Austurland


Austurland - 04.10.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 04.10.1968, Blaðsíða 4
4 f AUSTURLAND Neskaupstað, 4. október 1968. r Bjarni Þórðarson: llm uuneiÉgu NesHaupstaðar, Horðfjarð- arhrepps tg Njóafjarðarhrepps Að undanförnu hefur sameining sveitarfélaga verið mjög á dag- skrá og vinnur sérstök stjórn- skipuð nefnd að framgangi þess máls. Hugmyndin, sem hér liggur að baki, er sú, að ef sveitarfélögin yrou stækkuð, mundu þau færari um að gegna hlutverki sínu in.i á við og út á við. í sumar ferðaðist erindreki Sameiningarnefndar, Unnar Stef- áns&on, um Austurland og vann að því að koma á fót umræðu- nefndum þeirra sveitarfélaga, sem til mála er talið koma að sameinist. Hugmyndum um sam- Seint á mánudagskvöldið, um það bil sem heimilisfólkið á Más- seli í Jökulsárhlíð var að ganga til sængur, varð það þess vart, að vélahús, þar sem heimilisrafstöð- in var, stóð í björtu báli. Storm- ur var á og stóð vindurinn af vélahúsinu á íbúðarhúsið og skipti það engum togum að eldurinn læsti sig um íbúðarhúsið, sem var steinhús, en skilrúm efri hæðar úr timbri. Á bænum voru 5 fullorðnir og þrjú börn, sem sofnuð voru á neðri hæð og varð að bjarga þeim út um glugga. Húsmóðirin, Árný Þórðardóttir, bjargaðist einnig út um glugga á neðri hæð, en bónd- inn, Þórarinn Guðjónsson, um glugga af efri hæð. Eftir að fólkinu hafði verið einingu austfirzku sveitarfélag- anna lýsti Unnar svo á aðalfundi þeirra 7. september. Er þar gert ráð fýrir að sveitarfélög í kjör- dæminu verði aðeins 10 í stað 35 sem nú er. Verða þær hugmyndir ekki gerðar að umræðuefni al- mennt að sinni, þótt ástæða sé til. En í tillögum þessum er gert ráð fyrir, að norðfirzku sveitar- fálögin, Norðfjarðarhreppur og Neskaupstaður, svo og Mjóa- fjarðarhreppur, verði sameinuð í eitt sveitarfélag, sem hefði um 1730 íbúa. Það er í tilefni þessarar hugmyndar, sem þessi greín er skrifuð. bjargað, brauzt sonur hjónanna, Guðleifur, inn í fjósið, sem eldur var tekinn að læsa sig í. Tókst honum að koma nautgripunum út, nema einum kálfi, sem varð eld- inum að bráð, ásamt nokkrum hænsnum og ketti. Litlu sem engu varð bjargað af innanstokksmunum. Voru þeir lágt vátryggðir og vélarnar ó- tryggðar. Hefur því fólkið í Más- seli orðið fyrir miklu tjóni. En það var fleira, sem á gekk í Jökulsárhlíð um þessar mundir. Ofsaveður hafði gert þar á sunnu- dag. Hrakti eitthvað af fé í Fögru- hlíöará, sem full var af krapi. Fórust þar að minnsta kosti 30 kindur, sem flestar voru I eigu Eiríks Einarssonar bónda í Hlíð- arhúsum. Á ferð sinni um Austurland kom Unnar að sjálfsögðu til Norðfjarðar og hélt fund með bæjarráði Neskaupstaðar og mönnum úr hreppsnefnd Norð- fjarðarhrepps. Var þar ákveðið að leggja til við sveitarstjórnirn- ar, að þær tilnefndu hvor um sig tvo menn til viðræðna um málið, svo og að bjóða Mjófirðingum að- ild að nefndinni. Hafa báðar sveitarstjórnirnar samþykkt þessa ti'lögu og tilnefnt menn í við- ræðunefndina. Af hálfu bæjar- stjórnar eiga sæti í henni bæjar- fulltrúarnir Jóhannes Stefánsson og Reynir Zoega, en af hálfu hreppsnefndar hreppsnefndar- mennirnir Aðalsteinn Jónsson, Ormsstöðum og Jón Bjarnason, Skorrastað. Er þá rétt að athuga hvort skilyrði séu fyrir sameiningu Nes- kaupstaðar og Norðfjarðarhrepps, sem fram til 1913 voru eitt sveit- arfélag, og sameiningu þeirra og Mjóafjarðarhrepps. Úr bœnum Afmæli. Pálína Hallsdóttir, Hlíðargötu 22, varð 75 ára í gær, 3. október. Hún fæddist að Svínafelli í Nesja- hreppi, A-Skaft., en hefur átt hér heima síðan 1929. Andlát. Margrét Guðnadóttir, ekkja, Melagötu 15, andaðist á sjúkra- húsi bæjarins 28. september. Hún fæddist í Sandvík í Norðfjarðar- Skólarnir... Framhald af 1. síðu. að tónlistarskóli í Neskaupstað, en þá á vegum Tónlistarfélagsins. En Tónskóli Neskaupstaðar er rekinn af bænum og hefur bæjar- stjórn kjörið skólanefnd til að annast rekstur skólans. Við skólasetningu rakti formaður skólanefndar í stuttu málu undir- búning skólastofnunarinnar. Drap m. a. á hve erfiðlega nefði gengið að fá tónlistarkennara, og að þrautalendingin hefði verið að leita til útlanda. Á sl. vetri var gerður ráðningarsamningur Vjö tónlistarkennara frá Prag, Milada Janderová. Kom hún ásamt fjól- skyldu sinni til landsins í byr jun sept. og hefur nú tekið við skóla- stjórn Tónskóla Neskaupstaðar. Þá hafa verið ráðnir tveir stunda- kennarar, en í skólann hafa 37 nemendur látið innrita sig. Við skólasetningu tók einnig til máls Bjarni Þórðarson, bæjarstj. Ræddi hann stuttlega víðhorf bæjarstjórnarinnar til þessarar skólastofnunar, þakkaði öllum, sem stutt höfðu að stofnun þessa skóla á einn eða annan hátt og árnaði hinum nýja skólastjóra allra heilla. Þá mælti skólastjórinn, frú Milada Janderová nokkur orð á íslenzku og þótti það furðu sæta, hve skýrt hún talaði eftir svo skamma dvöl í landinu. Að lokum lék hún á píanó tvö lög eftir sam- landa sinn Smetana. hreppi 30. nóv. 1886, en átti heima hér í bæ frá 1914. Guðsþjónustur í Norðfjarðarkirkju í október: Sunnudaginn 6. okt. barnasam- koma kl. 10. Sunnudaginn 13. okt. almenn guðsþjónusta kl. 2. Barnasam- koma kl. 10. Sunnudaginn 20. okt. barna- samkoma kl. 10. Sunnudaginn 27. okt. almenn guðsþjónusta kl. 2. Barnasam- koma kl. 10. Stórbruni og fjdrskaði í jökuisdríilíð Framha’d í næsta blaði. Malfundur Prestafélags Austurlands Aðalfundur Prestafélags Aust- urlands var haldinn að Eiðum dagana 14.—15. september sl. Formaður félagsins, séra Þor- leifur Kjartan Kristmundsson, flutti skýrslu um starf félagsins á árinu. Vék hann m. a. að ferm- ingarbarnamóti, sem félagið stóð fyrir sl. vor og að sumarbúða- starfi, en sumarbúðir á vegum þjóðkirkjunnar voru reknar í fyrsta sinni í Austfirðingafjóro- ungi á þessu sumri Sumarbúða- starfið hafði gengið vel, en þó orðið nokkur halli á rekstrinum. Á fundinum fluttu erindi: Séra Tómas Sveinsson, er talaði um ráðsgieunsku kristins uianns, séra Ágúst Sigurðsson, en hann ræddi um sögu kirknanna und’r Ási og að Valþjófsstað, og séra Kolbeinn Þorleifsson, sem gerði grein fyrir rannsóknum sínum á sögu Jóns Þorkelssonar, skóla- meistara. I stjórn félagsins . á næsta starfsári voru kjörnir þeir séra Sigmar Torfason, formaður, en séra Trausti Pétursson og séra Kolbeinn Þorleifsson, meðstjórn- endur. Að kvöidi laugardags var al- menn guðsþjónusta í Eiðakirkju, en á sunnudag fóru prestar að Ási og tóku þátt í afmæiishátíð sóknarkirkjunnar Jiaf. 19)8 - Berklavamardagur - 1968 S.I.B.S. 50 dra Berklavarnardagurinn er á sunnudaginn. 30 glæsilegir vinningar í merkjahappdrættinu, 10 Blaupunkt sjónvarpstæki og 20 Blaupunkt ferðaútvarpstæki. Blað og merki dagsins seld um land allt. Hús til sölu Húseign mín að Nesgötu 16 er til sölu. Samúel Andrésson.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.