Austurland


Austurland - 11.10.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 11.10.1968, Blaðsíða 1
MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSSNS A AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 11. október 1968. 41. tölubíað. Atvínnumdladlyhtun inVÉÉr JUL Á aðalfundi Sambands sveitar- félaga í Austurlandskjördæmi 7. og 8. september, var einróma samþykkt ályktun sú, sem hér fer á eftir, um atvinnumál kjör- dæmisins: Iðnaðarmál Fundurinn leggur áherzlu á, að komið verði upp á Austurlandi iðnaðarfyrirtækjum og ýmiskonar þjónustustofnunum. Einkum sé þeim iðnaðarfyrirtækjum, sem nú eru til, hjálpað til að fá nægileg stofn- og rekstrarlán svo að þau geti starfað á eðlilegan hátt. Telur fundurinn, að ríkisvaldinu beri að veita sérstaka aðstoð til iðnaðaruppbyggingar í fjórðungn- um m. a. til að koma á fót neta- hnýtingarverksmiðju, fóðurblönd- unarstöð, stálskipasmíðastöðvum, niðursuðu- og rækjuverksmiðju og margskonar vinnslu úr landbún- aðar- og sjávarafurðum. Sjávarútvegsmál Fundurinn telur, að það hafi sýnt sig, að atvinnulífið á Aust- fjörðum verði að byggjast að miklu leyti á bátaútgerð og frysti- húsum þannig, að smábátaútgerð verði á sumrum, en vetrarútgerð á stærri fiskiskipum. Leggur fundurinn ríka áherzlu á að öll- um frystihúsum og öðrum fisk- vinnslustöðvum í fjórðungnum verði gert kleift að starfa á eðli- legan hátt með auknum lánum og frestun á afborgunum eldri lána og þannig, að þau beri sig fjár- hagslega. Þá verði smábátum fjölgað og aðstaða þeirra í landi bætt. Landbúnaðarmál Undanfarin 2—3 ár hefur meg- inhluti bænda í Austurlandskjör- dæmi orðið fyrir miklum búsifj- um vegna harðræðis af völdum kals í túnum, hafíss og ómildrar veðráttu. Ef ekki verður nú þeg- ar gripið til róttækra aðgerða til hjálpar bændum, er ekki annað sýnt, en stórvancjræði hljótist af. Fundurinn telur alveg óhjákvæmi- legt, að frestað verði greiðslu á afborgunum Jána næstu 2—3 ár- in, lausaskuldum bænda breytt í föst lán og aukið víð afurðalán til samræmis við núverandi verð- lag í landinu. Fundurinn felur stjórn sam- bandsins að hefja nú þegar öflun gagna um ástand og horfur í at- vinnumálum hinna einstöku byggðarlaga í fjórðungnum. Verði þessu starfi hraðað svo, að hægt verði að hefjast handa um úr- bætur á hausti komanda. Fundurinn væntir þess, að þing- menn kjöræmisins vinni af alefli með stjórn sambandsins og sveit- arstjórnum að framangreindum málum. Einnig telur fundurinn nauðsynlegt að þau stóru fiski- skip, sem eru í eigu Austfirðinga verði gerð út yfir veturinn frá heimahöfn og fiskurinn verkaður þar. Til þess að unnt sé að fá útgerðir, sem eiga stóru bátana á hverjum stað til að leggja upp vetrarvertíðaraflann í frystihúsin á Austfjörðum, telur fundurinn að gera eigi kröfu til þess, að At- vinnujöfnunarsjóður styrki vetr- arútgerð á Austfjörðum á sama hátt og gert hefur verið á Norð- urlandi. Fundurinn telur að leggja beri áherzlu á, að síldarverksmiðjum og söltunarstöðvum verði gert mögulegt að taka á móti síld þegar hún kemur, m. a. með því að fá lán til að byggja yfir sölt- unarstöðvar, bæði til söltunar og geymslu á haustsíld. Einnig verði síldariðnaðarfyrirtækjum gert mögulegt að fá næg reksturs- og stofnlán. Læknaskortur Mjög alvarlegt ástand er nú í læknamálum Austurlands og fer æ versnandi. Læknaskorturinn verður m. a. til þess, að allt of mikil störf hlaðast á þá lækna, sem enn haldast hér við, en það eykur á hættuna á því, að einnig þeir hverfi á braut, gefist hrein- lega upp, því takmörk eru fyrir því, hvað hægt er að hlaða mikl- um störfum á einn mann. í Neskaupstað er ástandið þannig, að enginn héraðslæknir hefur verið þar starfandi árum saman. En íbúar læknishéraðsins hafa notið þess, að í bænum er sjúkrahús þar sem tveir læknar hafa starfað. En fyrir nokkrum Prestshosnina ó Wsf. Nýlega fór fram prestskosning á Seyðisfirði, en séra Heimir Steinsson sagði brauðinu lausu og hélt utan til frekara náms. Umsækjandi var aðeins einn, séra Rögnvaldur Finnbogason á Hofi í Vopnafirði. Á kjörskrá voru 486, atkvæði greiddu 294 og hlaut umsækjandi 285, en 9 seðlar voru auðir. Var því séra Rögnvaldur löglega kjör- inn prestur Seyðfirðinga. mánuðum sagði yfirlæknirinn starfi sínu lausu og réðist að Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík. Lét hann af störfum í Neskaup- stað um sl. mánaðamót. Þrátt fyrir miklar tilraunir til þess að ráða lækni í stað hans, tókst það ekki. Og nú er aðeins einn læknir í Neskaupstað, starfsmaður sjúkrahússins. Auk þess að gegna störfum á sjúkrahúsinu, en þau fara nú vaxandi þegar komur sildveiðiskipa verða tíðari, verð- ur hann að annast læknisstörf fyrir 1700—1800 manna hérað. Austurland vonast til að geta mjög fljótlega gert grein fyrir því, hvernig nú er ástatt í kjör- dæminu hvað læknisþjónustu snertir. Alþingi sett Alþingi var sett í gær. Að þing- setningarathöfn lokinni var þing- störfum frestað til mánudags. 1 upphafi þings eru lögð fram 15 stjórnarfrumvörp, þar á með- al frumvarp til fjárlaga, 5 frum- vörp til staðfestingar bráðabirgða- lögum, svo og ný frumvörp og endurflutt frumvörp, sem ekki náðu því að verða útrædd á síð- asta þingi. > l t Fddœma erfitt iorfiir Veðrátta hefur verið mjög stirð bæði til lands og sjávar. Síldveiði hefur verið svo gott sem engin vegna storma, en þeg- ar lægt hefur, hefur engin síld fundizt. Er svo að sjá sem hún hafi dreifzt. En vongóðir eru menn enn um veiði, ef tíðarfar verður með skaplegum hætti. Víða um land setti niður tals- verðan snjó í stormi og frosti. Tepptust þá fjallvegir á Norður-, Vestur- og Austurlandi um skeið, fé fennti, talsverðir fjárskaðar urðu sums staðar, og kartöflur lentu undir snjó. — Miklir erfið- leikar urðu á að flytja sláturfé í sláturhúsin vegna ófærðar og taf- ir urðu á slátrun. Kýr voru tekn- ar á gjöf eftir aðeins þriggja mánaða beit, og bera varð hey fyrir sláturfé, og minnast menn hér um slóðir þess ekki, að þess hafi áður þurft. Það er fyrst nú tvo til þrjá síð- ustu dagana, að snjó hefur tekið upp á láglendi. Hér í Norðfirði er snjór nú að mestu horfinn af láglendi, þótt enn sé snjór í gilj- um og víðar. Til fjalla hefur snjó líka tekið upp. VetrnrÉtli F. I. Hinn 1. okt. sl. gekk vetrará- ætlun Flugfélags íslands á flug- leiðum innanlands í gildi. Eins og í áætlun síðastliðins sumars verða allar ferðir frá Reykjavík flognar með Friendship skrúfu- þotum. AUar ferðir frá Reykja- vík eru til eins staðar úti á landi án viðkomu nema flug til Horna- fjarðar og Fagurhólsmýrar á miðvikudögum, sem er sameinað. Önnur DC-3 flugvél Flugfélags- ins mun áfram verða staðsett á Akureyri og annast flug til staða á Norð-Austurlandi í framhaldi af flugi frá Reykjavík. Ennfrem- ur verður flugvélin í ferðum milli Akureyrar og Egilsstaða. Til Egilsstaða verða ferðir alla virka daga. Til Fagurhólsmýrar á miðviku- dögum og til Hornafjarðar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Úr bœnum Afmæli. Arnfinnur Antoníusson, Mýrar- götu 11 varð 85 ára 6. október. Hann fæddist á Arnhólsstöðum í Skriðdal, en hefur verið búsettur hér í bæ samfellt frá 1945, en áður hafði hann átt hér heima allmörg ár. Steinunn Símonardóttir Zoega, ekkja, Þiljuvöllum 14, varð 85 ára 7. október. Hún fæddist í Bakkakoti, Skorradal, Borgar- fjarðarsýslu, en hefur verið bú- sett hér síðan 1910. Ingibjörg Guttormsson, hús- móðir, Strandgötu 32, varð 65 ára 8. október. Hún fæddist í Klakksvík. Færeyji'm, vn hefur átt hér hctha siðan 1925.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.