Austurland


Austurland - 20.09.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 20.09.1968, Blaðsíða 2
2 ' AUSTURLAND’ Neskaupstað, 20. september 1968. Hvor M Mtdskóli Austurlands rísa! Hér fer á eftir greinargerð 1‘órðar Jóhannssonar, skólastjóra og Páimars Magnássonar, kenr.- ara, um menntaskólamálið. Er hún hin síðasta af þrem greinax-- gerðum, sem birzt hafa í blaðinu um þetta efni, en allar eru þær samdar á vegum Menntaskóla- nefndar Austurlands. —o— I umræðum þeim, sem undan- farið hafa farið fram um stað- setningu menntaskóla á Austur- landi, hafa einkum 3 staðir verið tilnefndir, þ. e. Egilsstaðir, Eiðar og Neskaupstaður. I nefnd þeirri, sem kosin var til að vinna að stofnun mennta- skóla á Austurlanai, höfum við tveir, sem undirritum þessa grein- argerð, einkum mælt með stað- setningu skólans í Neskaupstað. Munum við hér á eftir greina frá í helztu atriðum, sem við teljum renna stoðum undir þá skoðun okkar, að skólinn sé bezt settur þar. 1. Kostir þéttbýlis: Neskaupstaður er langfjölmenn- asta byggðarlag á Austurlandi og er ekki ástæða til að ætla að breyting verði á því í fyrirsjáan- legri framtíð. Líklegt verður að telja, að hlut- fallstala íbúa og nemenda haldist að mestu í hendur og að í Menntaskóla Austurlands verði fleiri nemendur úr Neskaupstað, en úr nokkru öðru byggðarlagi. Þessi staðreynd ein sér mælir með staðsetningu skólans í Nes- kaupstað, auk þess sem þetta þýddi að komast mætti af með minni heimavist þar, en í nokkr- um öðrum stað í fjórðungnum. Líklegt verður einnig að telja, að auðveldara verði að fá kenn- ara til skóla í þéttbýli en strjál- býli og liggja til þess margvísleg- ar ástæður, svo sem fjölbreyti- legra félags- og menningarlíf, meiri og margbreytilegri mögu- leikar til aukastarfa o. s. frv. Þarf ekki að fjölyrða um hver höfuðnauðsyn það er hverjum skóla, að til hans veljist hinir hæfustu kemiarar. Má einnig á það benda, að hver skóli þarf jafnan á einhverjum stundakenn- urum að halda, og mun það ekki ágreiningsefni, að í þéttbýli eru að jafnaði fleiri menn, sem geta tekið slíka kennslu að sér. 2. Kostir nábýlis við aðra skóla Menntaskólanám er framhald af námi því, sem fram fer í gagn- fræðaskólunum. Hafa verið uppi allsterkar raddir um það undan- farin ár að koma á enn nánara samstarfi þessara skólastiga. í Neskaupstað hefur lengi starf- að fjölmennur og öflugur gagn- fræðaskóli með landsprófsdeild og gagnfræðadeild. Telja verður að menntaskóla væri fremur styrkur en ekki að slíkri stofnun og þá ekki sízt fyrstu árin. Einnig má benda á, að afráðið mun nú, að Iðnskóli Austurlands verði staðsettur í Neskaupstað og einnig mun rekstur tónlistarskóla sem legið hefur niðri nokkur ár, nú hefjast að nýju og þá á veg- um bæjarfélagsins. Gæti orðið margvíslegur stuðningur að fyrir- greindum skólum og raunar gagn- kvæmt m. a. með hagkvæmri nýt- ingu sérmenntaðra kennslukrafta. 3. ILliðarstofnanir I hverjum skóla, og þá ekki sízt menntaskóla, fer fram margs- konar starf annað en bóknámið eitt, svo sem íþróttir, verklegt nám, félagsstarfsemi o. fl. Öll þessi starfsemi útheimtir ýmsar hliðarstofnanir, íþróttahús, sundlaug söfn o. s. frv. Þar, sem slíkar stofnanir eru ekki þegar fyrir hendi, þarf að byggja þær frá grunni jafnhliða skólanum. Þarf ekki að fjölyrða um hvílíkur kostnaðarauki það yrði og því sízt til þess fallið að flýta fyrir að upp risi menntaskóli á Aust- urlandi, því varla þarf að vænta þess, að ríkissjóður leggi greiðar til þessara framkvæmda en ann- arra en skólamál varðar. I Neskaupstað eru ýmsar þess- ar stofnanir þegar fyrir hendi, svo sem sundlaug, veglegt íþrótta- hús (í byggingu), allgott bóka- safn, vísir að náttúrugripasafni, veglegt félagsheimili og gæti þetta allt komið væntanlegum mennta- skóla til góða. 4. Almenn þjónusta Auðvitað er, að nemendur og starfsmenn væntanlegs mennta- skóla þurfi á ýmiskonar almennri þjónustu að halda. Neskaupstaður býður upp á meiri fjölbreytni á þessu sviði en nokkurt annað byggðarlag á Austurlandi. Má þar til nefna þvottahús, efnalaug, skóvinnustofu, barnaheimili, rak- arastofu, tannlækningastofu og síðast en ekki sízt gott sjúkra- hús. Ef til vill geta sum þessi at- riði, sem nú hafa verið rakin, talizt léttvæg, en allt verður þetta þó að teljast væntanlegum kennurum, starfsfólki og nem- endum til hagræðis og þæginda og sumt jafnvel lífsnauðsyn svo sem sjúkrahúsið. 5. Samgöngur Ein aðalröksemd þeirra, sem mælt hafa með staðsetningu Menntaskóla Austurlands á Eg- ilsstöðum, hefur verið sú, að sá staður lægi betur við samgöng- um en önnur byggðarlög á Aust- urlandi. Þetta er þó ekki nema hálfur sannleikur og fer þá eftir því við hvað miðað er. Það er að vísu rétt, að Egils- staðir búa við örastar og Örugg- astar flugsamgöngur við höfuð- staðinn. Einnig má segja, að Eg- ilsstaðir séu vel settir með sum- arsamgöngur við öll byggðariög á Austurlandi, en hvað vetrar- samgöngum viðvíkur var’a nema innanhéraðs og við allra næstu firði. Hvað samgöngur að sumarlsgi snertir er Neskaupstaður lítið verr settur en Egilsstaðir og greiðar flugsamgöngur eru milli Reykjavíkur og Neskaupstaðar allt árið. Hvað vetrarsamgöngur á landi varðar er Neskaupstaður óneitan- lega nokkuð afskiptur, en þó stendur það til bóta með væntan- legri lagfæringu Oddsskarðsvegar. Eitt hefur þó Neskaupstaður fram yfir Egilsstaði í samgöngu- legu tilliti, en það er lega hans við sjó og höfn. Menntaskóli starfar að vetrar- Á fjölsóttum fundi í Kjör- dæmisráði Alþýðubandalagsins á Austurlandi, sem haldinn var á Egilsstöðum sl. sunnudag, var samþykkt einróma eftirfarandi ályktun vegna tilrauna til klofn- ings innan Alþýðubandalagsins: Við lýsum yfir andúð okkar og furðu vegna þeirra klofningstil- rauna, sem fram hafa komið hjá nokkrum fulltrúum í Kjördæmis- ráði Alþýðubandalagsins á Vest- fjörðum. Einmitt nú er að því unnið að endurskipuleggja Al- þýðubandalagið og gera úr því lýðræðislegan, sósíalískan stjórn- málaflokk. Samþykktir um það hafa verið gerðar af stofnunum Alþýðubandalagsins, og ekki var annað vitað en full samstaða ríkti um það mál. Slík endurmótun Alþýðubanda- lagsins í stjórnmálaflokk hefur nú um skeið verið yfirlýst stefnu- mið samtakanna og Hannibal Valdimarsson ásamt öðrum staðið að samþykktum um það. Hins vegar hefur Hannibal nú um hríð ekki sinnt þeim störfum, sem hann var til kjörinn af bandalag- inu og ekki tekið þátt í viðræðum um málefni þess. Við hörmum það að formaður Alþýðubandalagsins skuli nú ganga fram fyrir skjöldu og taka undir við sundrungaröfl á þeirri stundu, þegar öll skilyrði eru fyrir hendi til að gera Al- þýðubandalagið að öflugra bar- áttutæki en áður fyrir íslenzka lagi. Það eru því vetrarsamgöng- ur innanfjórðungs, sem mestu varða, því telja verður líklegt, að langmestur hluti nemenda Mennta skóla Austurlands verði úr fjórð- ungnum og nauðsyn mest á greiðu sambandi þeirra við heimili sín og heimabyggð. Því verður ekki á móti mælt, að samgöngur á sjó hafa til þessa verið öruggasti tengiliður milli flestra byggðalaga á Aust- urlandi allt frá Hornafirði til Langaness og mun svo vera um ófyrirsjáanlega framtíð. Strand- siglingar hafa um nokkurt skeið verið ófullnægjandi, en bættar strandsiglingar eru nú mjög á dagskrá bæði til mannflutninga og vöruflutninga. Það má því teljast höfuðnauð- syn, að Menntaskóli Austurlands verði reistur við höfn, og af þeim byggðarlögum, sem það skilyrði uppfylla verður Neskaupstaður að teljast bezt til þess fallinn að taka á móti slíkri stofnun og veita henni æskileg vaxtarskil- yrði. Þórður Kr. Jóhannsson. Pálmar Magnússon. Ritst jóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT alþýðu, jafnframt því sem upp- bygging þess verður löguð að nú- tíma aðstæðum og fullkomið lýð- ræði tryggt innan þess. Fundurinn lýsir yfir undrun sinni á því, að formaður Alþýðu- bandalagsins, sem studdur hefur verið til forustu í Alþýðusambandi Islands af alþýðubandalagsfólki, skuli nú bregðast þannig stjórn- málasamtökunum einmitt þegar mest ríður á fullri samstöðu. Ljóst er, að sá vandi sem nú blas- ir við allri alþýðu manna verður ekki leystur af þeim pólitísku forustumönnum, sem neita að una lýðræðislegum ákvörðunum. Við lýsum fyllsta stuðningi okkar við samþykkt miðstjórnar Alþýðubandalagsins frá síðast liðnum vetri um flokksstofnun og væntum þess að sem breiðnst samstaða náist um uppbyggingu flokks Alþýðubandalagsmanna á landsfundinum í nóvember. Skor- ar fundurinn á stuðningsfólk Al- þýðubandalagsins um land allt að sameinast um það þýðingarmikla verkefni og svara þannig á verð- ugan hátt klofningstilraunum nokkurra manna á Vestfjörðum. Alþýðubandalagsmenn á Austur- landi munu vinna að því af alefii að treysta Alþýðubandalagið, þannig að það verði að landsfund- inum loknum færara en áður til að rækja hlutverk sitt sem brjóst- vörn vinnandi fólks í landinu á sviði stjórnmálabaráttunnar. Sundrungaröflum svarað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.