Austurland


Austurland - 13.09.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 13.09.1968, Blaðsíða 4
AUSTURLAND Neskaupstað, 13. septemUer 1968. hrMepr sÉiiwpr í stoínun iMiln AustorWs Árið 1966 voru sett ný lög um iðnfræðsluna í landinu. Var þar m. a. svo á kveðið, að meginregl- an skyldi vera sú, að einn iðn- skóli væri í kjördæmi hverju, og skyldi menntamálaráðherra á- kveða skólasetur. Furðulegur dráttur varð á því, að ráðherra skæri úr um það hvar iðnskólarnir skyldu vera og var með þeim drætti beinlínis ikomið í veg fyrir að lögin gætu ikomið til framkvæmda. Sagt var |að þessi dráttur stafaði af því, fað ráðherra gæti ekki gert upp við sig hvor.t iðnskóli Norður- dands vestra skyldi vera á Siglu- firði eða Sauðárkróki, en lögin heimila ekki iðnskólahald á þess- um stöðum báðum. -Það var loks seint í júnímán- uði í vor að ráðherra tók rögg á sig og ákvað iðnskólasetur í öll- um kjördæmum, nema Norður- landskjördæmi vestra. Togstreit- Aðalfundur Sambands sveitar- félaga í Austurlandskjördæmi var haldinn að Hallormsstað 7. og 8. september. — Fundinn sóttu 43 fulltrúar frá 26 sveitarfélögum, en 8 sveitarfélög, sem rétt höfðu til að senda 8 fulltrúa sendu eng- an. Þá mættu og á fundinum allir þingmenn kjördæmisins, fram- kvæmdastjóri þess og formaður, fulltrúi Sambands íslenzkra sveit- arfélaga, forstöðumaður Akureyr- ardeildar Efnahagsstofnunarinnar og forstjóri Brunabótafélags ís- lands, sem flutti erindi á fundin- um. Mörg mál voru á dagskrá. Sambandinu voru sett ný lög, sem samin höfðu verið af milliþinga- nefnd. Meðal nýmæla í lögunum er það, að enginn megi sitja leng- ur í stjórn en tvö ár samfleytt, en þó var heimilað að endurkjósa nú tvo af stjórnarmönnum. Þá var stjórnarmönnum fjölgað úr 5 í 7. í stjórn voru kjörnír: Magnús Einarsson, Egilsstaða- kauptúni Kristinn V. Jóhannsson, Nes- kaupstað Jóhann Klausen, Eskifirði Hrólfur Ingólfsson, Seyðisfirði 5 Sigurður Hjaltason, Höfn, Hornafirði i Jón E. Guðmundsson, Búða- hreppi Gísli Jónsson, Vopnafirði. ' í varastjórn eiga sæti: Vilhjálmur Sigurbjörnsson, Eg- ilsstaðakauptúni Reynir Zoega, Neskaupstað an um Sauðárkrók og Siglufjörð heldur því enn áfram. - Samkvæmt tilskipun ráðherrans skal iðnskóli Austurlands vera í Neskaupstað. Þegar eftir móttöku tilkynningar þar um, skrifaði bæj- arstjóri ráðuneytinu og fór ein- dregið fram á að skólanefnd yrði þegar skipuð. Ráðherra á að skipa skó’.anefnd, fjóra nefndarmenn eftir tilnefningu sýslunefnda og bæjarstjórna á iðnskólasvæðinu, en einn án tilnefningar og er sá for- maður nefndarinnar. 1 bréfi sínu lagði bæjarstjóri áherzlu á að koma yrði skólanefndinni á hið bráðasta, því lítið yrði aðhafzt í málinu fyrr en það hefði verið gert og engin von um að skóla- hald gæti hafizt á eðlilegum tíma og með eðlilegum hætti í haust, ef skipun skólanefndar yrðí ekki hraðað. 3. júlí barst bæjarstjóra svo bréf frá menntamálaráðuneytinu Kristján Ingólfsson, Eskiíirði Leifur Haraldsson, Seyðisfirði Óskar Helgason, Höfn, Horna- firði Arnþór Þórólfsson, Reyoarfirði Páll Metúsalemsson, Vopnafirði. Af öðrum málum, sem fundur- inn tók til meðferðar og gerði á- lyktanir um, má nefna fræðslu- mál, atvinnumál og heilbrigðis- mál. Þá voru lögð fyrir fundinn drög að framkvæmdaáætlunum, sem framkvæmdastjóri sambands- ins, Bergur Sigurbjörnsson, hafði samið. Var þar fjallað um vega- mál, hafnargerðir, flugmál, sjón- varp og rafvæðingu. Er hér um að ræða umfangsmikil mál, sem vafaiaust verða mjög á dagskrá samtakanna á næstu árum. Ekki voru þessar áætlanir endanlega afgreiddar en haldið verður áfram að vinna að þeim. I upphafi fundar flutti fráfar- andi formaður, Sveinn á Egils- stöðum, skýrslu stjórnarinnar. Af henni má ráða, að stjórnin heíur verið athafnasöm og látið mörg mál til sín taka. Merkasta sporið, sem stigið var til eflingar sam- tökunum var það, að þau réðu sér framkvæmdastjóra og opnuðu skrifstofu. Fundarstjórar voru Guðmundur Magnússon, Egilsstaðahreppi og Helgi Gíslason, Fellahreppi, en fundarritarar Hermann Guð- mundsson, Beruneshreppi og Benedikt Þorsteinsson, Hafnar- hreppi. Síðar mun blaðið ef til vill birta einhverjar af ályktunum aðal- fundarins. dags. 1. júlí, þar sem hann var bsðinn að hlutast til um að sýslunefndir og bæjarstjórnir á iðnskólasvæðinu létu ráðuneytinu í té tillögur um menn í skóla- n.T'nd. Þótt hér væri um harla einkennilega málaleitun að ræða, brást bæjarstjóri vel við og skrif- aði hlutaðeigandi stofnunum sam- dægurs bréf, skýrði þeim frá til- mælum ráðuneytisins og fór fram á, að þær létu réðuneytinu í té tillögur sínar. Jafnframt mæltist bæjarstjóri til, að sýslunefndir og bæjarstjórnir reyndu að samræma tillögur sínar. Þegar ekkert svar barst, álykt- BIÍÉF TIL BL AÐSINS; Eitt er það mál. sem rnig hefur lengi furðað á, að enginn þeirra pennalipru manna, sem skiifa í blöð, og láta sé: fátt óviðkom- andi, skuli aldrei gera að umtals- efni. En þar á ég við að leigu bílstjórar mega ak.i fólki hvað gamlir sem þeir eru. Eg hef hér fyrir framan mig úrklippu úr blaði frá því í vor. Þar eru stutt viðtöl við fjóra aldraða bílstjóra. Lögð er fyrir þá sú spurning, hvort þeir ætli að hætta að aka eftir umferða- breytinguna. Sá fyrsti, 74 ára, lýkur svari sínu á þessa leið: „Ætli maður sulli sér ekki í þetta, fyrst farið var út í þessa vitleysu". Næsti var 80 ára og var búinn að fá sér nýjan bíl, svo hann ætlaði ekki aldeilis að hætta. Sá þriðji var 76 ára. Hann hafði ekki hugsað sér að hætta. „Viljandi hætti ég ekki“, svaraði hann. Sá síðasti, 81 árs, svarár: „Ekki hef ég hugsað mér það. Ætli maður reyni ekki að gutla þetta eitthvað áfram“. Og nú spyr ég: Hvers vegna hafa ekki verið sett lög um há- marksaldur leigubílstjóra? Þetta eru þó menn, sem bera ábyrgð á þeim farþegum, sem þeir aka. Og þó að þeir séu búnir að aka lengi, má ætla að þeir séu eitthvað farnir að tapa sér. Éig veit að löggjafinn hefur sett þau ákvæði, að embættismenn skuli láta af störfum þegar þeir eru orðnir sjötugir. Og meira að segja hafnarverkamenn i Reykja- vík, sem stundað hafa hafnar- vinnu svo lil alla ævi, verða nú að hætta þegar þeir eru orðnir 70 aði bæjarstjórn Neskaupstaðar, að annað hvort yrði málinu ekki sinnt, eða að tillögur hefðu verið sendar beint til ráðuneytisins án þess að aðilar ræddust við. Varð það því úr, að bæjarstjórn sendi sínar tiilögur í byrjun ágúst. Síð- an eru nú liðnar sex vikur án þess að skólanefnd hafi verið skipuð og er nú sýnt, að á Austurlandi verður enginn iðnskóli starfrækt- ur í haust eftir iðnfræðsluiögun- um nýju, en vonandi kemur ráðu- neytið því í verk að skipa nefnd- ina það tímanlega, að iðnskóli Austurlands geti tekið til starfa í byrjun næsta árs. ára. En leigubílstjórar mega víst aka svo lengi sem þeir geta sett í gang. Mér finnst það dæmalaust, að menn skuli hafa leyfi til að stunda leigubílaakstur hvað gaml- ir sem þeir eru, en að þeir, sem ekki bera ábyrgð á mannslífum, skuli skyldaðir til af löggjafanum að hætta sínu ævistarfi í fullu fjöri, bara af því að þeir hafa náð vissu aldurstakmarki, sem einhvern tíma var sett í lög. Eg vona að þetta mál verði tekið upp og ivett ýtarlega af þeim, sem einhvers mega sín og vald hafa til að leiðrétta þetta misræmi. eja. Ályhtun stjórnur hjör- dwróðs APuUnpt Á fundi stjórnar Kjördæmis- ráðs Alþýðubandalagsins á Aust- urlandi, sem haldinn var 31. ág- úst sl., var eftirfarandi ályktun vegna atburðanna í Tékkósló- vakíu samþykkt einróma: Við fordæmum innrás ríkja Varsjárbandalagsins í Tékkósló- vakíu undir forustu Sovétríkj- anna og freklega íhlutun um inn- anrikismál landsins, einnig fyrir innrásina. Með þessu framferði hafa forustumenn innrásarríkj- anna unnið níðingsverk á þjóðum Tékkóslóvakíu og kommúnista- flokki landsins. Hin tilefnislausa aðför gegn Tékkóslóvakíu er andstæð grundvallarhugmyndum sósíalista um samskipti milli þjóða, og við teijum þá, sem að l.enni standa, hafa brugðizt á hirin htrfiiegaota hátt .nálstað sósíalisma, þjóðf.• eísis og friðar. Frá aðalfundi S. S. A. Um hámarksaldur leígubílstjóra

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.