Austurland


Austurland - 27.09.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 27.09.1968, Blaðsíða 1
MÁLGAGN ALÞÝQIJBANDAUI STURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 27. sepiember 1968. 39. tölublað. Síldartorfurnar ndlgast landið „Svoríur sjór" of síld, en hún er mjög stygg Síldartorfurnar ganga nú hratt suður á bóginn og með sama áframhaldi verður þess ekki langt að bíða, að þær komi á Rauða torgið. Munu torfurnar nú vera komnar suður fyrir 69° n. b. og vestur á 5° v.l. — Eru torfurnar nú nær landinu en þær voru á sama tíma í fyrra. Síldarmagnið er mjög mikið og í fyrradag bárust þær fregnir frá leitarskipi að sjórinn væri svartur af vaðandi síld. En veiðin er ekki að sama skapi mikil, því síldin er enn mjög stygg og erf- ið viðureignar. Þó hefur veiðin glæðst til muna að undanförnu. Miklu færri skip hafa til þessa Þróttmikið Þróttarstarf Frá aðalfundi fétagsins Mánudaginn 16. september var aðalfundur íþróttafélagsins Þrótt- ar haldinn í Egilsbúð og sóttu hann á annað hundrað manns. tJr skýrslu formanns: Allmikil gróska var í íþróttalíf- inu síðastliðið ár og nokkrar end- urbætur gerðar. 1 skíðaskálanum í Oddsdal var komið upp 20 kílówatta rafstöð og bætti það mjög alla aðstöðu til skíðaiðkana. Haldin voru fimm skíðamót. Harðarmót, Þróttarm. Firmakeppni, Þorramót og Aust- urlandsmót. Var frammistaða Þróttarmeðlima allgóð. Eftir áramót var komið upp skautasvelli á íþróttaveliinum. Sóttu þangað jafnt ungir sem gamlir. Frjálsar íþróttir hafa færst í vöxt og margt efnilegra frjáls- íþróttamanna og kvenna, en að- staða miður góð. I sumar var æft Þróttarsund og sáu þeir Stefán Þorleifsson og Lindberg Þorsteinsson um það. Knattleikir voru iðkaðir sem fyrr og frammistaða allgóð. Reyndust handknattleiks- og fot- boltalið sigursæl í þeim kappleikj- um, sem háðir voru. Þróttarfélagar tóku þátt í öll- um undirbúningi að 13. lands- móti ungmennafélaganna, sem haldið var dagana 13.—14. júlí að Eiðum. Einnig átti Þróttur flesta keppendur af Austurlandi. 28. júní kom hingað þrjátíu manna hópur íþróttafólks frá Sandavogi í JTæreyjum, dvaldist hér í fimm daga. Er þetta fyrsta heimsókn erlends íþróttaflokks til bæjarins. Tókst heimsóknin í alla staði vel. I veizlu, sem bæj- arstjórn Neskaupstaðar hélt gest- unum var Þróttarfélögum boðið í samskonar heimsókn til Færeyja á sumri komanda. Verður allt gert til þess að hægt verði að fara þessa ferð og yrði það ánægjulegt fyrir alla aðila. Alls voru haldnir 28 fundir á vegum félagsins, 40—50 kappleik- ir háðir á vellinum, haldin 7 bingó og 3 dansleikir og gengist fyrir leikfangahappdrætti. Einnig Framh. á 3. síðu. fengist við veiðarnar en í fyrra, en búast má við að fjöldi skipa bætist nú í hópinn. Talið er að um 100 íslenzk skip hafi verið að veiðum í norðurhöfum og í Norð- ursjó. Aflinn er aðeins fjórðung- ur þess, sem hann var á sama tíma og í fyrra,~en verðmætari að tiltölu þar sem meira hefur verið saltað. I lok síöustu viku var heildar- aflinn 54.187 lestir, en var 216. 175 lestir á sama tíma í fyrra, eða nær fjórum sinnum meiri. I ár hafa 38.428 lestir farið í bræðslu, en 207.837 lestir á sama tíma í fyrra. Nú hefur verið salt- að í 57.514 tunnur (9.907 í fyrra). Frystar hafa verið 47 lestir (147). I ár hefur 7.315 lestum verið landað erlendis og er það 600 lestum meira en í fyrra. Til Austfjarða hefur borist talsvert af síld að undanförnu og hefur verið lagt kapp á söltun. Atvinnuleýsi mun nú allsstaðar úr sögunni, enda er slátrun líka hafin. Gera menn nú ráð fyrir mikilli vinnu á næstu mánuðum. Síld sú, sem nú veiðist, er full af átu og því vandmeðfarin. Hef- ur af þeim sökum lítið verið salt- að úr þeim bátum, sem komið hafa síðustu daga. Hrólfur formaður má$0 ^á*e*í«»#*»**íK, Hið eiginlega sumar er nú senn á enda, og aðeáns f jórar vikur til vetrar samkvæmt a!manak!inu. Ve5ráttan var hagstæð hér á Aust- urlandi í júlí og ágúst og breytti mjög viðhorfum til hins betra i landbúnaði. Veitti sannarlega ekki af, því að þar var útlitið svart að voíi. Við sjávarsíðuna hefur atvinnulíf ver'ið með daufasta móti, en nú hefur síldin tekið rétta steí'nu og söltun er hafin á nokkrtim sttiðum. — Myndin hér að ofan er frá Norðfirði, og sést, vel flugvöliurinn við fjarðarbotninn og kaupstaðurinn handan fjarðar. — Ljósm. H. Cr, Hrólfur Ingólfsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði hefur verið kosinn formaður Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi. Suðurfer Þróttor Eins og áður hefur verið getið í blaðinu fór knattspyrnuflokkur Þróttar suður til Reykjavíkur í síðustu viku, til þess að heyja úr- slitakeppni í III. deild Knatt- spyrnumóts Islands. 4 lið áttust þar við um tvö sæti í H. deild næsta knatttspyrnutímabil. Ekki féll það Norðfirðingunum í skaut að hreppa annað þessara sæta, heldur höfnuðu þeir neðstir í keppninni, hlutu 1 stig af 6 mögulegum, meðan lið Snæfell- inga og Húsvíkinga hlutu 4 stig hvort og ísfirðinga 3 stig. Einstakir leikir liðsins fóru þannig: Þróttur — Snæfellingar 3 -3; Þróttur — ísfirðingar 0 -2; Þróttur — Húsvíkingar 2 -5; Nú segja markatölurnar í leikj- unum ekki allt um gang þeirra og á þetta einkum við um leikinn gegn Húsvíkingum, þar sem N'orðfirðingar virtust ekki hótinu lakari, en mjög slæm mistök or- sökuðu flést mörk, sem þeir fengu á sig í þeim leik. Það sem einkum virtist há liðinu var of mikil virðing fyrir mótherjunum samíara reyhsluleysi í keppni við lið af svipuðum styrkleika eða lítið eitt sterkari. En förin hefur tvímælalaust orðið liðinu til góðs, og liðsmenn koma heim með aukna reynslu og vitandi að það að heyja keppni sem þessa er síður en svo vonlaust. Maður slasast Það vildi til sl. laugardag, að Skarphéðinn Stefánsson, verkam. Egilsbraut 9 slasaðist mikið, er verið var að draga trillubát á land. Þetta atvikaðist svo, aö nælon- kaðall hafði verið dreginn gegn L Framh. á 2. siðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.