarsöltun eða eitt- hvað annað. Með þökk fyrir birtinguna Helgi Seljan. Línubeitning: Nr. 6 Guðjón Björnsson, Umf. Austri 133.0 stig. Netalinýt ng: Nr. 1 Jón Bjarnason, Þrótti 94.0 stig. Nr. 2—3 Haukur Þorvaldsson, Austri 89.0 stig. Nr. 4 Guðjón Björnsson, Austri 83.0 stig. takmörkuð magn af heilfrystum smáfiski til Sovétríkjanna hið bráðasta, svo létta megi af þeim hömlum, sem nú hafa verið settar um móttöku á smáfiski. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna heldur um miðja næstu viku fund um þá erfiðleika, sem steðja að frystiiðnaðinum, vegna mikils verðfalls á freðfiski og af öðrum ástæðum. Mannaskipti hjá Síldar- vinnslunni Hermann Lárusson, sem frá 1960 hefur verið framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar hf, sagði starfi sínu lausu í byrjun þessa árs og lét af störfum hjá fyrir- tækinu fyrir nokkrum dögum. Ekki hefur enn verið ráðinn maður í starf Hermanns, en til bráðabirgða gegnir því Olafur Gunnarsson, tæknifræðingur, sem nýlega hefur verið ráðinn tækni- legur framkvæmdastjóri fyrir- tækisins alls (síldarverksmiðju, fiskvinnslustöðvar, útgerðar, síld- arverkunarstöðvar). Stjórn félagsins hafði látið fara fram sérfræðilega athugun á rekstri fyrirtækisins með það fyrir augum að auka á hag- kvæmni í stjórnun þess. Með ráðningu hins tæknilega fram- kvæmdastjóra leitast stjórnin við að færa stjórn fyrirtækisins í það horf, sem sérfræðingarnir leggja til. Þá sagði Jóhannes Stefánsson í ársbyrjun lausu starfi sínu sem framkvæmdastjóri fiskvinnsiu- stöðvarinnar og söltunarstöðvar- innar og er ráðningatimi hans úti. Enn hefur ekki verið ráðið í þessi störf, og mun Jóhannes gegna þeim á.fram um skeið, unz ráðinn hefur verið framkvæmda- stjóri. Jóhannes verður áfram fram- kvæmdastjóri Samvinnufélags út- gerðarmanna og Olíusamlegs út- vegsmanna. Landsmótið í hnotskurn Veðrið: Eins gott og hægt var við að búast. Mannfjöldi: 7000 manns allir taldir. Keppendafjöldi: Hinn mésti, er verið hefur á nokkru lands- móti, um 400. Starfsmannafjöldi: Um 600 við undirbúning og framkvæmd. Glæsilegasta atriði: Fylkingar þátttakendanna og ganga þeirra við setningu mótsins. Æsilegasta atriði: Einvígi Þóris og Skarphéðinsmannsins í 5000 m hlaupi. Stoltast fyrir Austfirðinga: Hópsýning fimleikafólksins frá Neskaupstað og Seyðisfirði. Gleðilegást fyrir Austfirðinga: Sókn UÍA úr 11. sæti á Laug- arvatni í 5. sæti á Eiðum. Nýstárlegas^ta atriði: Sögusýning Kristjáns Ingólfssonar ,,Að Krakalæk". Bezía ejnstakhMgsaf'rek karla: Þrístökk Karls Stefánssonar (UMSK) frá Kirkjubæ í Hróarstungu 14,93 m — 893 stig. Bezta einstaklingsafrek kvenna: Hástökk ínu Þorsteinsdóttur (UMSK) 1.44 m — 768 stig. Óvæntast: Ótrúlega góður árangur í ýmsum íþróttagreinum á hinum kalna íþróttavelli. Fegnasti maður að mótinu ioknu: Björn Magnússon, form. landsmótsnefndar. Hvað 13. landsmótið táknar: Sigur austfirzks framtaks og sókn austfirzkrar íþróttaæsku.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.