Austurland


Austurland - 02.08.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 02.08.1968, Blaðsíða 4
4 '~">r AUSTURLAND Neskaupstað, 2. ágúst 1968. Hvað er í fréttum? son og 1. vélstjóri Ástvaldur Ara- son. Skipið fer nú á síldveiðar. Frá Seyðisfirði Seyðisfjörður, 1. ág. — GS/RS Rækjuveiðar gætu orðið arðvæn,Ieg atvinnugrei'n Undanfarið hefur verið mikill áhugi fyrir því að kannað yrði til hlítar hvort til væru rækjumið fyrir Austfjörðum. Dr. Finn De- vold, norski fiskifræðingurinn, sem undanfarin ár hefur stjórnað síldarrannsóknum Norðmanna, hefur margoft látið það uppi, að út af Austfjörðum væru mjög góð rækjumið, einkum í Seyðisfjarð- ardýpi. Þetta hefur lítið verið kannað, utan smá tilrauna ein- stakra manna með ófullkomin veiðarfæri. Fyrir um það bil sex árum var Ingvar Hallgrímsson, fiskifræð- ingur á yfirlitsferð kringum land- ið við fiskirannsóknir á mb. Auð- birni og mun þá hafa kannað Þetta lítillega. Eftir því, sem ég bezt veit, mun hann ' hafa ýtt undir þessar hugmyndir, ásamt Unni Skúladóttur, fiskifræðingi. Nú hefur Hafrannsóknarstofn- unin ákveðið að gera ýtarlegar rannsóknir á þessum hugmynd- um. Hefur stofnunin tekið á leigu 20 lesta bát, Þórveigu ÍS 222 til þessara rannsókna. Skip- stjóri og eigandi bátsins er Bald- ur Sigurbaldursson frá Isafirði, er stundað hefur rækjuveiðar fyr- ir Vestfjörðum undanfarin ár. Með honum eru tveir skipverjar. Eftir sögn skipstjórans er bát- urinn búinn beztu fáanlegum rækjubotnvörpum, sem hann hef- ur unnið við að betrumbæta og telur sig geta togað á 160 faðma dýpi við sæmileg skilyrði. Prá Hafrannsóknarstofnuninni stjórnar rannsóknunum Hrafn- kell Eiríksson, fiskifræðingur og með honum á bátnum er einn að- stoðarmaður. Áætlað er, að í þessari rann- sóknarferð, sem nú er hafin og mun taka um tvær vikur, verði aðallega kannað svæðið út af Seyðisfirði, suður eftir út af Reyðarfirði og þeir firðir báðir. Hrafnkell Eiríksson kom til Seyðisfjarðar í fyrrakvöld og strax í gærmorgun hófust rann- sóknir og veiðitilraunir í Seyðis- firði. i | Tekin voru 5 „höl“ á firðinum. 1 fyrsta halinu festist varpaz. í gömlum sæsímastreng, í öðru hal- inu innarlega í firðinum rékkst ekkert, í þriðja hali út af Brim- nesi á 50 til 70 faðma dýpi feng- ust 250—300 kg. af rækju. Síð- an var togað til baka og sunnar, fengust þá 80 kg. í hali. Þá var togað á grynnra vatni, 30—40 föðmum norður eftir á miðjan Loðmundarfjörð. Pékkst þá lítið sew ekkert, trúlega verið of grunnt. Aflinn var blandaður, góð meðalstærð af rækju, ekkert mjög smátt, en mjög stór rækja inn á milli. Skjaldarlengd rækjunnar er 20 —21 mm og aldur hennar mun hafa verið 3—5 ár og eldri. Fiski- fræðingurinn og skipstjórinn sögðu eftir þessa fyrstu tilraun, að þessi mjög góði árangur hefði komið þeim mjög skemmtilega á óvart og eru þeir fullir af áhuga á að gera nákvæmari rannsóknir, þar sem veður er nú mjög gott. Munu þeir fyrst beina rannsókn- um út af fjörðunum á dýpra vatni. Aðal tíminn til rækjuveiða mun vera að hausti, frá því í septem- ber og fram eftir vetri. Veiði- magn á þeim tíma sker úr um hvort nægilegt rækjumagn sé fyr- ir hendi til þess að hægt sé að hefja vinnslu. Ekki þarf nema 700 kg. dagsveiði til að skapa vinnu fyrir 12—14 stúlkur. Auðséð er, að þetta rannsókn- artímabil, tvær vikur, muni vera allt of skammur tími til fullkom- innar reynslu og verður að ýta á eftir því, að frekari tilraunir verði gerðar í haust. Hér stendur fullt af ónotuðum fiskvinnslu- stöðvum og vinnuafl ónotað. Með mjög litlum fyrirvara og tilkostnaði væri hægt að hefja rækjuvinnslu til frystingar hér. Valtýr Þorsteinsson frá Akur- eyri hefur sýnt mikinn áhuga og ýtt á þessar rannsóknir. Hann á nýbyggt frystihús á Seyðisfirði og ennfremur á hann niðursuðutæki, sem hann gæti sett upp á skömm- um tíma. , , , Frá Hornafirði Höfn, Hornafirði, 1. ág. — ÞÞ/RS Nýr Gissur hvíti Nýtt fiskiskip kom til Horna- fjarðar laugardaginn 27. júlí, Gissur hvíti SF 1. Er þetta 270 smálesta skip, samkv. nýjum mæl- ingarreglum, hefði verið 350 smá- lestir samkv. gömlu mælingaregl- unum. Skipið er smíðað í Sönne- borg í Danmörku. Hófst smíði sk'psins 1966 og átti að afhend- ast í febrúar sl., en afhending hefur dregizt þar til nú. Vélakostur skipsins er 825 hest- afla Mannheim aðalvél, auk þess eru í skipinu 2 ljósavélar af sömu gerð með 100 kw. orku samtals. Ganghraði skipsins á heimleið- inni reyndist 11.2 sjómílur. í skipinu er Triplers kraftblökk með tilheyrandi búnaði, 20 tonna togvinda og síldardæla. Frystilest er í skipinu fyrir um 20 til 30 lestir af ís með 22° frosti, ennfremur bjóðageymsla fyrir 40 bjóð með 22° frosti. Fyr- irhugað er að frysta síld í þess- um geymslum, þegar skipið er á síldveiðum. Tvær ratsjár eru í skipinu 24 milna og 64 mílna, tvö asdictæki og dýptarmælir og önnur þau siglingartæki, sem nú tíðkast. Vistarverur áhafnar eru aftur í skipinu og skiptast í eins og tveggja manna klefa fyrir 16 manns. Eigendur skipsins eru Óskar Vald:marsson, Óskar Guðjónsson og Ársæll Guðjónsson, Höfn. Skipstjóri er Guðmundur Illuga- Virkjun að hefjast Virkjun Smyrlabjargarár er nú senn að hefjast og mun Norður- verk hf. Akureyri taka að sér framkvæmdir. Brúargerð í sumar hefur verið unnið að brúargerð á Fellsá og Hrútá, og mun brúargerð á Hrútá senn lok- ið. Ennfremur verða brúaðar í sumar tvær smáár í Öræfum, og verður þá vel fært öllum bílum að Skaftafelli í Öræfum. Ný stjórnmdlasamtök Að undanförnu hefur verið allmikið um það rætt, að í aðsigi sé nrkil breyting á flokkaskipun- inni í landinu. Forsetakosningarn- ar hafa mjög aukið á þessar um- ræður, enda þóttu úrslit þeirra benda til þess, að flokkaskipunin sé að riðlast og nýjar fylkingar að skapast. Að vísu voru kosning- arnar ekki flokkspólitískar að því leyti, að enginn stjórnmálaflokk- ur tók beina afstöðu, en þrátt fyrir það hljóta forsetakosningar að vera hápólitískar. Enginn vafi er á því, að mikil ólga er í öllum stjórnmálaflokk- um og allra veðra von. Einkum er það unga fólkið, sem er óá- nægt og telur margt úrelt og staðnað í starfsemi flokkanna. Og án efa hefur það margt til síns máls. Það er heldur ekki að undra þótt þörf sé á breyttri flokka- skipan. Núverandi flokkaskipan er í meginatriðum meir en hálfr- ar aldar gömul. Hún mótaðist við allt aðrar þjóðfélagsaðstæður en nú eru fyrir hendi. Breytt þjóð- félagsástand kallar á nýja flokka- skipan og ný vinnubrögð. Og eft- ir því sem ný kynslóð, með að mörgu leyti ný viðhorf, lætur meir að sér kveða á vettvangi þjóðmálanna, verða breytingarnar meir knýjandi. Og þeir flokkar, sem taka fullt tillit til hinna breyttu aðstæðna og veita æsku- lýðnum nægilegt svigrúm til á- hrifa og athafna, munu lifa og dafna, en hlutskipti hinna verð- ur kyrrstaða og afturför. Opinberlega hefur borið mest á sviptingum innan Alþýðubanda- lagsins, enda má segja að í þeim flokki einum hafi ágreiningsmál- in verið rædd fyrir opnum tjöld- um. Þótt þær deilur hafi ekki ver- ið ánægjulegar fyrir Alþýðu- bandalagsmenn, hafa þær þó haft sínar jákvæðu hliðar og að sumu leyti verið lærdómsríkar og auð- velda Alþýðubandalagsmönnum að taka málin réttum tökum, þegar þeir móta samtök sín til fram- búðar. En enginn skyldi halda, að eng- ir flokkar aðrir en. Alþýðubanda- lagið eigi við að stríða vandamál af þessu tagi. Þau eru engu síður fyrir hendi í öðrum flokkum. En þar hefur tekizt að halda deilun- um innan flokkssamtakanna að mestu, svo allt virðist með felldu á yfirborðinu. En allir eiga þeir eftir að ganga í gegnum þann hreinsunareld, sem Alþýðubanda- lagið er nú að komast úr. Og líklega hefði verið heillavænlegra fyrir þessa flokka, ef þær deilur og þau átök, sem þar eiga sér stað, hefðu ekki verið bældar nið- ur og faldar. Það er nauðsynlegt, þegar deilumál koma upp, að þau séu rædd opinberlega. Á þessu ári verður Alþýðu- bandalaginu breytt í formlegan, sósíalistískan stjórnmálaflokk, sem ekki heimilar meðlimum sín- um að vera í öðrum flokkum. Stjórnmálasamtök hinnar sósíalist ísku hreyfingar munu verða fyrst til að tileinka sér viðhorf hins nýja tíma og veita ungu fólki með að mörgu leyti ný viðhorf svig- rúm til starfa, eða a. m. k. verð- ur maður að vona að svo verði. Mestu máli skiptir fyrir fram- tíð hinnar sósíalistísku hreyfing- ar, að Alþýðubandalagið líði inn- an sinna vébanda afbrigðilegar sósíalistískar skoðanir og viður- kenni rétt minnihlutans til að túlka sjónarmið sín og til að eiga aðild að stjórn samtakanna. I Al- þýðubandalaginu á að vera hátt til lofts og vítt til veggja, þannig að allir þeir, sem aðhyllast sósíal- istiskar lífsskoðanir, geti talið sig eiga þar heima. Innan Alþýðubandalagsins starfa nú nefndir að því að undir- búa lög og stefnuskrá þess fyrir landsfundinn í haust. Þess verður að vænta, að þessar nefndir geti lagt fyrir landsfundinn í haust tillögur, sem unnt verður að Framh. á 3. síðu,

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.