Austurland


Austurland - 26.07.1968, Side 1

Austurland - 26.07.1968, Side 1
MÁLGAGN ALÞYÐUBANÐALAGSÍNS A AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 26. júlí 1963. 31. tölublað. Kreppudstand ríkir í atvinnn- h vii- Gjörbreyting á stjórnarsteínunni tijóðarnauðsyn Virði menn fyrir sér þjóðarbú- skap Islendinga á þessum áratug, hlýtur sú staðreynd að vera hverjum manni Ijós, að lengst af hefur ríkt eindæma góðæri. Afla- brögð hafa verið meiri en dæmi eru til áður og verð á útfluttum sjávarafurðum hátt og hækkandi. 1 landinu hefur því ríkt almenn velmegun. Þó eru til þýðingar- miklar atvinnugreinar, sem átt hafa erfitt uppdráttar og farið hnignandi. Landbúnaðurinn hefur barizt í bökkum í ýmsum lands- hlutum m. a. vegna óhagstæðrar veðráttu, og iðnaðinum hefur leg- ið við hruni, vegna heimskulegrar verzlunarstefnu. Ríkisstjórnin og málpípur henn- ar hafa viljað þakka stjórnar- stefnunni — viðreisninni — vel- gengnina. I því felst, að það hafi verið viðreisninni að þakka hve vel hefur aflazt, hve verðlag á útflutningsvörum okkar hefur verið hátt og svo framvegis. Gum- að var af gildum gjaldeyrisvara- sjóðum og satt er það, að þjóðinni tókst að afla mun meira en stjórnarvöldunum tókst að eyða, þótt allar gáttir væru opnaðar fyrir óþörfum sem þörfum inn- flutningi. Og svo vel tókst ríkis- stjórninni að telja landsmönnum trú um að velgengnin væri stjórn- arstefnunni að þakka, a G þeir vottuðu henni traust í þingkosn- ingunum í fyrra. En nú hafa orðið snögg veðra- brigði. Þegar á árinu 1966 bentu ýms sólarmerki t;l þess, að ekki væri alveg víst, að góðærið yrði eilíft. Þó tókst ríkisstjórninni að draga hulu yfir ýmsar óþægilegar stað- reyndir fram yfir kosn;ngar, en þegar þær voru lukkulega um garð gengnar, var tjaldið dregið frá og raunveruleikinn blasti við. Velgengnisvíman _var á enda. Og það alvarlegasta var, að mark- aðsverð á ýinsum þýðingarmestu útflutningsvörum landsmanna hafði fallið svo um munaði. En menn hugguðu sig við það, að þetta væri tímabundið verðfall og að verðið mundi skjótt hækka að nýju. En þetta reyndust því mið- ur tálvonir. Verðið hélt áfram að lækka, einkum á bræðslusíldaraf- urðum, á árinu 1967 og á þessu ári hefur verð á síldarlýsi haldið áfram að falla. Og hér við bætist, að nú hefur verð á freðfiski fall- ið stórlega og erfiðleikar eru á sölu Saltfisks. Og nú er farið að tala um, að verðfallið sé varan- iegt. Það er því ekki bjart í álinn fyrir þjóðarbúskapinn. Gjaldeyr- isvarasjóðurinn er að tæmast, ekki eru horfur á teljandi síldveiði fyrr en undir haust og fram- leiðsluvörurnar seljast ekki. En ríkisstjórnin aðhefzt fátt annað en að boða nýja styrki og að leggja á nýja skatta til þess að standa straum af þeim styrkjum. En hún þrjóskast við að setja skynsamlegar reglur um innflutn- inginn og virðist starfa eftir kenningunni: Flýtur á meðan ekki sekkur. Ríkisstjórnin þakkaði sér vel- gengni uppgripaáranna. E;gi að skrifa þá velgengni á reikning viðrsisnarinnar, ber einnig að skrifa á þann reikning aflabrest- inn, verðfallið hafísinn og aðra óáran. En hvorutveggja er jafn fráleitt. En samt ber að sakfella stjórn- arstefnuna fyrir hvernig komið er. Ef þjóðarbúið hefði verið rek- ið af skynsamlegu viti, væri ekki komið sem komið er. Ef fylgt hefði verið heilbrigðri stjórnar- stefnu, værum við nú undir það búnir, ís!end;ngar, að mæta að- steðjandi erfiðleikum. En spila- borg viðreisnarinnar hlaut að falla við minnsta andblæ. Ekki er rétt að gera lít;ð úr þeim vanda sem þjóðinni er nú á höndum í efnahagsmálunum. Þeim vanda þarf að mæta með réttum ráðstöfunum, en það verð- ur ekki gert fyrr en horfið hefur verið frá ríkjandi stjórnarstefnu. 1 stað hennar þarf að taka upp þjóðlega stefnu, sem kemur at- vinnulífinu á lieilbrigðan grund- völl og losar atvinnuvegina úr þeirri áþján, sem þeir nú eru í. Það þarf að losa þá við afæturn- ar, vaxtaokrið og önnur viðreisn- arfyrirbrigði. En enginn treystir núverandi ríkisstjórn til að gera það sem gera þarf. Hún starfar á allt öðr- um grundvelli og stefnir að því, að aðlaga viðskipta- og atvínnu- líf okkar erlendum markaðsbanda- lögum, svo við getum orðið þar hlutgengir. Það er þjóðarnauðsyn, að rík- isstjórnin fari frá og að efnt verði til nýrra kosninga, sem ef til vill gætu leitt t;l þeirra breyt- inga, sem lífsnauðsynlegar eru. Margt bendir til þess, að stjórnar- flokkarnir njóti nú ekki lengur trausts þjóðarinnar, en hvað sem því líður á ríkisstjórnin, vegna gjörbreyttra aðstæðna og gjald- þrots stjórnarstefnunnar, að leita eftir traustsyfirlýsingu hjá þjóð- inni. Við skulum ekki gera lítið úr þeim vanda, sem þjóðin nú er í. Þeim vanda verður að mæta með raunsæi og markvissum ráðstöf- unum. í landinu er raunverulega Síldveiðin Enn heldur síldin s;g lengst norður í Dumbshafi, enn lengra en í fyrra og munu um 1.000 míl- ur frá miðunum til Islandsstranda. Þátttaka í veiðunum er enn lít- il og afli fremur lítill. Þó hafa flutningaskip;n þrjú ekki undan, vegna langrar siglingar, og eru nú nokkur skip á landleið, þ. á. m. Birtingur, sem er með 240 tonn og verður það fyrsta síldin, sem til Neskaupstaðar berst á þessu sumri. Aflahæsti bátur, sem um er vitað, er Bjartur með talsvert á annað þúsund tonn. Nokkrir bátar, þ. á. m. þrír Eskifjarðarbátar, eru á síldveið- um í Norðursjó og selja afiann ísvarinn í Þýzkalandi. Afli hefur ekki verið mikill, en markaður góður og stöðugur. Börkur, sem verið hefur á trolli og aflað dá- vel, mun nú halda á þessi mið. Almennt mun ekki gert ráð fyrir að síldin nálgist íslandsmið fyrr en í haust. Valtýr Þorsteinsson hefur tek- ið á leigu skip til að flytja salt- síld til Raufarhafnar og er síldin söltuð um borð. Hefur þegar ver- ið losaður á Raufarhöfn einn farmur, nær 4000 tunnur, sem þegar verða fluttar til Finnlands. Síldarútvegsnefnd hefur tekið á leigu tvö skip sem tuka við sait- aðri síld á miðunum. Nokkrir bátar flytja saltsíld í land og er Hafdís frá Breiðdals- vík nú á leið þangað með saltsíld- arfarm. lír bcenum Aímæli Sigurbergur Bergsvei'nsson, fyrrverandi skipstjóri, Strand- götu 22, varð 65 ára 22. júlí. Hann fæddist í Mjóafirði, en hef- ur átt hér heima síðan 1914. Stefanía Stefánsdóttir, verka- kona, Miðstræti 1, várð 75 ára 23. júlí. Hún fæddist í Seldal í Norð- fjarðarhreppi, en fluttist hingað 1920. FVamh. á 3. síðu. Hópganga íþróttatólks við setningu 13. landsmóts UMKl á Eiðuin. Lúðrasveít Neskaupstaðar í fararbroddi. — Sjá frásögn á 4. s:ðu.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.