Austurland


Austurland - 02.08.1968, Qupperneq 1

Austurland - 02.08.1968, Qupperneq 1
TURLAND MÁLGAGN ALÞÝÐU BANDALAGSINS Á AUSTURUNDI 18. árgangnr. Neskaupstað, 2. ágúst 1968. 32. tölublað. Viðskiptastefnfl ríkisstjórnarinnir htfur leitt þjóðina í ógöngur Nokkru eftir að styrjöldinni lauk, tókust veruleg viðskipti milli Islendinga og Sovétríkjanna og annarra sósíalistískra ríkja í Austur-Evrópu. Viðskipti þessi fóru fram á vöruskiptagrundvelli og ráð fyrir því gert, að viðskipt- in yrðu jöfn á báðar hliðar. Eink- um hljóp vöxtur í þessi viðskipti árið 1952. Þá höfðu íslendingar fært landhelg'slínuna út um eina sjómílu, úr þrem í fjórar. Bretar tóku það mjög óstinnt upp og settu löndunarbann á íslenzk skip í Bretlandi. Með því átti að kúga íslendinga til þess að falla frá ákvörðun sinni, svo brezkir togarar gætu haldið áfram að skafa smábátamiðin upp í lands- steina. Og lítill efi er á því, að Bretar hefðu náð tilgangi sínum, ef þá hefði ekki verið samið við Sovétríkin um sölu á miklu magni af hraðfrystum fiski þangað. Vegna þeirra samninga tókst ís- lenzku dvergþjóðinni að sigrast á brezka risanum. Og í kjölfar samninganna var frystiiðnaðurinn í landinu stóraukinn. Og aftur 1958, þegar landhelgin var færð í 12 mílur, voru það viðskiptin við Sovétríkin, sem gerðu okkur fært að bjóða Bretum, gráum fyrir járnum, birginn. Þessir viðskiptasamningar hata jafnan verið sár þyrnir í holdi svokallaðra innflytjenda. Þeir hafa jafnan krafizt þess, að þeir fengju til frjálsrar ráðstöfunar þann gjaldeyri, sem íslenzk al- þýða til lands og sjávar aflaði. Þegar viðreisnarstjórnin tók við völdunum, var kjörorðið um frjálsa verzlun letrað gullnum stöfum efst á gunnfána hennar. Draga skyldi, svo sem framast var u'nnt, úr vöruskiptaverzlun- inni og heildsölum fenginn gjald- eyririnn til frjálsrar meðferðar, eins og þeir höfðu krafizt. Tilgangur stjórnarinnar með hinni breyttu viðskiptastefnu var ekki sá einn, að_ gera heildsölun- um til geðs. Megintilgangurinn var að breyta viðskiptaháttum landsins svo, að íslendingar gætu orðið hlutgengir aðilar að hinum stóru markaðsbandalögum. Þessi stefna hefur reynzt mjög háskaleg. Útflutningur okkar til Austur-Evrópu hefur dregizt stór- lega saman og er það bein af- leiðing viðskiptastefnu viðreisnar- stjórnarinnar. Við höfum í æ rík- ari mæli mátt sæta þeim kjörum, sem í boði eru á fallvöltum mark- aði hins „frjálsa heims“. Og nú er svo komið, að allt virðist vera að sigla í strand. Verð á fram- leiðsluvörum okkar fellur, afurðir okkar seljast ekki og við verðum að takmarka framleiðsluna. Sjálf- sagt er að játa, að hér kemur fleira til en vitlaus stjórnarstefna. Aðrar þjóðir hafa stóraukið fram- leiðslu sína á fiskafurðum, en það gerði vitanlega þörf okkar fyrir að halda þeirri aðstöðu, sem við höfðum unnið, enn brýnni. Þess í stað var meginkapp lagt- á það að láta hana af hendi. Einnig hefði þurft að gera stórátak til þess að ryðja íslenzkum fiskafurð- um brautir inn á nýja markaði. Það hefur verið vanrækt og lítið gert í þá átt. I þeim efnum er alltaf sargað á sömu miðum, þótt sífellt sé þar minna og minna að hafa. Ljóst dæmi um það hvert við- skiptastefna ríkisstjórnarinnar leiðir er það, að í fyrra voru keyptar til íslands vörur fyrir 267 millj. kr. frá Japan. Á sama tíma seldum við vörur fyrir rúma milljón til Japans. Ætli það hefði ekki verið gáfulegra að beina a. m. k. nokkrum hluta þessara við- skipta eitthvað annað og koma um leið út einhverjum tonnum af íslenzkum fiski í stað þess að greiða innflutninginn með bein- hörðum dollurum. Engin ástæða er til þess að gera sér vonir um breytta stefnu í ut- anríkisverzluninni á meðan nú- verandi stjórn er við völd. Rót- tæk breyting til samræmis við hagsmuni þjóðarinnar verður ekki, nema að völdum setjist rík- isstjórn, sem hefur þveröfuga stefnu við viðreisnarstefnuna í viðskiptamálum. Þó er svo að sjá, sem ofurlítil glæta sé nú að brjótast í gegnum viðre:snarmyrkrið, sem liggur að sálarglugga ríkisstjórnarinnar. 1 sumar fór viðskiptamálaráð- herra og ráðuneytisstjóri hans til Moskvu til að tryggja að viðskípti ídands við Sovétríkin yrðu áfram á vöruskiptagrundvelli. Viðskiptamálaráðherra lét mjög vel af ferð sinni og taldi hana hafa orðið árangursríka. Heim kominn lét hann hafa eftir sér: „Það, sem einkum hefur verið ríkisstjórninni áhyggjuefni væri eftirfarandi: 1. Þess gætti nú í vaxandi mæli að Sovétríkin óskuðu breytinga á formi viðskiptasamninga sinna við önnur ríki. Viðskipti okkar við Sovétrkín hafa verið á jafnkeyp- isgrundvelli, þ. e. fastir kvótar og fastir vörulistar, en Sovétrík- in hafa í vaxandi mæli sótzt eftir að farið yrði inn á frjálsgjaldeyr- isgrundvöll. Það yrði hinsvegar ó- hagstætt fyrir Island og íslenzk- an útflutning sérstaklega, því ís- lendingar gætu ekki gefið olíuna frjálsa og viðskiptin á jafnkeyp- isgrundvelli hafa verið okkur mjög hagstæð... í fyrsta lagi reyndust Sovét- menn fúsir til að viðhalda sama formi á viðskiptasamningunum við ísland og verið hefur, þ. e. vöruskiptaforminu . ..“ Ekki verður annað séð, en að megin erindi Gylfa á fund Moskvumanna hafi verið að biðja þá að taka ekki upp frjálsgjald- eyrisfyrirkomulag í viðskiptum við Island, biðja þá um að halda áfram hinni fordæmdu vöruskipta- verzlun og á ráðherrann vart nógu sterk orð til að lýsa ágaet- um hennar fyrir Islendinga. Og ráðherrann telur það sérstakan sigur, að honum tókst að koma í veg fyrir að viðreisnarstefnan næði fram að ganga í viðskiptun^ um við Sovétríkin. Moskvuför Gylfa, eða öllu held- ur tilgangur fararinnar,, er.enn Framh. á 2. síðu. Tekinn vií störfum I gær tók hinn nýkjörni forseti, dr. Kristján Eldjárn, við embætti sínu sem forseti Islands. Sldttur hafinn í Ntröfiröi Nú er sláttur víðast hafinn í Norðfirði. Miðað við þær horfur, sem voru á grassprettu í vor og fyrri hluta sumars, má segja, að furðanlega hafi rætzt úr og eru nú heyskaparhorfur ekki sem verstar ef þessi góða tíð heldur áfram. Síðustu tvær vikur hefur grasvexti farið mjög mikið fram. Hefur bændum að vísu þótt súrt að geta ekki bafið sláttinn fyrr, þar sem þurrkar hafa verið ó- venju góðir nú um langt skeið. Sökum kuldanna og rigninganna í vor, var seint borið á tún víðast hvar, en vegna þess hve gras- spretta byrjaði seint í sumar hef- ur sprottið betur á þeim túnum, sem seinast var borið á. Tún eru víða mikið kalin. en misjafnt er það þó á bæjum. Horfur eru á því að heyfengur verði ekki lakari en í fyrra ef nýting heyja verður góð. Ef til vill eru þó verri horfur á ein- staka bæ vegna kalskemmdanna. Laust prestakall Seyðisfjarðarprestakall hefur verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 15. ágúst. Drukknun Aðfaranótt sl. föstudags drukknaði Róbert Ásgeirsson, Djúpavogi, tæplega 19 ára háseti á Sæfaxa II, við bryggju í Nes- kaupstað. Undanfarnar vikur hefur tíðar- far verið mjög gott á Austurlandi, sólríkt, stillur og hlýindi. Hey- skaparhorfur hafa því batnað mikið og er spretta sums staðar orðin góð þar sem ekki hefur kalið.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.