Austurland


Austurland - 30.08.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 30.08.1968, Blaðsíða 2
2 •' Neskaupstað, 30. ágúst 196$. AUSTURLAND Greiðsluörðugleikar Framh. af 1. síðu. miklir innheimtuörðugleikar, má öllum ljóst vera, að sveitarfélög- in eru þess ekki megnug, að halda í horfinu um framkvæmdir og þjónustu. Símstöðvarhus Framh. af 4. síðu. um Islendinga en útlendinga þó að innlendu tilboðin væru 5—10% hærri en þau útlendu. Samskonar sjónarmið hafa jafnan gilt um val á aðilum til almennra verka, þeg- ar gera hefur þurft upp á milli staða. Á Reykjavíkursvæðinu hefur verið allmikið .að gera í bygginga- framkvæmdum, enda þar staðið yfir stórframkvæmdirnar við Búrfell og í Straumsvík og íbúða- búsabyggingarnar í Breiðholti. Á Austurlandi hefur hins veg- ar stórlega dregið úr öllum fram- kvæmdum eins og kunnugt er. Það er því í fyllsta máta fanta- leg framkoma hjá ráðherranum, sem metur að engu aðstöðu heimamannsins, en velur í stað hans verktaka af aðal fram- kvæmdasvæði landsins. Um það er ekki að villast, að í þessu til- felli voru tilboðin svo jöfn, að eðlilegt var að velja verktaka eftir almennri aðstöðu og hæfni. Sú ákvörðun að velja þann að- ilann frá Reykjavíkursvæðinu sem hæsta tilboðið átti, sýnir, að ráð- herrann valdi ekki einvörðungu eftir tölum. Og sá litli mismunur sem var á tilboði þess sem verkið hlaut og heimamannsins réttlætir á engan hátt það að fela honum fremur verkið. Hér er um býsna hættulegt for- dæmi að ræða. Verði því fylgt af öðrum, gæti svo farið að mörg verk almenns eðlis lentu í hend- ur Reykvíkinga en hæfir heima- menn sætu eftir verkefnalitlir. Hér er líka um mikið hags- munamál byggðarlaganna að ræða. Heimamenn greiða gjöld til byggðarlaganna, en það gera hlaupamenn ekki. Ráðherrann sem tók ákvörðun- ina um það að láta aðrar reglur gilda um verktakann í Neskaup- stað en á Höfn í Hornafirði og afhenti byggingamanni frá Reykjavíkursvæðinu verk í Nes- kaupstað, sem heimamaður bauðst til að vinna á sambærilegu verði (þar sem munurinn á tilboðunum var innan við 3%), hann hefur í þessu tilfelli misnotað vald sitt. Eftir því mun verða munað og ekki er ósennilegt að flokksmenn hans hér í bæ kunni þessum hlutdræga íhaldsráðherra litlar þakkir fyrir þessa ráðstöfun hans. Fram að þessu hefur þó orðið lítill samdráttur í starfsemi sveitarfélaga, a. m. k. hefur Nes- kaupstaður lítið dregið saman seglin. Með sanni má þó segja, að þess hefði þurft, en bæði er, að þörfin er mikil og svo eru menn alltaf að vona, að úr rætist. En nú verður ekki haldið áfram lengur með sama krafti. Vegna mikilla ríkisframlaga verður þó mögulegt að halda eitthvað áfram með lænisbústað og íþróttahús. Bagalegast er, ef framkvæmdir stöðvast eða dragast á langinn við vatnsveituframkvæmdirnar. Ekki þarf stórátak til þess að koma vatnsveitunni í gagnið og er illt til þess að vita, ef bæjar- búar þurfa enn, í vetur að búa við ófremdarástandið í vatnsmálunum vegna þess, að bærinn ekki fær tekjur sínar á tilsettum tíma. En næstu vikur skera úr um það, hvort unnt verður að leggja fram það fé, sem til þess þarf, að tengja nýju vatnsveituna bæjar- kerfinu. Ástandið getur þó snögglega breytzt til batnaðar. Komi síld verður skjótt mikil breyting á. Og enn gera allir ráð fyrir að hún komi. Það var ekki fyrr en um 10. sept. í fyrra að síldin hóf göngu sína í átt til íslands og er þess varla að vænta, að hún sé miklu fyrr á ferðinni í ár. En full ástæða er fyrir alla, einstaklinga jafnt og stofnanir, að hafa fulla gát á útgjöldum sínum. Afmæili. Skarphéðinn Stefánsson, verka- maður, Egilsbraut 9, varð 60 ára 27. ágúst. Hann fæddist á Seyð- isfirði, en hefur verið hér búsett- ur síðan 1961. Helga Sigurðardóttir, verka- kona, Naustahvammi 2, varð 75 ára í gær, 29. ágúst. Hún fæddist á Brimbergi í Seyðisfirði, en hef- ur átt hér heima síðan 1929. Andlát. Kristín Sæinundsdóttir, vistkona á elliheimilinu andaðist 22. ágúst. Hún fæddist að Kirkjubóli í Vaðlavík 27. marz 1892, en átti hér heima frá 1950. Kirkjan. Messa verður laugardagskvöld 31. ágúst vegna vísitasíu biskups. Æskilegt, að fermingarbörn og foreldrar þeirra mæti. Til sölu Honda 50 cc. árg. ’68, ekin 2000 km, til sölu. Uppl. gefur Ásmundur Eiríks- son, sími 217 eða 347, Neskaupst. BARNAVAGNAR 2 stærðír. Í BARNAKERRUR með skyggni og svuntu. FÁKUR, símí 20«. /%/yyvyy* i/viAWVtfvvwv vwvwv\AA^vwwy*rt/>^fW'>«y Breytingar Kaypfðxf! á samningi Verkalýðsfélags Norðfirðinga, Nes- : kaupstað, sem gildir frá 1. september 1968. Kaup breytist : samkvæmt hækkun kaupgreiðsluvísitölunnar sem er 5.79%. 1. taxti eftir 2 ár 5. taxti eftir 2 ár. Dagvinna 51.03 53.58 Dagvinna 59.21 62.02 j EfUrvinna 75.15 78.90 Eftirvinna 87.30 91.51 1 Næturvinna 95.41 100.18 Næturvinna 110.89 116.28 2. taxti 6. taxti Dagvinna 52.45 55.07 Dagvinna 61.19 64.10 ; Eftirvinna 77.24 81.11 Eftirvinna 90.27 94.63 i Næturvinna 98.06 102.96 Næturvinna 114.65 120.28 3. taxti 7. taxti Dagvinna 55.06 57.69 Dagvinna 63.41 66.43 i Eftirvinna 81.09 85.02 Eftirvinna 93.60 98.13 : Næturvinna 102.95 107.97 Næturvinna 118.95 124.75 :| 4. taxti 8. taxti Dagvinna 57.27 59.98 Dagvinna 68.02 71.25 ; Eftirvinna 84.35 88.45 Eftirvinna 100.51 105.39 : Næturvinna 107.16 112.36 Næturvinna 127.80 134.04 Öll vinna, sem er í samningi félagsins, og ekki er tekin hér : upp, hækkar um 5.79% frá grunnkaupi. Skrifstofan gefur allar nánari upplýsingar. Neskaupstað, 30. ágúst 1968. Verkalýðsfélag Norðfirðinga. Drenp- n sveinamót Austurlands í frjálsum íþróttum verður haliið í Neskaupstað sunnudaginn 8. september og hefst kl. 2 e. h. Þátttaka tilkynnist Eiríki Karlssyni, Neskaupstað, eigi síðar en 6. september. Frjálsíþróttaráð U. I. A. STRIGASKÓR á börn og unglinga. SIGFÚSARVERZLUN. Fró barnaskölanum Miðvikudaginn 4. sept. hefst kennsla í 1., 2. og 3. bekk barnaskólans. Börn í 2. og 3. bekk mæti kl. 9 f. h. Börn í 1. bekk kl. 1 e. h. Skólastjóri. Norðfirðingar Afmælishátíð Þróttar hefst með kaffidrykkju í Egilsbúð kl. 8.30 stundvíslega. Dansleikur hefst að loknu borðhaldi. Hljómsveitin Póló, Erla og Bjarki leika og syngja gömlu og nýju dansana. Miðar að dansleiknum verða seldir við innganginn. Hittumst öll í Egilsbúð. Afmælisnefnd.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.