Austurland


Austurland - 06.09.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 06.09.1968, Blaðsíða 1
taiip til A.U - ’m Fulltrúakosningar til þings Al- þýðusambands íslands, sem hald- ið mun í nóvember í haust, eiga að fara fram á tímabilinu 14. september til 6. okt. MÁLGAGN ALÞÍDUBANDAUGSINS A AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupktað, 6. september 1968. 36. tölublað. Enn srípnr ríhisstiérnin til irþrifardðo StóMhar nllt verðEsg til oð o|lo jjor í ríhfssjóð Fyrir viku óskaði forsætisráð- herra þess, að stjórnarandstöðu- flokkarnir tilnefndu hvor um sig tvo menn til viðræðna við stjórn- arflokkana um nauðsynlegar að- gerðir í efnahagsmálunum og skyldu þær viðræður hefjast á þriðjudag. Með hálfkveðnum orð- um hafði forsætisráðherrann gef- ið í skyn, að stefnt væri að mynd- un fjögurra flokka stjórnar, þjóð- stjórnar. Urðu stjórnarandstöðuflokkarn- ir við þessum tilmælum og hófust viðræður á þriðjudag, eins og á- formað var. En sama dag gaf ríkisstjórnin út bráðabirgðalög og reisti með þeim enn eina dýrtíðarholskefl- una. Samkvæmt þessum lögum, sem gilda eiga til 30. nóvember, á að innheimta í ríldssjóð 20% gjald af öllum innflutningi til landsins og af ferðamannagjald- eyri. Setning þessara bráðabirgðalaga sama dag og fulltrúar stjórnmála- flokkanna koma saman til við- ræðna um efnahagsmálin, ber ekki vott um mikinn samstarfs- vilja af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þær grunsemdir vakna óhjá- kvæmilega, að lítil heilindi búi að baki skrafinu um sameiginlegt átak til þess að vinna bug á erf- iðleikunum. Miklar verðhækkanir á næstunni Afleiðing bráðabirgðalaganna verður enn ein verðhækkunar- skriðan. Allar vörur hljóta að stórhækka í verði, þarfar og ó- þarfar. Þar við bætist, að þær vörur, sem framleiddar eru til innanlandsneyzlu, og þá einkum landbúnaðarvörur, hljóta að stór- hækka í verði í haust. Hjá því verður ekki komizt, eins og ástatt er. Allt í ríkissjóðinn Þegar ríkisstjórnin hefur fram að þessu gert ráðstafanir í lík- ingu við þessar síðustu aðgerðir, hefur jafnan verið látið í veðri vaka, að með þeiin væri verið að bjarga atvinnuvegunum frá hruni. Nú er ekki einu sinni reynt að láta líta svo út. Nú er einungis verið að afla fjár í ríkissjóðinn til þess að bæta honum upp tekju- missi og gera honum fært að standa við skuldbindingar sínar. Það er rétt eins og engir aðrir en ríkissjóður þurfi að bæta sér upp tekjumissi og standa við skuld- bindingar. Til þess að ríkissjóður verði ekki fyrir tekjumissi og geti staðið við skuldbindingar sínar, er seilzt í vasa þeirra, sem orðið hafa fyrir enn meiri tekjumissi og þurfa að standa við enn þyngri skuldbindingar að tiltölu. Ríkissjóður hefði átt að sæta sömu kjörum og þegnarnir. Hann átti, eins og þeir, að baslast áfram, með tvær hendur tómar og vanskilaskuldir í öllum áttum, í stað þess að tryggja eigin af- komu með því að auka á þreng- ingar þegnanna. Auk þess, sem ríkisstjórnin ætlar með þessum aðförum að afla fjár í tóman sjóð ríkisins, vonast hún til þess, að eitthvað dragi úr innflutningi svo hún verði ekki alveg uppiskroppa með erlendan gjaldeyri. Eins og allir vita, er frjáls verzlun æðsta boðorð viðreisnar- stjórnarinnar og hefur sú stefna bakað þjóðinni stórtjón. Ríkis- stjórnin skirrist við að viður- kenna, að þessi stefna leiðir í ó- göngur. Nú vonast hún til þess, að þrengingarnar verði til að hefta þetta marglofaða frelsi, svo hún þurfi ekki beinlínis að vega að því sjálf. Mikil kjaraskerðing 1 bráðabirgðarlögunum er ekk- ert á kaupgjald minnzt. Almennt munu kaupgjaldssamn- ingar nú bundnir. En það getur varia verið tilviljun, að lögin falla úr gildi daginn áður en kaupgjald á næst að breytast. Fyrir þann tíma á að vera búið að undirbúa nauðsynlegar ráðstafanir til þess að svipta launþega þeirri hækkun, sem þeir eiga rétt á, vegna verð- hækkana, sem verða á tímabilinu frá 1. ágúst til 1. nóvember. Um það verður ekki deilt, að við þessar aðgerðir minnkar kaupgeta almennings stórum. Og eins og vant er, er kjaraskerðing- in því tilfinnanlegri sem fjöl- skyldurnar eru stærri. Því stærri fjölskyldur því þyngri skattar er boðorðið, sem fylgt' er. Þegar þessi nýja skattlagning bætist við skerta kaupgetu vegna stórlækkaðra launatekna, verður ekki annað séð, en að vá sé fyrir dyrum alþýðuheimilanna og að al- menningur verði að draga stór- lega úr kröfum sínum til lífsins. Menn verða tilneyddir að taka upp aðrar lífsvenjur, en tíðkazt hafa um skeið. Þing Alþýðusambands íslands kemur saman í haust. Vafalaust verða efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar þar mjög á dagskrá og ákvarðanir teknar um hversu við þeim skuli bregðast. Fj rsta sprautan Ekki er ein bára stök, segir máltækið. I kjölfar fyrstu hol- skeflunnar fylgja jafnan tvær aðrar. Og svo mun hér. í frétta- auka útvarpsins á þriðjudags- kvöldið fór fjármálaráðherra ekki dult með það, að enn væri von á tveim bárum. Þær heita geng- islækkun og hækkun söluskatts. Ótrúlegt er að þau fyrirheit verði til að glæða áhuga stjórnarand- stæðinga fyrir stjórnarsamstarfi. íslenzka efnahagskerfinu má einnig líkja við þungt haldinn sjúkling, sem leitazt er við að lækna. Innflutningsskattur var í fyrstu sprautunni, gengislækkun verður í þeirri næstu og sölu- skattshækkun í þeirri þriðju. Og áreiðanlega verður ekki látið þar við sitja. Kaupbinding og ef til vill bein kauplækkun verða lík- lega í fjórðu sprautunni. En engum, ekki einu sinni þeim sem læknisaðgerðina fremja, kem- ur í hug, að þessar sprautur færi sjúklingnum bata. I bezta falli geta þær linað þjáningarnar um tima. Það er uppskurður, sem þarf. Erfiðleikar sveitarfélaganna Það eru fleiri sjóðir tómir en ríkissjóður. Sveitarfélögin gegna að sínu leyti hliðstæðu hlutverki og ríkissjóður og standa með hon- um að margþættri starfsemi (tryggingamál, fræðslumál, liafn- argérðir o. fl. o. fl.). Sveitarfélög- in hafa, ekki síður en ríkissjóður, orðið fyrir stórkostlegum tekju- missi. I því sambandi má minna á, að frá því var skýrt í síðasta blaði, að útsvör og aðstöðugjöld 1 Austurlandskjördæmi væru í ár nær þriðjungi lægri en í fyrra. Sveitarfélögin neyðast nú til að stöðva framkvæmdir sínar og draga úr þjónustu sinni við þegn- ana. Af því hefur ríkisstjórnin ekki áhyggjur fremur en af minnkandi kaupgetu almennings. Það er aðeins ríkissjóður, sem hún hefur áhyggjur af. Sveitarfélögin hafa ekki sömu aðstöðu og ríkið til þess að bæta sér upp tekjumissinn, og líklega hafa sveitarstjórnir ekki sama vilja og ríkisstjórnin til þess að ganga á það lagið, að jafna hall- ann með því að þyngja álögur á almenning. Svo dæmi sé nefnt má minna á, að sveitarstjórnirnar á Seyðisfirði og Eskifirði og í Nes- kaupstað máttu hækka útsvars- stigann um 20%, en gerðu það ekki, þótt tekjurnar stæðust ekki áætlun, af því að þær vildu ekki ganga nær gjaldgetu almennings. Er þjóðstjórn æsklleg? Á þessu stigi málsins verður að sjálfsögðu ekkert um það sagt hver verður niðurstaðan af við- ræðum flokkanna. En í sambandi við þær hlýtur sú spurning að vakna hvort samstjórn allra flokka sé æskileg. Þótt vera kunni, að slík stjórn verði nauðsynleg til þess að bjarga því sem bjargað verður af skipbroti viðreisnarinn- ar, getur hún þó ekki talizt æski- leg. í þingræðislandi hefur stjórn- arandstaða miklu hlutverki að gegna. Standi allir flokkar að stjórn, verður engin stjórnarand- staða. Gagnrýni á stjórnaraðgerð- •ir verður þá lítil á opinberum vettvangi, og alls konar pólitískir sundurgerðarmenn fá byr í seglin. —o— Öllum er það ljóst, að við mikla erfiðleika er nú að etja. Sumpart eru þeir sjálfskaparvíti, en sum- part af óviðráðanlegum ástæðum. Vandinn er þó ekki aðallega aura- leysi ríkissjóðs, eins og ríkis- stjórnin virðist telja, heldur þeir miklu erfiðleikar, sem steðja að atvinnuvegunum og almenningi. Sá vandi er jafn óleystur eftir setningu bráðabirgðalaganna sem áður. Því miður virðist ríkisstjórninni lítil alvara með skrafi sínu um i Framh. á 3. síðu,

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.