Austurland


Austurland - 26.07.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 26.07.1968, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND' Neskaupstað, 26. júlí 1963. » B. landsmót DNFI ni hdmorhi d sunnudag med hdtíð- ardagshrd tg hópsýiingu 100 austfirzkra unglinga » Dapurlegt veðurútlilt á sunnudagsmorgun Meðan þokan grúfði yfir Eið'a- stað á sunnudagsmorgun, voru Norðurlandafánarnir og stóri ís- lenzki fáninn ásamt þeim blá- hvíta niðri á vellinum dregnir að hún kl. 9 og keppni í íþróttum gat hafizt á ný. En Lúðrasveit Neskaupstaðar hafði þá þegar leikið fjöruga marsa í hálftíma á stóra pallinum og blásið hrollinn úr þeim mótsgestum, sem vaknað- ir voru og enn voru dreifðir vítt um völlu. Iþróttakeppnin hélt nú áfram hvíldarlítið til hádegis, en kl. 13.30 hófst hátíðardagskrá, sem átti eftir að standa samfellt til kl. 17.30, eða mun lengur en auglýst hafði verið í dagskrá mótsins. Björn Magnússon, formaður landsmótsnefndar, stjórnaði dag- skránni og flutti stutt ávarp, en hún hófst á guðsþjónustu, þar sem séra Einar Þorsteinsson á Eiðum prédikaði. Lúðrasveit Nes- kaupstaðar lék svo nokkur lög. Síðan kynnti séra Eiríkur J. Ei- 1 ríksson, sambandsstjóri UMFÍ, heiðursgest mótsins, Bjarna M. Gíslason, rithöfund. Flutti þá Bjarni aðalræðu dagsms, sem snerist að mestu um þróun hand- ritamálsins í Danmörku. Var frá- sögn hans mjög fróðleg og eftir hana gerði ég mér fyrst ljóst í alvöru, að handritamálið hefði aldrei unn'zt, nema fyrir það, að dönsku lýðháskólakennararnir, sem Bjarni sjálfur liafði einmitt átt mestan þátt í að vekja í mál- inu, tóku þá afstöðu og stungu upp á því að gefa Islendinguni handritin. Á öðrum grundvelli hefðu þau aldrei komizt heim. Á eftir ræðu Bjarna kom eitt þeirra atriða, sem verður mönn- um hvað minnisstæðast frá mót- inu: Þjóðdansasýning 50 barna og unglinga frá Eskifirði undir stjórn frú Elínar Óskarsdóttur. Var þetta mjög glæsilegur þátt- ur, sem vakti mikla hrifningu á- horfenda. Lúðrasveit Neskaup- staðar lék undir og er mér sér- staklega eftirminnilegur marsinn, sem leikinn var í upphafi, er flokkurinn gekk inn á sviðið og nokkrum sinnum um það í alls kyns uppstillingum. Að því búnu sungu tveir kórar: Samkór Neskaupstaðar undir stjórn Jóns Mýrdals og Karlakór Fljótsdalshéraðs undir stjórn Svavars Björnssonar. Um sönginn get ég ekki dæmt, því að ég var þá fjarverandi. Sama er að segja um giímusýningu undir stjórn Aðalsteins Eiríkssonar á Reyðar- 1 firði, sem á mikinn heiður skilinn fyrir að hafa endurvakið íslenzku glímuna hér fyrir austan. Nú var komið að lokaþætti há- tíðardagskrárinnar og því atriði, sem einna mest eftirvænting var við bundin: Sögusýningunni „Að Krakalæk“ eftir Kristján Ingólfs- son, formann UÍA. Efnið mun nú svo kunnugt orðið, bæði þeim, sem á horfðu, og svo úr útvarps- þætti Stefáns Jónssonar í sl. viku, að það verður ei rakið hér. En Leikfélag Neskaupstaðar flutti leikinn af verulegum myndarskap og tiiþrifum. Það var mikil skrautsýning, er fornkappar þess- :r gengu í fylkingu inn á sviðið í litklæðum og undir alvæpni, en Uni danski kom síðan þeysandi á hesti til þings. Þessi þáttur var í senn nýstár- legur og tdkomumikill og heyrt hef ég ýmsa telja hann einn af allra minnisstæðustu atburðum 13. landsmótsins. Með því fram- taki að semja þátt þennan og vinna að því að koma honum á svið, bætti Kristján Ingólfsson drjúgum þumlungi við fátæklegan skerf Austfirðinga til leikbók- mennta, en Leikfélag Neskaup- staðar til leikmenntar almennt. Sögusýningin var menn'ngarat- riði í háum flokki, sem stækkaði landsmótið. Því miður hafði teygzt um of úr hátíð'ardagskránni, svo að hefja varð spennandi úrslitaleik i knattspyrnu milli HSÞ og UMSS rétt við hliðina á stóra pallinum. Kom þetta hreyfingu á áhorfend- ur og dreifði illu heilli athygl- inni frá sögusýningunni í seinnl hluta hennar. Hópsýningbi Að lokinni hátíðardagskránni á stóra pallinum hófst nú þáttur, sem eiginlega heyrði henni til, en varð að fara fram á aðalle;kvang- inum: Fimleikahöpsýning 100 unglinga frá Seyðisfirði og Nes- kaupstað undir stjórn íþrótta- kennaranna Þorvalds Jóhannsson- ar og Þóris Sigurbjörnssonar. Þusti nú mannfjöldinn upp á völl og fyllti að mestu áhorfendastall- ana austan við hann, enda þótt margir væru enn að horfa á úr- slitaleikinn í knattspyrnu. Það var mjög falleg sjón að sjá, þegar börnin og unglingarnir gengu inn á völlinn undir leik lúðrasveitarinnar og stilltu upp í fagurlega gert munstur á vellin- um. Þetta var það atriði mótsins, sem mér finnst Austfirðingar megi vera stoltastir af: Að hægt skuli vera að setja á svið slíka sýningu í okkar fámenna og strjálbýla landshluta og það á tímum, þegar íþróttalíf hefur ver- ið niðri í öldudal. Þeir Þorvaldur og Þórir eiga sérstakar þakkir skildar fyrir hlut sinn í þessari sýningu. Hún varð öll með sönn- um glæsibrag og ég trúi því, að fá afrek, sem unnin voru á þessu móti, muni betur stuðla að skiln- ingi á gildi íþrótta fyrir uppeldi og menningu. Ég tel, að fylgja verði1 þess- um sigri eít'r með því, að efna ekki sjaldnar en annað hvert ár til svona hópsýning- ar í sambandi við íþróttamót Austurlands. Slíkt myndi stuðla að því að lyfta af þeim mótum drunganum og deyfð- inn,i, sem yfir þeim hefur hvílt lengi, og vekja á þeim almennan áhuga. Á þessu móti þarf einnig að vera hægt að liafa úrslitaleiki í bolta- keppni eins og knattspyrnu og handbolta í stað þests að hakla sérmót með úrsTJtum fyrir hverja grein. Það þarf að safna þessu öllu saman í eina veglega í])róttahátíð, sem haldin er ár hvert: Iþróttamct Austunlands. Þvi fjölbreyttari keppni, þe4m mun meirj almennur áhugi. Og a'mennur áhugi hvetur svo íþróttafrikið til dáða. — Þessari uppástungu cr hér með bfcint til forráðamanna UlA. Hópsýningin vakti ákaflega al- menna hrifningu og ætlaði lófa- taki þúsundanna seint að linna, er hinn fríði hópur gekk út af vellinum. Lok keppninnar Lokaþáttur mótsins var eft;r: Úrslit í 100 m hlaupi, sem Gyð- mundur Jónsson úr HSK vann á 12,0 sek., ótrúlega góðum tíma í sterkum mótvindi á grasbraut, og Frároh. á 3. síðu. Hópsýning 100 ungliuga frá Neskaupstað og Seyðisfirði undir stjórri Þorvalds Jóhannsson- ar, Seyðisf'rði, og Þóris Sigurbjörnssonar, Neskaupstað, var eitt glæsilegasta atriði inótsins. ijér s^iást imglingaruii' ganga imi á völliini,

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.