Austurland


Austurland - 26.07.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 26.07.1968, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND' Neskaupstað, 26. júlí 198$. ,,Austurland“ sneri sér til sex manna, sem voru á landsmótinu á Eiðum um daginn, og bað þá um að svara tveimur eftirfarandí spurningum: 1. Hvað fannst þér um lands- mótið ? 2. Hvaða þýðingu heldur þú, að landsmótið hafi fyrir aust- firzkt íþróttalíf? Fjórir þessara manna eru for- ustumenn í sveitarstjórnarmálum hér í fjórðungnum, en tveir eru Austfirðingar, sem fluttir eru til Reykjavíkur, en voru á Eiðum báða mótsdagana frá upphafi til enda. Allir þessir sex menn voru á sinni tíð virkir íþróttamenn hér í fjórðungnum og forustumenn íþrótta- og æskulýðsmála og tveir þeirra meðal fræknustu keppenda, sem Austfirðingar hafa teflt fram á íþróttavelli. Það er því fróðlegt að heyra álit þeirra á þessum mikla íþrótta- og menningarvið- burði, sem Eiðalandsmótið var. Jóhannes Stefánsson, forseti bæjarstjórnar Neskaup- staðar: 1. Ég var mjög ánægður með landsmótið og naut vel allra þeirra skemmtiatriða og íþrótta, sem ég sá. Tók ég sérstaklega eftir því, að fólkið hlustaði og fylgdist vel með því, sem fram fór á sviðinu, sem einkar smekk- lega var fyrir komið í lægð og umflotið vatni. Mér hefur aldrei fund’zt umhverfið jafnfagurt og tilvalið til svona móts. Til móts- ins var vandað og greinilegt, að Austfirðingar geta verið stoltir af því, hve bjartsýnir þeir voru að taka að sér landsmótið og leggja til fjölda ágætra skemmtíkrafta. Mér fannst einna mest koma til fornmannasýningarinnar „Að Krakalæk". Var landslagið tilval- ið til slíkrar sýningar. Það var mjög ánægjulegt, hve lítil ölvun var sjálfa mótsdagana. 2. Ég sótti landsmótið á Hvann- eyrj 1943 og £>á var maður stolt- ur af því að vera Austfirðingur, því að UÍA var þá í fyrsta sæti. Eftir aldarfjórðung stóð okkar íþróttafólk sig vel, þrátt fyrir mikla lægð í íþróttalífinu, en grósku í atvinnulífinu. Ég tel, að landsmótið hafi mjög örvandi á- hrif á austfirzkt íþróttalíf, ef of mikil vinna og sífellt brauðstrit truflar ekki. Tómas Árnason, hæstaTéttar- lögmaður og varaþingmaður Austurlands: 1. Samkoman var myndarleg og fór hið bezta fram. íþróttakeppn- in var skemmtileg og tvísýn í mörgum greinum. Álít ég, að mótið í heild hafi verið Austfirð- ingum til sóma, ekki sízt hátíðar- dagskráin, sem var ágæt. 2. Því er ekki að neita, að hlut- ur Austfirðinga var minni en skyldi í íþróttakeppninni og segi ég það, þótt þeir yrðu í 6. sæti í frjálsíþróttakeppninni og í 5. sæti í öllum greinum af 15 aðilum. Mótið hefur án efa haft örvandi áhrif á unga menn og konur til aukinnar þátttöku í íþróttum. Ég er sannfærður um, að hinn mikli mannfjöldi, sem sótti mótið, hef- ur smitazt af íþróttafólkinu og mótið gæti valdið nokkrum straumhvörfum í íþróttalífi Aust- urlands. Hrólfur Ingólfsson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði: 1. Landsmót UMFÍ á Eiðum tókst frábærlega vel og var öllum til sóma, sem að því stóðu, og þúsundum mótsgesta til óbland- innar ánægju. 2. Að undanskilinni fimleika- sýningunni, sem er mér minnis- stæðasta atriði mótsins, fannst mér þátttaka Austfirðinga of lítil í íþróttunum. Hins vegar er ég ekki í vafa um, að landsmótið muni glæða svo íþróttaáhuga austfirzkrar æsku, að þáttur hennar í íjaróttum á næsta lands- móti verði stærri og meiri en hann var nú. Að lokum vil ég þakka forráða- mönnum UÍA og öllum öðrum, sem á einn eða annan hátt stuðl- uðu að því, að það tókst að halda þetta glæsilega landsmót á Aust- urlandi. Þórarinn Þórarinsson, fyrr\r. skólastjóri a Eiðum: 1. Mikil og ánægjuleg „þjóðhá- tíð“. Þar virtist allt hjálpast að: Undirbúningurinn, aðstaðan, í- þróttafólkið, skemmtiaðilarnir, skemmtiatriðin, hátíðargestirnir og veðrið. 2. Því er ekki við bjargandi, ef þetta mót verður ekki öflug lyftistöng, ekki aðeins undir í- þróttalífið, heldur og allt félags- starf til mennmgarauka í fjórð- ungnum. Þorleifur Jónsson, sveitar- stjóri á Eskifirði: 1. Ég átti þess ekki kost að sækja mótið fyrr en síðasta dag þess, en sá dagur varð mér sann- kallaður hátíðisdagur, sem ég mun lengi minnast. Allt, sem fram fór að Eiðum þennan hátíð- isdag, ræðuhöld, söngur, fim- leikasýning, íþróttakeppni, glímu- sýning, þjóðdansar og sögusýning — allt þetta fór fram að mínum dómi í sönnum ungmennafélags- anda, sem gerði mig, gamlan ung- mennafélagann, ungan í annað sinn. Það var aðeins eitt, sem ég var ekki allskostar ánægður með, en það var kappglíman, Hún hefði mátt vera ofboðlítið fegurri. — Hinn geysifjölmenni áhorfenda- skari setti líka sinn svip á þenn- an hátíðisdag með háttvísi og prúðmennsku í hvívetna. Loks má ekki gleyma Lúðrasveit Neskaup- staðar, sem undir ágætri stjórn Haralds Guðmundssonar, jók drjúgum á hátíðarskap mótsgesta með frábærum leik sínum. Segja má, að menn og mold á Austurlandi hafi á þessu vori ver- ið óvenju illa undan vetri gengin. Þess vegna þurfti til þess mikið og samstillt átak, mikinn mann- dóm og mikla fórnfýsi að koma þessu Eiðalandsmóti á og það með þeim glæsibrag, sem raun gaf vitni um. — Allir þeir mörgu aðilar, sem sneru saman bökum við undirbúning og stjórn þessa vel heppnaða landsmóts, eiga miklar þakkir skildar fyrir sitt mikla starf. 2. Ég tel að mótið eigi eftir að hafa mikil og varanleg áhrif á íþróttaæskuna hér á Austur- landi og verða raunar ungum og gömlum Austfirðingum hin mesta hvatnig til aukinna og skipulegra átaka í íþrótta- og uppeldismálum fjórðungsins yfirleitt. Guðmunilur Magnússon, odd- viti Egilsstaðahrepps: Ekkert hefur meir tekið hugi Héraðsbúa á þessu vori og sumri en landsmótið að Eiðum, sem nú er nýafstaðið og nefnir maður þá ekki hafís og harðindi. Þegar skrifa skal stutta grein um landsmótið ber sérstaklega að þakka landsmótsnefnd þá bjart- sýni að leggja í slíkt fyrirtæki á þeim stutta tíma, sem veðurguð- irnir úthlutuðu henni. Ef menn tóku tal saman á förnum vegi dagana fyrir lands- mótið, var þetta ætíð umræðu- efnið. Heldurðu að takist að Framh. á 3. síðy.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.