Austurland


Austurland - 23.08.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 23.08.1968, Blaðsíða 1
MÁLGAGN ALÞÝÐUBA Á AUSTUBLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 23. ágúst 1968. 34. tölublað. fordœmt Fáir atburðir á þeim áratugum, sem liðnir eru frá lokum annarr- ar heimsstyrjaldarinnar, hafa valdið slíku umróti í hugum manna og innrás hersveita frá fimm ríkjum Varsjárbandalagsins í Tékkósióvakíu og hernám lands- ins um Kiiðja þessa viku. Margt hjálpast að' t;l að auka á alvöru- þunga þessa atburðar í hugum almennings. Málefni Tékkósló- vakíu og deilur forustumanna þar við bandalagsríkin í Austur-Evr- ópu hafa verið í brennipunkti heimsfrétta mánuðum saman, en fyrir skemmstu virtist endir bundinn á þær útistöður þannig að Tékkar og Slóvakar mættu vel við una eftir fundahöld aðila í Cierna og Bratislava fyrir tæp- lega hálfum mánuði. Er fréttir bárust um það samkomulag, varp- aði margur maðurinn, sem samúð hafði með málstað Kommúnista- flokks Tékkóslóvakíu öndinni léttar. Þeim mun óvæntara og hat rammlegra varð það reiðarslag, sem laust menn með tíðindunum um hernám landsins aðfaranótt síðasta miðvikudags. Hér höfðu átt sér stað griðrof á fullvalda þjóð og um leið var söguleg tilraun á sviði þjóðfélags- mála, sem lofaði góðu að mati vinstri sinnaðra manna í Vestur- Evrópu og mikið reið á hversu til tækist um, verið kæfð í fæðing- unni með vopnavaldi. Forustu fyr- ir þessari óhugnanlegu aðför gegn Tékkós'óvakíu höfðu Sovét- ríkin, sem dubbuðu upp á lið sitt með fylgisveitum frá fjórum öðr- um aðildarríkjum Varsjárbanda- lagsins. Líkur benda til, að leið- togar sumra þeirra ríkja hafi sinnt herkvaðningunni nauðugir, ekki sízt í Póllandi og Ungverja- land;, en ekki verður hlutur þeirra betri við það. Eins og venja er til um árásaraðila, stóð ekki að þessu sinni á skýringum og réttlætingu á herhlaupinu. Önafngreindir „áhrifamenn" í forustu tékkneska kommúnista- flokksins voru sagðir hafa óskað eftir íhlutun innrásarsveitanna til að vernda hið sósialíska þjóð- skipulag landsins fyrir óvinum innanlands og utan og forða yf- irvofandi gagnbyltingu. Ekki get- ur þessi málatilbúnaður orkað sannfærandi á nokkurn þann, sem fylgzt hefur með framvindu mála í Tékkóslóvakíu að undan- förnu, enda er hann að líkindum fyrst og fremst tilreiddur fyrir heimamarkað í Sovétríkjunum sjálfum. Ofbeldið, sem þjóðir Tékkóslóvakíu nú mega þola, h:ttir þær að sjálfsögðu harðast sjálfar um leið og það stöðvar um einhvern tíma þá þróun í lýð- ræðisátt, sem þar var hafin. En um leið er það alvarlegur hnekkir iílyHtun framhvœmdasllórnar Alþýíutadflloöis vep otburðonna í Télósloraníu Tileínislaus inurás herja Sovétríkjanna og bandingja þeirra innan Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu er níðingsverk, sem hlýtur að vekja hryggð og reiði hjá öllum, sem unna þjóð- frelsi og sósíalisma. Grið eru rofin á sjálfstæðu ríki í því skyni að svipta það sósíalískri forustu, sem sýnt hefur, að hún nýtur fádæma hylli og stuðnings þjóðarinnar. Með þessu at- hæfi eru helgustu hugsjónir þjóðfrelsis, sósíalisma og al- þjóðahyggju troðnar í svaðið. Framkvæmdanefnd Alþýðu- bandalags;ns fordæmir arásina á þjóðir Tékkóslóvakíu, á kommúnistaflokk landsins, á málfrelsi og skoðanafrelsi, á full- veldi þjóðanna. Framkvæmdanefndin lýsir yfir dýpstu samúð með Tékkóslóvökum í þrengingjm þeirra, fullviss um, að þessi margreynda þjóð mun standast þessa þungu raun, eins og svo margar aðraf, sem yfir hana hafa dunið. ^WWMWl^^^^iWWWWWW^W^rtWWWWrfWWWWW^WtWW'WWW^W'IMWWWWWl^WWWW fyrir viðleitni frjálslyndra afla til að draga úr viðsjám í álfunni, og vatn á myllu afturhalds um heim allan. Sovétríkin hafa með framferði sínu veitt v'num hernaðarbanda- laganna í vestri kærkomið tæki- færi til að berja í þá bresti, sem þau hafa orðið fyrir síðustu ár- in og hætt er við að það sljóvgi það almenningsálit, sem fordæmdi framferði Bandaríkjanna í Viet- nam. Hið ömurlega andrúmsloft kalda stríðsins er á næsta leiti, þar sem heimtuð er fylgispekt við annan hvorn risann, þar eð annarra kosta sé ekki völ. Þann- ig hafa talsmenn Atlantshafs- bandalagsins hér á landi sem ann- ars staðar ekki sparað að halda þeirri skoðun á lofti, að nú sann- ist nauðsyn þess og ágæti fyrir þjóðir Vestur-Evrópu, þótt hitt sé sönnu nær, að einmitt atburð- ir síðustu missera og nú síðast hernám Tékkóslóvakíu undir- striki nauðsyn þess, að hernað- arbandalögin í álfunni verði leyst upp hið fyrsta og þannig numið brott það skálkaskjól, sem stórveldarisarnir í austri og vestri telja sig hafa til íhlutun- ar og afskipta af innanríkismál- um aðildarríkjanna í krafti þeirra. Réttlæting Varsjárbanda- lagsins er af Sovétmönnum talin vera tilvist Nató, tilvist Nató er réttlætt með því að benda á Var- sjárbandalagið. Hitt er jafn ljóst, að Nató hefur hvorki vilja né getu til að. veita þjóðum Tékkó- slóvakíu þá aðstoð, sem þær þyrftu til að tryggja fullveldi sitt. Viðbrögð ríkisstjórna, flokka og félagasamtaka víða um heim við tíðindunum frá Tékkósló- vakíu hafa verið skjót og mjög á einn veg. Tekið er undir þá yf- irlýsingu forustumanna Tékkó- j slóvakíu, sem þeir sendu út eftir að innrásarherir tóku að streyma inn í landið, að' íhlutun þeirra væri brot á alþjóðalögum og sátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Svo- boda forseti sagði í ávarpsorðum til þjóðar sinnar, að hann vissi enga skýringu á framferði árás- araðilanna, og undir þau orð hans munu margir geta tekið. Það hlýtur að vera þjóðum i Framh. á 2. síðu. Rctt h menntashélasetur I fyrra var sett á laggirnar nefnd, sem vinna skal að fram- gangi menntaskólamálsins á Austurlandi í samvinnu við þing- menn kjördæmisins. I nefndinni eru 10 menn, tveir frá hverju lög- sagnarumdæmi kjördæmisins. E'or- maður nefndarinnar er Sigurður Blöndal, skógarvörður á Hall- ormsstað. Nefndin hefur aðallega rætt um hvar menntaskólinn skuli rísa og hafa menn ekki verið á eitt sátt- ir. Á vegum nefndarinnar hafa verið samdar þrjár greinargerðir um þetta efni og hafa þær verið sendar öllum sveitarstjórnum í kjördæminu og þær beðnar um að taka afstöðu til málsins fyrir 1. september. Að fengnu áliti sveitarstjórnar- manna mun nefniáin, í samráði við þingmennina, reyna að komast að niðurstöðu um val á stað fyrir menntaskóla á Austurlandi, en það er í verkahring menntamála- ráðherra, að ákveða stað fyrir skóiann. E:n greinargerðin er frá Lúð- víki Ingvarssyni, fyrrv. sýslu- manni, og Skildi Eiríkssyni, skóla- stjóra, sem eindregið mæla með Egilsstöðum, önnur frá Steini Framh. á 3. síðu. Fyrsta heyÉdivélin I sumar tók Hákon Guðröðar- son, bóndi í Miðbæ, í notkun hey- bindivél. Vélin er dregin af drátt- arvél, hirðir heyið sjálf upp í sig, þjappar því saman í bagga 30— 35 kg. þunga og skilar þeim bundnum á túnið. Eru baggarnir síðan fluttir í hlöðu, staflað þar upp og þurrkaðir frekar með súg- þurrkunartækjum ef þess gerist þörf. Með þessum hætti aflaði Hákon 1100 hesta af töðu á 11 dögum, að vísu átti hann mikið af þurru heyi þegar vélin kom, en eftir henni hafði verið beðið í nokkra daga. Tveir menn hafa unnið með Hákoni að heyskapn- um. Auk þess sem bindivélin er til mikils hagræðis við hirðingu á heyinu, verður mun hagstæðara að gefa það út úr hlöðunni í vet- ur. Þá eru baggarnir teknir úr stæðunni og leystir um leið og heyið er gefið skepnunum. Gert er ráð fyrir því, að mun nv'nna beri á ryki í heyinu en ella. Hjá bændum í Norðfirði hefur heyskapur yfirleitt gengið vel. Grasvöxtur var all sæmilegur og nýting heyja hefur verið mjög góð, enda sérlega góðir þurrkar í sumar, þar t;l fyrir nokkrum dögum, að veður breyttist. Bændur höfðu náð inn mestu af heyjum sinum áður on brá, til óþurrkanna.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.