Austurland


Austurland - 20.09.1968, Side 1

Austurland - 20.09.1968, Side 1
ÆJSTURLAND MALGAGN ALÞYÐUBANDALAGSINS A AUSTURLANDI 18. árgangnr. Neskaupstað, 20. september 1968. 38. tölublað. Veoií di) AlþýðubandalaginH úr launsdtri Síðan í vetur hefur verið unnið að því að undirbúa róttækar skipulagsbreytingar á Alþýðu- bandalaginu í samræmi við álykt- anir síðasta miðstjórnarfundar. Fram að þessu hefur Alþýðu- bandalagið verið kosningasamtök, sem heimila félagsmönnum sínum að vera í öðrum stjórnmálasam- tökum jafnframt. En á landsfundi samtakanna eftir sex vikur, á að breyta skipulagi þeirra svo, að þau verði venjulegur stjórnmála- flokkur, sem ekki heimilar félög- um sínum aðild að öðrum stjórn- málaflokkum. Á miðstjórnarfundinum í vetur var sjö manna nefnd falið að semja drög að lögum flokksins. Hefur hún lokið störfum og til- lögur hennar hafa að undanförnu verið kynntar og ræddar í félög- um og kjördæmaráðum samtak- anna. Nefndin leggur til, að flokkur- inn marki sér sósíaliska stefnu og setji sér það mark, að koma á sósíalisma á íslandi eftir lýðræð- islegum og þingræðislegum leið- um. Er það í samræmi við marg- ar tillögur og samþykktir Alþýðu- bandalagsmanna og hafa stuðn- ingsmenn Hannibals Valdimars- sonar ekki sízt haldið hátt á lofti kröfunni um að Alþýðubandalag- inu yrði breytt í slíkan flokk. Upphlaup á Vestfjörðum I upphafi fundar í kjördæmis- ráði Alþýðubandalagsins á Vest- fjörðum 7. september gerðist það, að 11 Bolvíkingar og tveir menn aðrir gengu af fundi og hurfu jafnframt úr Alþýðubandalaginu. Hafði forsprakki þeirra áður les- ið upp langa yfirlýsingu, sem vera átti til skýringar þessu atferli. Er þar m. a. færð fram sú ástæða, að í ráði sé að breyta Alþýðu- bandalaginu í sósíalskan flokk, en því vilja þessir Vestfirðingar ekki una. Þá er skorað á alla þá, sem eru á Bolvíkingalínunni, að segja af sér öllum trúnaðarstorfum, sem þeir gegna innan Alþýðu- bandalagsins, segja sig úr sam- tökunum og fá aðra til þess að gera slíkt hið sama. Ekki hafa þó borizt fregnir um, að nokkur hafi orðið við þessari áskorun. En áskorunin staðfestir svo ljóst sem verða má, að hér er um beina, ógrímuklædda klofnings- iðju að ræða. Afstaða Hannibals I fyrstu munu flestir hafa ætl- að, að upphlaup þetta hafi verið gert að tilhlutan Hannibals og má vel vera, að svo hafi verið. En yfirlýsingin ber það með sér, að hún er ekki samin af Hannibal og hefur ekki verið lesin í hans eyru áður en hún var lögð fram. Hún er svo illa gerð og ambögu- leg, að útilokað er, að Hannibal, sem er maður vel ritfær og hefur gott vald á íslenzkri tungu, hafi látið annað eins frá sér fara. A. m. k. hefði hann ekki haft punkt og greinarskil, þar sem að réttu lagi á að vera komma. En þrátt fyrir þetta hefur andi Hannibals sjálfsagt svifið yfir vötnunum þar vestra. Atburðurinn á Vestfjörðum er í sjálfu sér engin stórtíðindi, en útvarpið og blöðin hentu hann á lofti og gerðu úr honum rosa- frétt. . Einn þeirra manna, sem kvadd- ur var til viðtals í sjónvarpi og hljóðvarpi var Hannibal Valdi- marsson, sem nú má víst telja fyrrverandi formann Alþýðu- bandalagsins. Hann tók mjög ein- dregna afstöðu með Bolvíkingum og kvaðst jafnan hafa tamið sér að hlusta á rödd fólksins og fara eftir henni. Nú hefði rödd fólks- ins borizt til sín frjáls og óþving- uð og mundi hann hlýða kalli hennar. Þá lýsti hann yfir því, að hann mundi ekki sækja lands- fund Alþýðubandalagsins í haust, ef hann væri sjálfráður gerða sinna. Ætla má líka, að hann hlýði rödd fólksins, segi af sér öllum trúnaðarstörfum innan sam- takanna og segi sig úr þeim og á eftir það ekki rétt til að sækja landsfundinn. Ekki kveðst Hannibal hafa í hyggju að stofna nýjan flokk, en tók ekki fyrir það, að hann kynni að snúa aftur til Alþýðuflokks- ins, en úr honum var hann rek- inn á sínum tíma. En ekki er víst, að á þeim bæ verði alikálf- inum slátrað til þess að fagna heimkomu týnda sonarins, miklu líklegra að sigað verði á hann hundum, i Bjöm Jónsson, alþingismaður, nánasti sálufélagi Hannibals, ku hafa lýst yfir því, að hann teldi vel koma til mála að þeir félagar stofnuðu nýjan flokk. Þola eklci lýðræði Eins og áður var á drepið, hef- ur því oft verið hreyft, að breyta bæri Alþýðubandalaginu í sósí- alskan verklýðsflokk. Hafa Hanni- balsmenn ekki sízt haft uppi há- værar kröfur um það. En nú, þeg- ar ákveðið hefur verið að hafa þennan hátt á, rísa þeir öndverð- ir gegn þeim fyrirætlunum. Þessi stefnubreyting sýnlr, að fyrir þeim félögum vakir ekki að stofna nýjan flokk, nema þeir geti fyrirfram tryggt sér þar tögl og hagldir. Það er valda- græðgi og drottnunargirni, sem er driffjöður þeirra. Þeir una ekki lýðræðislegum vinnubrögðum. Lýðræði er fallegt orð og þá ekki síður hugtakið, sem að baki því býr. En því aðeins vilja þessir menn hafa það í heiðri, að þeir geti notað það sér til persónulegs framdráttar og til að svala per- sónulegum metnaði sínum. Sé það ekki hægt, skal það fótum troðið. Frumhlaup Framkoma Bolvíkinga er frum- hlaup, sem sennilega hefur komið Hannibal og samstarfsmönnum hans í opna skjöldu. Margt bend- ir til, að þeir hafi ekki talið tíma- bært að láta til skarar skríða og að Bolvíkingar knýi þá til at- hafna fyrr en þeir töldu æskilegt. Og þar á ofan eru rök Bolvíkinga byggð á sandi. Meginástæðan, sem þeir færa fram er sú, að flutt hefur verið tillaga. Eftir var að ræða hana á réttum vettvangi og samþykkja. Það var fyrst eftir að samþykkt hafði verið gerð, að brotthlaup af þessari ástæðu var réttlætanlegt. Með framkomu sinni hafa Bolvíkingar kastað frá sér öllum möguleikum til þess að hafa áhrif á það, hvernig hin nýju flokkssamtök verða mótuð, hvaða stefnu þau marka sér og hvernig lögum þeirra verður háttað. Flestir munu vera þeirrar skoðunar, að Alþýðubandalagið eigi að vera sósíalskur flokkur, enda hefur öðru ekki verið hreyft fyrr en nú að gripið er í það hálmstrá í leit að klofningsástæðu. Framh. á 3. síðu. Fórst af slysförum Víðir Sveinsson, skipstjóri á Jóni Garðari, fórst af slysförum um borð í skipi sínu í fyrrinótt, þegar það var á leið á miðin norðaustur af landinu. Um nánari atvik er ekki vitað. Víðir var sor.ur Sveins Magn- ússonar, Hólsgötu 4 hér í bæ og íyrri konu hans, Sigurveigar Ket- ilsdóttur. Kvæntur var hann Jó- hönnu Óskarsdóttur frá Fram- nesi hér í bæ. Jafntefli Austurlandsmeistarar í knatt- spyrnu, A-lið Þróttar, er nú í Reykjavík í keppnisför. I gær- kvöld háði það sinn fyrsta kapp- leik og átti þá við Snæfellinga. Jafntefli varð, 3:3. Síldin nálgast Síldartorfurnar eru enn á hraðri leið vestur og eru komnar vestur um 0-lengdarbaug, en hafa enn ekki gengið að ráði suður fyrir 71° n. br. — Búizt er við, að þegar torfurnar koma vestur á 3—5° v. 1., þar sem kuldaskil munu vera í sjónum, taki þær að ganga suður á bóginn í átt á miðin úti fyrir Austurlandi. Veiði hefur glæðzt, þótt ekki verði talað um mikla veiði, og veiðiskipum fjölgar dag frá degi. Síld er líka tekin að berast á land á Austfjörðum og söltun er að komast í fullan gang. Síldin veldur skjótri breytingu á svip austfirzku þorpanna. I stað rólegs yfirbragðs og sums staðar kyrrðar og deyfðar, kemur fjör og þróttur, hávaði og iðandi mannlíf. Stundum hefur verið sagt, að gullgrafarasvipur færist yfir suma síldarbæina. Við höfum rökstudda ástæðu til þess að ætla, að mikil síld ber- ist að landi á Austfjörðum í haust og framan af vetri. Það, sem helzt er ástæða til að kvíða, er að veður spillist þegar líður á haustið. Þannig fór í fyrra. Allir fagna síldinni og enginn þarf að halda, að sjómenn og verkafólk taki ekki mannlega á móti. Mil smdbdtflútaerð I sumar hefur mikill fjöldi trillubáta og smærri vélbáta ver- ið gerður út frá Norðfirði. Um skeið öfluðu bátarnir ágætlega, en að undanförnu hafa aflabrögð verið miklu lélegri. En fiskurinn hefur verið smár og óhagstætt fyrir frystihúsin að vinna hann. Fiskurinn hefur haldið sig alveg uppi í landssteinum í allt sumar. Segja sjómenn, að til- gangslaust sé að renna fyrir fisk á dýpra vatni en 20 föðmum. Vita menn ekki hverju þetta sætir, en gera sér helzt í hugarlund, að I Framh. á 3. tdðu,

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.