Austurland


Austurland - 30.08.1968, Side 1

Austurland - 30.08.1968, Side 1
maugagn alþyðubandalagsins a austurlandi 18. árgangur. Neskaiipstað, 30. ágúst 1968. 35. tölublað. Tíu dr síðai O-mílnd landhelgii tók gildi Árið 1958 var viðburðaríkt ár á íslandi, einkum vegna þeirra átaka, sem þá urðu um stækk'un fiskveiðilandhelginnar í 12 mílur. Það var 30. júní 1958 sem Lúð- vík Jósepsson, þáverandi sjávar- útvegsmáiaráðherra, undirritaði reglugerðina um útfærslu land- helginnar í 12 mílur. Áður höfðu átt sér stað hörð átök um málið innanlands og utan. Atlantshafs- bandalagið, það hernaðarbanda- lagið, sem Islendingar eru aðilar að, reyndi að þvinga Islendinga til undanhalds og samninga. Og það kom í ljós, að hér á íslandi, eins og annars staðar þar sem reynt er að beita hernaðarlegri þvingun, voru til menn, sem reiðubúnir voru til þess að beygja sig fyrir valdinu og fórna lífs- hagsmunum þjóðar sinnar. Þessi þjóðhættulegu öfl var ekki aðeins að f:nna í liði stjórnarandstæð- inga, heldur og í hópi stuðnings- manna ríkisstjórnarinnar. Meira að segja voru innan sjálfrar rík- isstjórnarinnar að verki öfl, sem vildu semja við hernaðarbanda- lagið um lífshagsmuni Islands. Þeir voru til viðtals um aö iáta frumburðarrétt þjóðarinnar af hendi fyrir baunadisk. En það var hin einbeitta og ó- sveigjanlega afstaða Lúðvíks Jósepssonar, sem kom í veg fyrir, að undansláttarmennirnir kæmu fram vilja sínum. En allt þar til reglugerðin tók gildi 1. sept. ( 1958, voru hörð átök um málið milli íslenzkra stjórnmálamanna, sérstaklega um afstöðuna til við- leitni hernaðarbandalagsins til af- skipta af málinu. En eftir að reglugerðin tók gildi snerist öll þjóðin til stuðnings við hana. Margar þjóðir, og þá fyrst og fremst bandalagsþjóðir okkar í Atlantshafsbandalaginu, mót- mæltu stækkun landhelginnar, en allar viðurkenndu þær í reynd 12 mílna landhelgina — nema Bret- ar. Þeir hófu hernaðaraðgerðir gegn okkur. Þeir sendu herskip á íslandsmið og létu þau vernda brezka veiðiþjófa. Bretar gerðu sig seka um að ræna íslenzkum varðskipsmönnum og gerðu til- raunir' til þess að sigla niður ís- lenzka fiskibáta og varðbáta. — Það eru nefnilega fleiri en Rúss- ar, sem kunna þær umgengnis- venjur við smáþjóðir, að sýna þeim í fallbyssukjaftana. Og áróð- ur brezkra blaða og útvarps var svívirði’egur og oft var engu lík- ara, en hin fáu og smáu íslenzku varðskip ógnuðu brezka herskipa- flotanum með tortímingu. Það var ekki fyrr en eftir stjórnarskipti að íslendingar beygðu sig fyrir vopnavaldi Breta og ógnunum Atlantshafsbanda- lagsríkjanna. Þá var gengið að kröfunni um fríðindi Bretum til handa innan landhelginnar. Þann- Allt þetta ár, og raunar lengur, hafa atvinnufyrirtæki á Austur- landi átt í miklum og sívaxandi greiðsluerfiðleikum og er nú víða fullkomið vandræðaástand ríkj- andi. Raunar virðist þetta kreppu- ástand ríkjandi um allt land og menn almennt uggandi um sinn hag. Aflabrestur á síldveiðum og verðfall á afurðum á mestan þátt í þe:m erfiðleikum, sem nú er við að glíma og rætist ekki bráðlega úr geta afleiðingarnar orðið mjög alvarlegar. Enn gera menn þó ráð fyrir síldveiði í haust og vet- ur, en enn sem komið er er þó harla lítil hreyfing komin á síld- ina í átt að landinu. Raunar er sáralítil veiði norður í höfum og síldarflutningaskipin hafa ekkert fengið í langan tíma. En það er fleira en aflabrestur, verðfall og lánsfjárkreppa, sem veldur þessu vandræðaástandi. Verðlagsþróunin innanlands hef- ur verið atvinnuvegunum mjög óhagstæð, ekki sízt frystiiðnaðin- um. Enda þótt verðlag á hrað- frystum fiski hækkaði um skeið ár frá ári, tókst aldrei að koma frystihúsunum á reksturshæfan grundvöll. Hækkun verðlags inn- anlands át alltaf upp verðhækk- unina erlendis. Þegar svo við áframhaldandi dýrtíðarvöxt bæt- ist verðfall á frystum fiski, er ljóst, að stöðvun verður ekki forðað til langframa, enda munu nú allmörg frystihús hafa lokað. ig var Bretum gert fært að hætta hernaðaraðgerðum með fullum sóma. Um hitt var minna hirt, að það var gert á kostnað Islend- inga. Frumburðarrétturinn hafði verið látinn af hendi fyrir bauna- diskinn. Hér verður þetta mál ekki rak- ið lengra, en ástæða er til að hvetja landsmenn til að festa sér vel í minni atburðina 1958 og það sem í kjölfar þeirra fylgdi. Þeir eru ákaflega lærdómsríkir og Ekki bætir það úr skák, að mjög slælega sýnist að því unnið að selja framleiðsluvörur lands- manna. Mikið af hraðfrystum fiski og saltfiski er enn óselt og sífellt vaxa hinar óseldu birgðir og eykur það enn á vandann. Slóðaskapinn í markaðsöflun ber fyrst og fremst að færa á reikn- ing ríkisstjórnarinnar á sama hátt og færa verður á reikning stjórnarstefnunnar hinn geigvæn- lega vöxt dýrtíðarinnar. Ástandið í atvinnumálunum segir auðvitað skjótt til sín á öðrum sviðum þjóðiífsins. Tekjur sjómanna, verkafólks, bílstjóra og margra annarra starfsstétta hrapa vitanlega niður. Verzlun og viðskipti hljóta að dragast sam- an. Margir eiga á hættu að tapa eignum sínum, svo sem húseign- um, sem þeir hafa lagt hart að sér við að komast yfir. Ymsir efnalitlir námsmenn neyðast til að gera stanz á námi sínu. Og svona mætti lengi telja. Þjóðfélag;ð er nú í miklum vanda statt. Því veldur það mönn- um undrun, með hve miklu jafn- aðargeði og tómlæti ríkisstjórnin tekur á málunum. Það er eins og hún viti ekki af þeim vanda, sem að steðjar, a. m. k. verður ekki vart neinnar hreyfingar í þá átt að reyna að veita viðnám, nema þá helzt þeirrar yfirlýsingar for- sætisráðherra. að hann muni kveðja stjórnarandstöðuna til björgunarstarfa. Ekki verður varpa ijósi yfir ýmsa hliðstæða atburði erlendis. Síðustu vikurnar hefur mér oft verið hugsað til þorskastríðsins. Furðu margt í ofbeldisárás Rússa á Tékka er svipað árás Breta í skjóli Atlantshafsbandalagsins á íslendinga. Og viðbrögð Tékka minna í mörgu á viðbrögð íslend- inga þá. Og áróður Rússa nú er ósköp keimlíkur áróðri Breta þá. Á þessum tveim árásum er frem- ur stigsmunum en eðlismunur. Framkoma stórvelda við smáríki, sem dirfast að rísa gegn vilja þeirra, er alls staðar með svipuð- um hætti. En minnumst þess, að enn bíð- ur Islendinga hörð barátta í land- helg'smálinu. Enn er langt í það að við fáum umráð yfir land- grunninu öllu. Og það mark fjar- iægðist mikið er ríkisstjórnin gerði svikasamninginn við Breta og se’.di þeim í hendur sjálfdæmi um það hvort íslendingum skyldi heimilt að stækka fiskveiðilög- sögu sína frekar. Þótt stjórnar- andstaðan hafi lýst yfir því, að hún telji þetta lögleysu og að hún viðurkenni ekki svikasamn- inginn, munu Bretar halda fast í þann ,,rétt“, sem samningurinn veitir þeim. sagt, að karlmannlega sé við brugðizt. Líklega verða úrræði ríkisstjórnarinnar enn sem fyrr gengisiækkun eða stórkostlegar skattahækkanir. Og þótt við- skiptajöfnuðurinn sé nú óhag- stæður um meira en tvö þúsund milljónir króna, verður ekki vart neinnar viðleitni í þá átt að hverfa að skynsamlegri stefnu í innflutningsmálum. Gre;ðsluerfiðleikar einstaklinga og stofnana bitna mjög harka- lega á sveitarfélögunum. Sá hugs- unarháttur hefur lengi verið ríkj- andi, að láta hið opinbera mæta afgangi, þegar um greiðslur er að ræða. Sveitarfélögin verða þess þá ekki megnug að halda áfram nauðsynlegum framkvæmdum til sameiginlegra þarfa þegnanna og þau eru þess þá ekki umkomin að halda uppi jafngóðri þjónustu við þegnana og áður. Tekjur sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi af útsvörum og aðstöðugjöldum lækka að öllum líkindum úr 87 millj. kr. árið 1967 í nálægt 60 milljónir 1968, eða um næstum þriðjung. Nokkur brögð eru að því, að sveitarstjórnir hafi áætlað tekjur af útsvörum og aðstöðugjöldum í ár hærri en þau reyndust. Þann- ig fór það í Neskaupstað, á Seyð- isfirði og Eskifirði og ef til vill víðar. Þannig bregðast þessum sveitarfélögum áætlaðar tekjur. Og þegar þar við bætast mjög I Framh. á 2. síðu,

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.