Austurland


Austurland - 30.08.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 30.08.1968, Blaðsíða 4
4 ' I AUSTURLAND Neskaupstað, 30. ágúst 1968. Otryðjj Alla síðustu viku hefur Tékkö- slóvakía áfram verið í brenni- punkti heimsfréttanna og ný tíð- indi, sem breytt hafa viðhorfun- um, borizt þaðan daglega. Við slíkar kringumstæður verða ekki skrifaðar neinar „sígildar“ blaða- greinar, en hér verður þó drepið á helztu viðburði þar til í gær- morgun. Hugleiðingar um bakgrunn þe'rra sögulegu átaka, sem þarna eiga sér stað, munu birtast áður langt um líður. í Tékkóslóvakíu eru vopnin hætt að tala, þegar þetta er ritað, að minnsta kosti í bili og vonandi fyrir fullt og allt. Samningar bafa verið gerðir milli innrásar- aðilanna og forustumanna lands- ins, sem fyrir innrásinni varð, flókin málamiðlun, sem óvíst er hvort fær staðizt og hvaða þýð- ingu mun hafa fyrir framvindu mála í landinu. Ljóst er þó þeg- ar, að árásaraðilarnir hafa ekki farið með þann sigur af hólmi, sem þeir hugsanlega hafa gert sér vonir um íyrirfram og ótti var látinn í Ijós um í síðasta blaði, að verða kynni niðurstað- an, það' er myndun ómyndugrar leppstjórnar í skjóli hernámsliðs- ins. Eng:r auðsveipnir leppar inn- rásaraðilanna, sem þeir þyrðu að byggja á, fyrirfundust í landinu, og því var þeim nauðugur einn kostur að taka upp samningavið- ræður við lögmæt stjórnvöld landsins, þá forustumenn komm- únistaflokks Tékkóslóvakíu, sem þeir höfðu hrakyrt og kallað svikara við málstað sósíalismans. Samningaviðræðurnar í Moskvu stóðu í nær fjóra daga. Lítið sem ekkert frétt:st um gang þeirra á meðan, og lengi vel var ekki einu sinni vitað, hverjir úr ríkisstjórn Tékkóslóvakíu tækju þátt í þeim með Svoboda forseta. Sjaldan munu forustumenn þjóðar hafa stað'ð í erfiðari samningum og átt jafn mikið undir stiilingu, festu og æðruleysi almennings heima fyrir. Hvort tveggja reynd- ist traust og einbeitt, tékkósló- vakíska forustan og bakhjarlinn heima. Samkomulagið, sem gert var í Moskvu, virðist fela í sér eftir- farandi aðalatriði. Lögmæt stjórn Tékkóslóvakíu sitji áfrarn að völdum. Innrásarherinn hætti , þegar í stað öllum beinum af- skiptum af innanríkismálum landsins og haldi á braut „eftir því sem eðlilegt ástand kemst á í Tékkóslóvakíu". Stjórn landsins fái að halda áfram þeirri stefnu í frjálsræðisátt, sem miðstjórn kommúnistaflokksins hafði mark- að fyrr á árinu og staðfest hafði verið á fyrri samníngafundum í Cierna og Brutislaya, ■ mi þú með hömlum á starfsemi blaða, út- varps og sjónvarps, a. m. k. hvað varðar fréttaflutning og skrif um ríki Varsjárbandalagsins. Tékkó- slóvakía verður áfram í Varsjár- bandalaginu og heitir að halda alla gerða samninga við aðildar- ríki þess og miða stefnu sína við hagsmuni kommúnistaríkjanna. Með þetta samkomulag komu forustumenn Tékkóslóvakíu heim sl. þriðjudagsmorgun, kynntu það þingi og þjóð og hvöttu lands- menn til stillingar, sem mikið væri undir komið, að þeir sýndu. Samningamönnunum var innilega fagnað, en þegar var ljóst, að viss atriði í samningum ollu mikl- um vonbrigðum, meiri en líklegt var að tekið yrði möglunarlaust, svo sem nú hefur sýnt sig. Ymis atriði samningsgerðarinn- ar eru óljós, einkum hvað varðar dvalartíma sovézkra hersveita í landinu og skilyrðin fyrir brott- för þeirra, svo og umfang þeirr- ar ritskoðunar, sem fjölmiðlunar- tæki skulu beitt. Hér höfðu samn- ingamenn Tékkóslóvakíu orðið að gera tilslakanir, og einmitt þessi atriði hafa valdið mestri óánægju almennngs í landinu. Auðvitað var hér um nauðungarsamninga að ræða, en fáir munu þó fyrir viku hafa gert ráð fyrir, að hag þjóða Tékkóslóvakíu yrði ekki verr komið að þeim gerðum en raun ber vitni. Staðfestu þjóðar- innar og forustumanna hennar er þar fyrir að þakka. Eftir standa innrásaraðilarnir að vísu með nokkurt kverkatak á forustu Tékkóslóvakíu en það tak er dýru verði keypt og óvízt, hversu lengi það heldur. Þjóðir, sem fengið hafa slíka eldskírn sem Tékkar og Slóvakar síðustu daga og staðizt hana af jafn mik- illi prýði, eru ekki líklegar til að hverfa frá stefnumiðum sínum þrátt fyrir nauðung um skeið. Yfirlýsingar þeirra Svoboda og Dubceks við heimkomuna frá Moskvu um að engar leiðir liggi til baka frá markaðri stefnu um mannúðlegan sósíalisma, gefa ekki til kynna að þar tali bugaðir menn. Á miðvikudag gerðust svo þau tíðindi, að þjóðþing Tékkósló- vakíu neitaði að fallast á dvöl hernámsliðs í landinu um óákveð- inn tíma. Þingið lýsti því yfir, að hernámið væri ólöglegt og and- stætt stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna. — Um kvöld;ð flutti svo Cernik forsætisráðherra útvarps- ræðu, þar sem hann sagði m. a., að forustumenn landsins væru að semja erindi til stjórna Varsjár- bandalagsríkjanna fimm, sem að innráshini stóðu, og yrði farið fram á brottflutning innrásarherj- anna innan tiltekins Límu. Ilins vegar yrðu landsmenn að sætta sig við eft:rlit með fjölmiðlunar- tækjum. Á sama tíma og óánægja með ofangreind atriði Moskvusamn- ingsins er ólgandi heima fyrir í Tékkóslóvakíu og forustumenn þar eiga erfitt með að halda þeirri óánægju í skefjum, hefur Tass-fréttastofan og sovézk blöð farið hörðum orðum um við- brögðin við samkomulaginu. Ómögiúegt er því að segja fyrir um á þessu stigi málsins, hver framvindan verður. Með innrás- inni í landið gripu Sovétríkin inn í friðsama þróun, sem stjórnvöld Tékkóslóvakíu höfðu örugg tök á. Hvort sú verður raunin einnig nú eftir hernám og nauðungasamn- inga, verður ekki sagt fyrir um. Svo mikið er víst, að innrásar- ríkin f:mm hafa ekki auoveldað kommúnistum í Tékkóslóvakíu leikinn við sögulegt og einstætt umbótastarf þeirra. Afturhald um lieim allan fagn- ar leynt og ljóst þeirri íhlutun, sem Sovétríin og fylgiríki þeirra hafa gert sig sek um í landinu. Yfirlýsingar borgaralegra ríkis- stjórna og íhaldsflokka um sam- úð og samstöðu með þjóðum Tékkóslóvakíu og jafnvel komm- únískum leiðtogum þeirra hljóma fljótt á litið mjög áþekkt sam- stöðuyfirlýsingum róttækra flokka með Tékkóslóvakíu. En ekki þarf lengi að fletta blöðum eða hlýða á mál manna til að sannfærast Nýlega var boðin út bygging á símstöðvarhúsi í Neskaupstað. Fimm aðilar hafa sótt um verkið, þar af tveir af Austurlandi, en þrír frá Reykjavíkursvæðinu. Þeir sem sóttu um verkið af Austurlandi voru Ivar Krístins- son, byggingameistari, Neskaup- stað, og fyrirtækið Brúnás á Eg- ilsstöðum. Tilboð þessara tveggja aðila voru svo að segja hnífjöfn; á þeim munaði aðeins 26 þús. krónum á um 7 milljón króna verki. Hin tilboðin voru nokkru lægri og þó munaði innan við 3% á því tilboðinu að sunnan, sem tekið var, og tilboðum ívars og Brúnáss. Það vekur að vonum mikla at- hygii, að ástæða skuli þykja til að ráða menn frá Reykjavíkur- svæðinu til þess að byggja al- menn og einföld íbúðarhús, skrif- stofuhús eða önnur sambærileg hús austur á landi, en víkja heimamönnum frá slíkum verkum. í þessu tilfelli er það ríkið sjálft um, að hinir fyrrnefndu mæla af takmörkuðum heilindum. Innrás- ina í Tékkóslóvakíu ætla margir að ilota til að koma höggi á þá pólitíska andstæðinga, sem næst- ir standa, og er það engin ný bóla og alþekktur vopnaburður hér sem annars staðar. Engin fjöður skal heldur yfir það dreg- in hér, að innrásin í Tékkósló- vakíu er áfall fyrir vinstri sinnuð og friðarsinnuð öfl um allan heim, og afturhaldi til framdrátt- ar, að minnsta kosti í bráð. Of- beldisaðgerðirnar gegn Tékkósló- vakíu af hálfu stórveldisins i austri kunna að létta eitthvað á samvizku þeirra manna, sem skip- að hafa sér undir siðgæðisfána stórveldisins í vestri. Dæmi um það eru andvörp eins guðfræði- prófessors í Morgunblaðinu sl. m:ðvikudag, þar sem hann ber saman „sálarmorðið“ á Tékkum og saklaust stríð Bandaríkja- manna í Vietnam. Tvöfeldnin í málflutningi and- stæðinga þarf ekki að koma sósí- alistum á óvart. Og hún má alls ekki verða til þess að við veigr- um okkur við að leggja sjálfstætt mat á atburðina í Tékkóslóvakíu og endurskoðun afstöðu okkar í samræmi við fengna niðurstöðu. Á sósíalistum um heim allan hvílir mikil ábyrgð. Sú ábyrgð hlýtur að öllum jafnaði að bein- ast fyrst og fremst að viðfangs- efnum eigin lands og þjóðar, en erlendir viðburðir hvorki geta né eiga að láta okkur ósnortna, sízt af öllu þeir, sem varða grundvall- aratriði í stefnu og samskiptum verkalýðsflokka og sósíalískra ríkja. — H. G. sem í hlut á og er augljóst við nánari athugun á málinu, að hér hafa eðlilegir hagsmunir heima- manna verið fyrir borð bornir. Tveimur lægstu tilboðunum var ekki tekið, en þess í stað ákveðið að sá aðilinn frá Reykjavíkur- svæðmu skyldi hljóta verkið, sem átti mjög sambærilegt boð við heimamanninn. Nýlega var einnig boðin út bygging á símstöðvarhúsi á Hornafirði. Þar fékk heimamaður verkið, þó að tilboð hans væri um 3% hærra en tilboð Reykjavíkur- mannsins. En sama reglan mátti ekki gilda hér. Hvers vegna? Getur Ingólfur Jónsson, símamálaráð- herra, gefið skýringu á því, hvers vegna hann valdi helmamanninn á Hornafirði en hafnaði heima- manni í Neskaupstað? Fyrir nokkru síðan samþykkti borgarstjórnin í Reykjavík að hún teldi rétt að taka fremur tilboð- Framh. á 2. síðu. Reykvíkingi falið að byggja símstöðvarhús í Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.