Austurland


Austurland - 27.09.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 27.09.1968, Blaðsíða 2
2 ' AUSTURLAND ’ Neskaupstað, 27. september 1968. Benedikt Gíslason frá Hoftegi: Hvar M menntashóli Austurlands rísa ? Mínir ágætu vinir austanlands, þeir Lúðvík Ingvarsson, fyrrver. sýslumaður og Skjöldur Eiríksson skólastj. hafa lýst áliti sínu á stað fyrir menntask. á Austurl. Þetta ætla ég að þeir geri að gefnu til- efni. Þeir eru sammála um stað fyrir þennan skóla á Egilsstöðum og þyrfti nú að vera hægt að greina á milli þess, sem er hið gamla, góða höfuðból, Egilsstaðir og kauptún það, sem risið hefur upp í landi þess, en það hefur enn ekki verið gert. En það er fyrsta athugunarefni þessa máls, því landrými gefst nóg á Egilsstöð- um, en ég veit ekki hvað því líð- ur á afmarkaðri kaupstaðarlóð, sem eflaust má stækka á kostnað Egilsstaðalands. Enginn er sá staður á Austurlandi, er eigi mætti bera þennan skóla með sóma, ef hér á fullgerður mennta- skóli að nema land á auðn, og síst er þar undan að færa Egús- staði, jörð og kaupstað. Éig er þó heldur á móti þessu þegar ann- að er haft í huga, eins og mynd- arskóli á Eiðum, í þeim hinum sama stíl, sem eins og hefur ver- ið feður menntaskóla, t.d. á Ak- ureyri. Ekki hefði verið hægt að endurreisa Akureyrarskóla sem menntaskóla, án hins beina sam- bands við skólann sem þar var fyrir. Hvað Eiða snertir verður mér borið á brýn, að ég er hlut- drægur með vissum hætti, en þeirri hlutdrægni minni finn ég stað og teldi ég nú hið fyrsta, að ekki mun menntaskóli geta hafið starf á Austurlandi án sambands við samskonar skóla í fjórðungn- um, en þeir eru einungis á Eið- um og Norðfirði. Éig held að það sé tómt mál að tala um það, að ríkið geti byggt menntaskSla að nýju, hér eða þar, og búið hann tækjum og kennaraliði algerlega „prívat“ fyrir þann hinn sama skóla. Á Eiðum er nú mikill húsa- kostur og til margra hluta nyt- samlegur, er nám snertir, og sýn- ist ekkert til fyrirstöðu, að þar megi veita stúdentsmenntun, nema að fjölga bekkjardeildum með nokkurri húsabót og auknu kennaraliði, sem ekki mundi vera þriðjungur þess kostnaðar, sem af frístandandi menntaskóla leiddi. Menntaskóli er stúdentsnám en ekki höll. Ég geri ráð fyrir að líku máli gegni um skólann á Norðfirði, en þó ekki sama máli og á Eiðum. Fljótsdalshérað og Austurland allt, hefur miklar virðingar af sínum myndarlega skóla á Eiðum, einum sögufræg- asta stað á Austurlandi, og mér finnst ég einhvernveginn ekki gkilja ^að — kgnnski fyrir hlut- drægninni — að það sé ekki, og geti ekki verið, metnaður Aust- firðinga, að gera Eiða að voldug- um skólabæ, því að það vantar fleiri skóla, og suma framar menntaskóla, á Austurlandi, eins og búnaðarakademíu, sem enginn maður mundi telja betur setta annarsstaðar en á Eiðum. Ég held að skólabæir séu ágætar stofnanir, og ég held að mennta- skóla væri hagur í því, að vera í skólabæ, og ég held að skóla- bær hafi gott af menntaskóla. Ég held að skólum sé hagur að því að styðja hver annan, og ég held að stuðningur, hver við annan, sé menntamál. Aðstöðu til um- svifa þarf ekki að bera saman á Eiðum og Egilsstöðum, hún er fremri á Eiðum hvað sem metið er. Og ég ætla ekki að gera neitt úr þessum 14 km., sem Eiðar eru utar á Héraði en Egilsstaðir, því kaupstaður á Egilsstöðum byggist í átt til Eiða, er litlar stundir líða. Og þegar mönnum þykir sem ekkert sé, 35 km. leið milli Reyðarfjarðar og Egils- staðakauptúns, nú þegar, munu fáeinir km. frá kaupstað ekki skipta máli fyrir skólabæinn á Eiðum, eða neina er þangað sækja. En höfuðatriði máls nú er þetta: Menntaskóli getur fljót- lega hafist á Eiðum í sambandi við hinn myndarlega skóla, sem þar er en alger nýhöfn á Egils- stöðum ekki fyrr en um aldamót og það ræður afstöðu minni fram- ar hlutdrægninni og með henni. Það er fugl í hendi fyrir ríkið og Austfirðinga að hefja stúdents- nám á Eiðum, en það er refur í Spanarhól að biðja um frístand- andi skóla annarsstaðar. Og séu Austfirðingar samhuga um það að láta hefja stúdentsnámið, þá láta þeir gera það fljótlega á Eið- um. Á móti þeirri kröfu, almennri verður ekki staðið. Deili þeir mál- inu víða, kemur engin stúdents- menntun á Austurland, en það er satt, að stúdentsmenntun má deila víða, því hver vel búinn alþýðuskóli, sem fyrir er í land- inu, getur hafið að kenna stúd- entum, rétt eins og landsprófs- menntun, með lítilli viðbót. Verzl- unarskólinn, Kennaraskólinn og Laugarvatnsskólinn útskrifa stúd- enta. Bráðum gerir Eiðaskóli það líka og kannski Norðfjarðarskóli. Menntaskóli er ekki meira mál en önnur skólamál, eins og nú er komið högum í menntun og mætti þjóðarinnar og þrátt fyrir það, að stjórnarfarið eyðileggur nú „matinn“ sem ákaflegast fyrir þjóðinni. Ég vil svo að síðustu segja þetta. Allt sem þeir, hinir nefndu menn, taka réttilega fram um Egilsstaði, á líka við um Eiða, því allt er sama Fljótsralshéraðið, og hér um sama byggðarlag að ræða, þótt það taki yfir um 15 km. innan marka. Svo punktfast- ir megum við ekki vera fyrir framtíðina, að við sjáum ekki að hún hreyfist. Benedikt Gíslason frá HofMgi. ATHUGASEMD. Grein þessi barst blaðinu fyrri hluta síðustu viku. en ekki voru tök á að birta hana í síðasta blaði. Greinin er skrifuð áður en höfundur hefur lesið grein Steins Stefánssonar, sem birtist í næst- síðasta blaði, en ljóst er, að skoð- anir þeirra Steins og Benedikts og að nokkru leyti einnig Þórðar Jóhannssonar og Pálmars Magn- ússonar, falla saman í veiga- mik’.um atriðum. Þar sem greinar- gerðir Menntaskóianefndar hafa nú allar verið birtar, sýnist tíma- bært að hefja opinberar umræður um málið. Vill Austurland gjarn- an verða vettvangur slíkra um- ræðna, að svo miklu leyti sem rúm þess leyfir. Eitstjóri. Maður slasast Framh. af 1. síðu. um gat á stefni bátsins. Var síðan veghefill fenginn til að taka í, en áður en báturinn komst alla leið, rifnaði út úr gatinu. Kað- allinn var mjög þaninn og lenti á Skarphéðni, sem mun hafa kastast á hefilinn. Hlaut hann mikil meiðsli, rifbrotnaði, við- beinsbrotnaði og hlaut áverka á höfuð og bak. Hann er þó ekki í lífshættu. Víöir Sveinsson, skipstjóri Minningarorð vissi um kuldann í þeim, ef til þeirra þyrfti að taka. Einmitt svona var Víðir. Hann gerði ráð fyrir öllu, sem komið gæti fyrir og reyndi að vera við öllu búinn, enda varð aldrei slys hjá honum, hvorki á mönnum, skipi né veið- arfærum. Áreiðanlega verða þeir margir, sem harma Víði, en þó mest þeir, sem næstir honum standa. En öll þjóðin má harma svona menn, sem standa fremstir í því að flytja þjóðinni auð, sækja barninu brauð, færa björgin í grunn undir framtíðarhöll. Eða á þjóðin nokkra þarfari menn, en góða og mikla fiskiskip- stjóra? Ég held ekki. Og það hygg ég að eiganda bátsins, Jóns Garð- ars, finnist líka og veit að hann sér mikið eftir Víði, bæði sem skipstjóra og manni, það vel heyrði ég hann tala um hann. Ég enda svo þessar fátæklegu línur með innilegri samúðar- kveðju og við hjónin biðjum öll góð öfl um að styðja og styrkja alla, sem um sárt eiga að binda vegna fráfalls Víðis. Ég kveð þig svo kæri vinur og frændi með orðum listaskáldsins góða: Flýt þér vinur í fegri lieini, krjúptu að fótum friðarboð- ans, fljúgðu á vængjum morgun- roðans meira að starfa guðs um geim. G. M, Deyr fé deyja frændr deyr sjálfr it saina. Ek veit einn at aidregi deyr dómr um dauðan hvern. Þetta erindi úr Hávamálum kom mér í hug er ég frétti hið sviplega fráfall bróðursonar míns, Víðis Sveinssonar, og er ég ekki viss um að mér hafi orðið meira um að frétta lát nokkurs manns þótt nærskyldari mér hafi verið, fyrst og fremst vegna þess hvað hann var óvenjulega góður dreng- ur og sérstakt prúðmenni. Ég held að allir, sem kynntust hon- um, viðurkenni þetta, og þá ekki sízt skipshöfnin hans og þeir aðr- ir, sem með honum hafa verið á sjónum. Ég held það hafi verið í fyrra að ég í einhverju blaði sá mynd af Víði þar sem hann var að kaupa ullarnærföt á alla skips- höfn sína. Föt þessi ætlaði hann að hafa í gúmmíbátunum. Haun

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.