Austurland


Austurland - 20.09.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 20.09.1968, Blaðsíða 4
4 m r AUSTURLAND Neskaupstað, 20. septemBer 1968. TT- Tónskóli Neskaupsiaðar Það er ástæða til að vekja at- hygli á því, að Tónskóli Nes- kaupstaðar tekur til starfa í byrjun október. Svo sem bæjarbúum er kunn- ugt, hefur tónlistarskóli starfað hér alltaf öðru hverju á undan- förnum árum. Hlé hefur samt jafnan orðið og eingöngu vegna þess að ekki hafa fengizt tónlist- arkennarar, en ekki af því, að á- hugi hafi ekki verið fyrir hendi eða að þátttöku hafi skort. En þótt skipulögð tónlistar- kennsla hafi legið niðri um skeið, er síður en svo að allt tónlistar- líf hafi fallið í dá. Nokkrir ein- staklingar hafa jafnan haldið uppi einhverri hljóðfærakennslu. Ber þar fyrstan að nefna Hara'Jd Guðmundsson prentara, sem um margra ára bil hefur stjórnað Lúðrasveit Neskaupstaðar ''ið góðan orðstír og sívaxandi vin- sældir. En fleiri hafa lagt þar liönd að verki, má t. d. nefna Höskuld Stefánsson og Jón Mýr- dal. En þó að kennsla allra þessara manna hafi komið mörgum að gagni og verið ómetanleg fyrir tónlistarlíf í bænum, þá er tón- listarskóli með föstu starfsliði skilyrði þess að börn og ungling- ar fái það tóniistaruppeldi, sem telja verður ómissandi þátt í al- mennri fræðslu og menningarlífi nútímans. Bæjarstjórn Neskaupstaðar mun m. a. hafa haft það sjónar- Síðastliðinn sunnudag hélt Kjördæmisráð Alþýðubandalags- ins á Austurlandi fund á Egils- stöðum, og var hann vel sóttur, þar eð mættir voru 27 fulltrúar frá sjö alþýðubandalagsfélögum í kjördæminu. Aðalmál fundarins voru að ræða um stjómmálavið- horfið og undirbúning að lands- fundi Alþýðubandalagsins, sem haldinn verður í byrjun nóvember. Hafði Lúðvík Jósepsson alþingis- maður framsögu um viðhorf í landsmálum, meðal anriars með tilliti til þeirra viðræðna, sem nú fara fram milli fuiltrúa stjórn- málaflokkanna. Kynnt voru og rædd drög að lögum, sem lögð verða fyrir landsfund Alþýðu- bandalagsins, en þau hafa nú ver- ið send öllum alþýðubandalagsfé- iögum til umsagnar. Þá var til umræðu viðleitni nokkurra aðila á Vestfjörðum til að sundra Alþýðubandalaginu, og samþykktu fundarmenn allir skorinorða ályktun, þar sem öll- um slíkum tilraunum er andmælt. Er sú ályktun birt hér í blaðinu í dag. ..„..gigyroUí Dlöudul slsllaði áliti mið í huga þegar hún á fundi sínum hinn 3. marz 1967 sam- þykkti að stofna Tónskóla Nes- kaupstaðar og kaus skólanefnd til þess að vinna að því að koma skólanum á fót. 1 nefndina voru kjörnir: Gunn- ar Ólafsson, Haraldur Guðmunds- son og Jón Mýrdal. Ætlunin var að skólinn tæki strax til starfa haustið 1967, og hóf nefndin þeg- ar undirbúning að því. En eins og oft áður, strandaði allt á kennaraleysi. Gekk svo lengi unz að því kom að leitað var fyrir sér erlendis, og var það samkvæmt ábendingu ágæts for- ustumanns í tónlistarmálum. Benti hann á að tónlistarlíf á Is- landi væri að verulegu leyti byggt upp af útlendingum. Eftir að hafa fengið neikvætt svar frá Þýzkalandi var leitað til Tékkóslóvakíu og kom innan tíð- ar tilboð þaðan um kennara. Var fljótlega gengið frá samningum og kennari ráðinn til tveggja ára. Hér er um að ræða konu að nafni Milada Janderová. Hefur hún lokið kennaraprófi frá Tón- listarháskólanum í Prag með mjög lofsamlegum vitnisburði og síðan kennt við tónlistarskóla í Prag um 10 ára skeið með mjög góðum árangri að því er vottorð herma. Er hún hingað komin með fjöl- skyldu sína, mann og tvö börn, tveggja ára dreng og sjö ára telpu. | i. Skólanefnd Tónskólans er ekki nefndar, sem kosin var á aðal- fundi sl. vor og fjallaði um sam- göngumál á Austurlandi. Stað- festi fundurinn álitsgjörð nefnd- arinnar, og verður hún væntan- lega birt síðar. — Þá kaus fund- urinn þrjár nefndir til að vinna að tillögum um nýjungar í at- vinnulífi á Austurlandi. í nefnd- irnar voru kjörnir þessir menn: Sjávarútvegsmál: Jóhannes Stefánsson, Davíð Vigfússon og Eiríkur Bjarnason; til vara: Jó- hann K. Sigurðsson og Baldur Sveinbjörnsson. Landbúnaðarmál: Sigurður Blöndal, Helgi Seljan, Torfi Steinþórsson; til vara: Gunnar Valdimarsson og Þórar- inn Ásmundsson. Iðnaðarmál: Sig- urður Gunnarsson, Ólafur Gunn- arsson og Garðar Eymundsson; til vara: Þorsteinn Þorsteinsson og Óskar Ágústsson. Fundurinn lýsti yfir stuðningi sínum við ályktun stjórnar Kjör- dæmisráðsins vegna innrásarinnar í Tékkóslóvakíu, en sú ályktun birtist í síðasta blaði. Fundinum stjórnaði Sveinn Árnason, Egils- stöðum, en fundarritari var Örn Scheving, Neskaupstaði í neinum vafa um það, að skólinn hefur fengið mjög hæfan kenn- ara. Eftir er svo að búa hannig að skólanum, að þessi hámennt- aða tónlistarkona fái notið sín. Ríður á miklu að það takist vel og þar verða allir áhugasamir tónlistarunnendur hér i bæ að leggjast á eitt. Fyrsta skilyrðið er að skólinn fái aðsókn. Skólanefnd er bjart- sýn í þeim efnum og byggir það m. a. á reynslu frá fyrri árum þegar tónlistarskóii hefur starfað. Reynt var að stilla nemenda- gjöldum í hóf m. a. vegna hins erfiða atvinnuástands er nú geng- ur yfir. En þessi skólastofnun er mjög dýr og óhugsandi að sleppa nemendagjöldum alveg. Að vísu veitir ríkið allríflegan styrk til tónlistarfræðslu samkvæmt lög- um frá 9. apríl 1963, en hann er þó aldrei meira en % af kostnaði við skólahald. Nokkrir hafa látið í ljós Fyrir skömmu birtist í blaðinu Degi á Akureyri fréttapistill frá Egilsstöðum eins og oft áður, merktur V. S., sem mun útleggj- ast Vilhjáimur Sigurbjörnsson. Segir þar m. a.: „Atvinna hefur verið allgóð í Egilsstaðakauptúni að undanförnu, enda eini staður- inn að heita má, sem bygginga- framkvæmdir eru. Verið er að reisa tug íbúðarhúsa, kirkju, stórt verzlunarhús og næstu daga verð- ur væntanlega byrjað á lands- símahúsi, og þar fyrirhugað sjálf- virkt símkerfi". 1 þessu er það eitt rangt, að Egilsstaðakauptún sé að heita má eini staðurinn þar sem byggt sé. Sem betur fer er víðar byggt og sums staðar meira en í efra. Mér telst svo til, að í Neskaup- stað séu nú í smíðum 39 íbúðir og eru margar þeirra mjög vel á veg komnar og verður flutt í þær sumar á þessu ári. Auk þess hef- ur verið flutt í nokkrar íbúðir sem fullgerðar hafa verið á árinu. Rétt er að taka það fram, að ekki hefur verið byrjað á nema 8 íbúð- um á þessu ári. Auk þess, sem hér er talið, hef- ur verið unnið að byggingu lækn- isbústaðar, íþróttahúss og barna- heimilis, byggt hefur verið yfir eina söltunarstöð og yfirbygging- ar annarra stækkaðar og fullgerð- ar. Og loks er hafin smíði póst- og símahúss „og þar fyrirhugað sjálfvirkt símkerfi“. Það er eins og sumir telji Norð- fjörð ekki með þegar talað er um Austurland. V. S., fyrrum bæjar- fulltrúi í Neskaupstað, sýnifet vera í þessum hópi. Og við beir að menn hitti svo þröngsýna Hér- áhyggjur vegna þess að aðalkenn- arinn kann ekki íslenzku. Það dylst engum, að þetta veldur byrj- unarörðugleikum, og þetta var skólanefndinni ljóst. Þess vegna kynnti hún sér reynslu annarra af erlendum tónlistarkennurum, áður en ákvörðun var tekin. Öll- um bar saman um, að kennsla þessa erlenda fólks komi að full- um notum, auk þess, sem margt af því lærði málið ótrúlega fljótt. Frú Janderová er vel að sér í tungumálum, talar ensku og auk þess nokkuð í þýzku og frönsku, og að sjálfsögðu rússnesku, svo að hún er ekki í vandræðum með að gera sig skiljanlega. Sama er að segja um mann hennar, sem er rafmagnsverkfræðingur að mennt. En til þess að létta undir með henni fyrst í stað mun Haraldur Guðmundsson verða hjálplegur, auk þess, sem hann verður stunda- kennari við skólann, kennir á blásturshljóðfæri og fleira. Innritun í skólann fer fram á morgun á bæjarskrifstofunni, en ekki í Tónabæ, eins og auglýst hefur verið. G.Ó. aðsmenn, að í þeirra augum er Hérað og Austurland tvö orð yf- ir sama hugtak. Öllum ætti þó að vera ljóst, að án fjarðabyggðar- innar væri Héraðið fyrir löngu komið í eyði að mestu leyti eða öllu. Sú landafræði, að telja ekki Norðfjörð með þegar talað er um Austurland, minnir ekki svo lítið á þá Reykvíkinga, sem sagt var að teldu Hringbrautina yztu mörk íslenzkrar menningar, en það sem þar væri fyrir utan hálfgert Skrælingjaland, byggt 3. flokks fólki, sem lifði sníkjulífi á innan- Hringbrautarmönnum. R.Þ. ystefiM m fóiks Nokkrir ungir Alþýðubanda- lagsmenn hafa boðað til ráðstefnu í Borgarnesi dagana 5.—6. októ- ber nk., þar sem fjallað verður um þjóðmálin almennt og skipu- lag og stöðu Alþýðubandalagsins. Ráðstefna þessi er opin félögum í Alþýðubandalaginu, 35 ára og yngri. Þeir sem til ráðstefnunnar boða er þessir einstaklingar. Finnur Torfi Hjörleifsson, Gísli B. Björnsson, Gísli Gunnarsson, Guðrún Helgasoóttir, Halldór Guðmundsson, Hjörleifur Gutt- ormsson, Ragnar Arnalds og Sig- urður Magnússon. Nánari tilhög- un ráðstefnunnar verður auglýst síðar, en þeir sem áhuga hafa á að sækja ráðstefnuna geta leitað upplýsinga hjá einhverjum ofan- greindra eða á skrifstofu Al- þýðubandalagsins í Reykjavík, sími 18081, milli kl. 15 og 18 dag- lega. Frá fundi Kjördœmisráds Skrítin landafrœði

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.