Austurland


Austurland - 04.10.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 04.10.1968, Blaðsíða 1
MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 4. október 1968. 40. tölublað. lífskjörín shert jflínt og þétt Ekki þarf að lýsa því hve kjör alls almennings í landinu hafa versnað mikið á þessu ári. Dýr- tíð hefur vaxið til mikilla muna meira en kaup hefur hækkað, og atvinna hefur dregizt saman víða og sums staðar hefur verið al- varlegt atvinnuleysi, jafnvel yfir hásumarið'. Og jafnvel þar sem ekkert atvinnuleysi hefur verið, hafa tekjur manna víðast lækkað mikið, vegna minnkandi yfirvinnu. Það út af fyrir sig, að yfirvinna hefur dregizt saman, er ekki harmsefni, því vinnuþrældómur- inn var kominn út í fráleitar öfg- ar og þrældómurinn virtist hjá mörgum orðinn takmark lífsins. En þrátt fyrir það, að yfirvinn- an hafi verið úr öllu hófi fram, verður þó ekki litið fram hjá þeirri staðreynd, að afkoma verka- fólks byggðist mjög á henni. Þeg- ar hún nú dregst saman, minnk- ar að sjálfsögðu ráðstöfunarfé fólksins, það á erfiðara með að standa við skuldbindingar sínar, t. d. í sambandi við húsnæðismál, það á erfiðara með skattgreiðslu og hlýtur, nauðugt viljugt, að taka upp sparnaðarstefnu í lífs- háttum. Ástandið er mjög misjafnt á hinum ýmsu stöðum. Sums stað- ar er það afleitt, annars staðar bærilegt. Hér í Neskaupstað efa ég t. d. að kaup verkafólks sé til muna lægra að krónutali en það var á sama tíma í fyrra. Veldur þar mestu, að vetrarat- vinna var í ár miklu meiri en í fyrra, þakkað veri heimalöndun bátanna. Þá má ætla, að iðnað- armenn, sem við húsbyggingar fást, hafi svipaðar tekjur og í fyrra, en málmiðnaðarmenn lægri. Dálítið erfiðara er að átta sig á afkomu sjómanna, en víst má telja, að hún sé lakari en í fyrra, þegar á heildina er litíð. Sú hlið, sem að atvinnurekstr- inum snýr, verður ekki gerð að umtaisefni hér, en það eru eklti ýkjur, að hagur hans hefur versnað miklu meira en hagur fólksins. Er það vissulega alvar- legt mál, ef fyrirtækin geta ekki haldið í horfinu. Þau missa sjálf- stæði sitt, verða jafnvel gjald- þrota, og komast í hendur manna, sem hafa gfóðasjónarmiðið eitt að leiðarljósi. Undir þeim kringumstæðum, sem nú hefur verið lýst, er al- menningur mjög illa við því bú- inn að taka á sitt bak stórfelddar nýjar álögur. En álögurnar eru ekki sparaðar. 1 september var með bráðabirgðalögum lagður 20% nýr skattur á allan innflutn- ing og rennur sá skattur óskipt- ur í ríkissjóð, til viðbótar öllum öðrum innflutningsgjöldum. Áhrif þessa nýja skatts eru nú sem óð- ast að koma í Ijós í hækkuðu verði. En þetta var aðeins fyrsta gusan. Önnur gusan var stórhækkun á verði búvara. Á henni áttu menn vissulega von, því ekki hefur það farið leynt, að bændum hefur vegnað illa undir viðreisn og hafa kröfur þeirra um leiðréttingu orðið æ háværari og var nú hót- að sölustöðvun, ef þær yrðu að engu hafðar. En fleiri gusur eru í aðsigi. Hinn gífurlegi innflutnings- skattur hafði aðeins þann tilgang að bæta hag ríkissjóðs. Eftir er að framkvæma hinar árlegu við- reisnaraðgerðir vegna atvinnuveg- anna og má búast við, að það verði stærsta gusan. í hvaða formi þær aðgerðir verða, er ekki vitað og sjálf veit ríkisstjórnín það líklega ekki. En helzt eiga menn von á gengislækkun eða stórhækkun sölusk., nema hvoru- tveggja verði. En allar eiga þess- ar aðgerðir sammerkt í því, að þær koma þyngst niður á fjöl- skyldumenn og því þyngra sem fjölskyldurnar eru stærri. Eins og kunnugt er standa nú yfir viðræður stjórnmálaflokk- anna um efnahagsmálin. Ríkis- stjórnin virðist hafa verið illa undir þessar viðræður búin, því fram að þessu hefur tíminn að mestu farið í gagnaöflun. Hugmyndin um þjóðstjórn mæl- ist misjafnlega fyrir, enda er hún ekki afsakanleg, nema ef vera skyldi með því, að þjóðinni staf- aði slík ógn af áframhaldandi viðre'snarstefnu, að einskis megi láta ófreistað til að forða þjóð- inni frá afleiðingum hennar. Skólarnir í Neskaupstað taka til starfa Hinn 1. okt. voru þrír skólar settir í Neskaupstað með samtals 367 nemendur. Væntanlega tekur fjórði skólinn til starfa síðar á þessu skólaári, en það er Iðnskóli Austurlands. Skólar þeir, sem hófu störf 1. okt. eru: Gagnfræðaskólinn í Neskaup- stað. Nemendur verða 116 í 5]/2 bekkjardeild. Pálmar Magnússon, sem kennt hefur stærðfræði nokk- ur undanfarin ár hverfur nú f.rá skólanum. I hans stað nefur Björn Magnússon, stærðf"æði- stúdent verið settur kennari. Fast- ir kennarar eru fjórir auk skóla- stjórans Þórðar Kr. Jóhannsson- ar. Barnaskólinn í Neskaupstað hefur að vísu starfað frá byrjun september, en þrjár eldri bekkjar- deildir komu í skólann 1. okt. Nemendur verða alls 214 í 11 bekkjardeildum. Ekki fengust settir kennarar í allar lausar stöður og er mikil stundakennsla. Skólastjóri er Gunnar Ólafsson. Tónskóli Neskaupstaðar er nýr skóli, sem. nú hefur sitt fyrsta starfsár. Að vísu hefur oft starf- Framh. á 4. síðu. Milada Jauderová. Sjórnannastofa á Fáskrúðsfirði Sjómannastofa hefur nú verið opnuð á Fáskrúðsfirði á efri hæð hússins Bjarmaland. Hefur sjó- mannastofan til umráða um 100 fermetra húsrými. Á sjómannastofunni verða á boðstólum allar algengar veiting- ar, þó ekki matur, og þar eru þrjú gistiherbergi. Sjómannastofan er rekin af hreppnum. Tónskóli d Fdshrúðsfírðí Mýlega var stofnað tónlistarfé- lag á Fáskrúðsfirði. í stjórn þess •eru: Einar Jónsson, formaður Gísli Jónatansson, ritari Sigurbjörg Helgadóttir, gjaldk. Félagið hefur nú stofnað tón- listarskóla og er skólastjóri Stein- grímur Sigfússon, tónskáld. í ráði er að ráða tvo aðstoðarkenn- ara. Að'sókn að skólanum er mjög mikil. Innritaðir hafa verið um 40 nemendur af Búðum og úr sveit- inni. Þá er ætlunin, að skólinn hafi útibú á Stöðvarfirði og ráð- gert, að þar verði kennt einn dag í viku. Þar hafa 10 nemendur gefið sig fram. Vattarnesvegur í sumar hefur verið unnið að framhaldsframkvæmdum við Vatt- arnesveg og er nú verið að leggja síðustu hönd á verkið, jafnvel gert ráð fyrir, að því ljúki fyrir helgi. Að veginum verður mjög mikil samgöngubót fyrir Fáskrúðsfjörð, og raunar alla Suðurfirði, þar sem nú þarf ekki að fara yfir neinn fjallveg til að komast til Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og aðeins Fagradal upp í Hérað. Berhlflifnrnflrdflsnrinn Hinn árlegi fjársöfnunardagur Sambands íslenzkra berklasjúk- linga, berklavarnardagurinn, er á sunnudaginn kemur. Verða þá seld merki, sem jafnframt eru happdrættismiðar, og ársrit sam- bandsins um land allt. Veður hamiar mlm Síldveiðar hafa gengið illa að undanförnu vegna þrálátra storma sem líka hafa sagt til sín á landi. Hefur snjóað talsvert víðast hvar á landinu og fjallveg- ir lokuðust víða. En síldin er nú tekin mjög að nálgast landið. Síðast þegar frétt- ist var hún í innan við 200 mílna fjarlægð frá Langanesi. Þegar veður lægir má vænta mikillar veiði og mikillar söltunar, því síldin er ekki lengra í burtu en það, að hún ætti að komasl ó- skemmd að landi.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.